Hæ allir - ég bara varð að semja smá sögu sjálf… Vona að einhverjir nenni að lesa þetta ;)… Svo já… þetta er fyrsti áhugaspuninn minn um hann Harry, litla Potter. og Endilega segið mér frá ÖLLUM stafsettningarvillum, nýjum hugmyndum og hvað mætti vera og hvað ætti ekki vera. Alltaf gott að fá smá ábendingar… En annrs bona po tíd :)
1.kafli - Það snýst allt um hann, er það ekki?
Þetta var rólegur miðvikudags morgun. Sólin skein, sem var frábært því nú var ágúst. Fáir bílar voru á ferð, flestir voru ennþá í sumarfríi.
Við Clintonroed 6 mátti greina lágt öskur.
“Óóó sjáðu elskan, það er aftur mynd af honum í blaðinu!” öskraði hún.
“Æðislegt, leifðu mér að sjá!” kallaði hann um leið og hann hljóp þvert yfir húsið.
Glerert Willer og Lara Willer voru hamingjusamlega gift, áttu eitt barn, Wöldu Willer. Þau bjuggu í litlu þorpi fyrir utan London. Þau kusu að búa, eins og Harry Potter, hinn frægi drengur sem slapp frá Voldimort, í návígi við mugga.
“Sjáðu, þetta er mynd af honum síðan hann var lítill!”
“Ó-já, við eigum þessa, er hún ekki innrömmuð uppá hillu?”
“Auðvitað, en lestu greinina, nú eru fimm ár síðan hann sigraði Voldimort, bjargaði okkur öllum!”
“Mamma” kjögraði Walda um leið og hún kom niður stigann, “Mér er illt í hálsinum”.
Mamma hennar, Lara, strunsaði til hennar, tók upp sprotann sinn og beindi honum að hálsi hennar.
“Alltaf ertu kvartandi, aldrei hefur Harry kvarta!”.
Litla stúlkan horfði sakbitnum augum að móður sinni, “Mamma, þú veist ekkert um það!”.
“Yngefina loristol pahama”, appelsínugulur þráður skaust útúr sprotanum og vafðist utan um hálsinn, en hvarf svo.
Walda horfði smá stund á móður sína en sagði svo lágt takk.
Walda trítlaði inní eldhús og móðir hennar á eftir. Hún tók nokkrar kexkökur ofan af hillu og rétti dóttur sinni.
“Hérna, fáðu þér eina, ef einhverjir aukakvillar kæmu upp. Það er svolítið langt síðan ég hef þurfti að laga háls-tilfelli”.
Walda horfði skringilegu augnaráði á móður sína, það var eins og hún væri með hugan við annað. Afhverju gat hún ekki bara hugsað um hana í staðin fyrir þennan “fræga” Harry Potter. Allar hillurnar voru fullar af myndum. Allar af Harry. Engin af henni.
3 árum síðar.
Sólin skein, beint inn á Wöldu sem lág í rúmminu sínu. Hún sparkaði sænginni af sér, það var óþægilega heitt. Hún reisti sig við og leit í kringum sig. Á veggjunum voru myndir. Sumar gerðar með vaxlitum, þær hafði hún sjálf teiknað. En nokkrar voru vandaðri, sumar bara með blýjanti. Aðrar vatnsmálaðar. Þær hefði móðir hennar gert. Í frístundum hennar teiknaði hún - eða málaði. Og oftast var Harry Potter “módelið”. Ekki það að Harry, sjálfur, sæti fyrir, heldur stundum voru birtar myndir af honum í slúðurblöðum, að fara út með ruslið eða slá blettinn. Móðir hennar klippti þær þá vanalega út og rammaði þær inn. Síðan voru þær málaðar.
Walda hafði alist upp við brjálæðislega dýrkun á Harry Potter, galdrastráknum fræga sem slapp og sigraði Voldimort. Allsstaðar í húsinu voru myndir af Harry. Málverk, ljósmyndir, stittur og á stökum stað handsaumuð teppi sem stóð á “Við eigum allt Harry Potter að þakka” eða “Við elskum Harry”.
Walda fór niður stigann. Hún var rosalega þreitt. Í gær hafði hún eitt öllu kvöldinu í að rífa niður Harry-Potter myndirnar af veggjunum. En það virkaði aldrei hjá henni. Faðir hennar “límdi” þær alltaf aftur upp, þegar hún var sofnuð. Þótt hún hefði farið með myndirnar út í ruslafötuna, þá voru þær alltaf komnar aftur upp á vegg hjá henni morguninn eftir.
Hún stansaði í neðstu tröppunni. Gat það verið. Í glugganum á móti stóð ugla. Hún var með umslag. Walda opnaði gluggann og tók bréfið. Lokaði svo á ugluna, svo að nokkar fjaðrir festust, og urðu eftir þegar uglan hóf sig á brott.
Walda sneri umslaginu við og þar sá hún það, Hogwartsskóla-merkið! Hún opnaði bréfið um leið og hún gekk inn í eldhús til að sýna móður sinni bréfið.
“Mamma, sjáðu hvað kom!” sagði hún með kökk í hálsinum, “Ég komst inn!”.
“Vááá…” stundi mamma hennar upp og það færðist bros yfir andlit hennar. “Ég er svooo stolt af þér, ég var orðin hrædd um að þú kæmist ekki inn!” sagði hún með tárin í augunum “En það minnir mig á það” nú breyttist svipur Löru í eitt sólskynsbros “Það er eitt ár þar til Harry fær bréfið sitt!”
Gleði svipurinn datt af andliti Wöldu. “Mamma, þú veist ekkert hvort hann kemst inn!” sagði hún róleg, en reiðin geistist upp í henni.
“Æj Walda mín, vertu ekki svona neikvæð. Það er einhver lítil rödd inn í mér sem segir mér að hann muni komst inn, ég er viss um það!”
“Mamma hugsaru ekki um neitt annað?” tárin voru að brjótast framm í henni, “Ég er dóttir þín, hann er ekki einu sinni blóðtengdur okkur!”
“Ohhh,,, Walda mín!, ekki æsast svona upp. Ég er bara þakklát honum fyrir að bjarga lífi okkra allra!”
Walda horfði brjálæðislegu augnaráði á móður sína “HANN BJARGAÐI OKKUR EKKI FRÁ NEINU!” öskraði hún “ÉG VILDI ÓSKA AÐ HANN VÆRI DAUÐUR!”
Svo sló hún möður sína utanundir, eins fast og hún gat, hljóp svo framm eftir ganginum og út.
Þegar Walda kom út, vissi hún ekki hvað á sig stóð veðrið. Hún beigði til vinstri, upp götuna. Enn þá með bréfið í hægri hendi. Það var leikvöllur þarna aðeins ofar, hún vissi af honum. En hún vissi líka að foreldrar hennar vissu af honum svo hún var ekki viss. En samt. Hún settist í eina róluna þarna. Las bréfið aftur, og aftur. Hugsaði svo um hvað hún hefði gert, muldraði með sér að Lara -sem var ekki móðir hennar í augnablikinu- hafði átt þetta skilið. En þarna hét hún því að Harry Potter, litli óþverrinn, skildi fá það óþvegið þegar hann kæmi í Hogwart, hún skildi sjá til þess.