18.kafli. Tímaflakkið
“Ertu tilbúin?,, spurði Draco.
Það voru liðnar nokkrar mínútur síðan drykkurinn hafði verið tilbúinn. Hermione var svolítið taugaóstyrk. Henni fannst þetta vera ein af mestu áskorunum lífs síns. En það átti þetta líka eftir að verða.
“Ég veit það ekki,, sagði Hermione.
Hún var hálfpartinn hrædd.
“Betra að þetta gerist fljótt heldur en það taki langan tíma,,.
Hermione hugsaði sig um. Hún fann að hún var ekki alveg tilbúin.
“Hvað eigum við nákvæmlega að gera?,, spurði hún.
“Við þurfum að drekka drykkinn og hafa “steinanna” á okkur. Þegar við drekkum drykkinn verðum við að hugsa um árið,mánuðinn og dag. Hvenær heldurðu að við ættum að fara?,,.
“Ég held að þetta hafi verið svona árið 1981, 21 ágúst,,.
“Þá hugsarðu um þá tímasetningu og drekkur drykkinn, en ég held að það séu einhverjir galdrar í einhverju efni sem við náðum í, svo að drykkurinn veit eiginelga hvert hann á að fara,, sagði Draco.
Hermione var hissa á allari þessari vitneskju hans. Hafði hann lesið sig um?
“Ég held að ég sé tilbúin núna,,.
“Ok,,, sagði Draco “Taktu þá þetta glas,,.
Hann rétti henni glasið sem reykur steig upp úr. Drykkurinn var dökk fjólublátt.
“Allt í lagi, á sama tíma,, sagði Draco “1….2….,,.
Hermione færði glasið upp að vörunum og fann heitan reykin fara í andlitið hennar.
“3….NÚ,,.
Hermione drakk það sem var í glasinu og hugsaði um árið 1981, 21 ágúst. Það var eins og heitur straumur af kakói færi um hana. Hún yljaði öll. En skyndilega var kyppt í hana og hún dregin af öllum mætti. Hún sá bara vindhviðu. Hermione ákvað að loka augunum. Allt í einu fór kaldur ósmoli í magann á henni. Lítil lækjarspræna rann eftir líkamanum. En svo allt í einu skall hún eins og grjót niður,…….á gras.
Hermione opnaði augun. Litirnair í kringum hana voru óskýrir, bara gráir, svartir og hvítir. Hún leit upp. Hún sá tvö risastór hús sem hlutu að vera einhver setur eða herragarðar. Þetta var eitthvað það stærsta sem Hermione hafði séð. Hún hafði bara séð hallir og svoleiðis. En ef það var fólk sem bjó í þessu þá var Hermione skítablönk.
,”Velkomin á heimilið mitt, og í minn heim,, heyrðist rödd Dracos segja.
“Átt þú,, Hermione gat varla lokið setningunni ,”Virkilega heima í þessu?,, Hún var með galopin augun og benti á stæsta húsið sem var beint fyrir framan þau.
“Nei, ég á heima í þessu húsi,, svaraði Draco og benti í átt að húsi sem var pínulítið minna “Foreldrar þínir og þú eiga heima í þessu!,,.
Hermione horfði á hann eins og hann væri trúður á sirkussýningu og atriðið væri alveg að mistakast.
“Þú ert að djóka, þú ert ekki að segja mér satt,, sagði Hermione “Ég get ekki átt heima í þessu,,.
Hermione horfði á Draco. Hann kinkaði hægt kolli til hennar. Hermione horfði bara á húsið og gat varla hugsað.
“Hvað um það,, sagði Draco allt í einu og Hermioen krossbrá “Við þurfum að drífa okkur,,.
“En við getum verið eins lengi og við viljum,,.
“Það á ekki að leika sér með tímann,, sagði Draco.
Hermione horfði á hann undrunar augum.
“Ég held að það sé kominn tími til þess að fara til ömmu,,.
“En við höfum alveg nógan tíma, það er búið að stoppa tímann,,.
“Það á ekki að leika sér með tímann,,.
Hermione mundi eftir því að Cindy hafði sagt það nákvæmlega sama. En það gat ekki verið. Það var alls ekki satt.
“Ætlarðu að fara inn?,, spurði Draco.
“Já, kemurðu ekki með mér?,,
“Ég þarf að sinna mínum eigin málum, við sjáumst samt fljótlega,,.
“En hvað á ég að gera?,,.
“Ja, foreldrar þínir gætu orðið dálítið sturlaðir á því að sjá þig, ég er alveg viss um að þau myndi þekkja þig. Ég myndi bara dulbúa mig og segja þeim svo að gera eki það sem þau ætla að gera því að þá verða þau gripin. Og segja þeim líka að hætta að þjóna……..Voldimort,,.
“Ok, ég geri það,, sagði Hermione.
“Gangi þér vel,,.
Í því breytti Draco sér í svartan kött og fór af stað í áttina að húsinu sínu. Hermione þurfti að telja í sig einhvern kjark til þess að fara inn. En hún ákvað að fara á endanum. Hún gekk inn um hlið. Inni fyrir voru allskonar blómagarðar og tré. Húsið sem blasti við henni var marmaragert og með allskonar flottum efnum.
“Þú getur þetta, ég veit það,, sagði hún eindregið við sjálfa sig.
Hún gekk að dyrunum og ætlaði að opna þær. En þær voru læstar. Hermione leit í kringum sig að opnum glugga. Þarna voru þúsundir gluggar og enginn þeirra var opin. Hún gekk að hlið húsins. Þar sá hún opin glugga.
“Hvernig á ég nú að komast þarna upp?,, Spurði hún sjálfa sig.
Hermione hugsaði og hugsaði. Hvernig gat hún gleymt þessu. Hún umbreytti sér í uglu og flaug upp að glugganum. Þegar hún kom þar inn sá hún að hún var í stofu. Hún leit í kringum sig, þarna voru helling af myndum og fleira. Þarna voru vasar og skraut. Hermione trúði varla sínum eigin augum. Hún átti heima þarna. Hún hafði þurft að yfirgefa þetta. En Hermine hafði ekki tíma til þess að skoða svo að hún fór að hugsa hvernig hún ætti að dulbúa sig.
“Ég gæti felið mig einhversstaðar og bara talað,, hugsaði húnn með sjálfri sér.
“Eða bara notað Erexteri og svo tala ég bara. Ég held að ég geri það,,.
Hermione hafði ákveðið sig. Hún myndi láta sig verða ósýnilega og svo talað bara við mömmu sína og pabba.
“Erexteri,, sagði hún lágt og varð strax ósýnileg. Í því heyrði hún í fótataki frammi á gangi. Hún gekk fram á gang. Hún sá mann sem gekk áfram fram ganginn og beygði til vinstri. Hermione elti. Þegar hún kom inn í herbergið sá hún manninn aftur. Hún þekkti hann ekki, en þegar hún leit aðeins að hálsinum sá hún stórt ör. Þetta var pabbi hennar. Hún þekkti örið. Hann hafði alltaf verið með það síðan Hermione man eftir sér. Hún leit á rúmið sem var þarna. Þar sat kona. Hermione sá það á andlitinu að þetta var mamma hennar.
“Þú veist að við erum að taka mikla áhættu,, sagði mamma hennar Hermione, Severya “Og ef okkur tekst þetta ekki þá……,,.
“Þurfum við að lifa sem muggar það sem eftir er æfinnar,, lauk pabbi hennar Hermione við setninguna.
“En elsku Randero minn, það er ekki aðalmálið, ef þú-veist-hver kemst að því sem við erum að gera þá……,,.
Hún gat ekki einu sinni lokið við setninguna. En Hermione fór að hugsa. Afhverju ætti Voldemort að gera eitthvað sem að var svo hræðilegt, ef þau væru að fara til að drepa Dumbeldore?
“Ég veit, en við verðum að gera þetta,, sagði Randero.
“Förum þá,, sagði Severya.
En Hermione gat ekki látið þu fara. Hún varð að gera eitthvað.
“STOP,, hrópaði hún þegar Randero og Severya ætluðu út.
Þeim brá mjög og tóku upp sprotana strax.
“Hver er það?,, sagði Randero, tilbúinn með sprotann ef einhver skyldi ráðast á þau.
“Ekki fara, geriði það, þið verðið gripin, ég lofa ykkur því, ég er ekki óvinur ykkar,,.
“Hvernig get ég treyst þér?,, spurði Randero.
“Með því að hugsa til þess að dóttir þín á eftir að lifa í lygi ef þið verðið gripin,, sagði Hermione.
Randero hikaði en lét svo sprotan síga.
“Hvað viltu?,,.
“Koma í veg fyrir að þið gerið það sem þið ætlið að gera,, sagði Hermione hálf óttaslegin “Hættiði að gera það sem þið-vitið-hver segir ykkur að gera, að er ekki þess virði,,.
“Vertu róleg, við förum varlega,, sagði Severya allt í einu.
“Þið verðið gripin, þegar þið eruð komin úr stiganum þá ná kennararnir í Hogwarts ykkur,,.
Hermione var svo sorgmædd að hún var næstum því farin að gráta. Hún gat þetta ekki lengur. En hún reyndi að gera hvað sem var til þess að þetta myndi heppnast.
“Geriði það,, sagði Hermione “Hlustiði á mig, ég segi ykkur alveg satt,,.
“Við lofum, að fara varlega og gæta okkar,, sagði Severya.
Hermione leit á hana. Jafnvel þótt að mamma hennar sæi ekki hana fann Hermiona það á sér að hún vissi hver stæði fyrir framan hana.
“Ég þekki röddina þína, jafnvel þótt að þú sért lítil hér, ég veit hver þú ert,, sagði Severya.
Randero var ekki að skilja hvað þær voru að tala um.
“Lofiði þá að fara varlega, og þjóna ekki þið-vitið-hverjum lengur?,, spurði Hermione óttaslegin um að fó neitun.
“Við lofum því,, sagði Severy og Randero kinkaði kolli til samþykkis.
“Gangi ykkur vel,, sagði Hermione “Ég verða að fara núna,,.
Hermione gekk að dyunum. Hún horfði gekk fram á gang. Hún fór aftur inn í stofuna og umbreytti sér. Hún flaug út um gluggann og alla leið fyrir utan hliðið sem þau Draco höfðu lent á. Þar umbreytti hún sér aftur. Draco var ekki komin. Hermione beið eftir honum. Hún vonaði samt að innstu þrá að foreldrum hennar myndu ganga vel.
“Ok, beiðstu lengi?,, Spurði Draco.
“Ekkert svo,,.
“Ertu með steininn þinn?,,.
Hermione tók steinninn upp úr vasanum.
“Við þurfum að bíta í hann til þess að komast aftur í Hogwarts,, sagði Draco “Ertu tilbúin?,,.
“Bíddu smástund,, sagði Hermione.
Hún leit í átt að húsinu sem var svo stór. Hún vonaði að hún ætti einhvern tímann eftir að búa í því aftur.
“Allt í lagi,, sagði húns svo.
“1……..2……og….NÚ,,.
Þau bitu bæði í steininn. Hermione fann sömu tilfinningu og síðast. Hún hentist áfram og lokaði augunum. En samt fann hún fyrir hlýrri tilfinngu. Um það að nú mindi allt verða öðruvísi.