Hérna kemur 3. kafli af fyrsta hluta þríleiksins sem ég ætla að koma með…

benda ykkur á að ímynda ykkur Severus Snape sem einhvern sætan gaur (fyrir stelpurnar) því að Alan Rickman er ekki alveg að passa í þessa sögu. :D



3. kafli
21. desemeber

“Láttu hana vera!” öskraði Severus á vampíruna. Vampíran svaraði ekki, heldur byrjaði að sleikja háls hennar með litlausri tungunni. “Annars!”
Severus dró fram sprotann sinn.
“Galdramaður,” hvíslaði vampíran og strauk henni um vangann með löngum, svörtum nöglum. “Hérna er ég með litlu vinkonu þína og ég ræð örlögum hennar.”
Neglurnar hans sukku dýpra ofan í andlitið hennar og Severus sá blóð byrja að renna niður.
“Severus gerðu eitthvað!” öskraði Caitlin. Hún var greinilega hrædd og Severusi fannst sárt að horfa á hræðslublik í augum hennar.
“Hann getur ekkert gert ástin,” sagði Vampíran að henni og glotti svo að sást í oddmjóu augntannanna. “Vampírur eru ónæmar fyrir göldrum töfrasprotanna!”
Vampíran beygði sig að háls Caitlin og hún fann hvernig tennurnar sukku ofan í sig og hann byrjaði að sjúga blóðið úr henni. Caitlin hafði aldrei fundið fyrir öðrum eins sársauka.
“Waddiwasi!” öskraði Severus og Caitlin flaug úr höndum hans með miklu afli og lennti á Severusi sem datt fyrir vikið og hún ofan á hann. “Caitlin, feldu þig!”
“Svo?” spurði vampíran og sleikti varirnar. “Viltu slást svo að ég geti fengið vinkonu þína, aftur?”
“Svo kann að vera,” sagði Severus og rödd hans var köld. Caitlin faldi sig bak við steininn, sem Severus hafði gengið að áður.
“Hvað svo?” spurði vampíran. “Ég heiti Johnathan. Þú?”
“Severus Snape,” sagði hann og glotti. “Ertu að reyna láta mig bjóða þér í te og kökur?”
“Nei, frekar blóð og kökur. Mér hefu te alltaf fundist fremur ógeðslegur drykkur, þú fyrirgefur.” Johnathan talaði með yfirstéttar hreim, svolítið tilgerðarlegur, auk þess sem hann var klæddur í einhversskonar jakkaföt frá 16. öld.
“Hvað ertu eiginlega gamall?” spurði Severus þegar hann virti fyrir sér fötin.
“Þrjúhundruðtuttuguogníu ára,” sagði Johnathan og brosti. Hann labbaði að Severusi hægt og rólega þangað til að hann var kominn alveg að honum og þefaði að hálsinum hans.
Severus lyfti sprotanum sínum upp og stakk honum í hjartað hans, hægt og rólega meðan Johnathan fylgdist með með undrunarsvip, ekki fær um að gera neitt þangað til að Severus sleppti takinu á sprotanum.
“Hvað?” spurði Johnathan ennþá með sprotann í hjartanum. “Á þetta að vera hægt?”
“Tré í hjartastað,” sagði Severus og glotti kuldalega. “Fáviti.”
Nokkrum sekúndum seinna datt sprotinn á jörðina og Johnathan orðin af ryki.
“Hvað var þetta?” spurði Caitlin veikulega og starði á þann stað sem vampíran hafði staðið nokkrum sekúndnum áður.
“Vampíra, komdu, við verðum að drífa okkur. Ég þarf að bera á þetta, ég tek ekki neina áhættu,” sagði Severus og hjálpaði henni upp.
“Bíddu get ég orðið…”
“Já, en hann saug ekki allt blóðið úr þér. Maður hefur samt heyrt sögur um… jæja við skulum ekkert tala um þetta,” sagði Severus og byrjaði að ganga. Hann heyrði hljóð fyrir aftan sig, eins og eitthvað væri að falla. Severus leit við og sá þá Caitlin liggjandi á jörðinni. “Caitlin!” hrópaði hann féll á kné fyrir framan hana. Hann fann púls svo að hann tók hana í fangið og labbaði eins hratt og hann hugsanlega gat heim á leið.

“Svona nú,” sagði Severus og setti glært smyrsl á tvö, stór sár á hálsinum hennar. “Komdu til mín, ekki láta þetta gerast!”
Hann horfði á hana, máttlausa í rúminu, hvíta af blóðleysi. Severus sat og horfði á hana, vitandi að það var ekkert sem hann gat gert. Vissulega voru til seyði, en efnin í þau voru ekki til hjá honum, auk þess sem það tók daga að búa þau til. Hann sat hjá henni í langan tíma og fann hvernig smá saman hún tók á sér lit.
“Severus?” spurði hún loks og opnaði augun veikulega. “Hvað gerðist?”
“Vampíra var næstum því búin að drepa þig!” sagði Severus alvarlegur.
“Já, reyndar,” sagði Caitlin. “Hvernig yfirbugaðirðu vampíruna?”
“Einfalt, stakk hana í hjarta stað og hún varð af dufti,” sagði Severus, næstum ákafur.
“Hvernig drepur maður vampíru?”
“Það er ekkert erfitt,” sagði Severus, næstum ákafur. “Bara þetta klassíska, afhausa og tré í hjartað.”
“Ekkert erfitt!” sagði Caitlin. “Ert þú nokkuð vampíra?”
“Nei,” sagði Severus og hló, “sumir krakkarnir í skólanum halda það þó. Hlæ bara að því innra með mér og nota það til að hræða þau.”
Caitlin horfði á hann um stund og fór svo að skellihlæja.
“En allavega,” sagði Severus mun alvarlegri, “þú átt að hvílast eða fá þér að borða.”
“Ég ætla ekkert að hvílast,” hvíslaði Caitlin og kyssti hann innilega.
Severus heyrði lítið plobb og krakk en hann vonaði að það væri aðeins ímyndun, honum leið svo vel. Hann heyrði einhvern taka skref fyrir framan svefnherbergis dyrnar en Severus vonaði enn á ný að þetta væri ímyndun, þangað til að hann heyrði greinilega einhvern falla til jarðar, með miklum látum. Hann rauf kossinn og labbaði tvö skref að dyrunum og opnaði þær.
Það væri vægt til orða tekið að segja að Severusi Snape hafi brugðið, en það lá við að hann fengi hjartaáfall.
“Caitlin, viltu aðeins koma hingað,” bað Severus skjálfradda.
Caitlin labbaði til hans og öskraði þegar hún sá mann, þakinn örum og með skærblátt auga liggja fyrir framan dyrnar.
“Við verðum að gera munn-við-munn aðferðina!” sagði Caitlin og beygði sig að honum og opnaði munninn hans, en gætti þó þess vandlega að fingur hennar væru vel huldir peysunni hennar svo að engin bein snerting við húð hans var. “Andaðu ofan í hann!”
“Caitlin, ertu eitthvað brjáluð!” sagði Severus vantrúa við hana. “Það síðasta sem ég mundi gera er að anda ofan í þennan mann!”
“Jæja þá,” sagði Caitlin þurrlega og beygði sig yfir hann.
“Það gerir enginn neitt við mig!” urraði maðurinn við Caitlin og stóð upp og skallaði hana.
“Eh… Skröggur, þetta er Caitlin, Caitlin þetta er Skröggur Illaauga,” sagði Sverus vandræðalega.
Þögn.
“Ég held að ég ætti að drífa mig,” sagði Skröggur mældi Caitlin út, með báðum augum. “Dumbledore vill tala við þig.”
“Eh, já,” sagði Severus og áður en hann vissi af var Skröggur farinn með litlu “plobbi”.
“Hvað.. var þetta?” spurði Caitlin og bennti á staðinn þar sem Skröggur hafði staðið.
“Þetta var Skröggur Illaauga, skyggnir,” sagði Severus og tvísté vandræðalega.
“Jahá,” sagði Caitlin og tók utan um Severus. “Þarf ég nokkuð að venjast svona heimsóknum?”
“Býst við því,” sagði Severus og kyssti hana. “Hvað nú?”
Þau þögðu um stund, horfðu bara á hvort annað og það var eins og eldur iðaði innra með þeim.
“Severus,” hvíslaði Caitlin loks,, “ég held að ég sé orðin ástfangin.”
Severus sagði ekki neitt en Caitlin sá brosið úr augum hans og stoltið skein af honum.
“Ég líka,” hvíslaði Severus að henni og þrýsti henni að sér.
Margar hugsanir þutu um huga Severusar á þessu andartaki en þær leiddu allar að þeirri niðurstöðu að Caitlin væri sú eina, sú eina sem hann myndi nokkurntíman elska. Þau voru gerð fyrir hvort annað, en hann hafði efasemdir. Efasemdir um framhaldið. Hvað skyldi hann gera?
“Severus,” hvíslaði hún í eyrað á honum þannig að öll hárin risu á hnakkanum. Þau stóðu þétt að hvor öðru og höfðu enga löngun til þess fær sig úr stað. Caitlin fann hversu óöruggur hann var. Það var eitthvað dularfullt við þennan mann, eitthvað sem hana langaði að komast að. Hún gerði sér strax grein fyrir að það væri hægara sagt en gert.
“Caitlin, ég þarf að skreppa aðeins. Ég veit ekki hve lengi,” sagði Severus loks eftir mikil faðmlög.
“Ekki,” hvíslaði Caitlin. “Ég get ekki verið hérna ein!”
“Þú bjargar þér,” sagði Severus og strauk á henni hárið. Svo snéri hann sér við og hvarf með litlu plobbi. Caitlin starði á staðinn þar sem hann hafði staðið á í smá stund.
“Skrýtið,” tuldraði hún í barm sér og labbaði að ísskápnum og tók fram tómat, sem var greinilega kominn á síðasta söludag.
Skyndilega fékk húná tilfinninguna að einhver væri að fylgjast með henni. Hún leit snöggt við en sá engann. Hjartað í henni byrjaði að slá eins og hjarta kanínu og hún byrjaði að naga neglurnar, andstætt því sem hún vildi.
“Sjáum hver er hér,” hvíslaði kvenmannsrödd lágt. Caitlin sneri sér við en þar var enginn. “Komdu…”
Caitlin leit í kringum sig en sá engann. Hún lokaði augunum og reyndi að hugsa hvaðan röddin kæmi og að róa sig. Þetta er bara ímyndun, hugsað hún með sjálfri sér.
“Hver er þar?” spurði Caitlin, sér til undrunar því að hafði hún ekki fullvissað sig um að það væri enginn þarna?
“Hver er þar?” spurði Caitlin, sér til undrunar því að hafði hún ekki fullvissað sig um að það væri enginn þarna?
“Bara ég.”
Caitlin snéri sér við og sá konu, klædda í svartan kjól með sólgleraugu fyrir augunum og svart hár, sem virtist falla niður í þykka lokka. Hörund hennar var skjanna hvít og neglurnar langar og grænar.
“Hver ertu?” spurði Caitlin og hörfaði þangað til að hún rakst á vegg, hinu megin frá útganginum.
“Engin,” hvíslaði konan, svo undurmjúkri röddu að Caitlin gat ekki annað en dáðst að henni. “Bara ein, kona að koma í heimsókn.”
Caitlin vissi að hún gæti ekki treyst henni. Eðlisávísun hennar sagði henni að þetta boðaði allt annað en gott.
“Stelpa,” öskraði maður, sami maður og hafði verið meðvitundarlaus á gólfinu fyrir nokkru. Hann birtist fyrir framan hana, af einskæðri tilviljun. “Ekki horfa í augun á henni!”
“Hvað er þetta?” hvíslaði Caitlin. Hræðslan skein af henni en Skröggur var rólegur.
“Medúsa,” sagði Skröggur og gnísti tönnum. Bláa augað, Caitlin til mikils ama, snérist í hringi þannig að henni varð óglatt.
“Góðan daginn,” sagði Medúsa tælandi röddu og brosti blíðu brosi.
“Lokaðu augunum stelpa!” öskraði Skröggur á hana. “Qui obfirmo!” sagði hann svo og Caitlin fann hvernig augun límdust saman.
“Hvað ertu að gera!” öskraði hún og þreifaði þar sem augun voru. “Hvað er að gerast!”
“Stelpa, vertu ekki fyrir!” öskraði Skröggur Illauga.
Caitlin greindi nokkur orðaskipti á framandi tungumáli sem líktist ekkert þeim tungumálum sem hún hafði áður heyrt. Caitlin fann hvernig líkaminn hennar veiktist, hvernig hún lamaðist öll. Áður en hún vissi af var allt orðið svart og hún vissi ekki af sér.