4.kafli Lucia Black
Emanuelle vaknaði við að fyrstu sólargeislar morgunsins féllu á rúmið hennar. Hún settist upp og leit á Eriku, hún svaf ennþá en muldraði eitthvað sem hljómaði eins og “bara fimm mínútur í viðbót”
Emanuelle klæddi sig og gaf Myllu vatn og mat, hún var byrjuð að pakka ofan í koffortið sitt þegar Erika rumskaði loksins.
“Hvað er klukkan” spurði Erika og kæfði geispa
“Hún er að verða níu” sagði Emanuelle. Við þurfum að drífa okkur ef það er eins langt á lestarstöðina og þú segir.
“Er hún níu, af hverju vaktirðu mig ekki ?” sagði Erika og henti af sér sænginni
En áður en Emanuelle gat svarað var kallað upp stigann : Erika ! Ætlarðu í þennan skóla eða ekki ? Þú verður að vakna ef að þú ætlar ekki að missa af lestinni !
“Komum áður en pabbi þinn brjálast !” sagði Emanuelle
Þegar þau loksins komu að Cings kross vantaði klukkuna tíu mínútur í ellefu og allir orðnir frekar pirraðir. Þau þustu inn á lestarstöðina og ýttu þungum koffortunum á undan sér að brautarpalli 9 og ¾ .
“Roy, far þú fyrstur svo Emanuelle og Erika, ég ætla hinsvegar beint heim” sagði hr. Anderson og faðmaði Eriku og Roy að sér í flýti “skemmtið ykkur nú vel í skólanum” svo var hann þotinn án minnstu skýringar.
Nú hallaði Roy sér kæruleysislega upp að veggnum og renndi sér svo hljóðlega í gegn.
“Eigum við að taka tilhlaup?” spurði Erika Emanuelle sem kinkaði kolli. Þær tóku á sprett og svo voru þær komnar í gegn. Fyrir framan þær stóð rauð hogwartlestin eins og risastór snákur sem er fullur af krökkum.
“Hvar er Roy eiginlega” sagði Erika eiginlega meira við sjálfa sig heldur en Emanuelle.
“Þarna er hann, að tala við einhverja stelpu” sagði Emanuelle og benti á Roy þar sem hann stóð og talaði við sæta ljóshærða stelpu.
“Æi, við skulum ekkert vera að bíða eftir honum. Hann er alltaf sí smjaðrandi fyrir henni” sagði Erika “komum bara og finnum okkur klefa”
Þær roguðust með farangurinn sinn um borði í lestina en það var allstaðar fullt þangað til þær komu að klefa þar sem ein stelpa sat niðursokkin í bók sem leit út fyrir að geta verið a.m.k. hundrað ára. Emanuelle renndi hurðinni frá og spurði
“Megum við nokkuð vera hér? Það er alls staðar fullt”
Stelpan rétt leit upp úr bókinni, mældi þær út með augunum og kinkaði svo kolli. Erika og Emanuelle gengu frá farangrinum í hólfin og settust svo á móti stelpunni sem að virtist ekki hafa neinn áhuga á þeim heldur hélt áfram að lesa bókina. Stelpan var með sítt silfurhvítt hár og stór og tindrandi dökkblá augu, hún var í muggafötum undir skikkjunni sem virtist hafa verið notuð í nokkur ár og á skikkjubrjóstinu voru lítil göt eins og það væri nýbúið að rífa eitthvað merki af henni. Þegar þær voru búnar að sitja í þögn í svolítinn tíma eftir að lestin fór afstað tók Emanuelle af skarið, rétti fram höndina og sagði : Ég heiti Emanuelle Dijon, ég er á fyrsta árinu mínu og þetta er Erika Anderson.
“Lucia” sagði stelpan en bætti svo við eftir svolitla umhugsun “Black. Ég er líka á fyrsta árinu mínu”
Þá loksins þekti Emanuelle hana. Þetta var stelpan sem var á undan þeim í sprota búðinni!
Rétt í þessu opnaðist klefahurðin og inn gengu tvær stelpur, önnur var með sítt svart hár og andlitið á henni afmyndaðist í hæðnislegri grettu, hin stelpan var með ljóst hár og svartar strípur, hún var með svilítið daufan svip eins og henni hafi gengið illa að vakna (sem að var jú satt) en var samt með sama hæðnisglottið og dökkhærða stelpan.
“Hæ Lucia” sagði dökkhærða stelpan en samt ekki eins og henni fyndist gaman að hitta hana, hún hreytti þessu meira í hana, samt leit Lucia upp og sagði dauflega “Hæ Megara….og Loretta”
Emanuelle undraðist hversu ótrúlega Lucia breyttist þegar þessar stelpur komu inn. Fyrst hafði hún verið mjög afslöppuð og lesið í bókinni sinni en svo þegar Megara og Loretta komu inn var eins og hún hafi dregið sig inn í skel svo að ekkert gæti sært hana hvorki orð né álög, eða þannig leit Emnanuelle á þetta. Lucia var eins og hún væri allt önnur. Lokuð persóna og varkár.
“Og hverjar eru þetta ?” spurði Megara og horfði með fyrirlitningu á Emnanuelle og Eriku. Þá hrökk Emanuelle upp af hugleiðingum sínum og rétti fram höndina, lét eins og hún hafi ekki heyrt fyrirlitninguna í rödd Megöru og kynnti sig. Það hnussaði eitthvað í Megöru og Lorettu á meðan þær mældu Emanuelle út en svo þegar Emanuelle var komin á þá skoðun að það væri ekki hægt að vingast við þessar stelpur sagði þessi Loretta : Loretta Lestrange og þetta er Megara Nott. En hún tók ekki í höndina á Emanuelle heldur snéri sér bara við og hnippti í Megöru sem hreytti bara í Luciu “Við sjáumst vonandi ekki á heimavistinni” og gekk svo í burtu.
Í því gekk þybbin norn með matarvagn í eftirdragi upp að klefa dyrunum.
“Má bjóða ykkur eitthvað af matarvagninum elskurnar ?” spurði hún og benti á vagninn sem var stútfullur af allskonar góðgæti og Emanuelle og Erika nýttu sér tækifærið og keyptu sér handfylli af súkkulaðifroskum hvor,graskerssafa og seiðpottakökur en Lucia dró bara upp samloku úr töskunni sinni hóf að stara út um gluggann en landslagið hafði breist til muna úr borg í sveit og úr sveit í auðn og skóga sem að enginn ræktaði eða bjó í. Eftir stuttan tíma sofnaði Erika og þá gat Emanuelle ekki setið lengur á sér og spurði Luciu hvort hún væri skyld Harry Potter eða Siriusi Black. Fyrst virtist Lucia ekkert kippa sér upp við þetta, en svo virtist koma smá undrunarsvipur á hana.
“Af hverju heldurðu það ?” spurði hún
“Varst þú ekki á undan okkur í sprotabúðinni?” spurði Emanuelle
“Jú…”
“Ég spurði Ollivander hvaða hafi verið svona undarlegt og hann svaraði að þú værir með bræðrasprota Lilyar Potter, ég með bræðrasprota James Potter og Erika með bræðrasprota Siriusar Black. Svo kynntir þú þig sem Luciu Black og ef þú ert með sama eftir nafn og Sirius Black þá hlýturðu að vera skild honum. Svo var þetta með Lily Potter, þú ert með bræðrasprotann hennar, ertu skyld henni?” þessu öllu bunaði Emanuelle út úr sér og á eftir fylgdi stutt þögn, svo sagði Lucia : Ég er skyld Sirusi Black já, en ég tengist Lily Potter ekki neinum blóðböndum. Allavega ekki svo ég viti.
“Vissirðu af þessu með sprotann ?” spurði Emanuelle
“Nei, ég vissi ekki af því” sagði Lucia sem virtist aftur vera farin að draga sig inn í þessa andlegu brinju.
“Á hvaða heimavist heldurðu að þú lendir í” spurði Emanuelle
“Nærri því öll fjölskyldan mín hefur lent í Slytherin svo ætli ég lendi ekki þar” sagði Lucia en virtist ekkert vera yfir sig ánægð með þetta hlutskipti fjölskildu sinnar.
“Ég er ekki alveg viss” sagði Emanuelle “mamma gekk í Beuxbatons galdraskólann í Frakklandi en systir mín lenti í Ravenclaw, ég vona samt að ég lendi í Gryffindor” í þessum töluðu orðum var klefahurðinni rennt frá, þar stóð stelpa með mikið brúnt hár og sagði stjórnsamri röddu “Við erum alvega að koma svo að þið ættuð að fara í skikkjurnar og gera ykkur klárar” svo þusti hún í burtu á meðan einhver rauðhærður strákur leit afsakandi á þær og skokkaði svo á eftir stjórnsömu stelpunni.
Emanuelle vakti Eriku með herkjum og klæddi sig í skikkjuna, svo heyrðust miklir skruðningar fram á gangi og lestin hægði á sér. Emanuelle dró koffortið út úr lestinni.
Þá heyrðist kallað skrækri röddu “Fyrsta árs nemar! Komið hingað !”
Emanuelle leit í átt að röddinni og sá þar konu sem veifaði lukt og hélt áfram að kalla á fyrsta árs nema.
“Komum, við eigum örugglega að fara þangað” sagði Erika og gekk rakleiðis yfir myrka lestarstöðina, Emanuelle og Lucia eltu.
“Eru allir komnir ? Fínt.”sagði konan “Ég heiti prófessor Grubby-plank! Jæja. Eltið mig!”
Grubby-Plank leiddi óttasleginn hópinn eftir þröngum stíg og loks yfir litla hæð. Þá heyrðust andköf frá öllum hópnum því að nú hafði Hogwartkastali komið í ljós í öllu sínu veldi, með þúsund gluggum og fullt af háum turnspírum. Þetta var allt öðruvísi en muggaskólinn sem var í hverfinu hennar Emanuelle. Skólinn var eins og klipptur út úr miðöldum og hlaut að vera fullur af riddurum,brynjum og stórum veislusölum eða dýflissum. Loks rauf Grubbly-Plank þögnina : jæja þið skoðo skólann bara betur á siglingunni, fylgið mér.
Hún leiddi skarann niður að risastóru og djúpu stöðuvatni en við það stóðu u.þ.b. fimmtíu árabátar en engar árar voru sjáanlegar.
“Fjórir í hvern bát” kallaði Grubbly-Plank en tók einn bát út af fyrir sig. Emanuelle,Erika og Lucia settust í einn bát og einhver stelpa sem að þær kunnu engin skil á settist í síðasta sætið við hliðina á Luciu, Hún var virkilega sæt með ljóst hár,sægræn augu og spekoppa þó að hún brosti ekki þá stundina. Nú voru allir búnir að koma sér fyrir í bátunum og Grubbly-Plank gaf skipinina “af stað” og báta skarinn lagði af stað án þess að nokkur þyrfti að róa. Það var enn mikilfenglegra að horfa á kastalann á siglingu og sjá speglunina í vatninu. Siglingunni lauk allt of fljótt fannst Emanuelle en Grubbly-Plank gekk rakleiðis yfir kastala flatirnar og að aðaldyrunum sem voru opnaðar svo litlu munaði að þær lentu í andlitinu á Grubbly-Plank. Fyrir innan dyrnar stóð hörkuleg kona með kassalagagleraugu og þéttann svartann hnút á hnakkanum.
“Þú ert þá komin Hag…Grubbly-Plank” sagði konan og herpti saman varirnar í örmjótt strik“Jæja. Þú mátt fara og fá þér sæti við kennaraborðið en þið eigið að koma með mér” hún benti á fyrsta árs nemana. Hún leiddi þá ekki inn um stóru dyrnar á forsalnum og heldur ekki upp glæsilegu marmaratröppurnar heldur inn um lítið hliðarherbergi þar sem hún ávarpaði þau : Ég heiti Minerva McGonagall og er aðstoðarskólastjóri við þennan skóla. Ég þarf aðeins að bregða mér frá, þið býðið bara róleg hér. Og hún þusti út um dyrnar en kom svo að vörmu spori með gamlan stagbættan galdramanna hatt og þrífættan stól í fanginu.
“Fylgið mér!” sagði hún og leiddi þau inn í risastórann sal þar sem krakkar á öllum aldri sátu við fjögur langborð. McGonagall leiddi þau að borði sem lá á þverveginn á móti heinum borðunum þar fyrir miðju sat aldraður maður sem að hlaut að vera skólastjórinn Albus Dumbledore. McGonagall lagði þrífætta stólinn frá sér og setti hattinn ofan á hann og gekk frá. Emanuelle velti fyrir sér hvað gerðist næst því að allur skólinn virtist býða með öndina í hálsinum eftir einhverju svo opnaðist allt í einu rifa á hattinum og hann hóf upp raust sýna :
Í öndverðu er ég enn var nýr;
Við upphaf skólans vegna,
Stofnendunum fjórum fannst
Þeim færist dægilega,
Ef allir saman eina leið
Að einu marki stefndu,
Glæddu heimsins galdramennt
og glæstar vonir efndu.
“Einingin skal okkar afl”
þeir kváðu upp sinn vilja
og leiddu hugann lítt að því
að leiðir kynnu að skilja.
Því Slytherin gekk með Gryffindor
Götubræðra tveggja
Og Ravenklaw gaf Hufflepuff
ráð í þágu beggja.
Hvað var það þá sem vináttunnar
varnarvegg lét falla ?
Ég sjálfur sá og segja vil
þá sorgarsögu alla.
Kvað Slytherin : “kennum aðeins þeim
sem koma af blóði hreinu.”
Kvað Ravenvlaw þá: “Veljum vit,
og umbunum því einu”
Kvað Gryffindor næst: “kennum þeim
sem kunna dáð að vinna”
en Hufflepuff kvað: “kennum öllum,”
andstætt dómum hinna.
Í fyrstu ágrenningur þessi
olli þrasi engu
því stofnendurnir fjórir
fjórar heimavistir fengu.
Hver einn þeirra tók aðeins inn
þá nema sem hann vildi:
Slytherin til að mynda
Slyngi og ætthöfgi áskildi.
Ravenclaw þá gáfuðu
og greindu besta taldi
en Gryffindor hinn djarfi
þá dirfskufullu valdi.
Hin alúðlega Hufflepuff,
afganginum sinnti
svo stofnendum og heimavistum
stórvel saman lynti…
Hér missti Emanuelle einbeitinguna og fór að virða fyrir sér öll andlitin sem að störðu á hattinn. Að lokum endaði hatturinn á þessum orðum : “Stöndum saman öll sem eitt annað gagnar ekki neitt. Ég hef hug minn sagt að sinni og sný mér nú að flokkununni.”
Mikil fagnaðarlæti brutust út en það heyrðist mikið skvaldur inn á milli, svo þaggaði McGonagall niður í hópnum og las upp fyrsta nafnið á listanum sem hún hélt á
“Euan Abercrombie”
Skelkaður strákur staulaðist út úr röðinni og setti upp hattinn. Hatturinn hugleiddi málið andartak, síðan opnaðist rifa fyrir ofan hattbarðið aftur og kallaði :
“Gryffindor”
á eftir fylgdu mikil fagnaðar læti frá borðinu lengst til vinstri Euan hljóp þangað og hennti sér niður á bekkinn eldrauður í framan.
Því næst kallaði McGonagall :
“Alexa Ariador”
þetta var stelpan sem fór með Emanuelle, Eriku og Luciu í bátinn.
Hún hafði varla sett hattinn á hausinn þegar hatturinn kallaði “Rav…nei, Gryffindor!”
“Erika Anderson!” Erika gekk hratt að kollinum settist á hann og þrísti hattinum yfir höðuðið á sér. Hún sat lengi með hattinn á höfðinu en loks kallaði hann “Gryffindor” það var klappað fyrir Eriku sem hljóp að borðinu og settist við hliðina á Alexu Ariador.
Smám saman þynntist röðin af fyrsta árs nemum þangað til það var kallað upp “Emanuelle Dijon”
Emanuelle gekk að kollinum og setti hattinn á hausinn.
Hún heyrði kvíslað rétt við eyrað á sér,
“hmm….þú ert virkilega traustur vinur,kannski átt þú heima í hufflepuff ? Nei það passar ekki…þú átt heldur ekki heima í Ravenclaw það sést á því að þú virðir reglur ekki viðlits sem sínir ákveðið hugrekki…þú átt sennilega besta heimilið í GRYFFINDOR” hatturinn öskraði síðasta orðið yfir salinn. Emanuelle tók af sér hattinn skælbrosandi og skokkaði til Eriku og Alexu. Eftir þetta voru allmargir flokkaðir í Slytherin,Ravenclaw og Huffelpuf en loks var röðin komin að Luciu og það var kallað upp
“Lucia Malfoy!”
Malfoy ?
hugsaði Emanuelle og leit spyrjandi á Eriku sem starði á Luciu þar sem hun gekk óörugg og mjög lokuð að stólnum settist á hann og lagði hattinn á höfuðið eins og hún væri að skrifa undir sinn eigin dauðadóm.
Lucia sat svo lengi með hattinn á höfðinu að ætla mætti að hatturinn kæmist aldrei að niðurstöðu en að lokum kallaði hann
“Gryffindor!”
Lucia gekk allshugarfegin að Gryffindorborðinu en á Slytherinborðinu þekkti Emanuelle bróðir hennar; Draco Malfoy síðan hún sá hann í ráðuneitinu einusinni þegar hún fór þangað með mömmu sinni. Hann virkaði ekkert yfir sig ánægður þar sem hann starði í fyrirlitningu á Gryffindor borðið.
Núna var kallað “Megara Nott” stelpan sem var að nýðast á Luciu í lestinni gekk fram, hlammaði sér á kollin og tróð hattinum á hausinn en um leið kallaði hatturinn með fyrirlitningar róm “SLYTHERIN”
Og Megara gekk ánægð með sjálfa sig að Slytherin borðinu og settist við hliðina á Lorettu sem hafði verið flokkuð þangað andartaki áður.
Eftir svolitla bið var Rose Zeller flokkuð í Hufflepuff og Dumbledore prófessor stóð á fætur og sagði:
“Við nýa nemendur segi ég: Velkomin! Við gamla gengið segi ég: velkomin aftur! Stundum er rétti tíminn fyrir ræðuhöld, en hann er ekki núna. Takið ærlega til matar ykkar”
þessum orðum var tekið með ánægjuhlátri og fagnaðarlátum. Í þessum töluðu orðum birtist matur á borðunum og Emanuelle hlóð á diskinn sinn. Á endanum þegar allir voru orðnir saddir voru fyrsta árs nemarnir leiddir um ótal ganga og að lokum að málverki af feitri konu í bleikum silkikjól. Þar staðnæmdist umsjónarmaðurinn og sagði hátt “Mimbulus mimbultónía!”
þessi kafli er í rauninni tveir kaflar í einu en þar sem kafli fjögur varð soldið stuttur hafði ég þá tvo saman í einu….ég veit hinsvegar ekki hvenar næsti kafli kemur því ég er að fara í sveit á morgun (ef allt gegnur upp) og ég verð þar í ca. 5 daga og kemst ekkert í tölvu á meðan…
- gugusta
I wanna see you SMILE!