Englar fella líka tár
1.kafli, Upphafið.
“Þú getur ekki gert þetta!” Angelica Boomslang æpti á manninn sem hún hafði eitt sinn talið sig elska.
Af hverju var mamma að öskra á fallega manninn?
“Hún er dóttir mín líka Angelica.” Rödd Lucius’ar var kuldaleg
Hvað er maðurinn að tala um. Ég er hrædd.
“Og ég er kominn til að ná í hana, dóttir mín á betra skilið en að allast upp í ehhh, lítilli íbúð. Í sambúð með Mugga!”
Af hverju leit hann svona illilega á John vin mömmu?
“Ég stoppa það!”
Af hverju dró mamma upp galdrasprota eins og í öllum ævintýrunum sem hún sagði henni á kvöldin?
“Avada Kedavra!”
Vá, hvað þetta var fallegt, grænt ljós, en af hverju lá John á gólfinu
“Hún kemur með mér.”
Nú gekk fallegi maðurinn til hennar. Hvað ætlaði hann að gera. Og af hverju var hann líka með galdrasprota, voru þau að leika sér. Kannski mátti hún líka.
Lucius fór niður á hnén til að vera í sömu hæð og dóttir sín, dóttir sem hafði tekið hann 3 ár að finna! 3 ár og hann ætlaði ekki að missa hana. Hún var mikilvæg í baráttunni, og Draco átti að kynnast systur sinni.
“Hæ Gabrielle. Veistu hver ég er?” spurði ljóshærði maðurinn.
“Nei” Gabrielle horfði undrandi á þennan ókunnuga en fallega mann. Hann minnti hana á prinsinn í ævintýrunum.
“Ég er pabbi þinn. Og nú ætlum við að koma heim, allt í lagi?”
“Erum við að fara í ferðalag?” breitt bros færðist yfir andlit hinnar þriggja ára gömlu Gabrielle og hún hljóp til móður sinnar sem lá uppvið vegginn og starði á manninn.
“Mamma! Við ætlum í ferðalag. Komdu!”
Nú gekk maðurinn aftur til hennar, en hann var reiðilegur.
Af hverju var hann reiður?
“Mamma ætlar ekki með Gabrielle, nú skaltu kveðja hana því þetta verður langt ferðalag.”
Hann leit á Angelicu og hún sá það í augum hans hún fengi dóttur sína ekki aftur með góðu, og jafnvel ekki með illu.
“Má ég vera ein með henni í smá stund?” Angelica snökti og leit á Lucius grátbólgnum augum.
“Nei, ég skal snúa mér undan fyrst svona stendur á, en þú verður ekki ein með henni.”
Lucius sneri sér undan. Það eina góða sem hann hefur gert mér og ég er þakklát honum fyrir það hugsaði Angelica um leið og hengdi fallegt kristalshálsmen um háls dóttur sinnar og faldi það undir fötum hennar. Svo tók hún utan um hana og grét um leið og hún hvíslaði eins lágt og hún gat í eyra hennar.
“Gabrielle, nú þarf þú að vera dugleg stelpa. Mjög dugleg. Mamma lét þig fá lykilinn af dósinni, en þú mátt aldrei láta neinn sjá hann eða fá hann. Skilurðu það?” Gabrielle kinkaði kolli og horfði stórum, björtum augum á móður sína. “Hérna er taskan þín, og í henni eru bangsarnir þínir, mynd af mömmu, dagbókin mín og eggið. Aldrei sýna neinum eggið né myndina. Allt í lagi? Það er í leynihólfinu á kistlinum. Kistillinn er vel falinn svo jafnvel faðir þinn finnur hann ekki.” Hún faðmaði dóttur sýna í það sem gæti verið seinasta skipti og horfði grátandi á það þegar Lucius gekk á brott með dóttur hennar á undan sér. Hún var ekki nógu sterk til að sigra hann. En hún skildi ná Gabrielle aftur! Hún skildi! Angelica stóð á fætur og gekk að John, það var óþarfi að hlaupa. Hún vissi það þegar. Lucius hafði drepið hann. Hún velti fyrir sér af hverju hann hafði ekki drepið hana líka. En hún vissi svarið þegar, Lucius hafði unun af að kvelja og pína. Ekki myndi hún kveljast við dótturmissinn ef hún væri látin væri það?
7. árum seinna…
Gabrielle settist upp í rúminu og geispaði, sólin glampaði inn um gluggana á herberginu hennar. Hún dró tjöldin frá stórri himinsænginni og stóð á fætur. Hún leit á stóra standklukkuna inní herberginu sínu. Allir voru sofandi nema hún. Skrítið, venjulega er pabbi “kemur þér ekki við” þegar ég vakna…
Hún gekk að fataskápnum sínum og valdri sér skikkju. Hún valdi eina fagurbláa sem passaði við augun í henni. Valdi sér svo skó, hvítir, pössuðu við hárið á henni. Það sást greinilega hún var dóttir Luciusar Malfoy, Gabrielle hafði erft ljósa hárið frá honum. Hún læddist fram eftir að hafa sett hárið á sér upp og ákvað að fara niður og lesa bók. Það var enn klukkutími í sameiginlegan morgunverð fjölskyldunnar. Hún gekk fram á gang, hún og Draco höfðu heila álmu á herrasetrinu fyrir sig. Hún tiplaði á tám þegar hún fór framhjá herbergi Draco, hann var jafn gamall og hún, uppá dag, en hún hafði verið fyrirburi og fæðst 12 vikum fyrir tímann. Svo það var ekki alveg að marka, þau voru samt oft kölluð tvíburar vegna þess hve lík þau voru og svo vegna þess þau höfðu fæðst á sama deginum. Hún var komin. Hún opnaði stóra hurðina á bókasafni þeirra og gekk inn. Mig langar að lesa… Gabrielle hugsaði sig lengi um. Ég veit, Ævintýri. Mig langar að lesa ævintýri. Gabrielle gekk að einni stóru hillunni og teygði sig í stóra bók í um miðri hillunni. Vá nú vantar mig Amöndu. Hún nær alltaf í bækur fyrir mig. Hvar ætli Amanda sé annars. Venjulega er hún að fara byrja taka til morgunmat á þessum tíma
Gabrielle hætti að hugsa um þetta og settist í mjúkan sófann. Hún var djúpt sokkin niður í ævintýrið þegar hún heyrði skyndilega bank á rúðunni. Ugla? Hún leit upp og sá stóra uglu banka á gluggann, bréf af hverju núna? Uglurnar áttu að fara með allan póst í mótökuherbergið til Alfreds. Hún gekk að glugganum og opnaði hann, uglan, stór falleg snæugla, flaug inn og sleppti tveimur bréfum á borðið áður en hún flaug aftur út. Gabrielle hálf hljóp að borðinu, annað bréfið var til hennar, hitt til Draco.
Hún flýtti sér að snúa bréfinu við, við henni blasti skjaldamerki Hogwartsskóla.
Skyndilega slær stóra veggklukkan og Gabrielle flýtir sér að ganga frá bókinni til að vera ekki og sein í matartíma. Hún grípur bréfin á leiðinni útúr herberginu. Hún og Draco koma nær samstundis í borðstofuna.
“Bréfin eru komin.” Gabrielle er sallaróleg, þau höfðu alltaf vitað þau kæmust inn svo hversvegna vera með læti.
“Þá förum við í Skástræti í dag.” Narcissa var glaðleg, aldrei þessu vant. Venjulega var hún mjög fýld á svip en Gabrielle þótti vænt um hana. Hún var eina móðirin sem hún mundi eftir að hafa átt.
Þau luku málsverðinum í þögn.
Seinna um daginn er þau voru í Skástræti dróst Gabrielle aðeins aftur úr Draco því hann labbaði alltof hratt að hennar mati. Hann var pirraður því einu sinni enn höfðu þau verið tekin sem tvíburar. Hún hljóp hann uppi.
“Hvað er eiginlega hlaupið í þig?” Gabrielle hafði aldrei áður séð hann haga sér svona. “Hvað hef ég gert þér? Það er eins og þú skammist þín fyrir það þegar fólk heldur við séum tvíburar. Ég er systir þín og þú getur ekki breytt því!” Gabrielle var með tárin í augunum.
Draco sneri sér snöggt við og sagði við hana setningu sem hún ætti aldrei eftir að fyrirgefa honum, “mamma þín var góð. Góð! Heyrirðu það. Hún var G. Ó. Ð! Heldurðu ég vilji vera tvíburi þess sem á móður sem berst gegn illu!?”
Jammz…spuni sem ég dundaði mér við um daginn en ætlaði að sleppa senda inn…Fantasia sagði samt hann væri flottur svo ég ákvað skella inn kafla…vitiði um betra nafn?