Þakkir til flottar fyrir yfirlestur og góð ráð :Þ
Þriðji kafli
“Harry! Ertu að koma?”
Ginny hrópaði þetta upp stigann og Harry flýtti sér niður og baksaði við að hneppa efstu tölunni á skikkjunni sinni á leiðinni niður. Þau voru á leið í mat til Arthurs og Molly og voru orðin allt of sein, að mati Ginnyar. Það var rúmur hálftími þangað til þau áttu að mæta.
“Tilbúinn?” Þu drógu fram sprotana og tilfluttust til Sankti Ottery Catchpole, lítils bæs í sveitinni..Weasley fjölskyldan átti heima í útjaðri hans. Það var svona tuttugu mínútna hægt labb þangað þaðan sem þau stóðu nú, í útjaðri skógarins á Hreysikattarhæð. Það var notalegt að ganga úti í kvöldkyrrðinni. Það var miður nóvember og svolítitð kul í loftinu. Ginny andaði djúpt að sér og virtist njóta ferska útiloftsins.
“Mér finnst svo góð lykt af kulda. Maður finnur hana ekki fyrir menguninni í London jafnvel þótt skrifstofan mín sé á tíundu hæð.” Ginny hafði verið að vinna fyrir Spámannstíðindi undanfarin tvö ár og hafði smátt og smátt verið að færa sig ofar. Síðasta stöðuhækkun kom viku áður en þau giftu sig. Hún var orðin stríðsfréttamaður og naut þess í botn. Notalega hlýju lagði frá heimili Weasley hjónanna og matarlyktin kitlaði þau í magann. Harry brosti, heimili Weasley fjölskyldunnar var hið fullkomna galdraheimili í hans augum. Ginny leit á hann og hallaði sér fram og kyssti hann. Harry tók utan um mittið á henni og þannig stóðu þau fyrir framan útidyrnar. Skyndilega opnuðust dyrnar innan frá og Molly Weasley stóð í gættinni. Hún varð vandræðaleg þegar hún sá Harry og Ginny.
“Æi fyrirgefið! Vonandi var ég ekki að trufla neitt?”
“Ekki neitt Molly mín, við vorum bara að klára hérna” svaraði Harry og hló að vandræðaganginum í frú Weasley. Hún var greinilega á leið út með ruslið, hún var með svartann ruslapoka í hendinni.
“Eigum við ekki að hjálpa þér með þetta mamma?” Ginny benti á ruslapokann “Ruslafatan á það til að vera svolítið hrekkjótt, látið mig þekkja það” Ruslafatan var (eins og nánast allir hlutir á heimilinu) í álögum. Eitthvað höfðu álögin þó brenglast með aldrinum og hún átti það til að spýta rusli í allar áttir og hver einasti köttur í þorpinu hafði fengið sinn skerf af því og héldu sig fjarri garði fjölskyldunnar. En eins og Arthur benti á, þegar Molly rausaði í honum að laga þetta,var það þó kostur. Ruslafatan var greinilega hrædd við fjölda og hafði sig hæga.
“Hvað er í matinn mamma? Lyktin er yndisleg” sagið Ginny og þefaði út í loftið.
“O það er bara kjötbúðingur og kartöflumús og bara svona eitthvað einfalt”svaraði Molly hógvær og sagði svo röggsamlega.
“En það dugir nú ekki að standa masandi úti í kuldanum. Komum inn í hlýjuna og fáum okkur eitthvað gott að drekka”
Þegar þau voru komin inn og sest við matarborðið sáu þau að Molly var allt of hógvær. Hún var frábær kokkur og allt sem hún kom nálægt varð að veislumat. Yfir matnum töluðu Harry og Ron um Qudditch og ræddu nýjasta tilboð breska landsliðsins í Ron.
“Hundrað galleon á dag, hugsaðu þér bara” sagði Ron með glampa í augum.
“En þú vilt samt leika með Rakettunum?” skaut Ginny inn.
“Já”svaraði Harry fyrir Ron “En það er ekki bara vegna Quidditch, er það Ron?”
“Nei” svaraði Ron og glotti “Líka vegna J.M.”
“Og hver er J.M?” spurði Ginny.
“Viðhengið hans” svaraði Harry og flissaði þegar hann stakk upp í sig bita af kjötbúðingnum “Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að hann geti varla slitið sig frá henni á æfingum”
“Þegiðu bara!” Ron fleygði servíettunni framan í hann. Harry greip hana flissandi og fleygði henni beint yfir aftur en Ron var ekki nógu fljótur til að grípa hana svo hún lenti framan í honum. Ron tókst aldrei að grípa sendingar frá Harry.
“Hvernig ferðu að þessu?”Ron hafði æft sig og æft en samt tókst Harry alltaf að grípa sendingar frá honum.
“Náðargáfa vinur minn, svolítið sem þú nærð aldrei”
Molly hafði verið að fylgjast með samtalinu og ranghvolfdi í sér augunum.
“Þeir breytast aldrei er það Ginny?”
“Nei þeir breytast aldrei og það er það besta. Allt í kringum þá breytist en þeir ekki.” Ginny brosti þegar hún sagði þetta. Molly lyfti augabrúnunum spyrjandi.
“Og ertu að vísa til einhvers sérstaks þegar þú segir þetta ?”
Ginny tók um höndina á Harry Hann vissi það af reynslu að Ginny átti erfitt með að koma sér að mikilvægum efnum svo hann kreisti laust á henni höndina og hún leit upp.
“Já reyndar.”
“Og?” Molly réði sér ekki fyrir forvitni.”Ekki láta okkur bíða svona stelpa!”
Ginny brosti að ákafa móður sinnar.
“Ég er ólétt”
Harry fannst þetta mjög fyndið eftir á. Molly hafði stokkið upp og faðmað dóttur sína fast að sér. Ginny var að verða ansi rauð þegar hún sleppti loksins takinu. Hún snéri sér að Harry með tárvot augu.
“Til hamingju elskurnar mínar! Hvenær?”
Ginny varð fyrri til að svara.
“Í byrjun júlí”
Ron faðmaði systur sína að sér og þegar hann hafði lokið sér af tók Arthur við. Í miðju faðmlagi heyrðist sláttur í klukkunni, þeirri sem fjölskylduvísarnir voru á og vísar Freds og George færðust yfir á “heima”. Um leið heyrðust tveir litlir hvellir og þeir birtust í eldhúsinu. Þegar þeir sáu alla faðmlagakösina litu þeir hvor á annan.
“Nei George! Þú hér?” sagði Fred með uppgerðarundrunarhreim í röddinni.
“Og þú Fred?” Þeir litu hvor á annan og föðmuðust mjög gervilega.
“Aaaaaaaaaahhhhhhhhhhh!”
Þegar þeir hættu voru allir farnir að horfa á þá. Molly frekar ergilega. Þeir litu í kringum sig og brostu vingjarnlega til mömmu sinnar.
“Okkur fannst við bara ekki passa inn”sagði Fred.
“Á meðan við erum að tala um knúsitörnina, yfir hverju allir að knúsast?”
“Við vorum að faðmast” byrjaði Molly hvasst en mýktist þegar hún leit á Ginny “yfir því að hún systir ykkar er ólétt.”
Fred og George litu hver á annan.
“Hver þeirra?” spurði George sakleysislega. Molly stundi og fórnaði höndum.
“Hver þeirra! Ginny það er þetta sem ég er að tala um þegar ég segi: Sumir þroskast aldrei!” Ginny flissaði og leit á stóru bræður sína.
“Sumir hefðu látið til hamingju nægja en þið verðið að vera öðruvísi er það ekki?”
Tvíburarnir reyndu að sýnast skammast sín. Það tókst ekki.
“Við bara hoppuðum við því við vissum að ástkær móðir okkar” hér tók Fred sér hlé til að brosa engilblítt til mömmu sinnar “myndi ekki neita okkur um tesopa og kannski sneið af súkkulaðiköku” ennþá blíðara bros “á meðan við segðum okkar fréttir”
Molly var algjörlega ómögulegt að vera í fýlu lengur og náði í köku inn í skáp og bað Ginny að hjálpa sér með diskana og bera þá fram í stofu. Þegar allir voru búnir að koma sér fyrir í sófum og hægindastólum með sneið af súkkulaðiköku á diski leystu þeir frá skjóðunni.
“Ja við vorum svona bara að vinna í búðinni, svona eins og við gerum á hverjum degi” byrjaði Fred.
“Þegar þessi líka vingjarnlegi maður gengur inn. Jaques sagðist hann heita” hélt George áfram.
“Hann var víst frá Frakklandi og átti alveg haug af peningum sem hann vissi ekkert hvað hann átti að eyða þeim í.” Fred tók sér hlé til að taka bita af kökunni.
“Svo datt honum í hug, hversvegna ekki að styrkja einhverja upprennandi snillinga? Svo hann fer til Bretlands og byrjar að leita. Þá rekst hann á krakkahóp og spyr þá hvar hann finnur snillinga.” George hafði tekið við á meðan Fred tuggði. Hann kyngdi og hélt svo áfram.
“Og hvert haldið þið að krakkarnir vísuðu honum? Á Galdrabrellur Weasleybræðranna! Heyriðu það mútta!” Fred leit sigrihrósandi á móður sína. Molly hafði alltaf verið mikið á móti Galdrabrellunum en það hafði ekkert breyst.
“Svo við erum komnir með búð á Rue de Magic í París. Hún opnar rétt fyrir jólin og við erum að spá í svona opnunarpartíi fyrir alla fjölskylduna. Hvað segiði um það? Jól í París!”
Restin af kvöldinu fór í að skipueggja Parísarferð og reynt var að koma upp með góða auglýsingaherferð fyrir búðina.
“Við vorum náttúrulega með bestu auglýsingaherferð í heimi í Hogwarts. Það er líka annað vandamál. Okkur vantar starfsfólk. Stelpurnar eru aðvitað þarna en við getum ekki sent þær til Frakklands einar eða skilið þær eftir í Bretlandi. Nei okkur vantar franskt starfsfólk. Við kunnum heldur ekki bofs í frönsku.” Stelpurnar sem Fred var að tala um voru Alica Spinnet, Katie Bell og Angelina Jhonnson. Þær höfðu fengið þessa vinnu þegar þær útskrifuðust. Fyrst átti það bara að vera sumarvinna en hún hafði alltaf dregist meira og meira og nú voru þær á fastri launaskrá. Tvíburarnir komust að þeirri niðurstöðu, eftir miklar vangaveltur, að þeir myndu bara spyrja Jaques um starfsfólk. Hann myndi redda því. Kakan varð alltaf minni og minni og þegar hún kláraðist ákváðu tvíburarnir að drífa sig heim fyrst kakan var búin. Harry og Ginny drolluðu svolítið lengur en þegar klukkan var að nálgast tólf og augnlokin farin að síga fóru þau líka. Molly fylgdi þeim fram í eldhús. Ginny faðmaði hana fast að sér.
“Takk fyrir mig mamma mín.” Svo kyssti hún hana á kinnina og tók í höndina á Harry og þau tilfluttust heim.
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,