Um leið og ég sendi inn þennan kafla þakka ég lyras fyrir að vera svona mikill snillingur að nenna að fara yfir þetta rugl.
10. kafli Styrkurinn
“Styrkinn, fékk ég virkilega styrk,” æpti hún en bætti svo við á lægri nótunum “en ég er bara blóðníðingur.” Og svo fór hún að gráta. “BARA BLÓÐNÍÐINGUR, láttu helvítið hann Draco Malfoy fá styrkinn, hann er að minnsta kosti með hreint blóð,” æpti hún á milli ekkasoganna.
“Draco Malfoy segiru, hmm, best að kalla í hann og Lucius, nú er Malfoy farin að lenda einum of oft í klandri að mína mati,” tuldraði Dumbledore lágt, en ákveðið.
“Hvað gerðist?” spurði hann Hermione svo.
“Ég fékk skilaboðin frá þér og var að labba út þegar Draco sagði Oó hvað gerði litli blóðníðingurinn nú af sér. Og ég sagði ekkert nema kannski núna og kýldi hann í andlitið og hljóp svo hingað,” sagði Hermione með grátstafinn í kverkunum. “
Þannig, svo refsingar hafa engin áhrif á hann, best að grípa til róttækari ráðgerða,” sagði Dumbledore eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Svo greip hann miða og skrifaði að hann:
Prófessor Spíra
Vonandi skiluðu það en ég þarf að fá Draco sendan, það er vegna Hermione Granger.
Kv. Dumbledore.
Svo sendi hann Fawkes af stað. Þegar hann var búinn snéri hann sér við og leit á Hermione og sagði
“Styrkurinn virkar þannig að það er ekki hægt að taka af þér stig, en það er hægt að veita þér stig. Þú færð hjálp svo þú komist í allar kennslustundir sem þú villt. En nú myndi ég fara að koma mér, þú átt að mæta í sögu galdranna og prófessor Binns verður ekki ánægður ef þú mætir of seint.” Hermione lét ekki segja sér það tvisvar, heldur kastaði hún kveðju á Dumbledore og hljóp af stað. Þegar hún kom í tíma voru allir mættir nema Binns. Hún rétt náði að smeygja sér í sætið við hliðina á Ron áður en Binns kom.
“Jæja Gryffindor- og Huffelpuff-nemar gott að sjá ykkur,” sagði Binns svo las hann upp allt frá Hannah Abbott þangað til hann var búin að lesa upp Ron Weasley. Í kennslustundinni fjölluðu þau um eikina armlöngu og alla leyniganga Hogwarts. Eftir tímann var Hermione beðin að fara upp á skrifstofu til að hitta Dumbledore. Hún átti að taka með sér 3 mikilvægustu nemendur Hogwarts að hennar mati með sér. Hún var ekki lengi a hugsa sig um heldur þreif hún í Harry og Ron og tosaði þá upp í Gryffindor-turn þar sem hún náði í Amöndu og svo hlupu þau af stað. Þegar þau voru komin að skrifstofunni spurði Harry
“Ein spurning Hermione, hvað erum við að gera hér?”
“Ég veit það ekki alveg, en prófessor Binns sagði að Dumbledore vildi hitta mig og 3 mikilvægustu Hogwart nemana að mínu mati,” sagði Hermione “og það eruð þið,” bætti hún við og skellti uppúr þegar hún leit á Ron. Svipurinn á honum lýsti aulalegri undrun.
“Ég, ég vissi að þér þætti Harry og Amanda mikilvæg, en ég,” sagði Ron og glápti á hana.
“Já þú litli aulinn þinn, má ég segja örfá orð?” sagði Hermione og beið ekki eftir svari heldur hélt áfram “Fyrsta ár, viskusteinn. Annað ár, leyniklefi og Ginny bjargað. Þriðja ár, Sirius Black og Scabber sem er í raun mennskur. Fjórða ár, Þrígaldraleikarnir og Cedric Diggory. Fimmta ár, Umbridge og dauði Siriusar. Og ég, þú og Harry tengjumst þessu öll, og þú heldur að þú sért ekki mikilvægur? Hvað er að?” Ron svaraði ekki, en horfði á Harry sem var með tárin í augunum. Hermione sá það og sagði “Fyrirgefðu Harry, ég hefði ekki átt að minnast á Sirius.” Harry leit á hana og hún sá eitthvað í augnaráðinu sem hún hafði aldrei séð fyrr, hatur. En áður en hún gat hugsað meira æpti Harry
“Þetta er allt mér að kenna ég lærði ekki hughrindingu, hann var að bjarga mér, ÉG drap hann.” Hermione glápti á hann, en sagði svo
“Nei, Bellatrix Lestrange drap hann.”
“Þá drep ég hana,” æpti Harry.
“Ekki Harry,” veinaði Hermione og Amanda táraðist.
“Bellatrix Lestrange reyndi að ná af mér Spádóminum um mig og Voldermort en Sirius bjargaði mér, ég skil ekki af hverju hann fórnaði sér fyrir svona mikinn aula eins og mig. Hann hefði átt að leyfa Bellatrix að fá Spádóminn svo að Voldermort gæti drepið mig. Voldermort, hér er ég, komdu og taktu mig,” æpti Harry eins hátt og hann gat.
“Nei Harry, þú villt þetta ekki” sagði Amanda blíðlega og þurrkaði sér um augun á skikkjuerminni. Í þeim svifum gekk Dumbledore út af skrifstofunni.
“Harry, viltu virkilega að Sirius, móðir þín og faðir þinn fórnuðu lífinu fyrir dreng sem biður Voldermort um að drepa sig,” sagði Dumbledore, og bætti svo reiðilega við eftir dálitla umhugsun “Hugsaðu, eða ég set þig í straff með Draco Malfoy. Hann þarf að skúra gangana, hann má ekki fara til Hogsmade, hann situr eftir hjá mér hvert kvöld í 2 mánuði í 3 tíma og eftir það fægir hann verðlaunagripina á göngunum, hann er rekinn úr úr Quidditch-liðinu hjá Slytherin og að lokum þarf hann að sitja fyrir framan mig í matnum svo að allir geti séð að hann gerði eitthvað af sér og ef hann gerir eitthvað sem er búið að banna honum missir Slytherin ÖLL stigin sem það er með. Ekki viltu lenda í því Harry, eða hvað?”
“Nei hann vill það ekki. En af hverju komum við hingað?” spurði Hermione.
“Það eru nýjar reglur út af styrkinum,” sagði Dumbledore og ætlaði að fara að halda áfram þegar Amanda greip framm í fyrir honum
“Styrk, hvaða styrk?” Dumbledore brosti og sagði síðan “Hermione vann styrk sem við veitum til besta Hogwart nema á 6. ári. Reglurnar eru breyttar í ár og þú færð að gefa 3. mikilvægustu manneskjunum í Hogwart það að enginn getur tekið af þeim stig nema Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore, og það er ég. Hvernig líst ykkur á?” Þau göptu öll en að lokum stamaði Ron “Vá!”
“Jezz, aldrei aftur kúguð af Snape,” æpti Harry og brosti, Sirius var löngu gleymdur.
“Snape prófessor Harry,” sagði Dumbledore rólega.
“Eða það,” sagði Harry og ranghvolfdi í sér augunum.
“En ég myndi fara að drífa mig, Draco og Lucius Malfoy eru á leiðinni og verið þið viss, þeim langar ekkert mikið að sjá ykkur,” sagði Dumbledore og brosti. Hermione þakkaði honum fyrir og greip í krakkana og ætlaði að drífa sig, en þau stóðu kyrr og horfðu reiðilega á dyrnar. “Komið, þeir eru að koma,” sagði hún ráðalaus “Ég fer ekki neitt fyrr en ég er búin að slá Draco duglega utanundir,” sagði Amanda og Harry og Ron tóku undir það. “Geriði það, komið ég vil ekki sjá framan í Draco Malfoy,” sagði Hermioen og var orðin virkilega áhyggjufull.
“Farðu þá, við komum á eftir, þegar við erum búin að hlæja nóg,” sagði Harry og glotti lítillega.
“En Harry,” sagði Hermione en hún komst ekki lengra því að drafandi rödd Luciusar Malfoy sagði: “Hvað nú Dumbledore?” Svo leit hann á krakkana og hélt áfram “Mér datt það í hug, þetta tengist hinum fræga Harry Potter. Hinum ljóta blóðníðingi. Hinum peningalausa Weasely og einhverri ljótri mannveru, líkri blóðníðingnum.” Hann horfði með ógeði á Amöndu þegar hann sagði þetta síðasta, en hún kippti sér ekkert upp við það heldur sagði:
“Finnst þér Draco ljótur? Hann er það reyndar en hann er ekki líkur Hermione því hún er sæt.” Luciusar reiddist ekki beinlínis en hann greip í Amöndu og sagði
“Það dirfist engin að tala illa um Malfoy fjölskylduna.”
“Það geri ég víst, og bara svona svo að þú vitir það ertu skítugur á hökunni, þetta lítur út eins og hor” sagði Amanda þrjósk og sleit sig lausa. Luciusi gafst ekki tími til að svara því að Draco gekk inn. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað við Hermione en þá sagði Dumbledore
“Nú eru allir komnir og við getum byrjað. Fáið ykkur sæti. Jæja Draco Malfoy, nægir ekki að láta þig skúra gangana, banna þér að fara til Hogsmade, eftirseta hjá mér hvert kvöld í 2 mánuði í 3 tíma og eftir það fægja verðlaunagripina á göngunum, reka þig úr Quidditch-liðinu hjá Slytherin og að lokum láta þig sitja fyrir framan mig í matnum svo að allir geti séð að þú gerðir eitthvað af þér og hóta því að Slytherin missi ÖLL stigin sem það er með ef þú gerir eitthvað?”
“Öhh,” sagði Draco en Dumbledore greip fram í fyrir honum og sagði “Það nægir víst ekki svo að allar refsingar gilda og líka það að Slytherin missir öll stigin sem það er með, þér er bannað að vera í setustofunni á daginn, þér er vikið úr skóla ef þú brýtur eitthvað af þessu.” Lucius gapti
“Þú getur ekki,” byrjaði hann en Dumbledore greip reiðilega fram í
“Ég held að skólameistarinn sjálfur geti rekið úr skóla.” Lucius öskraði þá reiðilega
“Þetta er sonur minn, þú vogar þér ekki að koma svona fram við son minn, þú ljóti,” en hann komst ekki lengra því að Dumbledore greip fram í
“Nú þá er það ekkert fleira, Lucius þú ættir að fara aftur til vitsugnanna vina þinna,” (Harry og Ron öskruðu af hlátri) “og þið fjögur upp í ykkar setustofur. Draco þú verður kyrr.” Lucius var að brjálast og Amanda dró Hermione með sér út af skrifstofunni þar sem þau biðu eftir strákunum. Korteri seinna komu strákarnir skelli hlæjandi því að Lucius hefði hrint Faweks, fönixunum hans Dumbledores í eldinn, en eins og flestir vita þá brennur fönix þegar tími er kominn til og nýr fæðist úr öskunni, og þessi var greinilega orðin svolítið gamall. Þegar Lucius kom út af skrifstofunni var hann í fylgd Dumbledores sem fylgdi honum að auðri kennslustofu, nei hún var ekki alveg auð því inn í henni voru 2 vitsugur. Þegar þær komu út riðaði Harry en datt ekki og Amanda rak upp lágt óp og faldi sig bakvið Hermione. Lucius leit á Amöndu og sagði
“Vel og minnst, hvaða krakkaskratti ert þú?”
“Í fyrsta lagi ættirðu að vera kurteisari því ég er ekki krakkaskratti.
Í öðru lagi langar mig að vita hvort þetta er uppeldið sem Draco fær því að hann er það dónalegur og þá væri komin skýring.
Í þriðja lagi heiti ég Amanda Granger,” sagði Amanda.
“Enn einn blóðníðingurinn,” sagði Lucius reiðilega og gekk í burtu ásamt vitsugunum. Amanda ullaði á eftir honum og svo héldu þau af stað upp í Gryffindor-turn.