Hér er frumraun mín í fanfic. Næsti kafli verður ekki svona langur, held ég. Vonandi verða ekki margar stafsetningavillur því ég hafði engann til að lesa yfir fyrir mig og villupúkinn virkaði ekki. Endilega bendið á það sem ég má laga, hvað ykkur finnst um söguna hingað til, hverju ég ætti að breyta osfrv.
1. kafli - Spegillinn
Það var mið nótt og tunglið skein skært. Engin ský á himni og stjörnubjart. Nokkrir geislar tungslins sluppu inn um glugga á annari hæð á húsi við Runnaflöt. Þetta var herbergið hans Harrys. Aldrei þessu vant var hann í fasta svefni. Yfirleitt svaf hann illa og fékk martröð á hverri nóttu. Alltaf sama martröðin. Bardaginn og dauði Siriusar. Martröðunum var loksins farið að fækka og hann var farinn að geta sofið án þess að vakna öskrandi á Sirius. Vernon frændi hans var orðin ösku reiður út í Harry yfir þessum ópum um miðja nótt. Hann var hræddur um að nágrannarnir héldu að hann væri með geðsjúkling heima hjá sér.
Í nokkrar nætur í röð hafði Harry sofið betur en áður. Engin martröð en í staðinn dreymdi hann undarlegan draum um stíg sem teigði sig eins langt og augað eygði. Honum fannst hann nauðsynlega þurfa að komast á enda hans, það væri einhver sem biði á enda stígsins, einhver mikilvægur. En hvernig sem hann reyndi þá komst hann ekki áfram. Nema síðustu nótt. Hann hafði verið ávkveðinn í því að komast áfram þennan stíg ef hann myndi dreyma hann aftur. Með þá hugsun í huga þegar hann sofnaði byrjaði hann að dreyma.
Fyrst var allt svart. Svo birtist moldarstígur sem lá í gegnum runna og tré. Það var gróður beggja vegna við stíginn. það var myrkur og því var stígurinn drungalegur. Það var vindur og greinar trjánna og runnana slógust til í myrkrinu og stígurinn varð enn drungalegri. Þessi draumur var af einhverjum ástæðum raunverulegri en hinir. Hann fann fyrir vindinum og einnig kulda. Fann lyktina af trjánum og runnunum. Þannig að hann prufaði að ganga af stað. Í fyrstu gat hann ekki hreyft sig. Enn hann reyndi og reyndi og svitinn var farinn að leka niður í augun á honum þegar honum tókst að taka eitt skref. Það næsta gekk betur og að lokum var hann farinn að komast áfram. Hann komst þó ekki mjög hratt áfram því þetta var mjög erfitt. Allt í einu fannst honum tími hans vera liðinn og hann dróst á fleigiferð aftur bak á upphafsstað stígsins og vaknaði. Hann var rennandi sveittur og móður eins og hann hefði verið að hlaupa maraþon.
Þessa nótt var hann ákveðinn í að komast alla leið. Draumurinn byrjaði sem fyrr en núna var miklu auðveldara að ganga. Hann svitnaði ekki eins mikið, var ekki nærðum því eins móður og komst hraðar yfir. Hann flýtti sér eins og hann gat svo hann næði í tíma á enda stígsins. Því lengra sem hann gekk því drungalegri urðu trén og runnarnir. Trén voru minna laufguð því sem lengra dró og á endanum voru engin lauf. Börkurinn var grár og svartur og allur undinn eins og trén væru veik eða fyndu til mikils sársauka. Jafnvel dauð. Kuldinn jóks einni því sem nær dró. Allt í einu kom hann að stórri stálhurð. Þessi hurð var einkennileg að því leyti að hún var á enda stígsins en þarna var ekkert hús. Harry var orðinn soldið smeykur en fann á sér að hann ætti að banka. Á hurðinni opnaðist lúga og hann fann að einhver horfði á hann. “Hver ert þú?” spurði kuldaleg rödd á bak við hurðina. “ Ég heiti Harry Potter” sagði hann á móti og bætti svo við “ég var boðaður hingað”. Af hverju hann svaraði þessu vissi hann ekki en fann að þetta var rétt. Honum fannst ein og einhver væri að kalla á sig. Sá sem var hinum megin við hurðina lokaði lúgunni. Harry beið í smá stund þar til að hann heyrði marga smelli og svo ískur þegar hurðin opnaðist. Það ískraði rosalega í henni líkt og hún væri mjög þung og hefði ekki verið notuð í langan, langan tíma.
Maðurinn sem var fyrir innan hurðina var í svörtum kufli með hettu svo ekki sást framan í hann og með síðum ermum.
Meðan hurðin lokaðist að baki hans horfði Harry í kringum sig. Þetta var einkennilegur staður. Þarna var skógur með að því er virtist dauðum trjám og þegar hann snéri sér við þá sá hann að hurðinn virtist vera í lausu lofti. Hér þar sem skógurinn endaði virtist ekki vera neitt. Bara tóm og þessi hurð. Maðurinn leit á hann og bennti honum á að elta sig. Maðurinn gekk í átt að skóginum og er hann kom að skóginum færðu trén sig í sundur svo í ljós kom stígur inn í skóginn. Harry fann á sér að það væri ætlast til að hann elti í þögn. Hann sagði ekki orð þó svo að margar spurningarnar brynnu á vörum hans. Þeir fóru lengra og lengra inn í skóginn þar til þeir komu að rjóðri með visnuðum runnum. Inni í rjóðrinu voru tveir stólar og borð. Við borðið sat maður með svart hár og fölt andlit. Harry var smá stund að átta sig á því hver þetta var. “Sirius?” sagði hann með spurn í rómnum. Maðurinn brosti og það lifnaði yfir honum. “Komdu og sestu hjá mér Harry”. Harry var svo ánægður með að sjá Sirius að hann hljóp til hans og beint í fangið á honum. “ Þú ert á lífi” hrópaði hann og faðmaði Sirius að sér. Sirius stífnaði upp. “Sestu Harry” sagði hann með ákveðni. “Við höfum ekki mikinn tíma. Sólin fer bráðum að koma upp og þú verður að vera kominn út um dyrnar þín megin áður en það gerist”.
Harry horfði undrandi á Sirius og sárnaði soldið að hann skildi taka svona á móti honum. Áður en hann kom upp orði hallaði Sirius sér að honum og lagði hönd sína á öxl hans. “ Þú veist ekki hversu glaður ég er að sjá þig. Ég óttaðist að þú kæmist ekki. Að þú hefðir ekki styrkinn. Enn ég hafði rétt fyrir mér” sagði Sirius og var greinilega stoltur af honum. Harry brosti til hans. “Hvaða staður er þetta Sirius?” sagði Harry eftir smá stund. Brosið dofnaði á vörum Siriusar. “Þetta er landið á milli Harry. Hingað koma þeir sem ekki eiga heima á himnum né í helvíti. Hingað koma villuráfandi sálir, fólk í dái… Eða eins og ég, fellur í gegnum hið forna hlið Anuka” sagði Sirius og röddin brast þegar hann sagði nafnið. “Hvað er Anuka?” spurði Harry. “Það er heimur hinna eirðalausu Harry. Þessi heimur sem ég lifi nú í heitir Anuka. Hliðið sem ég datt í gegnum í galdramálaráðuneytinu er hlið inni í ríkið Anuka. Það er einungis hægt að fara þarna í gegn en ekki til baka” sagði Sirius dapurlega. Hann ræskti sig og hélt áfram. “Anuka er stjórnað af veru sem nefnist Sijon og er mjög máttug vera. Hann hefur að geyma mikla visku um heim hinna dauðu og lifandi.
Þegar heimurinn var skapaður urðu til æðri máttarvöld sem við höfum í gegnum tíðina kallað höfuðskepnurnar fjórar. Vatn, jörð, loft og eldur. Þeim var gert að fylgjast með og passa að mannfólkið myndi vaxa og dafna. Þau voru nokkurkonar verndarar heimsins. Tíminn leið og mannfólkið dafnaði. Höfuðskepnunum fannst að þeirra væri ekki lengur þörf og drógu sig í hlé. Áður en þau gerðu það gáfu þau nokkrum mannverum æðri mátt. Þannig fengum við hæfileikann til að galdra Harry” sagði Sirius. “Ertu einhverju nær yfir því sem ég er að segja þér?” spurði hann Harry. Harry kinkaði kolli en sagði ekkert og spurði einskis. Hann fann á sér að það sem Sirius var að segja honum var mikilvægt og að þeir hefðu ekki mikinn tíma.
“Þau gáfu okkur hæfileikann en við urðum að læra sálf hvernig við myndum nota hann. Á 300 ára fresti velja þau eina stúlku og einn dreng við fæðingu sem mun fá meiri mátt en hinir. Árið sem þú fæddist Harry voru 300 ár síðan síðasti sá hinn útvaldi fæddist. Þeir sem eru útvaldir fá ekki þessa hæfileika sem höfuðskepnurnar gefa þeim fyrr en við ákveðinn aldur. Þau eiga fyrst að læra sjálf eitthvað í göldrum og ná vissum þroska. Á 16 ári sínu kemur fram merki á ilinni á þeim sem sýnir að þau eru hin útvöldu. Þetta var varúðarráðstöfun sem var gerð af höfuðskepnunum svo þessir einstaklingar gætu þroskast og vaxið úr grasi án áreitis frá gráðugum og illgjörnum galdramönnum. Þessi þekking okkar hefur fallið í gleymsku. En það er einn sem hefur gengið lengra en aðrir um dökkan veg myrku aflanna og hefur grafið upp þetta gamla gleymda leyndarmál. Voldemort. Hann óttast nú mjög þessa tvo einstaklinga þar sem að þeir hafa mátt sem hann mun aldrei geta öðlast. Eða svo héldu höfuðskepnurnar. Sijon sá sem ræður ríkjum í Anuka er varðmaður uppsprettu krafta höfuðskepnanna.
Þegar að heimurinn var skapaður og hann settist að í ríki sínu fann hann uppsprettu krafta þeirra. Hann gerðist verndari uppsprettunnar og bjó svo um að ríki hans yrði ekki aðgengilegt nema í einstaka tilvikum. Þau eru eins og þú núna veist að vera í dái, eirðarlaus sál eða fara í gegnum hlið Anukis. Það er engin tilviljun hvers vegna þetta hlið er í galdramálaráðuneytinu. Þegar að mannfólkið sem fékk þennan hæfileika að galdra og fóru að þróa þá og fjölga sér tóku þau höfuðskepnurnar sem guði. Þau fóru að tilbiðja þær. Þetta var í sjálfu sér saklaust þar til að einum af hinum útvöldu tókst að gera hlið að ríki Anuka. Þau gerðu þetta að heilugum stað og byggðu hálfgerða kapellu. Það er herbergið sem þú sást. Þegar að þau ætluðu svo að fórna hópi af börnu með því að ýta þeim yfir í ríki Sijons varð jarðskjálfti og gróf kappelluna í heilu lagi. Margir fórust en örfáir lifðu af Fólkið taldi að þetta hefði verið tákn um að þau ættu ekki að færa guðunum fórnir. Þekkingin um hina útvöldu, höfuðskepnurnar og ríkið Anuka tapaðist og fell fljótt í gleymsku. Fyrir um 1000 árum þegar galdramálaráðuneytið var stofnað var farið að leyta að heppilegum stað. Af tilviljun fundu þeir kapelluna og sáu að þetta var heilagur staður og ákváðu að byggja galdramálaráðuneytið ofan á þessum stað. Enn hefur engum tekist að finna út hvaða tilgangi þetta hlið og þessi kapella gengdi.”
Sirius þagnaði og horfði hugsi á Harry og beið. “Hvernig veistu allt þetta Sirius?” spurði Harry. “Fyrir mörg þúsund árum var uppi mjög grimmur og illur galdramaður. Hann var Faraó í egyptalandi og ríkti þar yfir galdramönnum og muggum. Hann var afkomandi eins af þeim sem byggði kapelluna og lærði því söguna. Hann var sá síðasti sem lærði þá sögu því ætt hans dó út. Hann þyrsti í völd og einsetti sér að finna leiðina inn í Anuka. Hann fann ekki leiðina en komst mjög nálægt því. Þegar Voldimort var ungur maður og leitaði þekkingar í göldrum myrku aflanna. Í leit sinni rakst hann á lýsingu á þessum Faraó og því að hann hefði verið mikill viskumaður og ákvað að finna gröf hans. Þar fann hann pergament með lýsingum Faraós á því hvernig hann kæmist inn í ríki Anuka. Honum hefur mistekist þetta markmið sitt undanfarið en nú vitum við að honum hefur tekist það. Hann mun von bráðar koma hingað og leyta uppsprettunnar”.
“Geta höfuðskepnurnar ekki stöðvað hann?” greip Harry fram í Siriusi. “Þegar að höfuðskeppnurnar drógu sig í hlé bjuggu þau til nisti sem var lykillinn að uppsprettunni sem Sijon geymdi. Hluti af krafti þeirra er í þessu nisti. Fyrir mörgum öldum síðan ákváðu þau að geyma ekki nistið í Anuka ef ske kynni að einhver í illum tilgangi kæmist þar inn og sæktist eftir því svo þau létu hin útvöldu geyma það. Þau brutu það í tvennt og létu þau fá sinn hvorn helminginn. Drengurinn fékk nistið sem kallað var tunglnistið en stúlkan sólarnistið. Þeim var ætlað að vernda nistið of finna svo eftirmann sinn. Þau útvöldu fundu hvort annað og urðu ástfangin. Þau settust að hér í Englandi án þess að vita að hliðið til Anuka væri hér fyrir. Það brast á stríð meðal galdramanna í Evrópu og þau ákváðu að hjálpa til. Þau ákváðu að grafa nistin og koma svo aftur og sækja þau. En þau snéru aldrei aftur.
Aftur greip Harry fram í Siriusi “ hvar eru nistin núna?”. Sirius brosti. “Á þeim stað sem mér hefði aldrei dottið í hug. Þau eru í Hogwarts. Tveir af stofnendunum fundu sitthvort nistið. Þau fundu að þetta var máttugt nisti sem þau höfðu grafið upp og bjuggu til felustað til að geyma það á til að rannsaka það síðar og komast að því hvað þau gerðu. En af einhverjum ástæðum féllu þau í gleymsku. Af einhverjum ástæðum vissi Faraóinn af þessum nistum. Nú hefur Voldemort komist að því og sækist eftir þeim.” Hann þagnaði og beið eftir viðbrögðum hjá Harry.
Harry fannst þetta soldið ótrúleg saga en þetta var Sirius sem var að segja honum þetta svo þetta hlaut að vera satt. “Þú hefur enn ekki sagt mér hvers vegna þú veist þetta allt” sagði Harry. “Þegar ég fell í gegnum hliðið leið yfir mig” byrjaði Sirius. “Þú ert hérna einungis í anda en ég er hérna í líkamanum. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir líkamann. Þegar ég rankaði við mér var Sijon hjá mér. Hann lítur út eins og maður en er miklu stærri og meiri. Við töluðum saman og hann útskýrði fyrir mér að ég gæti ekki farið til baka. Svo þegar hann heyrði af þér og baráttunni við Voldemort varð hann órólegur. Hann sagði mér svo þessa sögu sem ég sagi þér og ég fór á fund höfuðskepnanna. Þau sögðu mér að ég gæti farið til baka einungis ef einhver fyndi nistið og myndi færa þeim það til baka. Þau útvöldu væru þau einu sem gætu það. Á þeim tímapunkti hélt ég að mér væri öllum lokið. Ég yrði fastur hér til eilífðar. Hvorki dáinn né lifandi. Höfuðskepnurnar hugguðu mig og sögðu mér frá ráðagerð sinni. Ég átti að kalla þig hingað á minn fund og segja þér þessa sögu. Og segja þér að þú ert hinn útvaldi”!.
Harry starði á guðföður sinn. Hann var greinilega að dreyma. Hann gat ekki verið hinn útvaldi. Hann var sá sem átti að drepa Voldemort. Það var líkt og Sirius læsi hugsanir hans. “Það er engin tilviljun að þú eigir að drepa mesta galdramann heims. Það er vegna þess að þú ert hinn útvaldi. Enginn veit það nema höfuðskepnurnar hver sá útvaldi er og það óttast Voldemort. Hann óttast að sú manneskja sem er hin úvalda myndi hjálpa þér að sigra hann. Þess vegna sækist hann eftir uppsprettunni. Ef þú finnur nistið þá geturu hjálpað mér héðan og bjargað höfuðskepnunum.
Harry heyrði allt í einu snark og leit við. Fyrir aftan hann stóðu fjórar tignarlegar verur. Þær voru hávaxnar og fagur limaðar. Ein var eins og jörðin að lit og fötin voru úr laufum, ein var gagnsæ og virtist fljúga um, ein var likt og eldur í mannsmynd og sjú fjórða var líkt og vatn hefði tekið á sig form manneskju. Þetta voru höfuðskepnurnar. “Sæll Harry Potter” sagði vatnsveran og hljómaði rödd hennar líkt og lækjarniður. “Við erum höfuðskepnurnar. Þetta er Eldar” sagði hún og bent á manneskjuna sem var líkt og eldur. “Loftur” og benti á gegnsæju veruna. “Etna” og benti á jarðarveruna. “Og ég heiti Iðja”. Hún hélt áfram “við komum til að biðja þig persónulega um að bjarga nistunum og koma þeim til okkar svo uppsprettan verði örugg fyrir Voldmort. Ertu til í að hjálpa okkur.?” spurði hún. Þau horfðu öll á hann og biðu eftir svari hans.
Harry vissi ekki hvað hann ætti að segja. Þessar tignarlegu verur þurftu á hjálp hans að halda. Honum langaði að hjálpa þeim. Það var þeirra vegna sem hann var galdramaður og komst í Hogwarts á hverju ári og hitti vini sína. Hann kinkaði kolli og sagði “ég skal hjálpa ykkur”. Verurnar brostu og svo sagði Iðja. “Í staðin skulum við finna leið til að Sirius frændi þinn komist til baka til þín. Þegar þú vaknar eftir þennan fund okkar og heldur að þetta hafi allt saman verið draumur. Skaltu leyta eftir þessu merki á ilinn á þér. Þetta er merki hinna útvöldu” sagði hún og Eldar myndaði merkið í jarðveginn með eldi. Það logaði rétt sem snöggvast og svo var það horfið. En Harry mundi vel eftir því. Svo voru verurnar allt í einu horfnar.
“Þú þarft að fara núna Harry, sólin fer bráðum að koma upp og þá kemstu ekki til baka.” Sagði Sirius þegar Harry settist aftur niður. “Ég velti því fyrir mér hvernig ég komst hingað Sirius, því eins og þú sagðir getur fólk bara komið hingað í gegnum hliðið og kemst ekki til baka” sagði Harry.
Nú brosti Sirius og sagði “Harry, mannstu eftir speglinum sem ég gaf þér ?” Harry jánkaði því. “Þessi spegill hafði fleiri hæfileika en ég vissi um. Höfuðskepnurnar notuðu hann til að búa til leið fyrir sál þína að komast til mín. Og þar sem þú varst boðaður af þeim hingað er þér frjálst að fara eins og þér listir. En það er bara að nóttu til og í draumi. Annars myndiru vera fastur hér að eilífu.”
Harry mundi allt í einu að þegar draumarnir hófust hafði hann einmitt núlega skoðað spegilinn í von um einhver merki um Sirius. Hann hafði ekki getað skoðað hann án þess að minnast Siriusar og það hafði verið of sárt. Svo hann gleymdi speglinum þar til fyrir viku síðan. Síðan þá hafði hann sofið með hann undir koddanum sínum. “það er líka ein önnur skýring á því hvers vegna þú ert hér og kemst til baka. Þú ert núna orðinn hinn útvaldi” Sagði Sirius. Harry starði á hann. “Er ég orðinn hinn útvaldi?” spurði hann. “Hvernig þá?”
“Manstu ekki hvaða dagur er í dag Harry?” sagði Sirius. Og þá mundi Harry það. Hann átti afmæli í dag. Hann hafði farið að sofa með tilhlökkun um gjafirnar frá Ron, Hermione og Hagrid og hafði steingleymt því öllu út af draumnum. Það mættu nú kannski kalla þetta frekar fund.
Allt í einu varð Sirius órólegur. “Sólin fer bráðum að koma upp Harry” sagði hann og stóð upp. Maðurin sem hafði fylgt honum til Siriusar birtist allt í einu. Siriust faðmaði Harry að sér. “Það var gott að sjá þig. Það er frekar einmanalegt hérna. Við munum hittast fljótlega aftur. Passaðu að hafa spegilinn hjá þér.” Svo sleppti hann honum og labbaði út úr rjóðrinu.
Harry elti manninn í gegnum skóginn og að hurðinni. Þegar hann var kominn í gegn og hurðinn hafði lokast dróst hann á fleygiferð til baka að upphafsstað stígsins. Í þetta skipti sá hann að á enda stígsins var spegillinn sem Sirius hafði gefið honum. Hann þaut í áttina að honum og inn í spegilinn.
Harry hrökk upp úr svefninum og teygði sig í gleraugun. Hann tók spegilinn undan koddanum og leit í hann. Þar sá hann stíginn sem síðan hringsnerist og varð svo loks að eðlilegum spegli. Í sömu mund skein sólin inn um gluggann og Harry áttaði sig á því hve litlu hefði munað að hann hefði komist til baka. Nú þegar hann var í herberginu sínu fór hann að efast líkt og höfuðskepnurnar sögðu að hann myndi gera. “Ég er ekkert með neitt merki á ilinni” sagði hann við sjálfan sig og tók í löppina á sér til að vera viss. Á ilinni var merkið. Það hafði ekki verið þarna áður og var nú líkt og valbrá á ilinni. Þetta var tungl og sól að renna saman. Honum fannst hann ekkert vera breyttur. Kannski myndi þetta koma smátt og smátt. Eða kannski allt í einu. Vonandi myndi eitthvað gerast fljótlega.
Hann mundi svo allt í einu að hann átti afmæli. Hann ákvað því að fara á fætur og undirbúa morgunmatinn. Hann gat varla beðið eftir því að fá kortin og gjafirnar frá vinum sínum.
Hér endar fyrsti kaflinn. Vonandi likar ykkur vel og ég afsaka aftur stafsetningavillurnar.