Ok, það verður þriggja vikna bið á 17.kafla. Einhvernvegin var ég fljót með þennan kafla. En ég er ekki að reyna að flýta mér. Bara núna að undanförnu hef ég fengið svo miklar hugmyndir og svo mikinn innblástur að ég hef ekki geta stoppað að skrifa. EN ég klára ekki 17.kafla strax því að ég er að fara til Svíþjóðar á miðvikudaginn í þrjár vikur (jibbí). Vona að þið getið látið það vera að pirra ykkur á "þessum,, gæsalöppum. En þessi kafli er 3 Word síður svo ég vona að hann verði samþykktur. Svo lét ég líka púka fara yfir hann svo það ættu ekki að vera mikið af stafsetningavillu. Svo er þessi ritgerð mín hér til einskis ef þessi kafli er ekki samþykktur svo ég ætla að hætta í bili.
16.kafli. Árásin
Hermione stóð upp og hljóp í átt að glugganum til Cindyar. Það var satt. Þarna voru ógeðslegar, risastórar skríðandi slöngur að gera árás á Kervekoborg. Hermione sá sér til mikillar furðu að allar Karmona-dísirnar flugu heim til sín og settu verndargaldur (Hermione fannst það líklegast) á húsin sín.
“Hvers vegna flýja allir?,, spurði hún.
“Armona slöngur eru verstu óvinir okkar og þær einar vita hvernig á að drepa okkur,, svaraði Cindy sem horfði skelfingulostin á slöngurnar.
“Þið verðið samt að berjast við þær,, sagði Hermione.
“Við þorum því ekki,,.
“Þið verðið að reyna,,.
Hermione leit á Cindy sem var ennþá brugðið og var hrædd. Hermione fann sárt til með henni og varð hálfpartinn líka orðin hrædd.
“Allt í lagi,, sagði Cindy eftir nokkra þögn “En við verðum að fá fleiri í lið með okkur,,.
Hermione kinkaði kolli. Þetta yrði ekki það léttasta sem hún hafði gert en samt ekki það erfiðasta.
“Förum fyrst heim til mömmu þinnar,, sagði Hermione “En Cindy!,,.
Cindy snéri sér að að Hermione.
“Núna notum við smá að mínum göldrum,,.
Cindy stöðvaði smástund en samþykkti það svo.
“Erexteri,, sagði Hermione og beindi sprotanum að Cindy.
Hún varð strax ósýnileg og Andorra brá svolítið við þetta.
“Erexteri,, sagði Hermione aftur og í þetta sinn beindist sprotinn að henni “Eltu mig svo, ég veit að þú sérð mig ekki,,.
“Bíddu,, heyrði Hermione Cindy segja.
Það leið smástund.
“Svona,, sagði Cindy svo.
“Hvað gerðirðu?,, spurði Hermione forvitin.
“Nú get ég séð þig, samt bara með augunum mínum,,.
Hermione kinkaði kolli því nú vissi hún að Cindy gat séð hana. Hún leiddi Cindey niður stigann sem þær höfðu ekki nennt að fara upp. Á leiðinni hugsaði Hermione alltaf.
“Vertu hugrökk Hermione, vertu hugrökk Cindy,, því hún vissi að Cindy las hugsanir hennar.
******************
Þegar Hermioen og Cindy voru komnar heim til Cyndiar og Hermione var búin að aflétta erexteri galdrinum fóru þær beint til Susan.
“Ó elsku Cindy mín,, sagði Susan þegar hún sá dóttur sína heila á húfi.
Hún faðmaði hana að sér.
“Mamma, að þýðir ekkert að fela sig, við verðum að berjast við þær,, sagði Cindy.
“Það er ekki hægt,, sagði Susan.
“Ef þið Karmona-dísirnar standið allar saman og gerið galdrana allar í einu og hjálpist að, þá tekst ykkur þetta,, skaut Hermione inn í.
Susan leit á hana vantrúaraugum. Það varð grafarþögn. En eftir smá tíma þá færðist bros á andlit Susan.
“Það er rétt Hermione, við getum þetta,,.
Hermione kinkaði kolli og Cindy líka.
“Nú þurfum við bara að safna fylgdarliði,, sagði Susan.
“Gerðu það, ekki segja þetta. Það minnir mig á svolítið hræðilegt,, sagði Hermione því þetta minnti hana á fylgdarlið Vodimorts.
Cindy kinkaði kolli til hennar. Hún vissi hvað hún átti við.
“Þið Cindy farið saman og ég fer ein,, sagði Susan “Drífum okkur,,.
Hún ætlaði að fara að leggja af stað út þegar Hermione greip í hana.
“Ég held að þú þurfir á þessu að halda,, sagði hún “Erexteri,,.
Susan varð strax ósýnileg.
“Ég vissi svo sem að þú myndir gera þetta,, sagði Susan og brosti.
Hermione brosti á móti. Svo gerði hún hana og Cindy aftur ósýnilegar.
“Ertu tilbúin?,, spurði hún Cindy.
“Ég held það já,, svaraði hún.
“Ég vona bara að þetta gangi upp,, sagði Hermione.
“Það vona ég líka,,.
Hermione opnaði hurðina og sá slöngurnar. Þarna voru þær allar saman að reyna að eyðileggja allt sem á vegi þeirra varð. Hermione leit líka í kringum sig og sá að allar Karmona-dísirnar voru komnar í húsin sín.
“Förum fyrst hingað,, sagði Cindy.
“Nei, ég er með betri hugmynd,, sagði Hermione “Heyra Armona slöngurnar vel?,,.
“Þær heyra nú eiginlega ekkert en geta fundið lyktina af okkur,, svaraði Cindy “Af hverju?,,.
“Þú sérð það,, svaraði Hermione.
Hún hljóp að miðju borgarinnar. Hún fór að stuttunni af Yranu og tók upp megaphoneinn.
“Ég vona bara að slöngurnar heyra ekki í mér,, sagði hún.
Hún setti megaphoneinn að munninum og byrjaði að kalla í hann.
“Allar Karmona-dísir hér í Kervekoborg. Ég veit að þið eruð allar hræddar við Armona slöngur. En þið verðið allar að standa saman og koma út og berjast við þær. Ef kraftar ykkar eru saman getið þið sigrað þær. Ég veit það. Ef þið standið saman þá tekst ykkur þetta. Þegar ég tel upp að þrem komið þið allar út úr húsum ykkar og byrjið að berjast,,.
Hermione hafði kallað af öllum mætti í megaphoneinn og var að verða illt í hálsinum. Hún gaf Karmona-dísunum smá stund til þess að hugsa málið.
“Einn…..Tveir….ÞRÍR,,öskraði hún í síðasta skiptið.
Karmona-dísirnar stukku allar út. Þeim hafði greinilega snerist hugur eftir það sem Hermione hafði sagt. Armona slöngurnar heyrðu strax í þeim þegar þær lentu og þess vegna fóru þær af stað í áttina til Karmona-dísanna.
“GERIÐ ÁRÁS,, öskraði Hermione þegar hún sá hvert stefndi.
Allar Karmona-dísirnar byrjuðu að gera álög, hver á fæti annarri og reyndu að meiða slöngurnar eins og þær gátu. En enginn gat gert nóg og ekki ein einasta Armona slanga var dauð.
“Hermione drífðu þig hingað,, kallaði Cindy.
Hermoine hljóp til hennar. Allt í einu byrjaði að hvessa. En hvernig gat hvessað neðanjarðar?
“Hvernig getur komið vindu hingað?,, kallaði Hermione upp í vindinn.
“Ég veit það ekki, þetta hefur ekki komið áður,, svaraði Cindy “En þú verður að koma aftur inn í hús, við mamma þurfum að segja þér svolítið,,.
Hermione varð svolítið undrandi að þær skyldu þurfa að tala við hana í þessum kringumstæðum. En Hermione ákvað samt að fara með Cindy svo þær þræddu vindinn alveg heim til Cindyar.
“Hvað þurfið þið að tala við mig um?,, spurði Hermione næstum því reið “Ætli þið ekki að bjarga borginni?,,.
“Jú, en við verum að segja þér að það er ekki hægt að nota sprota á Armona slöngu, svo þú getur ekki tekið þátt í bardaganum,, sagði Susan “En þar sem þú og Cindy hafið náð svo góðum tengslum getum við gert eitt,,.
Hermione leit forvitin en jafnt fram hrædd á hana. Hún var svo hrædd um að Kervekoborg myndi rústast og það vildi hún ekki, sérstaklega ekki þar sem borg vinkonu sinnar var að ræða um.
“Við getum gert þig, næstum því að Karmona-dís, þar sem tengslin ykkar eru svo góð,, sagði Susan.
Hermione hálfpartinn brá. Hún gat ekki verið Karmona-dís, jafnvel þótt að hún væri bara næstum því það.
“Víst geturðu það,, sagði Cindy “Þú getur það og við vitum það,,.
“Ég get það ekki,, sagði Hermione “Ég meina ég er ekki það….,, en hún gat ekki sagt þetta.
Hún gat ekki svikið vinkonu sína. Cindy hafði bjargað Hermione tvisvar. Því skildi hún ekki reyna að hjálpa henni?
“Ég get það,, sagði hún svo.
“Drekktu þetta,, sagði Susan við hana og rétti henni litla flösku með fjólubláu seiði í.
Hermione hikaði smástund. En svo lét hún vaða og drakk seiðið. Hún fann ekki fyrir miklum breytingum fyrst. En eftir smá stund komu fallegu Karmona-dísa vængirnir í ljós og skrýtni en jafnt fram flotti búningurinn. Hún varð líka einhvernvegin öðruvísi og miklu léttari.
“Þú getur ekki verið svona lengi svo við verðum að fara út núna,, sagði Susan.
Hermione kinkaði bara kolli en var en að ná sér eftir þessa undarlegu breytingu.
“Komum þá,, sagði Cindy.
Þær fóru út. Þegar þær komu út voru nokkrar slöngur dánar en líka nokkrar Karmona-dísir sem voru særðar. Stelpurnar flugu í átt að slöngunum og Cindy byrjaði strax að galdra. Hermione vissi hins vegar ekkert hvað hún ætti að gera svo hún flaug bara til og frá þegar ein slangan reyndi að ná henni.
“Hermione, hugsaðu bara hvað þú vilt gera,, hrópaði Cindy um leið og hún var búin að blinda eitt auga slöngurnar.
Hermione rétti út hendurnar og hugsaði sér að öllum mætti að hana langaði til þess að bannvænn geilsi kæmi að slöngunni. Í sama mund kom geilsi á slönguna en hún drapst ekki fyrir það.
“Reyndu áfram,, kallaði Cindy “Þú hefur annars konar galdramátt nú fyrir, það gagnast líka,,.
Hermione hugsaði að öllum mætti að hún gæti þetta og að en meiri bannvænn geilsi kæmi á þessa ljótu slöngu. Hún einbeitti sér að öllum mætti. Allt í einu kom geisli sem lenti beint í hjartastað á slöngunni. Hún engdist um en féll svo niður.
“Hermione, haltu áfram með þetta,, kallaði Cindy.
Hermione fór strax að næstu slöngu. Þegar hún einbeitti sér reyndi hún líka að hugsa hvers vegna þessar slöngu hefðu komið akkúrat þegar hún hafði verið þarna. Henni kom ekkert í hug. En þegar hún hafði náð að drepa þessa slöngu kveiktu hún perunni. Voldimort! En hvernig gat hann hafa vitað af því að hún var þarna? Hermione hugsað á meðan hún einbeitti sér. Draco! Nei, það gat ekki verið því hann vissi ekki um Karmona-dísirnar. Það eina sem henni datt í hug var Voldimort. Enda vildi hann líka drepa hana. Nú var komið að því. Eða að minnsta kosti hélt Hermione það.
“Þú færð ekki að drepa mig hérna,, sagði hún lágt.
Allt í einu fann hún fyrir því hvað aflið hennar varð meira og meira eftir því sem að hún varð reiðari og reiðari. Hún einbeitti sér sífellt meira og meira og hugsaði í leiðinni hvernig þær gætu stoppað slöngurnar.
“Cindy, ég er með hugmynd,, hrópaði Hermione.
Hún flaug í átt til Cindyar.
“Hvað?,, spurði Cindy.
“Myndum allar hring í loftinu í kringum slöngurnar og einbeitum okkur, við verðum að vera sífellt reiðari og reiðari við þann sem sendi þessar slöngur,,.
Cindy kinkaði kolli. Hún flaug til næstu Karmona-dís og byrjaði að tala við hana. Hermione beið í loftinu á meðan en varaði sig á slöngunum. Eftir eina mínútu voru allar Karmona-dísirnar komnar á loft og tóku að haldast í hendur. Það var mjög erfitt að halda taki og halda sér í loftinu þar sem vindurinn var svo mikill. Þegar hringurinn hafði myndast í kringum Armona slöngurnar byrjuðu Karmona-dísirnar allar að einbeita sér. Hermione fann fyrir sífellu orkuflæði í líkama sínum því nú var öll orka hvers og eins í öllum hringnum. Hermione fór að finna til mikillar reiði inn í sér. Hún vildi drepa Voldimort fyrir að vera svona illur. Fyrir allt sem hann hafði gert. Hermione fór að finna til mikils höfuðverks og orkuflæðið var að verða allt of mikið.
“LOSA,, kallaði Hermione.
Allir losuðu við sína orku sem hafði safnast upp. Það myndaðist risastór blár geisli um allar Armona slöngurnar. Þær kvöldust mikið en Hermioen var alveg sama. Orkan var svo mikil að þær brunnu til ösku. En það gerðist meira en það. Þessi orka sem hafði safnast upp breytti líka vindinum og það varð alveg logn. Orkan lagaði líka allt sem slöngurnar höfðu skemmt.
“Þar hefurðu það,, hugsaði Hermione með sjálfri sér.
Blái geislinn stoppaði. Allar Karmona-dísirnar fögnuðu ákaft.
“Við verðum að halda veislu,, sagði ein þeirra.
“Til heiðurs þessarar mannveru,, sagði önnur.
“Hvað heiturðu?,, spurði ein Karmona-dísin Hermione.
“Hermione,,.
“LENGI LIFI HERMIONE,, hrópaði hún og allar tóku undir.
Hermione roðnaði örlítið. Þetta var nú ekki mikið meðan við það að Cindy hafði bjargað lífi hennar tvisvar.
“Þetta var víst nóg,, sagði Cindy “Annars hefðum við örugglega allar dáið, ef þú hafðir ekki hvatt okkur til þess að berjast við þær þá hefðum við verið að kremjast í húsunum okkar því að ég held að verndargaldurinn hefði ekki náð að virka neitt,,.
Hermione roðna en meira og þakkaði Cindy fyrir þetta. Hún var óskaplega glöð yfir því að hafa getið hjálpað þeim.
“Ég býst við því að það verði veisla,, sagði Cindy.
“Sagðiru ekki að það mætti ekki leika sér með tímann,, sagði Hermione og glotti.
“Það fer eftir því hvað er verið að gera,, sagði Cindy og hló.
Hermione hló líka. Þær hlógu í smástund og skemmtu sér vel.
“Hvenær fer ég úr þessum búningi?,, spurði Hermione.
“Örugglega fljótlega,, svaraði Cindy.
Um leið og hún hafði lokið við orð sín tók búningurinn að dofna og Hermione varð aftur í sínum fötum.
“Þetta var ein af bestu lífsreynslum mínum,, sagði Hermione.
“Verðurðu hér þegar veislan verður?,, spurði Cindy.
“Það máttu bóka,, sagði Hermione.
“Förum aðeins heim og gerum ýmislegt fyrir veisluna,, sagði Cindy.
Þær gengu af stað og skemmtu sér konunglega og hlógu mikið á leiðinni við það að segja hvor annarri skemmtilegar sögur. En einn hló ekki jafn mikið en varð þá með glott á andlitinu og sagði:
“Þú ert ekki búin að vinna en þá, þetta var bara fyrsta lota,,.
Jæja, þá er þessi kafli búinn. Ég vona að þið gerið ekki lítið úr mér en ég verð nú að segja að það gerðist samt ekki mikið í þessum kafla. En vona að þið njótið vel og bíðið spennt eftir næsta kafla.