Þetta var svo erfitt að semja þennann kafla. Sérstaklega út af vísunni. Ég vil benda ykkur á sem lesa þennann kafla að þetta er ekki ÁSTARSAGA og þetta er svolítið væmið en EKKERT ÁSTARÆVINTÝRI Í GANGI!!!!!
P.S. Ég reyndi að hafa þennann kafla eins LANGAN og ÉG GAT. En það tókst ekkert sérlega vel svo ég vona bara að ég sleppi í gegnum í þetta eina sinn því ég hef séð suma hafa sloppið í geng.
13.kafli. Meistarinn
Ef þú bruggar seiðið,
Öll efnin eru rétt.
Þarftu að ákveða meinið,
Og muna líka eitt.
Eitt hár,
af höfði meistarans þar.
Annars seiðið dugar ekki komandi ár,
og allir muna hvernig allt var.
Meistarinn,
sá sem getur næstum allt í öllu.
Meistarinn er meistarinn þinn,
sá sem þú hlíðir í næstum öllu.
En vanda skaltu valið,
því margt getur gerst.
Það getur marga kvalið,
það getur látið allt verða eins og allt verst.
En hugsa skaltu þig um,
þetta er það sem þú velur.
Það getur allt gerst hjá jarðarbúum,
og gamla lífið þitt þú selur.
Óskum þér góðs gengis,
að allt fari á besta veg.
Að ekkert fari til einskis,
gangi þér vel.
Hermione leit á Draco.
“Skiluru ekki hvað ég á við?,, spurði Draco.
“Nei,, svarði Hermione “Draco, það er ekkert sem ekki er hægt að ráða fram úr í þessu,,.
“Þú segir það já,,
“Já og ég meina það líka, það er nákvæmlega ekkert flókið við þetta,, svarði Hermione “Hvað er svona flókið? Það er ekkert flókið við þetta, þetta er svo auðvelt að hver sem er gæti gert þetta, þetta er það auðvelt og allt svo skýrt,,.
Hermione sagði þetta með hæðnislegum tón.
“Þú segir það, segðu mér þá, hver er meistarinn þinn?,, æpti Draco næstum því.
“Nú það er nú mjög einfalt, ef þú mundi nú hugsa aðeins þá munduru kannski fatta það,, svaraði Hermione og var farin að æpa.
“Ég hugsa alveg það nógu skýrt til þess að vita að þetta er ekki eins auðvelt og ÞÚ heldur,,.
“Nú, þykist ÞÚ eitthvað hafa meira rétt fyrir þér en ég?,,.
“Segðu mér bara hver meistarinn þinn er,, æpti Draco.
“Nú það er auvitað Dumbledore,, æpti Hermione á móti “Er það ekki svaka auðvelt?,,.
“Ekki svo auðvelt fyrir…..fyrir…,, rödd Dracos skalf og Hermione sá eitt tár leka niður vinstra augað.
“Ekki svo auðvelt fyrir hvern?,, spurði Hermione en hafði lækkað aðeins róminn.
“Ekki svo auðvelt fyrir MIG,, svaraði Draco.
Hann fór að sófanum og sast þar niður og grúfði andlit sitt í hendur sínar. Hermione vissi ekki hvað var að en sá eftir því sem hún hafði sagt. Hún hafði sagt eitthvað sem særði tilfinningar Dracos. En Hermione hafði verið það vitlaus að halda að Draco hafði ekki tilfinningar. Eins og sumir aðrir. Eftir allta saman var Draco bara ágætur. Það hlaut að vera ástæða fyrir því að hann hafði alltaf verið svona, ja, pirrandi.
Hermione gekk rólega til hans.
“Hermione, fyrirgefðu, það bara….,, byrjaði Draco en þagði síðan.
“Hvers vegna er það ekki auðvelt fyrir þig?,, spurði hún.
“Vegna þess að ég er aldrei viss, viss hvort ég,, en Draco hætti að tala.
“Ertu ekki viss um hvað?,, spurði Hermione varfærnislega.
Draco sagði ekkert í smástund.
“Vegna þess að ég er aldrei viss hvort ég, í rauninni,, byrjaði Draco “Hvort ég í rauninni tilheyri, bara öllu þessu,,.
“Öllu hverju?,,.
“Bara öllu, ég meina, helduru að mig langi eitthvað til þess að verða drá, þú veist hvað? Spurði Draco.
Hermione brá svolítið þegar hann sagði þetta. En langaði hann til þess?
“Ne…nei,, svarði Hermione.
“En það er það sem mér er ætlað, ég meina, ég get ekkert gert af því,,.
“En hvers vegna…,, ætlaði Hermione að byrja en Draco greip fram í fyrir henni.
“Vegna þess að ég veit ekki með hvorum ég á að halda,,.
“Með hverjum þú átt að halda?,, spurði Hermione.
Hún var ekki alveg að fatta hvað Draco var að tala um en þóttist þó vera búin að finna ástæðuna.
“Dumbledor eða Vold…., Voldimort,, sagði Draco.
Hermione leit á Draco. Þetta var alveg satt hjá honum. Hún hélt samt að hann hlaut að halda með Dumbledore innst inni en bara vegna þess að, því sem beið hans þá þorði hann ekki annað en að “halda” með Voldimort. En hvernig átti hún að vita það?
“En þú heldur með Dumbledore? Er það ekki?,, spurði Hermione.
“Veistu, mig langar það, ég bara, ég bara þori því ekki,, svaraði Draco “Þú myndir skilja mig ef þú værir í sömu aðstæðu,,.
“Örugglega,, svarði Hermione “Eigum við ekki bara segja að þú haldir með Dumbledore og hann sé “Meistarinn” þinn?,,
“Ætli það ekki,, svarði Draco “En þetta er alveg fáránlegt nafn, Meistarinn,,.
“Reyndar,, svaraði Hermione og fór að hlæja “SPOOKY,,.
Þau hlógu nokkra stund og fóru í koddaslag. “Þetta fór að minsta kosti vel,, hugsaði Hermione og hélt áfram að slá Draco með koddanum.
Þegar það var komið nóg að koddaslag fóru þau að spá í drykkinn.
“Hvernig eigum við eiginlega að gera hann og hvar?,, spurði Draco.
“Nú, við gerum hann eins og stendur í uppskriftinni og ég held að við gerum hann bara hér,, svarði Hermione. “En þetta gæti tekið svolítinn langann tíma,,.
“Klukkan er líka orðin 8, við erum búin að vera að þessu í allan dag,, sagði Draco.
“Ætli það sé ekki best að við förum niður í kvöldmat, ég er glorsoltin,,.
“Ég líka,, samsinnti Draco.
“Farð þú á undan,, sagði Hermione.
Draco fór í gegnum vegginn. Hermione sat eftir smástund og hugsaði um það sem Draco hafði sagt. Henni hafði brugðið mjög þegar þetta með Voldimort og drápara málið kom út úr Draco. Eiginlega vorkenndi hún honum.
Hermione fór út úr leyniherberginu og fór niður í matsal.
“Hvar í ósköpunum hefur þú eiginlega verið???,, spurði Ron þegar Hermione var sest niður við Gryffindor borðið og byrjuð að fá sér að borða.
“Bara út um allt,, svaraði Hermione.
“Jahá,við Harry höfum ekki séð þig í allann dag,,.
“Vegna þess að ég var út um allt,,.
“Reyndar höfum við eiginlega ekkert séð núna um helgina,, skaut Harry inn í.
“Nei, ég hef verið svo upptekin við það að læra,, svaraði Hermione.
“Þú ert ekki svona lengi,, sagði Ron og fékk sér kjötbita.
“Nei, ég var reyndar líka að lesa svona sitt og hvað,,.
“Til hvers?,,
“Bara svona, ja, til þess að þurfa ekki að lesa eins mikið næst þegar við þurfum að lesa eitthvað fyrir næsta tíma,, svarði Hermione.
Ron hætti að tala við Hermione um þetta og hélt áfram að borða. Hermione var fegin að þeir færu ekki að spyrja meira út í þetta og hélt því bara áfram að borða.
Eftir matinn fór hún upp í Gryffindor turn og fór að læra. Þetta hafði verið langur dagur og þau höfðu náð í öll efnin sem vantaði. Hún hugsaði um eyðimörkina og allt um efnin. Manninn sem hafði séð hana og…….. Hermione stoppaði í upprifjuninni. Hún hafði gert sig ósýnilega með galdri og farið til landanna með galdri. En það mátti ekki galdra utan Hogwarts. Enginn hafði sent henni bréf eða neitt. Hvers vegna? Hermione sökk sig dýpra og dýpra í þessa hugsun þangað til hún var orðin svo þreytt að hún ákvað að fara upp í rúm. Hún fór því upp í stúlkna svefnálmuna, háttaði sig og fór upp í rúm. Hún vonaðist til þess að fá góðan nætursvefn án vondra drauma. Hún lokaði augunum. Sá allar góðar minningar sem hún hafði upplyfað fyrir framan sig og rifjaði þær upp. Þegar hún var búin að rifja nokkrar upp sofnaði hún.