Hér ætla ég að koma með annan spuna. Nei, þetta verður ekki um Harry Potter eða einhverja aðra persónu, sem fer í Hogwarts og allt í góðum málum. Þessi spuni gerist á milli tveggja persóna, annarar sem er komin frá Rowling en hin er algjörlega mín sköpun.
Þessi spuni veðrur svona þríleikur og fyrsti hluti þríleiksins heitir Ljósið (dramatískt, já, en þetta er líka drama í botn). Hver hluti verður um það bil fimm kaflar.
Athugið: Spunarnir hjá mér verða svona þegar ég horfi of mikið á Moulin Rouge! Svo, þetta er Drama í botn! Eða verður…
Ljósið
1. kafli
17. desember 1985
Severus Snape var á gangi í skóg, skammt frá London. Hann hafði fengið leyfi frá Dumbledore til þess að fara af Hogwarts-svæðinu. Það var ekki oft sem hann gat farið út úr Hogwarts.
“Hjálp!” hrópaði kvenmannsrödd, ekki langt frá. Severus labbaði í áttina þar sem hljóðið átti upptök sín og leit í kringum sig. Kona lá meðvitundarlaus á jörðinni, fyrir framan klett. Snjórinn undir klettinum hafði bjargað henni en hún virtist þrátt fyrir þaðvera töluvert slösuð. Hárið hennar var rautt og liðað og hún var í grænni kápu. Severus hljóp til hennar þar sem hún lá meðvitundarlaus á blautri jörðinni.
“Heyrirðu í mér?” spurði Severus skörpum og kuldalegum rómi, sama tón og hann notaði á krakkana í skólanum. Hann leit á hana þar sem hún lá meðvitundarlaus og gat ekki annað en breytt tóninum, sem varð blíðlegri, allt öðruvísi. “Heyrirðu í mér?”
Þar sem andlitið hennar lá ofan í snjónum snéri hann henni við. Það voru djúpar rispur eftir klór, kannski eftir mann en þó gæti verið að köttur hefði gert þetta og á enninu var djúp rispa sem blóð lak úr. Hann fálmaði eftir einhverju í skikkjuvasanum og tók loks upp litla flösku með appelsínugulum vökva. Severus kraup á jörðina og þurrkaði blóðið frá enninu með skikkjuerminni. Hann tók tappann af og leyfði gufunni að stíga upp svo að konan byrjaði að anda þessu að sér.
“Hver ertu?” spurið hún og brosti þegar hún opnaði rankaði við sér. “Hvað gerðist? Af hverju er ég hérna.”
“Þú dast fram af klettinum,” sagði Severus. “Geturðu staðið?”
“Af hverju datt ég af klettinum?” spurði hún en ansaði ekki spurningunni hans.
“Ég veit það ekki, þú öskraðir á hjálp og næsta sem ég sá varst þú, stórslösuð á jörðinni. Áttu í einhver hús að vernda?” Severus gaut augum á hana, þar sem hún var frekar tötralega klædd, en þó snyrtilega.
“Nei, ég er frá Írlandi og á enga ættingja hérna, þú hefur kannski tekið eftir hreimnum,” hún brosti. “Hvað heitirðu? Og takk fyrir að hjálpa mér, það var mjög fallega gert af þér.”
“Severus Snape,” sagði Severus og brosti. Það var ekki oft sem honum var hrósað, sérstaklega núna. “Hvar verðurðu í nótt?”
Hún yppti öxlum og brosti. Severus rétti henni höndina og hjálpaði henni upp.
“Veit ekki,” sagði Caitlin. “Ætli ég sef ekki einhversstaðar þar sem er lítill snjór, ég veit ekki.”
Caitlin brosti til hans og Severus brosti á móti.
“Æi, mér finnst ég ætti að bjóða þér upp á kaffi eða eitthvað, en því miður er ég staurblönk. Eins og venjulega.”
“Þetta er allt í lagi,” sagði Severus. “Ég á heima hérna rétt hjá, ef þú hefur áhuga að koma inn í kaffi?”
“Auðvitað!” sagði Caitlin og brosti. “Reyndar fæ ég smá samviskubit, það er ég sem á að bjóða þér í kaffi!”
“Þetta er ekkert vandamál, eh?”
“Caitlin eða bara Cait ef þú vilt.”
“Caitlin,” sagði Severus við sjálfan sig og brosti.
Þau löbbuðu þögul úr skóginum, hlið við hlið. Margar hugsanir fóru framhjá Severusi en þær enduðu alltaf á Caitlin, hversu falleg hún var, hversu indæl, þó að hún væri muggi.
“Það er hérna,” Severus bennti á gamla blokk. Severus sýndi henni húsið sem var gamalt og gert úr múrsteinum. Íbúðin hans var í kjallaranum, lítil. Hann hafði ekki komið þangað í nokkur ár en hún var vel falin. Restin af fólkinu sem bjó í húsinu hélt að þetta væri bara geymsla og voru ekki að hrista sig upp við það að hún væri alltaf lokuð. Hann sveiflaði sprotanum sínum örlítið þannig að dyrnar opnuðust, en sem betur fer var Caitlin ekki að fylgjast með. “Þetta er ósköp lítið, en ætti þó að nægja.”
“Æðislegt!” sagði Caitlin þegar hún kom inn kjallaraíbúðina. Hún var full að bókum, myndum af galdratáknum, krukkum með hinum ýmsu efnum og litlum seiðpottum. “Hvar færðu allt þetta dót?”
Severus hugsaði sig um í smá stund á meðan Caitlin litaðist um íbúðina og tók fram ýmsa galdrahluti.
“Ertu mikið fyrir að galdra? Ég meina, þetta er bara frábærir hlutir sem þú ert með!”
“Já, það má eiginlega segja það,” sagði Severus. Ætti hann að segja henni það? “Hvað viltu? Kaffi? Te?”
“Hmm.. hvernig te ertu með?” spurði Caitlin og hlammaði sér niður í hægindastól og horfði á Severus sýsla í eldhúsinu, sem var eiginlega í stofunni.
“Hvaða te sem þú vilt,” sagði Severus og brosti. “Allt er til í þessu húsi.”
“Íbúð,” leiðrétti Caitlin, “hmm… ertu með sveskjute?”
“Já,” sagði Severus. “En vonandi ertu að grínast.”
“Já, reyndar,” Caitlin brosti þessu fallega brosi, því brosi átti Severus aldrei eftir að gleyma. “Bara venjulegt með sítrónu.”
“Ekki málið,” sagði Severus og sveiflaði sprotanum smávegis þannig að Caitlin sá ekki til. “Teið kemur eftir smá stund.”
“Gaman að sjá einhvern karlmann sem kann til í eldhúsinu.”
“Maður verður að kunna sitt.”
“Ertu nokkuð með sjónvarp?” spurði Caitlin og leit í kringum sig.
“Ehh,” sagði Severus sem vissi ekki almennilega um hvað hún var að tala. “Nei.”
“Sniðugt,” sagði Caitlin. “En hvað gerirðu? Ertu í skóla eða hvað?”
Severus vissi núna ekki hvað hann ætti að segja. Caitlin er muggi, hugsaði hann með sér.
“Veistu,” sagði Severus svolítið áttavilltur, “ég er ekki að gera neitt sérstakt núna.”
Teið var tilbúið svo að hann rölti með bollana til Caitlinar.
“Gjörðu svo vel.”
“Veistu, þú ert æðislegur!” Caitlin brosti um leið og hún blés aðeins á teið svo að það kólnaði.
Severus var við það að roðna, en lét samt sem ekkert væri.
“Hvað er að?” spurði hún svo eftir stund. “Er það eitthvað sem ég hef sagt.”
“Nei,” sagði Severus. “Hérna, hvar ætlarðu að sofa í nótt? Ég meina, það er frekar kalt úti og þannig. Þú mátt vera hérna ef þú vilt.”
“Nei, veistu, ég vil ekkert vera að troða mér upp á þig. Þú hefur ábyggilega nóg með þitt.”
“Caitlin, það væri ekkert sjálfsagðara, enda mjög kalt úti,” sagði Severus og mældi hana út. Hún var fallega vaxin, mjög eðlileg. Fínlegt andlit sem passaði alveg við liðaða hárið. Græn kápan fór vel við hárið. Í augum Severusar var hún fallegasta kona á jarðríki. “Viltu ekki fara úr kápunni?”
“Jú, það væri vel þegið,” Caitlin brosti. “Ég er bara svo vön að vera í henni, hlý og góð, þú skilur.”
Severus kinkaði kolli og tók við jakkanum og setti hann á kommóðu.
“Heyrðu, Severus, af hverju ertu með svona mikið galdradót hérna?” Caitlin var greinilega ekki að gleyma í hvaða umhverfi sem hún var í.
“Æi, það er svolítið erfitt að útskýra,” byrjaði Severus vandræðalega.
“Hvað, það er ekki eins og þú sért galdramaður!” sagði Caitlin glaðlega og hló örlítið.
Severus leit á hana og kinkaði kolli.
“Ó,” sagði hún og leit vandræðalega á hann. “Hvernig þá?”
Severus fékk sér sopa af teinu.
“Það eru til galdramenn og muggar. Galdramenn fara í svona sérstakan skóla að læra að galdra og við reynum að halda okkar heimi leyndum fyrir ykkur, tekst svona nokkurn veginn. Skrýtið ekki satt,” sagði Severus og brosti vandræðalega.
“Núna hlýturðu að vera að grínast,” sagði Caitlin. Hún varð að viðurkenna fyrir sér að hún var örlítið smeyk við þennan mann. “Hvernig er það hægt?”
“Má bjóða þér öðruvísi te?” spurði Severus upp úr þurru.
“Jarðaberja,” sagði Caitlin einfaldlega. “Af hverju.”
“Smakkaðu teið þitt núna,” sagði Severus hljóðlega.
Caitlin tók sér sopa og svegldist á.
“Þú hlýtur að vera að grínast,” sagði Caitlin hljóðlega. Severus sá hræðsluna skína úr augum hennar.
Severus tók upp sprotann sinn og sýndi henni.
“Þetta þarf maður að vísu að hafa.”
Honum leið skringilega. Caitlin hafði þessu dularfullu áhrif á hann að honum fannst hann ekki geta logið að henni. Augnaráð hennar var svo fagurt og dularfullt að hann áttu erfitt með að halda andlitinu.
“Get ég..?” spurði Caitlin áhugasöm og starði á sprotann.
“Ég býst ekki við því,” sagði Severus og hló. “Hérna, þú mátt reyna.”
Hann rétti henni sprotann og hún byrjaði að sveifla honum en ekkert gerðist.
“Af hverju gerist ekki neitt?” spurði hún. “Þú ert þó ekki að gera grín af mér?”
“Nei, reyndar ekki,” sagði Severus og tók sprotann af henni. “Accio bók.”
Bókin sveif léttilega til hans. Severus sveiflaði sprotanum og á augabragði var bókin komin aftur í hilluna. “Auðvelt ef maður hefur hæfileikana.”
“Veistu, mér er bara farið að líka vel við þig,” sagði Caitlin og dáðist að honum. Severus fann hvernig hún mældi hann út.
“Þú getur verið hérna um stund ef þú vilt,” sagði Severus. “En ég gæti þurft að fara með þig á öruggan stað ef þess þarf. Galdraheimurinn er ekki einn dans á rósum.”
“Veistu, Severus, það væri indælt! En, ég held að það væri ekki pláss fyrir mig hérna,” sagði Caitlin og svipaðist um þröngu íbúðina.
“Við reddum því einhvern veginn,” sagði Severus en sá að plássið var ekki alveg að leyfa það.
“Ég get bara látið fara vel um mig í þessum hægindastól,” sagði Severus eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að íbúðin væri mun minni en hann mundi. “Þú getur fengið rúmið. Ertu eitthvað svöng?”
“Nei ekkert hræðilega,” sagði Caitlin. “Ekkert vera að hafa fyrir mér.”
“Nú, hvað ert þú að gera?” spurði Severus til að fá aðeins samræður. “Ertu í skóla eða vinna?”
“Ég er að reyna fyrir mér sem leikari og listamaður, bara gengur ekki nógu vel. Erfitt að vera alltaf blankur og mér finnst svo leiðinlegt að vinna, en ég læt mig hafa það,” sagði Caitlin brosandi.
Severus kinkaði kolli og brosti. Honum leið vel í kringum Caitlin, samt einhvernveginn líka undarlega. Hann fann líka hvernig Caitlin gaut augum á hann.
“Þú getur ekki,” var eins og lítil rödd hvíslaði að Severusi, “hún er muggi. Blóðníðingur.” En það var önnur rödd sem var sterkari, sem sagði “Þetta verður allt í lagi, ekki snúa baki í hana!” Severus leit svolítið ringlaður á hana.
“Hvernig er galdraheimurinn?” spurði Caitlin svo. “Fljúga allir um á kústum?”
“Stundum já,” sagði Severus og brosti. “Fyrir nokkrum árum voru allir galdramenn og muggar í hættu vegna eins vonds galdramanns. Hann vildi útrýma muggum og galdrafólki sem kom af muggum. Allir hræddust hann. Enginn gat stöðvað hann. Á hrekkjavöku fyrir fjórum árum réðst hann inn til Potter-hjónanna sem voru mikilsvirt í galdraheiminum og áttu son. Eftir að hafa drepið báða d-foreldra litla drengsins gat hann ekki drepið drenginn. Hann-sem-ekki-má-nefna fékk bölvunina til baka og varð af engu. Við vitum ekki hvar hann er núna.”
Það var þögn um stundar sakir. Severus gerði ráð fyrir að hún væri að melta frásögn hans. Þetta var aftur ámóti erfitt fyrirhann. Það var erfitt að rifja þetta upp. Þessa vondu tíma.
“Hverjir eru muggar?” spurði Caitlin loks.
“Fólk sem getur ekki galdrað.”
“Og… hvernig, af hverju vildi hann ekki að muggar væru til?”
“Í galdraheiminum hafa margir mikla fordóma gegn muggum og þeim sem eru komnir af muggum,” sagði Severus og fékk samviskubit. Hann hafði nú verið á móti blóðníðingum og var það eiginlega enn. En Caitlin var öðruvísi, hún var falleg, skemmtileg og einhvernveginn allt öðruvísi.
Þau þögðu um stund, bara til þess að hlusta á þögnina.
“Fyrst að þú ert búin að fá að vita allt þá ætla ég að setja smyrsl á sárin þín.”
Caitlin kinkaði kolli og fylgdist með Severusi leita að einhverju í einni hillunni.
“Hérna,” sagði hann og kom með litla krukku, fulla af glæru hlaupi. Hann byrjaði að taka hárið frá andlitinu. Augu þeirra mættust sem skapaði vandræðalegt augnablik. Hann tók smá hlaup og setti það á sárin hennar, hægt og rólega. Caitlini vildi að þessi stund mundi vara að eilífu. Hönd hans kom létt við andlitið hennar að lokum.
“Svona. Þér á kannski eftir að svíða örlítið,” hvíslaði Severus. Þau horfðu lengi á hvort annað, mældu andlit hvors annars út.
“Heyrðu, ég er að spá í að fara að sofa,” sagði Caitlin loks þegar það var farið að ganga í miðnætti.
“Já,” sagði Severus. “Vilt þú ekki fá rúmið? Ég get alveg sofið hérna.”
“Það væri indælt,” sagði Caitlin og brosti. Severus gat ekki annað en að bros móti.
“Jæja, ég ætla þá bara að fara að sofa. Baðherbergið er til hægri.” Severus leit á hana. “Þú bjargar þér er það ekki?”
Caitlin kinkaði kolli.
”Gott,” sagði Severus. “Ég kem aftur eftir smá stund.”
Severus gekk inn í eitt herbergjanna og Caitlin var ein í lítillri stofunni. Þetta verður gaman, hugsaði hún með sér. Hann var eitthvað öðruvísi, hugsaði hún með sér. Eitthvað heillandi við hann. Henni líkaði vel við hann- mjög vel. Hún stóð á fætur eftir nokkra umhugsun og labbaði að hurðunum sem stóðu hlið við hlið, báðar lokaðar. Hvort hafði hann sagt hægri eða vinstri? Vinstri. Hún tók í hurðarhúninn og kom þá að Severusi að klæða sig í einhverskonar náttföt.
“Fyrirgefðu!” sagði Caitlin og tók fyrirmunninn. “Vitlausar dyr!”
“Ekki málið,” sagði Severus og brost vandræðalega. “Góða nótt.”
“Góða nótt,” sagði Caitlin. Hún lokaði dyrnunum og lagðist að veggnum og andaði djúpt og reyndi að hlæja ekki. Hann var í það minnsta vel vaxinn! Hún náði loksins að fara á klósettið, tók í þetta skiptið í hægri hurðarhúninn.
—
Þetta var fyrsti kafli. Ég veit ekki hvenær næsti kafli kemur en það fer bara hvort ykkur líkar þetta. Þetta verður dramatískara:D