Við addabest erum í því núna eiginlega BARA að senda inn áhugaspuna..! Eins og kannski flestir sem hafa lesið þetta taka eftir því að við skiptumst á að senda þetta því við komum okkur ekki sama um hvor eigi að senda þetta..!








~* Upprisa Snáksins 3. kafli *~









Harry hljóp eftir löngum gangi. Hann sá ekki neitt. Það var niðamyrkur. ,,SIRIUS!” kallaði hann en það kom ekkert svar. Það eina sem sást var silfurhvítt hár og skínandi hvít augu.



Harry vaknaði upp með andfælum og löðrandi í svita. Það var kominn morgunn, hann reisti sig upp og dró himnasængina frá. Hann kastaði sokk í Ron sem bölvaði og stóð upp.

,,Afhverju gerðirðu þetta”, muldraði Ron útúr peysunni sem hann var hálfnaður á leiðinni í. Harry hristi höfuðið. Ron gekk niður í setustofuna þar sem Hermione sat í hægindastólnum og svaf fast. Hann hristi hana varlega, en þegar hún vaknaði ekki beygði hann sig niður og kyssti hana létt á kinnina. Hún opnaði augun og hann sá strax eftir því að hafa gert þetta. Þau roðnuðu og fóru að tala um hvað gæti verið í morgunmat þegar Harry gekk fullklæddur niður úr drengjasvefnsalnum. ,,Eigum við ekki að fara niður í morgunmat”, spurði hann en þegar hann sá hversu rauð þau voru bæði spurði hann. ,,Hvað gerðist hér”.

,,Ha ekkert, afhverju spyrðu eiginlega”, spurði Ron og reyndi að gera sér upp undrun og sakleysissvip en það tókst ekki alveg og hann afmyndaðist í stórri grettu.

Þau gengu saman niður í stóra sal og settust við Gryffindor borðið. Harry reyndi að halda uppi samræðum en Ron og Hermione voru svo þögul að hann gafst upp á því og borðaði ristaða brauðið sitt þegjandi. Allt í einu rétti hann úr sér svo hratt að það brakaði í bakinu á honum. Hvernig gat ég gleymt þessu! hugsaði hann. Ég hlýt að hafa gert það útaf lestinni eða eitthvað!

,,Rólegur maður!” sagði Ron sem var að kyngja síðasta bitanum af brauðinu sínu.

,,Er Lucius ekki í Azkaban!” spurði Harry og virtist skelkaður.

,,Öö, jú, þú sendir hann þangað, manstu”, sagði Ginny og horfði rannsakandi á hann.

,,Hann er þar sem betur fer, hann á það allavega meira skilið en margir aðrir”, sagði Ron og horfði yfir á Slytherinborðið. En Hermione virtist veita þessu miklu meiri áhuga en hin. ,,Hvað meinaru með þessu, þú veist að þú sendir hann þangað, eða sona hér um bil greinilega, bíddu, sástu hann”, sagði Hermione í einni bunu. ,,Ég meina, þú getur ekki hafa séð hann, hann er í Azkaban, plús það að það var mamma hans sem var með honum og var að blanda geði við einhverja galdramenn!”.

,,Nei það er rétt, þetta hljóta þá að hafa verið ofsjónir”, sagði Harry og þegar Hermione opnaði munninn til að segja eitthvað sagði hann ,,Og nei, ég ætla ekki að trufla Dumbledore með þessu núna”.

,,Jæja, gerðu það sem þú vilt, en ekki koma kvartandi til mín þegar þú fattar að þetta hafa ekki verið ofsjónir”, sagði Hermione og byrjaði aftur að borða.

,,Veistu, mér finnst alltaf eins og þú sért að leyna einhverju fyrir okkur”, sagði Ron og leit ásakandi á Hermione.
,,Og hvernig veistu það”, sagði hún og bætti svo við. ,,Það er að minnsta kosti eitt sem þú mátt vita, og það er að ég er farin héðan”.

,,Skapið í henni er alveg að fara í mínar fínustu, hún er eitthvað að gelgjast held ég”, sagði Ron og mændi á dyrnar sem hún hafði farið út um. ,,Hún er samt pottþétt að fara á bókasafnið eða eitthvað, það er svo nákvæmlega hún”.

Harry og Ron luku við morgunmatinn sinn og löbbuðu áleiðis í fyrsta tímann þeirra; sögu galdranna. Prófessor Binns var fölari en venjulega, og hann sagði ekki mikið, heldur skrifaði mest á töfluna. Hermione sat á milli Harry og Ron en hafði ekki sagt neitt. Á svipnum á henni mátti sjá að hún var ekki í fýlu heldur djúpt hugsi og hafði því ekki fyrir því að tala. Eftir drykklanga stund og heilmikil glósuskrif lauk tímanum loksins og flýttu Ron og Harry sér áleiðis í spádómafræði en Hermione lagði af stað í talnagaldra. Þegar þeir komu tók á móti þeim sú vanalega stækja sem fylgdi Trelawney. Þeir völdu sér sæti við gluggann. En þegar þeir voru nýbyrjaðir á lófalestri heyrðust miklir brestir úr áttinni frá Forboðna skóginum. Allir flýttu sér að glugganum til þess að sjá hvað væri um að vera. Harry og Ron gerðu það sama en þeir höfðu setið í glugganum þar sem ekkert sást nema skýjaður himininn. Lavender öskraði upp yfir sig og benti í áttina að Forboðna skóginum. Þar sáust allt upp í 13 stærstu verur sem Harry hafði nokkurn tímann séð þramma út og halda að Quidditchvellinum!

,,Risar”, hvíslaði Ron skjálfandi.

,,Hvað!?” sagði Harry og leit á Ron, en um leið öskruðu allir því risarnir voru nú búnir að fella niður markstangirnar á Quidditchvellinum og kremja áhorfendapallana en þrömmuðu af stað í áttina að skólanum.

,,Ó nei, eikin”, skrækti Parvati. Risarnir höfðu nú myndar hring utan um Eikina armalöngu og virtust ætla að gera árás á hana. Trelawney sem stóð við gluggann gekk að arninum og hallaði sér upp við hann. ,,Ég vissi það, ég sá þetta fyrir”, sagði hún lágróma og skjálfandi. Harry og Ron voru of skelkaðir til þess að gera grín að þessu, en við venjulegar aðstæður hefðu þeir spurt hana af hverju hún sagði engum neitt.

Lavender og Parvati hröðuðu sér til hennar og hvísluðu einhverju að henni, líkast til einhverjum uppörvunarorðum.

Einn risinn - sem var líklegast Gurgur því hann var svo stór – nálgaðist eikina með gríðarstóran lurk. Skærrauður mikill eldur logaði á lurknum og Harry þekkti hann sem ævarandi eld. Kannski er þetta risaflokkurinn sem Hagrid og Maxime heimsóttu hugsaði hann Harry. Kannski er þetta eldurinn en bægði hugsunum sínum frá því rétt í þessu hafði stóri risinn verið sleginn til jarðar af Eikinni armalöngu - sem geinilega líkaði ekki þessi skyndiárás -og datt kylliflatur á jörðina. Hinir risarnir urðu ævareiðir og bjuggu sig undir að tæta Eikina upp af rótum sínum en hún sló frá sér og gerði stórt sár á bringuna á einum risanum. Þegar risarnir sáu hvar fullt af kennurum og Dumbledore komu hlaupandi með sprotana á lofti hörfuðu þeir og hlupu þunglega aftur inn í Forboðna skóginn. Fuglar flugu upp úr skóginum langar leiðir. Risarnir höfðu ekkert haft fyrir því að taka þann særða með sem lá á jörðinni rétt frá eikinni, en hún hafði rotað hann svo hann gat hvort eð er ekkert hreyft sig. Kennararnir og skólameistarinn nálguðust hann, enn með sprotana á lofti. Þegar þau sáu að hann hreyfði sig ekkert muldraði Dumbledore eitthvað og gullinn þráður kastaðist úr sprota hans og vafði sig utanum risann. Nokkrum sekúndum síðar sá Harry hvar risinn sveif í lausu lofti og þaut áfram í átt að kastaladyrunum undir stjórn Dumbledores.

,,Hvað var nú þetta”, sagði Ron og féll niður í stólinn sem var næst honum,,Hvað var nú þetta”, sagði Ron og féll máttlaus niður í stólinn sem var næst honum. Harry svaraði ekki. Hann var að hugsa um nákvæmlega það sama.
,,Þ-þið me-megið f-fara krakkar mínir, tíminn er búinn í d-dag! Ég held líka að ég ætti að kíkja í spákúluna m-mína” stamaði Trelawney óstyrkri röddu.

,,Þetta hlýtur að hafa verið skipuð árás því risar haga sér örugglega ekki alveg svona, ég held þeir haldi sig bara uppi í fjölunum og éta hvorn annan þangað til að einhver kemur og gefur þeim gjöf. Og þá verða þeir ánægðir og fylgja honum”, sagði Hermione eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna af því sem gerðist við forboðna skóginn. Hún hafði verið í talnagaldratíma sem var hinumegin í kastalanum og hafði því ekkert séð hvað fór fram. Þau voru að borða kvöldmatinn og andrúmsloftið var spennuþrungið. ,
,En ég trúi því varla að hún hafði séð þetta fyrir. Hún hefði fríkað út og sagt að þú myndir deyja eða eitthvað verra jafnvel”, sagði Ron við Harry og ranghvolfdi augunum.
,,Mér dettur eiginlega enginn annar í hug en Voldemort”, sagði Harry og virtist ekkert kippa sér upp við það þótt allir sem heyrðu í honum kipptust við um leið og þeir heyrðu á Voldemort minnst.
Hermione horfði ávítandi á hann. ,,Eigum við ekki bara að fara upp í Gryffindor turn” sagði hún síðan og leit upp að tómu kennaraborðinu. ,,Þar sem að kennararnir eru í burtu að huga að þessum særða risa held ég að við höfum ekkert meira að gera hér” Harry og Ron jánkuðu og þau löbbuðu saman upp í setustofu Gryffindor.
Þegar þangað var komið hlammaði Hermione sér niður í einn hægindastól nálægt eldinum. Enginn sagði neitt fyrr en Hermione hóf til máls.
,,Strákar, muniði þegar að Ron sagðist halda að ég leyndi ykkur einhverju?”

,,Eitthvað rámar mig lauslega í það” sagði Ron og krosslagði hendurnar!
,,Ég hérna – sko, þið sáuð reykinn í dalnum þar sem lestin lá í gær” sagði Hermione og undarlegt blik var í augum hennar.
,,Já” sagði Harry áhugasamur.
,,Ég sá merki í reyknum”
,,Merki?”, spurði Ron undrandi.

,,Já, mig minnti að ég hefði séð það einhvers staðar en ég mundi ekki hvar. Svo að ég fór að kíkja í bækurnar mínar” (Ron ranghvolfdi augunum)
Hermione stóð nú upp, opnaði töskuna sína og náði í eintakið sitt af Sögu Hogwartsskóla. Hún fletti upp á blaðsíðu 294. Hogwartsmeistararnir fjórir, las Harry.

Hún benti á litla mynd neðst á blaðsíðunni.


,,Það merki tilheyrir aðeins Salazar Slytherin”