Hérna kemur annar kafli af Ljósinu, fyrsta hluta af þríleik sem heitir eitthvað sem ég veit ekki hvað heitir.

En… svo má alveg segja mér hvort þetta sé algjör hörmung eður ei… ekki vandamálið:D


2. kafli

18. desember 1985

Caitlin vaknaði vel út sofin, enda fyrsta sinn í langan tíma sem hún hafði fengið að sofa í rúmi. Hún heyrði lágværar raddir úr stofunni, Severusar og einhvers annars, ungur maður greinilega.
“Viltu fara út!” heyrði hún Severus segja með annari röddu en hún hafði heyrt kvöldið áður. Nú var hún grimmdarleg.
“Þú þarft að skýra margt út,” sagði maðurinn.
“Remus, ég get ekki skýrt neitt út fyrir þér!”
“Jæja,” sagði Remus með vanþókknun í rödd. “Ertu viss?”
“Já,” sagði Severus. “Viltu gjöra svo vel að fara?”
“Severus, þú hefur ekki farið út af Hogwartssvæðinu af einhverju viti í fimm ár,” sagði Remus háðslega.
“Af góðum ástæðum,” sagði Severus kuldalega.
“Jæja, hverjar eru þessar góðu ástæður,” spurði Remus kuldalega. “Er það nokkuð út af sumu sem ég vil fá útskýringu fyrir?”
“Hvað á ég að útskýra?”
“Til dæmis þá staðreynd að merki er sjáanlegt á hendinni þinni,” sagði Remus og gaut augum á vinstri hönd hans þar sem merki var sjáanlegt, ljós brúnt en sjáanlegt á fölri hönd hans. “Útskýrðu þetta.”
“Þú veist hvað þetta þýðir Remus,” sagði Severus. “En þú veist ekki söguna.”
“Þú gekkst í lið við Voldemort þegar þú varst nýbúinn með skólann, það veit ég.”
“Hvað veistu meira?” spurði Severus kuldalega, bitur yfir þeirri staðreynd að þetta var satt og vonaði að Caitlin væri enn sofandi.
“Ég veit að þú átti aðild að morðinu á Greenberg fjölskyldunni.”
Caitlin tók fyrir munninn en dró svo sængina að sér hægt og hljóðlega og gerði sig eins fyrirferðalitla og mögulegt var. Hún heyrði einhvern setjast þungt í einn hægindastólinn, sem var auðheyranlegt því það brakaði mikið í gormunum.
“Þú veist ekki…” heyrði hún Severus byrja að segja. Hann var greinilega í uppnámi.
“Ég veit það,” sagði Remus hæðnislega. “En af hverju varstu að taka þátt í því að pynta og myrða heila mugga fjölskyldu?”
“Ég vil helst gleyma þessu,” hvíslaði Severus, svo lágt að Caitlin átti erfitt með að heyra það sem hann sagði.
“Af hverju ertu ekki í Azkaban?” spurði Remus hljóðlega en þó var biturð í rödd hans.
Caitlin dró að sér sængina og tók fyrir eyrun. Hún vildi ekki heyra meira en fyrir utan herbergið hennar héldu samræðurnar áfram.
“Dumbledore…”
“Hvað með Dumbledore?”
“Ég var njósnari Dumbledores á þessum tíma,” sagði Severus. Remus gat ekki leynt undrun sinni. “Það vita það mjög fáir, ekki einu sinni allir í Fönixreglunni.”
Það var þögn, Caitlin vissi ekki hvað hafði gerst, en hún heyrði fótatak.
“Ég veit ekki hvort ég á að trúa þér, Severus, en eitt er víst að þú áttir aldrei að taka þátt í þessu,” sagði Remus hljóðlega. “Af hverju tókstu þátt í þessu?”
“Þú veist ekki hvaða afl Myrkri herrann hafði á þessum tíma,” hvíslaði Severus. “Ég væri ekki á lífi ef ég hefði ekki gert svona hluti.”
“Það er þó betra að vera dauður en að þurfa að lifa með svona á samviskunni,” hvíslaði Remus reiðilega.
“Af hverju er þér sama um mig?” spurði Severus. “Þér hefur aldrei verið sama um mig!”
“Þú ert manneskja,” sagði Remus einfaldlega.
“Til hvers komstu hingað?” stundi Severus.
Caitlin tók af sér sængina og beið eftir svari, en Remus sagði ekki neitt. Það eina sem heyrðist var lítið plopp og svo andvarp. Remus var greinilega farinn, þó að Caitlin átti erfitt með að finna út hvernig. Hún hafði ekki heyrt neinn hurðarskell. Caitlin steig varlega út úr rúminu og klæddi sig og opnaði dyrnar varlega og sá þá Severus sitjandi í öðrum hægindastólnum, fullklæddann með lokuð augu. Hún varð að komast héðan út. Hann var morðingi.
“Caitlin,” sagði hann snögglega. “Hvert ertu að fara?”
Hann opnaði augun og sá hræðslusvipinn sem skein úr andliti hennar. Hann gerði sér grein fyrir að hún hafið heyrt allt. Hún var að klæða sig í skóna og var komin í kápuna. Severus sveiflaði sprotanum sínum þannig að hurðin var læst. Hún var lokuð inni í þessari íbúð, með manni sem sagðist vera galdramaður og var moringi. Caitlin vissi ekki hvað átti að gera þannig að hún ákvað að hamast bara á hurðinni, vitandi þess að dyrin mundi ekki opnast.
“Þú getur ekki opnað þessa dyr,” sagði Severus þreytulega og stóð upp. “Ég veit hvað þú heyrðir en þú veist ekki söguna.”
“Þú… þú ert morðingi!” hvíslaði Caitlin. “Þú ætlar að drepa mig!”
“Nei,” sagði Severus einfaldlega. “Ég hef enga ástæðu til þess að drepa þig. Þú veist ekki allt.”
“Af hverju…”. Caitlin starði á hann undrandi. “En af hverju… hvað var þessi maður að segja?”
“Þetta er gamall skólafélagi sem ég hef ekki hitt í mörg ár, sem betur fer.”
“Ég var ekki að spurja hver hann væri!” öskraði Caitlin á hann. “Það sem hann var að segja… að þú værir… morðingi. Dræpir “mugga”!”
“Róaðu þig nú eins niður, Caitlin,” bað Severus hana rólega. “Þetta er kannski mikið áfall fyrir þig, en ég er morðingi. Ég hef þurft að drepa fólk og pynta. Það var eitt af því sem ég þurfti að gera… til þess að halda lífi.”
Caitlin heyrði depurð og biturð í rödd hans. Augu hans glömpuðu. Caitlin gat ekki séð hvort það væri vegna hræðslu eða ánægju.
“Það er svo margt sem þú getur ekki skilið,” sagði Severus hljóðlega.
“Hvað get ég ekki skilið!” hvíslaði Caitlin. Severus fylgdist með tárum renna niður kinnar hennar. “Gerðu það, hleyptu mér út!”
“Nei, ég ætla ekki að opna dyrnar fyrr en ég er búin að segja þér svolítið.”
“Segðu mér það þá!” hvíslaði Caitlin í gegnum tárin.
“Sestu.”
Þetta var skipun, ekki beðni. Caitlin þorði ekki annað en að hlýða.
“Hvað ætlarðu að segja mér?” spurði hún hljóðlega og reyndi að hemja tárin og minna sig á að vera yfirveguð. Þykjast vera sterk. Þykjast vera önnur en hún var. Það virkaði alltaf þegar hún lenti í svona aðstöðum.
“Fyrir nokkrum árum var galdramaður sem við nefnum ekki á nafn. Hann var sá máttugasti sem hefur nokkru sinni andað hér á jörð sem hefur notað krafta sína til ills. Hann vildi útrýma muggum og þeim sem voru galdramenn komnir af muggum. Margir voru sammála honum og hann safnaði saman liði sem kölluðust dráparar. Þeir frömdu myrkraverk fyrir Hann. Ég gerðist svo vitlaus að ganga til liðs við hann.”
“Þú ert sem sagt á móti muggum?” spurði Caitlin, sem reyndi að vera yfirveguð og skynsöm. Severus sá strax í gegnum hana; hún var að deyja úr hræðslu og hjarta hennar sló á við hjarta kanínu.
“Það er erfitt að segja,” hvíslaði Severus.
“Ertu á móti mér?” hvíslaði hún á móti.
“Sýnist þér það?”
Caitlin hristi hausinn og reyndi að keista fram bros.
“Ég sá hvað ég hafði gert,” byrjaði Severus. “Ég fór til þess sem ég vissi að Hann hræddist. Ég fór til Dumbledores. Hann bað mig um að njósna um Hann. Ég þurfti að læra flókna list til þess að geta gert það. Þið muggarnir kallið það hugsanalestur, en við köllum það hugsælni og hughrindinu. Ég var svikarinn í hópnum. Ég lak upplýsingum. Ég sveik Hann.”
Caitlin horfði á hann um stund.
“Ég veit ekki hvort ég get treyst þér,” sagið hún og stóð upp. Hún var nú örugg með sig, hann gat ekki haldið henni, sama hvað hann reyndi.
“Treystu mér,” bað hann og stóð upp og gekk í hægum skrefum til hennar. Hann staðnæmdist næstum alveg upp að henni.
“Ég veit ekki hvort ég get treyst þér,” sagði Caitlin. Hún vissi hverjar tilfinningar hennar í garð Severusar voru, hún fann að þessar tilfinningar voru gagnkvæmar. Hann strauk kinn hennar létt.
“Treystirðu mér?” spurði hann aftur.
Caitlin hélt að það væri ekki hægt að vera nær honum. Varir þeirra snertust um stundar sakir.
“Já,” sagði Caitlin þegar hún varð loks fær um að tala. “Ég treysti þér.
- - - - - - - - - —- -
Dagarnir liðu fljótt. Severus bað Caitlin um að vera hjá sér um jólin, sem hún svaraði játandi. Hrifning hennar í garð Severusar fór stig vaxandi og hún fann að sú hrifning var gagnkvæm.
“Severus?” spurði Caitlin Severus eitt kvöldið þrem dögum fyrir aðfangadag.
“Já?” Severus var að fara yfir verkefni fyrir skólann svo að hann var örlítið önnum kafinn. Caitlin hafði varið síðustu dögum í að grúska í bókunum hans, sem voru henni ærleg skemmtun en hún hafði því miður engin not á því.
“Ég var að spá,” byrjaði Caitlin vandræðalega, “hvort við gætum farið í göngutúr?”
Severus leit á hana með aðdáun. Það væru ekki allir sem mundu þora að spurja.
“Ég skil ef þú ert önnum kafinn…”
“Það væri gaman!” sagði Severus bara og brosti. “Komdu, við höfum gott af því að fara smávegis út.
“Fínt!” sagði Caitlin og brosti. Hún stóð upp og byrjaði að klæða sig í skóna. Severus töfraði fram vetrarskikkjuna sína upp úr kistu sem hann hafði náð að troða inn í litlu íbúðina. Caitlin horfði á skikkjuna.
“Svalt,” sagði hún og mændi á skikkjuna. “Hvar getur maður fengið svona skikkjur?”
“Bara hér og þar,” ansaði Severus sem nennti ekki að gefa henni greina gott svar.
“Komdu,” sagði Caitlin og tók í höndina hans.
Þau löbbuðu inn í skóginn þar sem þau höfðu fyrst hist og leiddust.
“Þegar ég sá þig fyrst þarna undir klettinum þarna hélt ég að þú værir engill,” hvíslaði Severus að henni.
“Láttu ekki svona,” sagði Caitlin og ýtti örlítið við honum. “Hvað er þarna uppi?”
“Ég veit það ekki,” sagði Severus. “Ætli það sé ekki snjór.”
“Eigum við að athuga?” spurði Caitlin og brosti.
“Þorirðu?” spurði Severus stríðnislega og brosti.
“Æi, þegiðu,” sagði Caitlin og kyssti hann létt á kinnina.
“Þú um það,” sagði Severus og brosti. “Viltu sjá hvað er þarna?”
Hún sagði ekki neitt heldur byrjaði að labba að klettinum.
“Þú kemst ekki svona upp,” sagði Severus. “Það þýðir ekkert að reyna að klífa upp klettinn svona. Farðu frekar lengri leiðina.”
Hann bennti henni á brekku í örlítillri fjarlægð frá klettinum.
“Ef þú labbar þangað upp ættirðu að komast upp á þessa klettasillu,” sagði Severus.
“Komdu þá, ræfillinn þinn,” Caitlin brosti til hans glettnislega og byrjaði að hlaupa að brekkunni.
“Hvern kallar þú ræfil?” kallaði Severus á eftir henni og byrjaði að hlaupa til hennar. Caitlin faldi sig á bak við tré og byrjaði að hlæja.
“Þig!” sagði hún svo og stökk fram og kastaði snjóbolta í hann.
“Svo að þú segir það!” sagði Severus og dró fram sprotann sinn. “Rictusempra!”
“Hættu þessu!” sagði Caitlin sem engdist á jörðinni af hlátri. “Æi, láttu þetta hætta, annars…”
“Annars hvað?”
“Finito,” sagði Severus og hún stóð upp og labbaði til hans.
“Þetta-gerir-þú-aldre-aftur,” sagði hún og kyssti hann innilega.
“Þá veit ég það,” sagði Severus. “Ætlaðir þú ekki í fjallgöngu?”
“Jú,” sagði hún og byrjaði að labba upp brattann með Severus á hælunum.
uppi á hæðinni.
“Jæja,” sagði Caitin loks þegar þau voru búin að klífa brekkuna. “Hvernig gat ég hugsanlega dottið héðan frá?”
Útsýnið var fagurt, yfir skóginn og svo hús í fjarska.
“Þú hefur dottið þaðan frá,” sagði Severus og bennti henni á brún. “En af hverju?”
“Ég veit það ekki,” sagði Caitlin við sjálfa sig. “Það ætti ekki hugsanlega að vera hægt.”
Severus tók utan um hana og þau horfðu á útsýnið um stund.
“Severus,” spurði Caitlin loks.
“Já, Caitlin.”
“Hvert ferðu eftir jólin?”
“Til Hogwarts þar sem ég er að kenna.”
“Fæ ég einhverntímann að sjá þig aftur?”
Severus svaraði ekki strax. Hann vildi ekki svara, því að hann vissi að þetta mætti ekki ganga mikið lengra. Hann mætti ekki verða ástfanginn, ef hinn Myrkri herra mundi snúa aftur, þá yrði hann berskjaldaður.
Hreyfing fyrir aftan þau gerðu þeim bylt við.
“Hvað var þetta?” hvíslaði Caitlin.
“Bíddu,” sagði Severus og gekk að stein, þar sem hljóðið virtist koma frá.
“S-E-V-E-R-U-S!” öskraði Caitlin allt í einu. Severus snéri sér við og sá þá náföla manneskju halda utan um Caitlin.


fantasia