Tammy Metzler

Janúar var að hefja göngu sína, þéttur snjór lá yfir öllu eins og teppi. Enginn hætti sér út í kuldann nema stöku hræða sem var búin að skoða jólagjafirnar sínar ýtarlega. Tammy Metzler lá inni í herberginu sínu á rúminu sínu í lítilli blokkaríbúð.

“Hogwarts.” Hugsaði ég. “Hogwarts.” Skrítið nafn. Ég lá á rúminu mínu og las aftur og aftur nafnið sem ég hafði skrifað á höndina á mér. “Hogwarts.” Skrítið nafn. Skrítinn staður. Hvernig ætli hann sé? “Hogwarts” hvíslaði ég svo. Ég sagði það! Ég sagði það!

Ó, afsakið ég kynnti mig ekki…Ég heiti Tammy Metzler og ég er 14 að verða 15, bara fjórir mánuðir í afmælið mitt! Ég er svona meðalstór, með svarblátt (já ég sagði blátt!) hár og grænblá augu. Ég er frekar mjó (það er satt!) og ég er eins albínói. Þakklát fyrir það! Ég þoli ekki sól, hvað þá sólbrúnku! Jakk bjakk. Húðliturinn minn er svona föl…bleikur. Uppáhalds litirnir mínir eru svartur, dökkblár og blóðrauður og ég nota alltaf mikinn maskara og eyeliner. Sumir gætu hugsað sér að kalla mig “Goth”, og þar hittu þeir naglann á höfuðið, jamm ég er Goth.
Ég er hálf bresk og hálf frönsk, mamma mín var frönsk. Hún hét Laticia og pabbi minn nefnist Daniel og ég bý, eða bjó, hérna í sveitinni rétt fyrir utan París. Nú þarf ég að flytja. Djöfullinn. Ég sem kunni svo vel við mig hérna.

Ég er semsagt 14 (næstum 15!) ára stelpa. Gelgja myndu sumir segja. Ég á þennan pabba sem gengur undir nafninu Daniel og “stjúpmömmu” sem heitir Sandra. Hún er hroðaleg! Ég hata hana af lífi og sál, það má hún eiga. Ég á engin systkyn og engin gæludýr fyrir utan einstaka húsflugu sem villist inn til mín. Ég var í Beauxbatons á 1-2-3 ári. Góður skóli, samt frekar strangur, fannst mér. Bannað að vera málaður þótt Madame Maxine væri stífmáluð eins og verk eftir Van Gogh.

Ég átti ekki marga vini og glætan að ég var vinsæl. Ég átti bara eina mjög góða vinkonu í Frakklandi, hún heitir Simone. Bestasta besta manneskja í heiminum! Við ætlum að skrifast á þegar ég fer í Hogwarts og svo kem ég kannski til hennar eitt sumarið. Mér þykir ótrúlega vænt um hana.

Úr einu í annað ; Mamma dó þegar ég var 8 ára. Pabbi jafnaði sig eiginlega aldrei, fyrr en Sandra kom til sögunnar.
Sandra er mjó, ljóshærð og falleg, ef þú meinar að orðið “falleg” þýði að hún lýtur út eins og Pamela Anderson, svona eftir allar andlitslyftingarnar og sílíkon varir og brjóst og hvaðeina.
Hún er samt gjörsamlega hroðaleg! Hún þolir mig ekki, hún hatar mig! Hún hefur aldrei þolað krakka, og alls ekki hnýsna krakka, eins og hún kallar mig, þegar pabbi heyrir ekki. Ég er samt ekkert hnýsin! Ég er bara…forvitin, stundum, en auðvitað lætur hún eins og ég sé engillinn hennar þegar pabbi er viðstaddur, svo hann trúi mér ekki. Núna þarf ég að búa með þessu sílíkon-skrímsli!


Forsagan er eiginlega sorglegust : Ég, mamma og pabbi bjuggum í Bretlandi þegar ég var 8 ára. Við vorum rosa hamingjusöm…En svo gerðist það…Ég man vel eftir deginum áður en það gerðist…Það var svolítið rok fyrst, svo fór að rigna…Hellirigna…og ég var viss um að þakið fyki af húsinu. Dagurinn eftir var algjör andstæða. Það var glampandi sólskin og blankalogn. Daginn sem það gerðist.

Daginn sem mamma lenti í bílslysinu. Við vorum á leiðinni yfir götuna, við tvær. Nýkomnar úr matvöruverslun. Þegar unglingur, ekki nema rétt 19 ára missti stjórn á bílnum sínum. Ég hafði skokkað á undan til að skoða gulu blómin í garðinum hinum megin. Var ekki nema rétt 8 ára! Svo heyrðust hróp, öskur. Svo brothljóð og svo dynkur. Ég sneri mér við. Þarna lá hún.
Ég man að ég öskraði og stökk til hennar, einhver greip í mig þar sem ég lá með hendina kreppta um höndina hennar. Einhver hlýtur að hafa látið pabba vita og hringt á sjúkrabíl, en seinna um daginn man ég að ég sat á biðstofu á sjúkrahúsi, á sjúklega grænum stól, grátandi. Bíðandi eftir mömmu minni, bíðandi eftir að hún kæmi gangandi til mín, hnarreist og bein í baki, hlý og ljúf, biði mér hendina og við gengjum saman út í sólskinið.

Það gerðist aldrei.

“Hogwarts” Hugsa ég aftur. Nafnið hljómar skringilega…Ég er rifin upp frá hugsunum mínum þegar pabbi birtist í dyragættinni með stórann kassa í fanginu. Hann lýtur á mig, brosandi. “Jæja Tam-Tam! Ertu ekki að verða tilbúin?” “Jú…alveg tilbúin…” Svara ég frekar áhugalaus. Han skellir kassanum á gólfið og ég gríp koddann minn, hendi honum ofan í kassann. Rúmteppinu líka.

Já, við vorum að flytja í dag…Flytja til London, flytja í stóra “Penthouse” íbúð á efstu hæð í stórri blokk fyrir ríkara fólkið, sem var einhverstaðar þar sem þessir ríku uppar kölluðu “besta staðinn í borginni” Mér var svosem sama.

“hvernig líður þér, vinan?” Spurði pabbi áhyggjufullur um leið og við brutum lakið saman og hentum því ofan í kassann. –Ó pabbi, hugsaði ég -mér líður bókstaflega HÖRMULEGA, en þú tekur sko ekki eftir því! Það eina sem þú tekur eftir núna er þessi…þessi…

“svona…” Var svarið. Ég er ekkert hrifin af því að tala mikið við pabba um líðan mína dag frá degi. Best að hann viti sem minnst.

flugduftsleiðin var eiginlega það eina sem mér fannst skemmtilegt á þessum ömurlega degi. Að pakka niður öllu dótinu sínu í kassa, kveðja húsið sem maður hafði alltaf búið í frá því að maður man eftir sér sem litlu krakkarassgati. Já, ég er mikil tilfinningavera…Ég grenja yfir venjulegustu hlutum, eins og litlum kettlingum og gömlu fólki að faðmast.

Við stöndum fyrir utan hurðina á þessari íbúð. Ég get ekki trúað að alvöru norn búi þarna! Hún er svo sannarlega alvöru norn takk fyrir! Þessi Sandra sem pabbi telur sig elska. Sandra.

Pabbi opnar hurðina og við göngum inn í þessa ljósu íbúð, með fallegum málverkum eftir fræga málara og ljóst sófasett sem kostaði örugglega milljón, flatskjár á veggnum og tykneskt teppi á gólfinu, Orkideur hér og þar. Þetta venjulega, dýra dót, sem enginn má snerta…Eins og í húsgagnaverslun. Ég ætlaði að henda mér í sófann en Sandra greip í olnbogann á mér og kippti í um leið og ég heyrði eitthvað bresta, handleggurinn á mér var örugglega brotinn en Sandra kvæsti bara á mig :
“Þú litla skrímsli! Ekki voga þér að snerta leðursófasettið, það á ekki að liggja í því með skítugar tærnar upp í loft! Ónei! Drullaðu þér inn í herbergið þitt og taktu upp úr töskunum…” Í því birtist pabbi innan úr eldhúsinu “…Elsku besta Tammy mín, það er inn ganginn hérna til hægri, hjartað mitt.” Bætti hún við með smeðjulegri röddu sem fékk mig næstum til að æla. Pabbi brosti og greip utan um mittið á henni. Ég flýtti mér inn í herbergið mitt.

Jæja, þetta átti víst að vera herbergið mitt hér eftir. Það var samt frekar stórt og rúmgott, málað í ljósum lit. Skrifborðið mitt var komið þangað inn og nýja rúmið sem Sandra hafði keypt handa mér. Ég var viss um að 5 Tammy-ur gætu legið þarna hlið við hlið! Ég hugsaði mér að testa rúmið, en fyrst varð ég að gera eitt. Ég opnaði hurðina og kallaði fram : “Eeeelsku Sandra! Má ég prufa rúmið eða þarf ég að fara í sturtu fyrst?” Ég heyrði Söndru segja blíðlega við pabba “Bíddu aðeins Dan, ég ætla að tala aðeins við Tammy elskuna.” Ég stökk inn í herbergi og læsti. Stuttu seinna heyrðist fótatakið í Söndru. Svo fór hún aftur inn í stofu. Hjúkk, laus við hana í smá stund!

Ég henti mér á rúmið, kveikti á sjónvarpinu. Fletti stöðvunum…100…102…Puff, 300 stöðvar að minnsta kosti og EKKERT skemmtilegt á neinni þeirra! Ég leit í kringum mig í herberginu, voðalega hlakkaði ég til að drulla allt út hérna, mér var það eðlislægt.
Viðarskrifborðið úr ljósum mahóní stóð við vegginn á móti rúminu, rúmið í einu horninu og sjónvarpið hékk fyrir ofan það. Skápur úr sama viði og skrifborðið stóð við vegginn hjá hurðinni og ljóst teppi á gólfinu. Smekklegt.

2 Mánuðum síðar.


Vá hvað ég hlakka til! Ég er að fara til Hogwarts og það í dag! Ég er nýbúin að kaupa allt skóladótið og ég hlakka svooo til!! Ohh ég er að deyja! (ehemm, ástæðan fyrir því að margir kalla mig gelgju..) Ég er að skrifa núna. Geggjaða sögu um álfastelpu sem lendir í mörgum vandræðum, en bjargast alltaf aftur. Já, ég er rosalegur rithöfundur í mér, er búin að gera fullt fullt af sögum! Þær eru alveg ágætar, finnst mér allavega.
“Tammy! Ertu búin að pakka?!” Illgjörn rödd Söndru endurkastaðist af veggjunum í herberginu mínu. “jájá…” Tautaði ég. Svo fór ég að pakka fötunum ofan í stóra koffortið mitt og óskaði þess um leið að pabbi hefði ekki þurft að fara að vinna.
Sem betur fer hafði Sandra látið mig í friði undanfarið, leyfði mér að hanga inni í herbergi. Ég hætti mér varla fram nema á matmálstímum, enda var þetta ekki heimilið mitt, það segi ég nú bara!
Sandra var komin í dyragættina, með hæðnisglott á stífmáluðu andlitinu, Mig langaði að öskra á hana og henda henni út. Hún var ömurlega tilgerðaleg í þröngri, rauðri merkjapeysu og svo stuttu gallapilsi að það náði varla niður fyrir naríur, og í háum svörtum leðurbuxum upp á hné næstum því.

“Ertu á leiðinni á strippstað?” Spurði ég hæðin, þótt ég vissi að ég myndi líða fyrir það síðar. Mér til mikillar furðu glotti Sandra. “Nei, við erum á leiðinni á lestarstöðina, litla ógeðið þitt! Loksins losna ég við að sjá viðbjóðslega fésið á þér daginn út og daginn inn.” Ég var vön þessum upphrópunum eins og “ógeð” og “viðbjóðslega gerpi” Svo þessi orð settu mig ekki út af laginu. Ég raðaði bara sögunum mínum ofan í möppuna mína og svo ofan í eina skúffuna á koffortinu. Söru var ekki skemmt. “Drullaðu þér svo með koffortið fram, og ef ég sé eina einustu rispu á franska parketinu þá vei þér!” Bætti hún við og otaði sprotanum sínum að mér. “Úff maður verður bara hræddur!” Hrópaði ég og þóttist verða hrædd. Sandra yggldi sig framan í mig og fór fram…örugglega að skúra. Í svona, 5 skiptið í dag! Eins og einhver hefði áhuga á að skoða íbúðina, sá eða sú gæti alveg eins farið bara í húsgagnahöllina og skoðað sig um með kaffibolla.

jæja, það er næstum allt gott að segja af mér. Sara hefur samt ekkert skánað eins og þú ert búin að sjá…Og pabbi er ennþá jafn blindur, það er hörmulegt! Ég vona að ég megi fá að galdra heima fljótt, þá yrði gleði í húsinu hjá okkur Söndru! Múhahaha…Nei nei ég er að grínast…allavega smá. Ég dró koffortið út ganginn og inn í stofu þar sem Sandra var að – Nei sko mig! – Skúra!! Ég skil hana ekki, svona er örugglega fólk sem á sér ekki líf…
á lestarstöðinni er allt troðið, við fundum næstum enga kerru til að skella koffortinu á. Hjúkk, sem betur fer náðum við einni rétt áður en feitur maður með yfirskegg náði henni.
Við komum að skilveggnum og ég þóttist ekkert pæla í því að ég átti að hlaupa í gegnum vegginn, þóttist vera svöl bara. Í alvöru langaði mig að henda mér í fangið á pabba og kreista höndina á honum. Auðvitað gat ég samt ekki gert það! Það er svo barnalegt.
Sandra daðraði við hvern einasta mann sem hún sá, semsagt með augunum. Ég skil ekki hvað pabbi sér við hana! Hún myndi halda framhjá honum með hverjum sem er!
Feiti karlinn með yfirskeggið glotti til hennar. Mig langaði að gubba.

“Jæja Tam-Tam” Sagði pabbi, hafði ekki tekið eftir karlinum sem horfði á Söndru “Stökktu í gegn vinan.” Ég greip kerruna með koffortinu og miðaði alveg á vegginn. –Svona, þú getur þetta…Ekki hugsa um að þú verðir að klessu ef þú hleypur á vegg í staðinn fyrir að renna í gegnum hann…ekki hugsa um það…Of seint!
Ég hljóp af stað, kerran fór til hægri og vinstri þegar ég hljóp, vegna þungans.

Ég hitti ekki… ég fer framhjá…aaaaaaarrrrg!

Ég klessti næstum á skarlatsrauðu lestina sem birtist allt í einu fyrir framan mig og hleyp niður svarthærða stelpu í leiðinni. “Hey, passaðu þig!” Hrópar hún um leið og hún steypist á rassinn. “ehh, fyrirgefðu..ég er svo rosalega klaufaleg..” muldra ég og stokkroðna. “Já, ég tók eftir því” Svaraði dökkhærða stelpan og yggldi sig. Ég togaði hana á fætur “Ég heiti Tammy Metzler.. Hæ” Bætti ég við, ennþá jafn rauð og lestin.
Stelpan, sem var hávaxin og mjó, stóð fyrir framan mig, mældi mig út. Ég horfði á hana á móti.

Þessi stelpa var hávaxin, órtúlega mjó. Hún var með mjóslegið andlit og þunnt, rennislétt svart hár sem náði niður á bak. hún var með jafnvel hvítari húð en ég (skrítið!) Ég sá strax að hún var með hvítt púður, hvítt eins og kalk. Hvítir leggirnir blöstu líka við undir stutta dökkrauða pilsinu sem hún var í, svörtum langermabol. Með svartan maskara og eyeliner. Eins og vampíra.

Eins og ég.

“Anya Dymbles” Svaraði stelpan eftir stutta þögn. –Ókey..bara að ég vissi um hvað ég ætti að tala, það er svo vandræðalegt að horfa bara á hvor aðra. Í því heyrðist leiðinlegt hnuss bak við mig. Sandra greip þéttingsfast um öxlina á mér og sendi fyrirlitningaraugnaráð til Anyu sem gekk hægt í burtu.

“Hvað er að þér barn! Vingastu við eitthverjar sorastelpur sem eru alveg eins og…eins og…Þú!” Ég vissi að þetta var versta móðgun sem Sara gat nokkru sinni látið út úr sér við mig, en mér fannst hún ekki svo slæm.
“Takk kærlega, elsku “stjúpan” mín.” Svaraði ég pirruð…hún hafði kannski svipt mig eina tækifærinu til að eignast vinkonu í þessum skóla! “Áááá…þú meiðir mig!” Hrópaði ég og sneri mig úr klónum á henni. Við gengum saman til pabba og Sara fór að kvarta undan því hvernig ég lét við hana. Auðvitað. Alltaf er hún fórnarlambið!

Eftir að hafa kvatt pabba og faðmað þú bæði, Söru þó mjög stíft, steig ég upp í lestina. Skrítin lykt var inni á lestarganginum, en ég er mjög næm á lykt. Ég gekk taugaóstyrk inn ganginn, fitlandi við krossinn á hálsmeninu mínu. “Hey, Tammy!” Heyrðist hrópað að baki mér. Ég sneri mér við. Stóð ekki Anya í eigin persónu á ganginum, og það sem meira var, hún var að kalla á mig! “Komdu hérna inn, Tammy!” Bætti hún við og gekk inn í lestarklefann við hliðina á sér. Ég kom inn og þar sat hún öðrum megin glottandi út að eyrum.

“Gaman að sjá fleiri Gothara!” Sagði hún hrjúfri röddu. Ég brosti og settist á móti henni.
“Skemmtileg stjúpmamma?” Spurði hún mig svo eftir að hafa mælt mig aftur út.
“Já, alveg hrrrrrikalega” svaraði ég kaldhæðin, fór svo að segja henni frá því hvað Sandra væri “yndisleg”. Svo fórum við að ræða um hljómsveitir og við komumst að því að við höfðum voðalega svipuð áhugamál.

Skrítið, en mér líkar virkilega vel við Anyu…Verð að kynnast henni betur í framtíðinni :)

————————————————-


Ég var svona að prufa nýjan áhugaspuna, ég ætla að hafa þennan svona “all-girls” Ef þið skiljið. Meira svona um stelpurnar bara :D Það var smá drama í þessum kafla, ég ætla að bæta úr því…Ekkert drama nema í litlum mæli :) Og btw þetta gerist þegar Harry er að byrja sitt 4 ár. Bara svona viðmiðun. Samt ætla ég ekki að hafa söguna tengda neitt Harry rosalega mikið, þ.e.a.s. ef hann verður samþykktur.