Um daginn fór ég að hugsa aðeins um Harry Potter bækurnar og þennan galdraheim sem Rowling skapaði…

Málið er að annaðhvort höfum við lesendur ekki fengið að vita nægilega mikið um galdraheim Rowling, eða þá að hann er hreinlega gallaður. Hefjumst nú handa.

<b>I</b>
Forsætisráðherra Bretlands hverju sinni veit um heim galdramanna og vinnur með Galdramálaráðuneytinu til þess að gera galdraheiminn sem ósýnilegastann venjulegu fólki.

<b>II</b>
Hogwarts er stór og mikil bygging í Skotlandi. Aðeins galdramenn geta séð hana, en ef svo vill til að Muggi kemur að henni sér hann aðeins rústir einar og viðvörunarskilti.

<b>III</b>
Foreldrar Hermione Granger eru bæði Muggar. Þau vita bæði um galdraheiminn og eru alveg sátt með að Hermione sé „öðruvísi“. Þau hjálpa henni jafnframt með skólainnkaupin í Skástræti o.fl. þar fram eftir götunum.

<b>IV</b>
Á hverju ári byrjar alveg bunch af breskum börnum í Hogwarts. Flest þessara barna stundaði áður nám við venjulega skóla áður en skólaganga þeirra í Hogwarts hófst.

Liðir I-III eru staðreyndir teknar af <a href="http://www.hp-lexicon.org/">The Harry Potter Lexicon</a>. Liður IV er bara eitthvað sem maður gerir ráð fyrir. En jæja, höldum þá áfram.

Ég hef reynt að setja þessa liði saman en það hefur ekki gengið sérlega vel.

<b>I+II</b>
Forsætisráðherrann veit um heim galdramanna og veit þá væntanlega líka að slatti af krökkum byrja árlega í hinum (galdra)heimsþekkta Hogwarts. En samt getur hann ekki séð skólann! Mjög trúverðugt að segja einhverjum að ofan á gömlum rústum standi ósýnilegur galdraskóli…

<b>II+III</b>
Mamma og pabbi Hermione hjálpa henni með innkaupin í Skástræti á ýmsum galdrahlutum. Þau vita væntanlega að hún fer með lest, sem þau geta ekki notað, til Hogwarts, sem er skóli sem þau sjá ekki. Trúlegt…?

<b>II+IV</b>
Margir krakkar hefja nám við Hogwarts ár hvert, og hætta á sama tíma líka í venjulegum grunnskólum. Nú er skólaskylda í Bretlandi og það er væntanlega ekki að hægt að segjast bara vera í einhverjum ósýnilegum galdraskóla. Yfirvöld hljóta að taka eftir svona löguðu, þ.e.a.s. þegar tugir barna hverfa á brott hvert einasta ár.

<b>Eitt enn…</b>
Í Hogwarts eru kennd ýmis fög tengd göldrum. En hvað með þessi hefðbundnu fög sem eru hvort sem er nauðsynleg. Líffræði? Enska? Stærðfræði?

Get it?