ókei þetta varð seldið langt….ég vona bara að þið hafði þolinmæði í að lesa þetta allt ;)

5.kafli,Augun

Umsjónarmaðurinn leiddi þau fyrst í gegn um gat á bak við málverkið því næst í gegn um notalegt hringlaga herbergi með arni og signum hægindastólum.
“Þetta er setustofa Gryffindorvistarinnar,” sagði umsjónarmaðurinn sem að Emanuelle vissi nú að hét Hermione Granger, “hér til hægri eru svefnsalir stelpnanna en til vinstri eru svefnsalirnir ætlaðir strákum. Þið ættuð að fara beint að sofa núna þar sem þeir sem kunna sig ekki í kastalanum eiga auðvelt með að villast án þess að vera vel vakandi! Ronald vísar strákunum að sýnum sal, ég skal vísa ykkur”
Emanuelle elti Hermione upp stiga og að hurð sem var merkt “Fyrsta árs nemar” þar inni var allt dótið sem stelpurnar höfðu með sér ásamt hogwartskikkjum og fötum merktum rauðu og gylltu, Gryffindorlitunum. Emanuelle hlammaði sér á rúmið sitt og leit á hinar stelpurnar. Ásamt Luciu,Eriku og Alexu voru þarna tvær aðrar stelpur, önnur þeirra var með dökk brúnt hár, einhver undarlegustu augu sem Emanuelle hafði séð. Með brúnan hring yst og innst á lithimnunni en hitt grænt. Hin stelpan var með einhvern fáránlegan lit á bak við augun, óeðlilega kolsvart hár og enn óeðlilegri rauðar varir svo bættist við að hún var með fjólublá augu. Þetta allt gerði hana að nokkurskonar teiknimyndapersónu.
“Svo hvaðan komið þið ?” spurði stelpan með undarlegu augun “ég kem frá úthverfi í London, ég heiti Helena Bumwittle”
“Ég heiti Emanuelle Dijon…það ætti ekki að vera mjög erfitt að geta upp á því að ég er frönsk !” sagði Emanuelle “annars kem ég frá Ealing í London”
“Annie Heovendex, Liverpoolstreet London” sagði stelpan með svarta hárið
“Alexa Ariador” sagði Alexa og rétti upp hönd
“Ég heiti Erika Anderson og þetta er Lucia,” Erika leit snöggt á Luciu en bætti svo við “Black”
Emanuelle leit á Eriku en kinkaði svo kolli.
“Ehh…Annie, ef ég má spyrja hvað í ósköpunum þú ert að gera ?” sagði Erika og starði furðulostin á Annie sem hélt augunum á sér lokuðum og nuddaði þau með þurku, því næst tók hún tusku og nuddaði á sér andlitið þangað til að allur farði var farinn þá sagði hún eins og það útskýrði allt:
“Ég er að taka farðann af mér”
“Sem að þíðir” sagði Emanuelle og lyfti augabrún
“Æi það skiptir ekki máli!” sagði Annie stutt í spuna og kippti tjöldunum á himinsænginni sinni fyrir, greinilega í fýlu. Emanuelle leit spyrjandi á Helenu sem yppti öxlum.
“jæja, ég er allavega farin að sofa” sagði Emanuelle sem að fann skyndilega fyrir því hversu þreytt hún var orðin “Góða nótt”

Emanuelle vaknaði við hvartið í Eriku en Alexa var að reyna að vekja hana. Emanuelle settist upp.
“Þú nærð aldrei að vekja hana svona” sagði Emanuelle, “sjáðu það er bara hægt að gera þetta svona” Emanuelle kippti sænginni af Eriku og reif koddann af henni.
“Komdu við erum að verða of seinar ! það eru allir komnir niður” sagði Emanuelle

Þegar Emanuelle og Alexu hafði loksins tekist að vekja Eriku drifu þær sig niður í morgunmat. Málið var bara að Umsjónarmaðurinn hafði rétt fyrir sér í gærkvöldi, það er betra að vera út sofinn ef maður ætlar að rata í kastalanum. Þegar þær höfðu losað sig út úr lokaða herberginu sem þær festust í á þriðju hæð og farið til baka ótal ganga þangað til þær komu að stiga sem lá að marmaratröppunum voru þær orðnar seinar fyrir alvöru.

“Hver andskotinn” sagði Emanuelle furðulostin þegar hún leit upp í loftið en hún hafði verið alltof upptekin af flokkuninni í gærkvöldi og ekki tekið eftir glæsilegu loftinu sem var nákvæm eftirlíking af himninum.
“Varstu ekki búin að sjá þetta ?” sagði Erika hæðnislega “ég tók meira að segja eftir þessu”
Stelpurnar gleyptu einhvern mat og tóku upp stundatöflur sem lágu á borðinu merktar “Fyrsta ár, Gryffindor”
Fyrsti tíminn þeirra var töfradrykkir.
Emanuelle stundi. Jess hafði sagt eitthvað um að Snape væri alltaf svo andstyggilegur í garð Gryffindora. Stelpurnar gengu yfir stóra salinn en þegar þær komu inn í forsalinn föttuðu þær að þær höfðu ekki hugmynd um hvert ætti að fara næst. Þá sneri Alexa sér einfaldlega að næsta manni og spurði:
“fyrirgefðu en hvar er töfradrykkjastofan ?”
Spurningin lenti á rauðhærða stráknum sem fylgdi strákunum að sýnum svefnsal í gær.
“þú ferð niður þessar dyr og áfram niður…það leynir sér ekki hvar dyrnar af stofunni eru” sagði strákurinn
Alexa þakkaði honum fyrir og snéri sér frá honum. Hann kallaði einfaldlega á eftir henni “Gangi þér vel”

Stelpurnar komust fljótt að því af hverju hann hafði óskað þeim góðs gengis.
Snape, töfradrykkjakennarinn var virkilega andstyggilegur við Gryffindorkrakkana en hann var sérstaklega vondur við Luciu þó að henni gengi mikið betur en Rose Zeller í Hufflepuff. Lucia var líka sú eina sem fékk meiri heimaverkefni en aðrir. Persónulega fannst Emanuelle að hún sjálf þyrfti meira á þessum verkefnum að halda því að hún var virkilega léleg í töfradrykkjafræði. Þó að þau væru bara látin brugga einfaldann drykk sem átti að laga höfuðverk tókst Emanuelle einhvernvegin að gera drykkinn grænan en hann átti að vera eldrauður. Á endanum tókst henni þó að fá hann rauðan og gat skilað verkefninu sínu sæmilega, samt sá hún á svipnum á Snape að þetta var ekki rétta útkoman og hún fengi varla háa einkunn fyrir þetta.

Næst á eftir var jurtafræði. Það var augljóst að Spíra prófessor treysti fyrstaársnemum ekki alveg. Hún leifði þeim ekki að fást við neitt af þessum stóru og hættulegu blómum heldur lét hún bekkinn aðeins umpotta syngjandi fjólum. Emanuelle og Erika sem voru að vinna saman fengu eina alveg sérstaklega falska. Í lok tímans voru þær að verða brjálaðar á henni.
Spíra prófessor setti þeim fyrir að skrifa ritgerð um hvernig fjólurnar gátu tælt galdramenn til sín og hvaða afleiðingar það getur haft.

“Ég væri nú alveg til í að vita hvað þessi sem að við vorum með gæti gert…” hnussaði í Emanuelle “sprengt hljóðhimnuna í einhverjum?”

Stelpurnar fóru næst í hádegismat og tróðu í sig eins og þær gátu eftir erfiða tíma hjá Snape og Spíru.

“Hvað er næst” spurði Erika og leit á Alexu sem var að skoða stundaskránna
“Það eru varnir gegn myrku öflunum” svaraði hún
“Jæja það ætti ekki að vera svo slæmt” sagði Emanuelle
“Það verður það,” sagði Lucia öllum að óvörum því hún hafði varla mælt eitt orð síðan þær komu út úr töfradrykkjastofunni.
“Af hverju heldurðu það?” sagði Erika
“Út af Umbridge” sagði Alexa hljóðlega og benti á nafnið undir “varnir gegn myrku öflunum”
“Jæja hvort sem þetta verður skemmtilegur eða leiðinlegur tími ættum við að drífa okkur” sagði Emanuelle og stóð upp frá borðinu.
Hinar stelpurnar eltu hana út úr stóra salnum. Það tók stelpurnar ekki jafn langan tíma að finna stofuna heldur en að komast í stórasalinn því að þær höfðu farið nokkrum sinnum framhjá henni á þeirri ferð. Þar fyrir utan voru nú þegar Helena og Annie sem að virtist ennþá vera í fýlu út í Emanuelle fyrir að vita ekki hvað farði er, og tveir strákar sem að hétu Richard Reegonam og Magnus Smith. Richard, oftast kallaður Rick var svolítið brjálaður í útliti, alltaf með lítið glott á andlitinu, pínulítill, með hár í allar áttir og stór augu. Svo má ekki gleyma að minnast áslitnu skikkjuna sem hann batt aldrei samkvæmt reglum. Magnus var hinsvegar klæddur í skólabúning hogwart og hvert smá atriði var rétt svo hann hefði getað verið skýringar myndin sem fylgir með búningnum.
Hann var með kolsvart slétt hár sem hann skipti í miðju og kassalaga gleraugu utan um kipruð augu. Hann hefði alveg eins getað verið forfallakennari ef hann væri aðeins stærri. Samt höfðu Rick og Magnus verið bestu vinir síðan þeir voru fimm. Þeir voru báðir muggaættaðir og báðir höfðu engan grun um það að þeir væru galdramenn fyrr en þeir fengu bréfið frá hogwart.
Smám saman týndust krakkar í röðina,þar á meðal Megara og Loretta. Og loksins birtist þessi Umbridge, hún minnti Emanuelle eiginlega á frosk þar sem hún stóð fyrir framan hópinn, með breiðan slapandi munn og lítil augu, svo lappaði svartra slaufan sem hún tyllti ofan á músarbrúnu krullurnar ekkert upp á þessa froska ímynd.
“Inn með ykkur nú!” sagði Umbridge hvöss með stelpu rödd og klappaði saman höndunum. Emanuelle fór beinustu leið aftast í stofuna og á eftir fylgdu Erika, Alexa og Rick en Magnus settist fremst í stofuna beint fyrir framan kennaraborðið og Lucia settist út í horn langt frá öllum hinum og lokaði sig inni í þessari brynju sem Emanuelle fannst svo undarleg.
“Jæja,” sagði Umbridge og leit yfir bekkinn “þið eruð í fyrsta tímanum ykkar í vörnum gegn myrku öflunum ekki rétt ?”
Bekkurinn umlaði eitthvað á móti
“þetta var nú ekki nóg og gott var það ?” sagði Umbridge en Emanuelle líkaði ekki við hvernig hún talaði til þeirra eins og þau væru fimm ára “þegar ég spyr ykkur spurningar vil ég að þið svarið mér annaðhvort “nei prófessor Umbridge” eða “já prófessor Umbridge”en hvað ef ég segi “góðan daginn bekkur”?”
Magnus rétti upp hönd. Umbridge benti á hann.
“þá eigum við væntalega að svara góðan daginn prófessor Umbridge?” svaraði Magnus í sama tón og hann væri að tala við fimm ára krakka
“rétt svar Hr….?”
“..Magnus”
“Hr.Magnus” apaði hún upp eftir honum “Jæja. Nú ætla ég að fara yfir námsáætlunina en fyrst vil ég hafa það á beinu hver ég er. Ég heiti Doloris J. Umbridge og er prófessor við þennan skóla. Námsáætlunin…”
Emanuelle og Erika eyddu megninu af tímanum í að skrifast á og sýna hvor annari skopmyndir af Umbridge

“Þetta var nú ljóta bullið” sagði Alexa og teygði sig
“hvað ?…” spurði Rick og geispaði “hvað gerðist í þessum tíma ? ég sofnaði eftir að hún var búin að kynna sig…”
“það gerðist ekkert í þessum tíma” sagði Emanuelle “nema að Erika uppgötvaði hæfileika í að teikna skopmynd af Umbridge” bætti hún við og dró upp pergament snepill og klappaði létt á hann með sprotanum sýnum (hún vildi ekki að Umbridge kæmist yfir þennan miða) þá kom í ljós mynd af Umbridge með breiðann slapandi munn og langa tungu fasta í slaufunni í hárinu svo bættist við að Erika hafði teiknað á hana stór útistandandi augu svo hún minnti í rauninni á frosk með krullur.
“ég átti verulega erfitt með mig þegar þú sýndir mér þessa mynd” sagði Emanuelle á lágu nótunum þar sem að Snape stikaði stórum framhjá henni
“hvar er Alexa ?” spurði Rick og horfði undrandi í kring um sig “hún var hérna fyrir andartaki”
“já eða Lucia…var hún ekki með okkur áðan ?” sagði Emanuelle undrandi
“þær hafa bara drifið sig í mat” sagði Erika “vel á minnst ég uppgötvaði fleira en teiknihæfileika í þessum tíma”
“hvað” spurði Rick.
Erika setti upp glott og tók upp sprotann sinn, smellti snöggt í loftið með honum og sagði hátt og skýrt “Forsalur!”
Sprotinn snerist í hringi þangað til hann snarstansaði og bennti beint áfram, Erika bennti þeim að elta sig og með leiðbeiningum sprotans komust þau auðveldlega niður í mat á stuttum tíma.
Í matsalnum voru hvorki Lucia né Alexa og Magnus sem hafði flýtt sér eins og hann gat niður svo hann gæti farið að læra sagði að hann hafi ekki séð þær
Eftir matinn hjálpaði litli galdurinn hennar Eriku stelpunum upp en Rick ætlaði að sjá hvort hann gæti nappað halastjörnu í kústaskýlinu svo hann gæti flogið eitthvað á meðan frí væri í skólanum og Magnus fór út á skólalóð og settist við vatnið með vinnuna sína.

Þegar stelpurnar komu inn í þéttsetna setustofuna sáu þær Alexu og Luciu hvergi.
Þær ákváðu að vinna heimavinnuna sína uppi í svefnsal þar sem hér væri allt of mikill hávaði.
Þær gengu upp stigann og inn í svefnálmu og settust á rúmið hennar Emanuelle.
Þær voru langt komnar með ritgerðina fyrir Snape um svefnmeðal sem varð til þegar dufti af asfódelrót var bætt út í seyði af malurt, þegar Emanuelle veitti því athygli að taskan hennar Alexu var á sínum stað en Luciu taska ekki. Þegar hún benti Eriku á þessa staðreynd svaraði hún með skætingi, hún nennti ekki að spá í horfinni vinkonu sem hún ætti þó að þiggja með þökkum þar sem vonda skapið kom frá þessari leiðinda ritgerð.
Um miðnætti kom Lucia óvænt inn í svefnsal skælbrosandi sem var virkilega sjaldgæft hjá henni.
“hvar hefur þú verið” spurði Emanuelle og leit á Luciu þar sem hún hlammaði sér niður á rúmið sitt.
“ég fór inn í eldhús” sagði Lucia og kímdi
“hvað varstu að gera inni í eldhúsi” spurði Erika undrandi og leit upp úr teikningu af syngjandi fjólu sem átti að skila til spíru.
“heilsa upp á gamla húsálfinn minn” sagði Lucia “ég fékk að borða þar og ég er búin að vinna alla heimavinnuna mína…það sem þessi húsálfar vita !”
“hvar er Alexa annars” spurði Lucia og leit í kring um sig
“Við vitum það ekki” sagði Emanuelle
“Eða við héldum að hún væri með þér”sagði Erika “hún bara hvarf eftir varnir gegn myrku öflunum…eina stundina mar hún með okkur og aðra stundina var hún horfin”
“Éh-ég er allavega farin að sooofa,” geispaði Emanuelle “og ef að Alexa verður ekki komin í leitirnar á morgun þá látum við McGonagall vita”

Emanuelle átti erfitt með að sofna. Hún horfði á mánnan rísa í gegn um rifu á tjöldunum og fylgdist með því hvernig dimmt herbergið fylltist af tunglsskini, allt í einu náði einn geislinn undir rúmið hennar Alexu þar sá Emanuelle augu.
Ómannleg augu, gul augu.


svo bara koma með álit…!
I wanna see you SMILE!