ATH, þetta verður lokakaflinn í þessum spuna, þó að árið sé ekki búið. Fannst allt í lagi að breyta aðeins til…:S
Harry Potter og stríðið
15. kafli
“Harry,” sagði Dumbledore sem stóð fyrir framan eineygðu nornina þegar Harry skaut þar upp kollinum. “Þú ættir að fara til hans en…”
Harry lét ekki segja sér þetta tvisvar og áður en Dumbledore hafði náð að klára setninguna var Harry rokinn. Honum fannst leiðin upp í sjúkraálmuna taka heila eilífð.
“Hvar er Lupin!?” öskraði Harry nánast á fröken Pomfrey.
“Hr. Potter, þú getur ekki fengið að tala við hann!” sagði fröken Pomfrey yfirveguð. “Hann er of veikburða.”
“Hvar er hann!” sagði Harry með valdamannsstíl.
“Hr. Potter,” sagði fröken Pomfrey og byrjaði að ganga inn eftir sjúkraálmunni og Harry elti. “Þú verður að skilja það að… hann fékk að öllum líkindum drápsbölvun á sig. Ekki mjög öfluga en nógu öfluga til þess að drepa mann. Þar sem hann er varúlfur…”
Henni tókst ekki að klára setninguna þar sem Harry var þegar rokinn af stað.
“Hann er innst,” hrópaði hún á eftir honum.
Harry hljóp að rúminu þar sem himnasæng hafði verið breidd yfir. Hann færði tjöldin frá og sá þá Lupin, hálfsofandi.
“Lupin?” hvíslaði hann. Lupin opnaði augun og náði að brosa aumu brosi.
“Þú komst,” sagði Lupin, “en ég óheppinn,” bætti hann við og hló.
“Lupin… ertu að…?”
“Já, Harry. Það gæti tekið sinn tíma og sársauka en já, ég er að fara,” sagði Lupin alvarlega.
“En… kemurðu aftur?” spurði Harry með kökkinn í hálsinum. “Þú verður að koma aftur!”
“Harry, ég vil ekki vera hérna til eilífðarnóns, þú verður að skilja það. Minn tími hér var að vísu mjög stuttur en hamingjuríkur,” sagði Lupin og reyndi að vera sterkur en Harry sá að augu hans voru full af hræðslu. “Ég kem ekki aftur.”
Þögul tár runnu niður kinnar Harrys.
“Það hafa alveg örugglega margir sagt að þú sért með augun hennar Lilyar,” byrjaði Lupin veiklulega. “Þú ert Lily þó að þú líti út eins og James. Það er örlítill James í þér en Lily er sterkari. Augun endurspegla hver við erum, Harry.”
“Já,” hvíslaði Harry í gegnum tárin, “af hverju fara allir?”
“Harry, þau eru alltaf hjá þér. Þau vaka yfir þér,” sagði Lupin.
“Hvernig?”
“Ég veit það ekki,” sagði Lupin.
Þeir þögðu um stund.
“Harry…” sagði Lupin loks, “lífið er eins og púsluspil. Þú verður að setja kubbana á réttan stað til þess að fá út rétta mynd og þú verður að passa þig á að týna ekki kubbum úr spilinu því að þá vantar í myndina.”
“Hvað ertu að reyna að segja?” hvíslaði Harry ringlaður.
“Þú mátt ekki gleyma. Ef þú gleymir gerir það bara illt verra,” sagði Lupin og tók í hönd Harrys. “Hvað sem gerist, ekki gleyma mér, eða Siriusi.”
Hönd Lupins var köld og Harry fann hvernig hún kólnaði ört.
“Lupin?” hvíslaði Harry með kökkinn í hálsinum.
“Mundu,” hvíslaði Lupin og dró að sér djúpt andann. Höndin varð máttlaus í lófum Harrys, augun tóm og andlitið hvítt. Hann var ískaldur.
“Lupin?” hvíslaði Harry og án þess að gera sér grein fyrir því að hann var byrjaður að gráta aftur. “Lupin? Remus?”
Harry beið eftir svari sem hann átti aldrei eftir að fá.
“Hann er farinn,” sagði Snape sem stóð alltí einu fyrir aftan hann. “Hann er farinn og kemur aldrei aftur, sættu þig við það.”
Harry leit á hann og tók eftir því að augun voru blóðhlaupin, þó að lítið bæri á því.
“Maður verður að sætta sig við það liðna Harry,” sagði Snape og lét sem ekkert væri, eins og þetta snerti hann ekki neitt.
Harry sagði ekki neitt. tárin voru hætt að renna niður kinnarnar og Harry stóð upp. Snape labbaði að Lupin, lokaði augum hans og breiddi lak yfir andlitið.
“Megi hann hvíla í friði,” hvíslaði hann hljóðlega. “Komdu. Það er ekki hollt fyrir þig að vera hérna.”
“En ég vil það!” sagði Harry.
“Harry, komdu,” sagði Snape sorgmæddur.
Þeir yfirgáfu sjúkraálmuna í flýti.
“Þú verður að fara í dýflissuna,” sagði eitt málverk að manni að skrifa bréf þegar þeir voru komnir fram á gang. “Það þarf á þér að halda strax!”
“Harry, farðu upp í Gryffindorturninn,” bað Snape áður en hann gekk rakleiðis niður að dýflissunum.
Harry hafði enga löngun til þess að fara upp í turninn. Hann vildi fá að vera einn. Harry gekk um skólann um stund en fór svo út til Hagrids. Sársaukinn var svo mikill að Harry hélt að hann myndi springa. Hann langaði að öskra en hafði ekki krafta til þess. Harry settist á stórt grasker hjá kofanum og beið þangað til að Hagrid kæmi út.
“Harry?” spurði Hagrid. “Hvað er að?”
Harry sagði ekki neitt, bara starði beint fram fyrir sig.
“Hvað er að Harry?” spurði Hagrid aftur. “Segðu mér hvað er að!”
“Þau… þau eru dáin,” sagði Harry í gegnum kökkinn.
“Þau hver?” spurði Hagrid. “Viltu ekki koma inn og fá te?”
“Lupin… Tonks.”
“Hvað ertu að segja?” sagði Hagrid snögglega, næstum reiðilega. “Hvað gerðist?”
“Þau… Hagrid, þau koma ekki aftur.”
Harry leit á hann og sá hvernig stóru svörtu augun fylltust af tárum.
“Harry, komdu inn,” sagði Hagrid traustvekjandi. “Komdu inn og fáðu te.”
Harry labbaði inn í kofann þar sem Tryggur tók slefandi á móti honum. Hann gekk að stólnum og settist í hann, stjarfur. Hagrid setti tebolla fyrir framan hann en Harry virtist ekki gera sér grein fyrir því. “Hvað gerðist?” spurði Hagrid rólegur og yfirvegaður. Harry gat ekki hugsað. “Harry, segðu mér.”
Harry byrjaði að segja Hagrid frá því sem hafði gerst. Það var erfitt en honum létti við að tala.
“Harry,” sagði Hagrid eftir að hann var búinn að segja honum allt, “þú ættir að fara. Ég held að Dumbledore vilji tala við þig.”
Harry gekk út úr kofanum án þess að segja neitt. Í því heyrði hann öskur sem virtist koma frá vatninu, sársaukafullt öskur sem hann kannaðist við.
“Hermione?” hvíslaði Harry og tók á rás niður að vatninu. Hann sá veru sitja á stein og kasta hnullungum út í vatnið og rífa í hárið á sér þess á milli. Þetta var Hermione.
“Hermione!” kallaði Harry til hennar. Hún snéri sér við og Harry sá blóðhlaupin og þrútin augu og úfið hár. “Hermione?” hvíslaði hann aftur.
“Farðu,” öskraði Hermione. Harry færði sig nær henni og stóð nú rétt fyrir aftan hana. “Harry, farðu ég vil ekki tala við þig.”
“Ég er ekki að fara,” sagði Harry. Hann vissi að Hermione þarfnaðist hjálpar, ekki að vera ein. “Ég veit alveg hvernig þér líður.”
“Þú veist ekki hvernig mér líður,” sagði Hermione grátandi. “Þú veist ekki neitt!”
“Hermione, ef einhver veit hvernig þér líður þá er það ég,” sagði Harry reiðilega.
“Þú hefur ekki verið merktur!” öskraði Hermione á hann og dró upp peysuermina og sýndi honum merkið sem var fölt.
Harry horfði á merkið í smá stund.
“Þú…” byrjaði hann, “verður að skilja…”
“Skilja hvað?” sagði Hermione háðslega.
“Hermione,” Harry dró að sér djúpt andann, “þú verður að koma inn.”
“Ég er búin að vera nógu lengi inni.”
“Hermione, hvað er eiginlega að?”
“Mér finnst ég vera skítug,” sagði hún reiðilega. “Þetta átti ekki að gerast! Mér líður svo illa… Ó, Harry mér líður svo illa að ég vil deyja!”
Hún stökk um hálsinn á honum og byrjaði að gráta.
“Af hverju drap hann mig ekki bara?” spurði Hermione milli ekkasoganna.
“Voldemort vill sjá mig… okkur þjást Hermione. Ef við þjáumst, þá verður Voldemort glaður,” sagði Harry.
“Ekki nefna hann á nafn, gerðu það! Merkið… það brennur þegar nafn hans er nefnt!” hvíslaði Hermione hljóðlega.
“Komdu, förum upp í kastala,” Harry sleit hana frá sér og þau gengu saman upp í Hogwarts.
“Harry, er allt í lagi með Lupin?” spurði Hermione á leiðinni.
“Hermione,” byrjaði Harry og fékk tárin aftur í augun, “Lupin er dáinn.”
Hermione stoppaði og féll á kné.
“AF HVERJU!” öskraði hún og byrjaði að gráta.
“Ég veit það ekki Hermione. Komdu nú, við verðum að komast upp í Hogwarts, við verðum að fara til Dumbledores og fá skýringu, einhverja skýringu!” Harry var sjálfur kominn með tárvotar kinnar. “Hermione, stattu upp!”
Hermione stóð upp og byrjaði að ganga hröðum skrefum í átt að kastalanum.
“Hermione, hvað ertu að gera?” spurði Harry, hálfhlaupandi á eftir henni.
“Fara inn í kastalann,” sagði Herione milli saman bitinna tannanna, “fá svör.”
“Hermione! Ekki sturlast!” Harry var orðinn hræddur. Hermione gat nú stundum verið svolítið óútreiknanleg.
“DUMBLEDORE!” öskraði Hermione þegar hún kom inn í forstofuna. Þar var enginn, ekki sála, aftur á móti heyrðu þau skvaldur frá Stóra salnum. Það var auðvitað kominn matur, hugsaði Harry.
“Hermione, viltu gjöra svo vel að öskra ekki!” sagði Harry ógnandi við hana. Hermione gekk að dyrum salsins og opnaði þær. Henni til mikillrar furðu sat Dumbledore ekki í sætinu sínu, heldur ekki McGongall.
“Dumbledore!” kallaði hún nú og allt varð hljótt og það var eins og bylgja færi yfir salinn þegar allir litu á hana. Snape dreif sig úr sætinu sínu og hljóp til þeirra.
“Granger, Potter, komið nú,” hann bennti þeim á að fara úr salnum. “Prófessor Dumbledore er mjög upptekinn sem stendur.”
“Hversu upptekinn getur hann verið, ég verð að fá að tala við hann!” sagði Hermione, næstum háðslega á móti.
“Hann er að berjast við hinn Myrkra Herra, vonum bara að hann sé enn að því,” sagði Snape.
“Nei, það skulum við ekki vona,” sagði Dumbledore sem stóð, hálf illa til fara með djúpa skrámu á enninu. “Ef svo væri, þá væri ég ekki búinn að buga hann.”
“Gott,” sagði Harry og var létt innra með sér þó að það væri eitthvað sem vantaði. Honum fannst sem hjarta sitt væri að frjósa.
“Hermione, Harry og Serverus, má ég biðja ykkur um að koma með mér upp á skrifstofuna,” sagði Dumbledore, sallarólegur eins og hann væri að bjóða þeim í te. “Það er svolítið sem við þurfum að ræða.”
Þau fylgdu honum þögul að skrifstofunni þar sem hann mumlaði lykilorðið svo að ufsagrýlan færði sig. Hermione fékk sér sæti í stólnum þegar þau komu upp á skrifstofuna og Dumbledore galdraði fram tvo auka stóla. Harry settist í þann sem var fjær Hermione. Ef hún myndi nú leggja bölvun á næsta mann, þá gæti það verið hættulegt því að Harry vissi að hún gæti lagt nokkuð flóknar bölvanir á fólk. Hann leit upp og horfði á Fawkes sem flaug til Dumbledores og eitt, silfrað tár lenti á enni hans, sem heilaðist á stundinni.
“Jæja,” sagði Dumbledore og fékk sér sæti á móti þeim. “Nei, Hermione, þú þarft ekki að útskýra neitt og nei það er ekkert hægt að gera við þessu.”
“En prófessor?” spurði hún með tárin í augunum. “Verð ég að lifa svona þar sem eftir er?”
“Svo gæti verið,” sagi Dumbledore. “Prófessor Snape mun eflaust brugga einhver seyði fyrir þig sem linar sársaukann.”
“Prófessor, ég get ekki lifað svona!” andmælti Hermione.
“Hermione, við verðum að læra að lifa, sama hvað gerist. Það er það erfiða við lífið sem við verðum að sætta okkur við.”
Hermione sagði ekki neitt. Harry vissi ekki hvort það væri út af því að hún hafði ekki neitt svar eða því að kökkurinn sem var í rödd hennar var svo mikill.
“Harry, mér þykir þetta leitt, afar leitt,” sagði Dumbledore og það vottaði fyrir mikillri sorg í rödd hans.
“Af hverju kemur þetta alltaf fyrir mig?” hvíslaði Harry og laut höfði. “AF HVERJU?” Öskraði hann svo óvænt. Dumbledore brá ekki, heldur horfði á hann sallarólegur á svip.
“Serverus, mætti ég biðja þig um að fara með Hermione og athuga hvað þið getið gert?” spurði Dumbledore, “Við Harry þurfum að eiga svolítið spjall.”
“Ekki málið, Prófessor,” sagði Snape. Röddin hans titraði, var næstum brostin. Harry horfði á þennan unga, svarthærða mann og sá ekkert nema sorgina og hræðsluna og hugsaði með sér hvernig faðir hans hefði litið út, ef hann hefði lifað. Hermione fylgdi Snape út af skrifstofunni.
“Harry,” byrjaði Dumbledore salla rólegur.
“Hvað ætlarðu núna að segja mér? Eitthvað sem ég vissi ekki í júní? Dumbledore, ég veit hvað dauðinn er. Núna á undanförnum fjórum mánuðum hefur hann heimsótt mig fjórum sinnum. Ég er farinn að skilja.” Harry horfði á hann. Dumbledore virtist vera að reyna að halda andlitinu. Þetta var í fyrsta sinn sem Harry hafði séð hann nálægt því að missa einbeitinguna, þessa gífurlega einbeitingu sem gat næstum verið ógurleg.
“Harry, það er margt sem þú skilur ekki, eins og ástin…”
“Dumbledore, hvað á ég að vita um ást? Enginn hefur nokkurntímann sýnt mér ástúð, fyrir utan Remus og Sirius sem voru hjá mér í stuttan tíma. Hvernig get ég lært eitthvað um ást, þegar engum þykir vænt um mig?” Hann sá strax eftir að hafa sagt þetta.
“Harry…” Dumbledore var greinilega ekki alveg viss um hvað hann ætti að segja.
“Hverjum þykir vænt um mig?” spurði Harry rólegur milli samanbitinna tanna.
“Harry, mér þykir vænt um þig,” sagði Dumbledore.
“Nú?” spurði Harry, alveg forviða. Hann vissi ekki um stund hvað hann ætti að segja.
“Harry, mér þykir vænt um þig,” sagði Dumbledore aftur með miklum sannfæringakrafti.
“Það er ekki nóg að segja það, Dumbledore og hafa það út af fyrir sig, þú verður líka að sýna það,” Harry reis upp og bjóst til þess að ganga út, en sem áður hafði Dumbledore læst dyrunum.
“Harry, ég vil að þú hlustir á mig, svo að ég geti verið sáttur við lífið og svo að þú getir verið sáttur við lífið.”
“Þú getur talað, en ég þarf ekki að hlusta,” sagði Harry. Hann vissi að það þýddi ekkert að láta skapið bitna á dauðum hlutum.
Dumbledore dró djúpt að sér andann. Öll málverkin voru farin að fylgjast með og hvísla sín á milli.
“Veistu hvað er í leyndarmálastofnuninni?” spurði Dumbledore.
“Lupin sagði að þar væru minningar eða minnið væri þar,” sagði Harry stuttlega.
“Það er bara eitt af því. Í leyndarmálastofnuninni eru fjögur öfl að verki, fjögur öfl sem eru öll mismunandi og sterk. Þetta er ástin, lífið, minningar eða hugsun og dauðinn.”
“Bíddu?” spurði Harry.
“Í leyndarmálastofnunninni er herbergi sem gefur frá sér orku sem þú hefur svo mikið af, orkuna sem Voldemort hefur ekki snefil af,” Dumbledore leit dularfullur á Harry. “Harry, þú ert svo mikið ríkari en Voldemort, þú bara gerir þér ekki grein fyrir því. Ef þú notar það sem þú hefur þá ætti þér að takast það.”
“Takast hvað?” spurði Harry en áttaði sig svo á því að hann var að tala um spádóminn. “En hvernig?”
“Þú verður að komast að því sjálfur,” sagði Dumbledore enn dularfyllri en áður. “Harry, nú verður þú að vera sterkari enn nokkrum sinni fyrr, bæði fyrir þig og Hermione. Næstu mánuðir eiga ekki eftir að verða auðveldir fyrir neinn.”
“Allt í lagi,” sagði Harry og kinkaði kollu og stóð upp. Dumbledore sveiflaði töfrasprotanum sínum og dyrnar opnuðust. Harry gekk þögull upp í Gryffindorturn þar sem allir voru í uppnámi svo að fáir tóku eftir Harry. Ron var að reyna að hugga Hermione í uppáhalds horninu þeirra en Harry fannst hann ekki geta gert meira svo að hann fór beina leið upp í svefnsalinn.
“Hvernig gekk?” spurði Neville sem sat í rúminu sínu með bók, þegar hann kom inn í herbergið. “Hvað er að?” bætti hann svo við þegar hann sá svipinn á Harry.
“Allt er að,” sagði Harry með kökkinn í hálsinum.
“Harry, segðu mér hvað er að,” sagði Neville, óvenju tilfinningaríkur og hughreistandi.
“Allt í lagi,” sagði Harry og dró djúpt að sér andann, “Lupin og Tonks… þau… þau eru dáin.”
Neville sagði ekki neitt en augu hans fylltust af tárum.
“Lupin er eini kennarinn sem mér fannst vera virkilega góður,” sagði Neville og reyndi að halda aftur af tárunum. Harry kinkaði kolli og sveiflaði sprotanum sínum svo að tjöldin umluku rúmið hans og lagði svo sprotann á náttborðið en hann rann niður á gólf. Harry beigði sig niður til þess að ná í sprotann og rakst þá á eitthvað gyllt. Þetta var nistið sem Lupin hafði gefið honum í afmælisgjöf. Harry handlék nistið og opnaði það og fannst skrítið að hann hafði gleymt þessu nisti. Myndir birtust af Siriusi, James og Peter hlæjandi, hlaupandi, sem kvikskiptingar. Harry heyrði Ron, Seamus og Dean koma inn en það truflaði hann ekki við að horfa á þessar minningar.
“Ég mun ekki gleyma,” hvíslaði Harry um leið og tár rann niður kinnarnar og hann gerði sér grein fyrir að þetta ætti eftir að verða erfitt- mjög erfitt.
—
Hér með ætla ég að lýsa þessum spuna loknum og ef ég man rétt þá er þetta fyrsti spuninn um Harry sem klárast, en ég gæti verið að gera vitleysu:P Takk fyrir mig og þetta hefur verið mjög gaman að búa til þennan spuna og fá álit enda er ég núna orðin betri í að skrifa sögur og greinar (þetta er sennilega besta ritgerðarverkefni sem hægt er að fá). En já, hvort sem þið ætlið að drepa migi eður ei, þá er þessum spuna lokið, finito:D
Fantasia