~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Fyrsti kafli
Kirkjuklukkurnar minntu Harry óþægilega mikið á jarðaför Siriusar.
Nú voru liðin sex ár síðan hann dó en Harry vildi samt ekki tala um hann.
En nú hringdu klukkurnar í allt öðrum tilgangi. Organistinn var sestur við orgelið og var byrjaður á brúðarmarsinum og hún gekk inn ganginn milli sætanna. Harry hitnaði þegar hann horfði á hana og hjartað tók kipp þegar hann hugsaði til þess að eftir nokkra klukkutíma yrði hún löglega hans. Augu þeirra mættust þegar þau snéru sér að prestinum. Hann var byrjaður að þylja en Harry nennti ekki að hlusta á hann, hann var upptekinn við að horfa á hana. Ron sem var svaramaður horfði á hann og hafði aldrei séð hann svona hamingjusaman og þegar hann horfði hana. Presturinn snéri sér að þeim.
“Vilt þú, Virginia Weasley, ganga að eiga Harry Potter, elska hann og virða í blíðu og stríðu þar til dauðinn skilur ykkur að?”
Hún horfði djúpt í augu Harrys þegar hún sagði fallegasta orð sem hann hafði heyrt:
“Já”
Presturinn leit á Harry.
“Vilt þú, Harry James Potter, ganga að eiga Virginiu Weasley, elska hana og virða í blíðu og stríðu þar til dauðinn skilur ykkur að?”
“Já”
Veislan var haldin í Hroðagerði þar sem Harry og Ginny höfðu búið undanfarin þrjú ár á meðan Harry var í skyggnanámi. Hann hafði útskrifast síðasta vor og hafði verið að vinna hjá Galdramálaráðuneytinu síðan þá. Cornelius hafði sagt upp sem galdramálaráðherra þegar hann fékk hvítrófu í eyrað á fundi. Það hafði vareð erfitt að fylla í embættið þar sem Dumbledore neitaði algjörlega að taka við. Að lokum hafði Lupin tekið við en það var í fyrsta sinn sem varúlfur gengdi stöðu Galdramálaráðherra.
Lupin var auðvitað í veislunni. Hann og Tonks sátu niðursokkin í samræður um líklega endurkomu Voldemorts þar sem það var ekki Harry sem drap hann. Við borðsendann sat Hermione sem hafði sérstaklega flogið frá Búlgaríu til að vera í brúðkaupinu upptekin við það að mata þriggja ára tvíburastrákana sína, afleiðingar “slyssins” sem hún lenti í þegar hún fór til Búlgaríu að hitta Viktor. Við hliðina á henni sat Skröggur Illauga að kenna strákunum að bera kennsl á eitur í drykk við lítinn áhuga. Það eina sem þeir vildu var að skoða bláa augað og skarðið í nefinu. Þer enduðu á því að pota augað úr sem flaug í glæsilegum boga og lenti á glæsilegu þriggja hæða brúðartertunni við litla hrifningu frú Weasley sem hafði lagt stolt sitt í það að hafa kökuna sem glæsilegasta. Skröggur afhenti Hermione syni sína aftur með þeim orðum að þeir væru ekki mjög efnilegir skyggnar. Kannski lægi Quidditch betur fyrir þeim eins og föður þeirra. Ron flissaði, honum fannst alltaf gaman að hlusta á fólk gera grín að Viktori. Hann hafði sjálfur ekki efni á að gera grín að Quidditchleikmönnum. Eftir að hafa verið fyrirliði í Quidditchliði Gryffindor í tvö ár hafði hann fengið stöðu gæslumanns hjá Chudley rakettunum. Liðið var nú komið í þriðja sæti í deildinni og viðræður stöðu yfir við Quidditchlið Bretlands en Ron trúði Harry fyrir því að hann vildi heldur leika með hetjunum sínum. Arthur og Molly Weasley sátu við hliðina á Harry og Ginny. Molly var í óðaönn að bjóða gestunum meira að borða og drekka. Ginny hafði látið undan þrábeiðnum móður sinnar um að fá að sjá um veisluna. Allir virtust skemmta sér vel fyrir utan einmana veru sem sat úti í horni….
Veislan var búin og allir farnir heim, jafnvel frú Weasley sem vldi endilega vera eftir og hjálpa til við uppvaskið en var dregin í burtu af eiginmanni sínum.
“Þau hafa ábyggilega merkilegri hluti að gera heldur en að vaska upp, Molly.”
Harry var kominn upp í rúm og Ginny var að hátta sig. Þau höfðu breytt Hroðagerði mikið síðan þau fluttu inn. Öllu dökku og hrollvekjandi hafði verið verið fleygt út, jafnvel veggfóður rifið af veggjum. Það hafði kostað mörg álög að ná portrettinu af mömmu Siriusar niður af veggnum en það tókst þótt margir hefðu gefist upp og labbað í burtu þegar hún jós yfir þá svívirðingum sem urðu æ kraftmeiri eftir því sem húm losnaði meira. Allt eldhúsið hafði verið tekið í gegn og Harry fengið vini sína í Veðrastofnuninni í Galdramálaráðumeytinu til að setja upp glugga með svipuðum álögum og voru á loftinu á Stóra salnum þ.e. þeir endurspegluðu veðrið úti. Svefnherbegi Ginnyjar og Harrys hafði verið tekið algjörlega í gegn og var óþekkjanlegt. Það eina sem Harry og Ginny voru ekki viss um var hvað ætti að gera við öll þessi herbergi. Fred og George voru óþreytandi á því að stríða Harry og Ginny, þeir sögðu að þau yrðu bara að eignast nógu marga krakka til að fylla upp í þessi herbergi. Ginny hafði bara hlegið hæðnislega og hent í þá handfylli af tröllatungukaramellum sem þeir höfðu laumað í nammiskálina.
En nú voru þau ein í húsinu.
“Aldrei datt mér í hug að þú værir svona klár í að svara bræðrum þínum Ginny”
Ginny flissaði og lagiðst við hliðina á Harry.
“Það er margt sem þú veist ekki um mig Harry Potter”
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,