Það seinasta úr 3 kafla, smá upprifjun :)
“Neljé!” Hrópaði Donna og stökkk til hennar til að klappa henni. “Sæl..” Svaraði Neljé, en aðeins Donna og Hailie skildu það sem hún sagði. Hailie lagðist í rúmið við hliðina á Donnu og Ginny við hliðina á því rúmi. Tvær stelpur sem þær þekktu ekki settust í næstu rúm. “Hæ, ég heiti Miranda Buck,” Sagði hrokkinhærð stelpa með svart hár og búttað andlit. “Og ég er Amelia Rocons, en þið?” Sagði hin sem var skolhærð og með frekar stór augu. “Donna Doumbman” Svaraði Donna og rétti upp vísifingurinn. “Hailie Magnusen” Sagði Hailie og vinkaði. “Ginny Weasley” Var svarið frá Ginny.
4 Kafli.
“Og ef ykkur er sama þá myndi ég alveg vilja kynnast ykkur á morgun, allt í lagi?” Spurði Donna, hún var orðin frekar þreytt og þá önug. “Allt í lagi…góða nótt” Svaraði Miranda. Þær háttuðu sig ein af annari og hentu sér upp í rúm. Hailie sýndi Donnu góðann galdur til að galdra fram þægileg dýraból, þannig að Neljé fór að sofa hæstánægð í kattarkörfu með mjúkum koddum úr silki og hlýtt teppi yfir. Áður en Donna vissi af var hún steinsofnuð með höndina lafandi út fyrir rúmið.
“Donna?” Sagði hafmeyjan, “Er þig að dreyma?” Bætti hún við áhyggjufull.
“Alltaf að dreyma..” Svaraði Donna, fannst skrítið hvað hefmeyjan varð allt í einu áhyggjufull, þær höfðu verið að ræða um Namirak. En það var borgin sem Alúk, konungur haf-fólksins bjó í og hvernig ætti að steypa honum af stóli. “Ertu vakandi?” Spurði hún og potaði í hana. Svo fór hún að hrista hana. “H – hvað er að þér?” Svaraði Donna pirruð, hvað hafði eiginlega gerst við þessa hafmeyju? Hvað var hún að bulla? Donna leit á hafmeyjuna sem nánast breyttist fyrir augunum á henni. Strítt, grænt hárið lýstist upp í liðað, ljóst hár, og leðjubrún augun urðu skærgræn og sægræn húðin varð bleik, mannslit.
Þetta hafði bara verið draumur. Hailie stóð áhyggjufull yfir henni og hélt í handleggina á henni, og Ginny og Miranda stóðu álengdar og horfðu á aðfarirnar, létt undrandi á svipinn. “Er allt í lagi?” Spurði Hailie áhyggjufull. “Já..bara draumur.” Svaraði Donna skömmustufull. Óþægilegt að þurfa að tala upp úr svefni um draumana sína fyrir framan hinar stelpurnar, og það fyrsta daginn!
“Hérna..eigum við ekki bara að fara niður í stóra sal? Ég er spennt að vita í hvaða fögum við verðum!” Sagði Hailie og brosti. “Ja, jújú…endilega” Svaraði Donna, enn með hugann við drauminn. Þetta var svo raunverulegt. Henni fannst eins og hún væri kominn inn í bókaflokkinn “Meljerín og haf-fólkið berjast gegn Alúk” Sem voru uppáhalds bækurnar hennar (innskot, þetta eru bækur eða bókaflokkur eins og ísfólkið) Þegar hún loksins var komin í fötin stauluðust þær niður í setustofu þar sem nokkrir morgunhanar sátu og lásu eða tefldu.
Niðri í stóra sal var fullt af fólki. Hailie hlammaði sér niður í laust sæti og Donna við hliðina á henni. Miranda, þeim til mikils ama, virtist hafa ákveðið að þessi stelpnadúett væri skemmtilegur og gaman að komast að fleiru um þær tvær.
“Svo..afhverju eru augun í ykkur svona skrítin?” Spurði hún á meðan hún smurði marmelaði á brauð. “Það er af því að við erum með litalinsur!” Sagði Hailie frökk. Donna og Miranda litu stórum augum á hana. “Linsur?? Hvað er eiginlega “linsur”?” Spurði Donna. “Ööö…það eru svona, dropar, sem muggar setja á augun í staðinn fyrir gleraugu, og stundum eru þeir litaðir!” Svaraði Hailie aulalega. Donna hnussaði og hélt áfram með kornflexið sitt. “Stundatöflur fyrir fyrsta árs nema” Sagði Amanda um leið og hún útdeildi stundatöflum. Þetta byrjaði vel, þau áttu að vera í töfrabragðatíma, svo ummyndun og eftir hádegismat voru saga galdranna og jurtafræði. Stelpurnar kláruðu að borða og gengu sem leið lá upp í gryffindorsetustofu til að ná í bækur. Svo gengu þær niðureftir í töfrabragðatíma til flitwicks. Þegar allir voru komnir inn byrjaði kennslan.
Hann byrjaði á að merkja við þá sem voru mættir og næst sagði hann þeim frá lyftigaldrinum, eða Vingardium Leviosa galdurinn. Þau áttu að lyfta fjöður með þessum galdraorðum, og það kom fljótt í ljós að flestir kunnu ekkert í göldrum yfirleitt. Hailie varð sú fyrsta til að lyfta fjöðrinni sinni, sem flaug hærra og hærra. “Sjáiði! Ungfrú Magnusen hefur tekist það!” Hrópaði Flitwick. Stuttu síðar lyftist fjöðrin hennar Donnu líka upp frá borðinu og sveif að fjöðrinni hennar Hailiar. “Og ungfrú Doumbman líka! Hrópaði Flitwick og táraðist, og næst datt hann niður af bókunum sem hann stóð á.
“Vingardium leviosa!” Kallaði Donna og beindi sprotanum að Flitwick, sem flaug upp á stólinn sinn aftur. Hann var virkilega ánægður og gaf Gryffindor 15 stig, 5 fyrir Hailie þar sem hún lyfti fjöðrinni sinni, og 10 fyrir Donnu þar sem hún lyfti bæði fjöðrinni og honum líka!
Engum öðrum tókst að lyfta fjöðrinni en Flitwick sagði að það væri bara venjulegt, það væri frekar óvenjulegt að tveimur í einum bekk tókst að lyfta fjöðrunum sínum. Í því hringdi bjallan og Flitwick, sem var ennþá svo ánægður, sagði hinum krökkunum að æfa sig í leviosa galdrinum , en Hailie og Donna þurftu þess ekki þar sem þær gátu það í tímanum.
Næst var komið að því að finna ummyndunarstofuna. Donna og Hailie voru báðar ágætlega ratvísar en samt tókst þeim alltaf að týnast hér og hvar. Þær komu oft inn í skrítnustu herbergi með sofandi málverkum eða herklæðum sem ískraði hrikalega í þegar þau boruðu í nefið eða hlógu af þeim. Þær voru orðnar úrkula vonar um að finna nokkurn tímann ummyndunarstofuna á réttum tíma, hvað þá á þessum degi, þegar þær komu inn í stórt herbergi með himinháum bókahillum fullum af landafræðibókum og kortum af öllum löndum heims, og líka undirdjúpunum.
Donna varð hugfangin af einu kortinu sem sýndi allt Namirak, ríki Alúks, og líka uppreisnarbúðir Haf-fólksins sem hélt sig rétt vestan við Sefskóginn baneitraða. Hailie fann á meðan kort af Hogwartskóla sem sýndi ummyndunarstofuna lengst í austri. Hún benti Donnu á það og þær áttuðu sig á að þar sem þær höfðu aðeins 10 mínútur var það harla ólíklegt að þær kæmu í tímann á réttum tíma, svo þær fóru út, en Donna stakk kortinu djúpt í vasann til að týna því ekki.. því þetta var einn mesti dýrgripur í augum áhugamanns um Namirak-bókaflokkanna.
“Hingað!” Kallaði Hailie og benti á striga (innskot, klæðastrangi eins og málverk, bara úr klæðum) sem var greinilega af dimmum veitingastað, allt úr dökkum viði og kertaljós á veggjunum. Fult af fókli sat og borðaði og spjallaði saman, en á miðju málverkinu var horuð kona með lítinn skaftpott á höfðinu og annann stærri í fanginu, sem hékk á veggnum á móti. Donna gekk með henni að stranganum og Hailie las af kortinu skrítna, sagði svo við horuðu konuna “Ég ætla að fá súpu.” Donna horfði á hana án þess að skilja neitt í neinu hvað hún var að fara.
“Hvað ætla ég að bera á borð á fimmtudögum, á fimmtudögum, litla dama?” Spurði horaða konan ískrandi röddu um leið og hún tók af sér pottinn. “Þú ætlar að bera á borð sveppasúpu með rjóma á fimmtudögum, á fimmtudögum.” Svaraði Hailie eftir að hafa lesið aðeins meira á kortið.
Donna vissi ekkert hvað hún var að fara og fannst þetta bara óþarfa tímasóun, en leit aftur á konuna, og viti menn! Hún horfði stórum augum á Hailie en tók svo til (með fýlusvip) að malla sveppasúpu með rjóma. “Komdu inn og hvar viltu sitja?” Spurði konan svo. “Ég vil fá borð í ummyndunarstofunni.” Svaraði Hailie. Konan beygði sig niður að einu horninu á teppinu og svipti því upp, fyrir innan voru lítil, kolsvört göng. “Verði þér að góðu og gegndu.” Sagði konan svo og setti upp brosgrettu.
Hailie leiddi Donnu inn í göngin og þær gengu svolitla stund þangað til Hailie hrasaði um eitthvað. “Við getum ekki haldið svona áfram” Sagði Donna og tók upp sprotann sinn. “Lumos” Muldraði hún og lítil ljóstýra birtist.
Hún beygði sig niður og togaði Hailie á lappir, en um leið snerti einhvað fótinn á henni. Það var það sem Hailie hafði hrasað og dottið um. Lítil, brúnleit bók með leðursylgju. Á henni stóð eitthvað skrifað með gullstöfum, eitthvað mjög máð…en það var eins og “H_edi_ _g_ _p_o_ _n” (innskot, ef það er _ þá vita þær ekki hvaða stafur er.) Þetta var meira en lítið undarlegt. Allt í einu hálf hrópaði Hailie “Við erum að verða of seinar!” Og þær stukku af stað og hlupu í gegnum göngin öll, Hailie með sprotann hennar Donnu og Donna með Bókina í fanginu.
Þær komu að opinu móðar og másandi, beint fyrir framan ummyndunarstofuna. Þegar þær gengu í gegn fannst þeim eins og þær stigu undir ískalda, blauta steypu og þegar þær komu á ganginn hinum megin virtist enginn hafa tekið eftir þeim, og þegar þær sneru sér við var veggurinn gegnheill og engin göng að sjá á honum. Þær ákváðu að hugsa ekki meira um það heldur flýttu þær sér í ummyndun, og að hugsa sér, þær voru meira að segja 2 mínútum á undan áætlun!
Fyrir utan kennslustofuna biðu þónokkrir krakkar. Fyrir utan Huffelpuff krakkana biðu þarna Gryffindorar. Meðal þeirra voru Miranda og Amanda ásamt Ginny. Þarna voru líka strákar sem voru í Gryffindor líka. Lítill músalegur strákur sem þær komust að að hét Colin, og þarna var líka hávaxinn og ljóshærður strákur, sem Donna hafði tekið eftir í flokkunarathöfninni. Hann hét Jeoffrey, kallaður Jeff. Svo voru tveir strákar sem voru ótrúlegar andstæður en um leið svo líkir að maður gat ruglast á þeim.. Annar hét Roger og hinn hét Sisco, Roger var rauðhærður með svo mikið af freknum að hann leit frekar út fyrir að vera sólbrúnn, Frekar lítill og soldið þybbinn en aftur á móti var Sisco skolhærður, langur og mjór og með langt nef. Þeir töluðu báðir nokkurn veginn alveg eins þannig að maður svaraði oft öðrum þegar hinn var reyndar að tala. Á einhvern óskiljanlegann hátt ruglaðist maður aftur og aftur á þeim.
Þau voru að spjalla aðeins saman öll, og Donna tók strax eftir því að Jeff var svolítill glaumgosi og hann var líka rosalegur (ókey, ég fann ekkert betra orð) hössler.. til dæmis af því að hann sagði “Donna afhverju ert þú með svona falleg augu?” En áður en Donna gat svarað hringdi bjallann inn í tíma. Þegar inn í stofuna var komið og allir voru sestir sagði McGonnagall strangri röddu “Ummyndun er eitt af því fögum sem er flóknast og hættulegast og ef einhvert ykkar er með læti í þessum tímum rek ég viðkomandi út og hann eða hún getur ekki vonast eftir því að koma aftur inn. Þið hafið þá fengið aðvörun.” Síðan breytti hún stóra kertastjakanum í górillu og aftur í kertastjaka. Allir klöppuðu æstir og vildu fá að byrja strax.
Flestallir sáu þó fljótt eftir því af því að þetta var virkilega strembinn tími. Þau skrifuðu fyrst niður flóknar glósur, og eftir það fengu þau eldspýtu og máttu gjöra svo vel að breyta henni í nál. Eftir um það bil 18 mínútur tókst Donnu það.. Og nokkrum mín. síðar stakk Hailie sig á eldspýtunni sinni, sem var orðin silfruð og oddhvöss McGonnagall leysti þau út úr tíma með þeim orðum að allir áttu að æfa sig á eldspýtunum sínum fyrir næsta tíma, auk þess gaf hún Gryffindor 10 stig, 5 fyrir Donnu og Hailie.
“Voðalega er þetta létt/erfitt” Sagði Hailie á leið í mat. “Það er eiginlega bæði erfitt og létt að framkvæma galdra…” Bætti hún svo við og hnyklaði brýrnar. “Já, akkúrat, ég er frekar sammála” svaraði Donna og brosti breiðu. Í stóra salnum var mikið um fólk og stelpurnar settust niður á Gryffindorborðið. “Svo er saga galdranna, ekki satt?” Spurði Ginny þær sem hafði rétt í þessu sest niður á móti Hailie. “Júbb..” Svaraði Donna um leið og hún smurði sér ristað brauð. “Það er víst ein leiðinlegasta kennslugreinin í skólanum..” Sagði Hailie hugsi. “Nei nei, þetta eru örugglega bara fordómar, ég er alveg viss um það, hún er örugglega alveg ágæt…”
Donna sá eftir því að hafa nokkurn tímann varið þessa kennslugrein. Hún var GRÚTLEIÐINLEG! Donna hataði hana, til dæmis af því að Binns las um svartálfauppreisnir og nornabrennur og blóðuga bardaga mugga við galdramenn eins og skýrslur pabba hennar um fjólubláa tásveppi hljóðuðu. Líka af því að rödd herra Binns, sem var draugur, hljómaði eins og sarg í þúsund sögum sem renna eftir málmborðum, eða eitthvað álíka leiðinlegt. Donna eyddi megninu af tímanum í að teikna myndir af Meljerín eins og hún ímyndaði sér hana…annas lagið glósaði hún þó niður nafn eða dagsetningu og stað, en annars reyndi hún að hlusta sem minnst á Binns “prófessor”.
Tíminn leið ótrúlega hægt, en var að lokum búinn…Stelpurnar þrjár gengu saman sem leið lá niður brekkurnar í jurtafræði þau biðu óþreyjufull með Slytherinkrökkunum sem voru öll grænklædd og fýld eða hrokafull á svipinn þangað til Spíra prófessor birtist glöð á svipinn fyrir framan gróðurhús 1. “Velkomin krakkar!” Sagði hún hressilega. “Í dag er það víst gróðurhús eitt.” Svo tók hún upp stórann lykil og opnaði gróðurhúsið, dauf raka og moldarlykt kom á móti þeim þegar þau stigu inn fyrir. “Jæja” Sagði hún glaðlega þegar allir voru komnir inn. “Í dag ætla ég að fræða ykkur um Mánaskinsbláu Vatnaliljuna. Getur einhver hér sagt mér hverjir eru eiginleikar hennar?” Spurði hún og leit yfir bekkinn.
Donna, Miranda, Hailie og einhver stelpa í Slytherin réttu upp hönd, þó hikandi. “Já?” Sagði Spíra og benti á Hailie. “Mánaskinsbláa Vatnaliljan eða Mánaskinið hjálpar fólki í vondu skapi, eða þunglyndissjúklingum. Þegar fólk sér birtuna sem glóir af plöntunni og fegurðina í henni gleymir það öllum áhyggjum sínum og verður glatt og ánægt í þónokkurn tíma.” Lauk hún máli sínu.
“Frábært” Sagði Spíra “Þarna fenguð þið 5 stig.” En þú gleymdir þó einhverju. “Já?” Sagði hún svo og benti á Slytherin stelpuna. “Ehh…hún er ódrepandi?” Spurði stelpan frekar en svaraði. “Ekki alveg, einhver annar?” Sagði Spíra þá. “Þú?” Sagði hún svo og benti á Donnu.
“Skinið er næstum því ódrepandi, hún visnar aðeins upp ef einhver sem er fullur af svo miklu hatri í garð annarar manneskju snertir hana með sama hatrinu. Hún höndlar það ekki að lifa áfram sama lífinu þegar eitthvað svo hatursfullt hefur snert hana sem er svo björt og hrein og saklaus. Auk þess er hægt að sjóða seiði úr henni sem hjálpar til við höfuðverk og bakverki, og strengi í lærum og fleiri hlutum líkamans.”
“Glæsilegt!” Sagði Spíra og klappaði létt saman lófunum. “Þarna komu önnur stig til Gryffindoranna. “Jæja, nú ætla ég að sýna ykkur þessa fallegu plöntu sem er mjög sjaldgæf, og hún er í hópi hinna 5 fegurstu plánetna á jörðinni. Síðan sjóðum við seyði úr henni, og sjáum hversu róandi áhrif það hefur á ykkur.”
Plantan var fegurri en allt sem þau höfðu séð, og seiðið sem Spíra kenndi þeim að gera var ótrúlega ljúffengt og róandi. Allir voru á sama máli um að þetta var virkilega góður tími. Þau gengu upp grasflatirnar að kastalanum til að fara í kvöldmat. Það var gott veður, frekar dimmt og stjörnubjart en enginn vindur, ekki einu sinni gola. “Skemmtilegur tími, ekki satt!” Spurði Ginny þær með munninn fullann af svínakótelettum. Þær játtu því í kór.
Loksins var dagurinn búinn og þær komust upp í setustofu. Þar sátu hinir og þessir og tefldu, lærðu eða spjölluðu. Ginny fór til stelpunnar með hrokkna hárið og Harrys Potter og bróður síns, Rons til að læra en Miranda og Amelia sátu rétt hjá í hægindastólum að reyna að breyta eldspýtunum sínum. Ekkert virtist ganga hjá þeim. Þar sem Hailie og Donna höfðu gert alt rétt í tímunum höfðu þær ekkert að gera. Þær ákváðu þá bara að tefla. Þar sem Hailie var virkilega klár í galdramannaskák en Donna frekar slök varð leikurinn ekki upp á marga fiska. Þær fóru þá bara að spjalla við Jeff, Roger og Sisco og spjölluðu við þá allt kvöldið. Um klukkan 12 fóru þau að tygja sig í háttinn.
Uppi í stelpnasvefnsal höfðu Hailie og Donna gert svolitlar breytingar. Þær færðu rúmið hennar Hailiar nær rúminu hennar Donnu svo nú voru þau eins og eitt stórt hjónarúm. Þegar allar voru lagstar upp í rúm fóru þær að spjalla.
“Ég held að Jeff sé hrifinn af þér” Sagði Hailie í lágum hljóðum, glottandi. “Hann er nú soldið sætur,” Bætti hún við. “Jaaaá…Heldurðu það?” Spurði Donna, en inni í sér hugsaði hún ‘Ég held það líka’. Þær spjölluðu í lágum hljóðum til um klukkan hálf eitt, en þá sofnuðu þær af þreytu. Þessi skóladagur hafði verið frábær.
————————————————— ————–
Afsakið hvað langt líður á milli kafla og eins og ég hef sagt áður, ef eitthvað stenst ekki eða eitthvað sem þið skiljið ekki, spurjið þá endilega eða leiðréttið mig :o) Og svo mun ég nota nafnið Nimrodel hér eftir, ég lét breyta því um daginn..þannig að enginn Tieor lengur! ;)