“Þú ert ekki mamma mín! Ég er ekki vitund lík þér!”
“Hún var ekki vitund betri en þú! Muggavinur, vitfirringur og brjálæðingur!” sagði Bellatrix og leit illilega á hana.
Það lá við að Guenaelle brysti í grát, henni leið illa. Svona var þetta alla daga. “Sirius frændi er þó betri en þú!” öskraði Guenaelle reið. Hún hugsaði um síðasta kvöldið sem hún sá Sirius, hún var aðeins tíu mánaða. Sirius kom í dyrnar, Guenaelle hljóp til hans og knúsaði hann. Bellatrix rak hann í burtu. Hún hataði Bellatrix.
“Hann er alveg jafn ógeðslegur og þú! Muggavinur og vitfirringur! Alveg til skammar! Það er eins gott að hann fór í Azkaban!” sagði frænka hennar hvöss.
“ Guenaelle. Bréfin eru komin!” kallaði Loucie sem betur fer og Guenaelle skaust framhjá Bellatrix áður en hún náði að átta sig.
Þegar hún var komin upp reif hún Hogwartsbréfið af systur sinni opnaði það og renndi yfir. Þarna var allt sem hún átti að taka, bækur, seiðpottur, skikkjur og töfrasproti. Allt sem hún mundi þurfa að hafa í Hogwarts.
Guenaelle lét bréfið aftur í umslagið og hljóp til pabba síns.
“ Pabbi! Bréfin eru komin!” kallaði Guenaelle eins hátt og hún gat. “Róleg Elle! Ég verð hálfheyrnalaus þegar þú kallar svona hátt. Látum okkur nú sjá. Klukkan er níu, passar. Lestin fer á morgun. Náðu í systur þína, við þurfum að drífa okkur.”
Pabbi hennar var mjög stundvís, svo Guenaelle skaust fram til að ná í Loucie. Guenaelle leitaði að Loucie en fann hana loksins í herbergi við hliðina á herbergi pabba þeirra, á hleri. Hún var tilbúin svo þær sóttu pabba sinn og gengu niður í Skástræti.
Guenaelle fékk loðinn, svartan kött með skringilega gular glyrnur sem hún skírði Leu. Sprotinn hennar var hlynur, fönixfjöður og 7 og hálfur þumlungur. Bækurnar hlóðust upp og brátt gengu þau heim á leið.
Áður en hún vissi af var hún á leiðinni til Hogwartsskóla. Tíminn var svo sannarlega fljótur að líða.
Hún gekk inn í lestina með Leu á eftir sér. Guenaelle leit inn í fyrsta klefann, og sem betur fer var hann tómur. “Megum við sitja hérna?” heyrðist tvöföldum rómi þegar Guenaelle var nýsest. Guenaelle leit upp og kinkaði kolli. Í dyrunum stóðu tvær stelpur sem ekki var hægt að þekkja í sundur. Þær settust niður og sögðu einum rómi: “ Hvað heitir þú?”
Guenaelle áttaði sig ekki alveg strax en hrökk svo við og svaraði: “ Eh. Ég heiti Guenaelle Phil. En.. hvað með ykkur? Hvað heitið þið?” Tvíburarnir litu hvor á aðra og kinkuðu kolli.
“Annie og Hallie,” sögðu þær samtaka. Brátt kom önnur stelpa í dyrnar, ljóshærð, með skrítin augu, grænn hringur utan frá og grænum, gulum og brúnum hring að innan.
“Hæ. Er nokkuð laust sæti hérna?” Tvíburarnir kinkuðu kolli og stelpan settist inn. “Hæ. Ég heiti Malen Westerby. En, hvað heitið þið .. eiginlega?” sagði hún hikandi. Tvíburarnir kinkuðu enn einu sinni kolli og svöruðu: “Annie og Hallie!”
Malen leit á Guenaelle og brosti.
“Ég heiti Guenaelle Phil en þú mátt kalla mig Elle,” sagði Guenaelle. Tvíburarnir kinkuðu kolli sem var orðinn vani hjá þeim og Malen brosti. Stelpurnar töluðu lítið saman í fyrstu en bráðum voru þær komnar í hrókasamræður. Stelpurnar vissu bráðum að Guenaelle var af frönskum ættum, tvíburarnir mjög stríðnir og Malen hamskiptingur, en það fannst stelpunum mjög sniðugt. Þær töluðu áfram og hættu ekki fyrr en lestin stöðvaðist og allir gengu út.
“ Fyrsta árs nemar fylgið mér!” heyrðist háum rómi. Stelpurnar sáu greinlega stóran, þybbinn mann með mikinn svartan lubba og svart sítt skegg. Hann sagðist heita Hagrid og sagði krökkunum að vera fjögur saman í bát. Stelpurnar náðu einum báti og eitt var skrítið, báturinn sigldi sjálfur. Þeim var ekkert sérlega kalt á leiðinni, en áður en þær komu upp nokkru orði birtist Hogwartsskóli, risastór og undraverður. Allir göptu af undrun, nema Hagrid sem var stigin úr bátnum, en þau voru komin að strönd. Allir fóru úr bátunum og inn í kastalann. Þau gengu upp stiga og komu að litlu herbergi og þar var dökkhærð kona með gleraugu. “ Ég tek við þeim Hagrid.” sagði konan.
“ Já, McGonnagall.” svaraði Hagrid og gekk rólega í burtu.
“Bak við þessar dyr er stóri salurinn. En áður en þið setjist niður verðið þið flokkuð niður á vistir. Fylgið mér.” sagði McGonnagall hraðmælt og opnaði dyrnar. Krakkarnir gengu stórum skrefum á eftir henni í mikilli þögn. Á hvorri hlið voru tvö langborð með fjöldann allan af krökkum, en þó voru nokkur sæti laus. Fyrir framan þau var langborð, þó aðeins minna. Fyrir framan það stóð kollur og á kollinum var snjáður hattur.
Guenaelle vissi ekkert hvernig þau áttu að vera flokkuð á heimavistirnar en þá byrjaði hatturinn að þrugla eitthvað sem hún skildi alls ekki, einhverja þulu. Þegar hatturinn var búinn að tala tók McGonnagall upp blað og byrjaði að lesa. “ Hallie Jensen.” Hallie kreisti hendurnar á systur sinni, gekk að hattinum og setti hann á sig. “ Látum okkur nú sjá. Ég veit. Gryffindor!” Hallie brosti til systur sinnar og hljóp að Gryffindor-borðinu. “Malen Westerby.” Guenaelle horfði á eftir Malen þegar hún gekk að kollinum. “ Erfitt ha? Mikið af visku, og hugarró, já. En mikið hugrekki. Gryffindor!” Malen gekk einnig að Gryffindor-borðinu, hress og kát. “Marie Sue.”
Stelpa með dökk gleraugu og rauðbrúnt hár setti hattinn á sig. Hún virtist gjörsamlega fullkomin. “Fullkomnun ha?Rawenclaw!” sagði hatturinn án umhugsunar og innan stundar var Marie sest niður.
“Julianna Evans.” Rauðhærð stelpa með flatt nef og græn augu gekk að kollinum. Guenaelle trúði ekki sínum eigin eyrum. Þetta var Julia. Besta vinkona hennar.
Nothing will come from nothing, you know what they say!