2.kafli.Ollivander
Venjulega þegar Emanuelle ætlar sér að vakna snemma vaknar hún allt of snemma, kannski klukkan fjögur og fer þá aftur að sofa og vaknar þá allt of seint-en ekki núna. Núna var Emanuelle komin á fætur klukkan átta,búin að borða morgunmat og klæða sig. Hún var á leiðinni upp að vekja Jess og mömmu sína þegar hún heirði í bréfalúgunni skella aftur. Hún fór fram í forstofu og tók upp bréfið sem þar lá, á því stóð :
Emanuelle Dijon
Ealing 117
London
Emanuelle reif bréfið upp og las
Hæ Em !
Ég fer að kaupa skóladótið mitt í dag. Við pabbi ætlum að fara til Skástrætis um hádegis bilið. Verður þú þar ? Eða ertu ekki búin að fá bréfið þitt ?
Vona að ég hitti þig þar. Ef ekki hittumst við í Hogwarts lestinni 1.September !
Kær kveðja Ekka
Emanuelle brosti. Erika Anderson var besta vinkona hennar-þær kynntust á heimsmeistaramótinu í Quidditch í fyrra. Þær voru aðallega pennavinkonur en Emanuelle fékk að fara til hennar yfir afmælið hennar. Erika var blönduð,mamma hennar var norn en hún dó fyrir þrem árum og pabbi hennar var muggi sem hafði sætt sig við göldrótta eiginkonu og börn. Hún átti einn bróður sem var að hefja sjöunda árið sitt í Hogwart.
Emanuelle og Erika voru algjörar andstæður í útliti,Emanuelle var með rauðbrúnt stutt hár,frekar mjó og með næstum svört augu. Erika var hinsvegar með frekar asískt útlit, Hún var með sítt svart hár og leir brún augu. Þær stöllur voru samt algjörar samlokur. Emanuelle hljóp með bréfið upp í herbergið sitt
“Mylla !”kallaði hún en það var nafnið sem hún hafði gefið uglunni sinni “þú þarft að senda bréf fyrir mig !”
Hún settist niður. Greip fjaðurstaf úr krukku á borðinu og skrifaði í flýti
Ekka !
Ég verð líka í Skástræti í dag. Hittumst á leka seiðpottinum.
Kv. Em
“Hérna Mylla”sagði hún “farðu með þetta til Ekku”
“Emanuelle” var kallað út úr herberginu hennar mömmu
“Hvað ?”kallaði Emanuelle á móti og fór inn í herbergi til mömmu sinnar
“Ég held að ég geti ekki farið að kaupa skóladótið í dag”sagði mamma hennar
“Af hverju ekki ?”spurði Emanuelle
“Ég er eitthvað svo slöpp”
“Má ég fara með Ekku”spurði Emanuelle “Hún var að senda mér bréf,hún fer líka að kaupa dótið sitt í dag”
“Já gerðu það endilega !”sagði mamma hennar
Emanuelle hljóp út en skransaði svo.
“Geturðu sent skilaboð til Ekku ?ég er búin að senda Myllu til hennar”spurði Em óðamála
“Þú getur bara notað klinktíman hérna fyrir framan sjoppuna”sagði mamma hennar og rétti henni smámynt sem hún tók upp úr krukku á náttborðinu.
“Ég býst við að þú sért að tala um myntsímann ?”sagði Emanuelle og tók við peningnum.
“Já…eða það”sagði mamma hennar.
“Mamma !ég fæ að fara með Ekku”kallaði Emanuelle um leið og hún hratt upp útidyrahurðinni “ég á bara að hitta þau á leka seiðpottinum. Þau eru þar núna !”
Jess flýtti sér til hennar,tiplaði á tánum til þess að gera sem minnst hljóð.
“Mamma er með hausverk og ætlar að taka það rólega í dag”hvíslaði Jess “Þú mátt alveg fara með Ekku. Þú mátt fara til Ekku og vera þar það sem eftir er þangað til skólinn byrjar ef það er allt í lagi” Jess sussaði á hana þegar hún ætlaði að fara að segja eitthvað
“Komdu inn í eldhús” hvíslaði hún
“Já !”stundi Emanuelle upp “Ef ég má það !”
“Ég er búin að taka dótið þitt og setja það í poka”sagði Jess “Þú kaupir þér koffort í skástræti,og hérna eru peningar fyrir skóladótinu” Emanuelle kinkaði kolli
“Pokinn þinn er hjá eldstæðinu,þú ferð beint á leka seiðpottinn og ef þú færð ekki að vera hjá þeim býrðu á leka seiðpottinum,Tom treystir þér alveg-hann þekkir mömmu svo vel”
Emanuelle hlustaði á þessa ræðu og stóð svo upp og gekk að eldstæðinu. Hún dró djúpt andann. Síðast þegar hún ferðaðist með flugdufti hafði ekki verið gaman ! hún fór út á röngu eldstæði og datt inn til einhvers fólks að borða hádegismat !
Hún greip handfylli af flugdufti úr krukku á arinhillunni og sáldraði því inn í eldinn,logarnir tóku óðara á sig grænan blæ.
Hún steig inn í eldinn og horfði á múrsteinsvegginn inni í eldstæðinu.
“SKÁSTRÆTI”
Emanuelle klemmdi saman augun. Hún gat aldrei vanist þessu-sama hversu oft hún ferðaðist með þessum hætti. Hún lét rifa í augun en lokaði þeim næstum strax aftur. Grænir logar umluktu hana alla, henni varð óglatt og óskaði þess að þetta hætti. Þá þeittist hún út úr eldstæðinu og rann eftir skítugu gólfinu á leka seiðpottinum.
“Hæ Tom”stundi Emanuelle upp og hóstaði sóti
“Nei,sæl Emanuelle! Hvað segir Rovena ?”spurði Tom. Emanuelle þekkti Tom vel. Mamma hennar vann auðvitað í Grínbúð Zonko’s svo hún þekkti Tom líka vel.
“Mamma er veik,ekkert alvarlega,bara eitthvað slöpp”sagði Emanuelle “En hefurðu nokkuð séð Eriku,hún er örugglega með herra Anderson”
“Jú,hún bað mig um að segja þér að hún færi í Flourish&Blotts,bara við innganginn, og ætlaði að bíða eftir þér þar”
“Takk Tom”sagði hún og veifaði.
Hún gekk út um bakdyrnar. Þar var norn að telja múrsteinana.
“tveir upp-þrír til vinstri”muldraði hún með sjálfri sér. Steinboginn myndaðist fyrir framan hana. Emanuelle hraðaði sér eftir troðfullri, hlykkjóttri götunni inn í Flours & Blotts. Búðin var troðfull þegar hún kom inn í hana. Emanuelle tyllti sér á tær til að reyna að sjá betur, ekkert. Hvar sagði Tom aftur að hún myndi býða…Emanuelle sneri sér við og..
“Ekka!”hrópaði hún,Erika stóð við innganginn og hélt á stórum bunka af bókum
“Hæ!”sagði hún skælbrosandi “komdu,ég er búin að kaupa allar bækurnar mínar,en ég tók líka handa þér” bætti hún við og skellti stórum bunka af bókum í fangið á henni.
“Takk,ég ætla að borga þetta,bíddu aðeins”sagði hún og hljóp af stað.
“Veistu hvað þarf hérna ?”sagði Emanuelle þegar hún kom aftur “Það þarf svona skápa þar sem að maður getur geymt þessar bækur í staðinn fyrir að rogast með þær um allt skástræti!”
“Já,manni veitti nú svo sem ekki af því”sagði Erika um leið og hún rogaðist með pokann sinn út um dyrnar.
“Hvert eigum við að fara núna ?”sagði Emanuelle og leit á listann fyrir skólann “Við erum komnar með bækur…en okkur vantar töfrasprota og skikkjur,og við þurfum líka að fara í Apótekið að kaupa efni í töfradrykki,svo þurfum við líka skikkjur…já,og líka seiðpott”
Erika gaf henni olnbogaskot,þrisvar,þangað til að hún leit reið upp,en svo lifnaði yfir henni
“Þrumufleygur…vááá!”hvíslaði hún lotningarfull og starði á fullkominn kústinn sem að var til sýnis í glugganum á Quidditch gæðavörum “Við förum hérna inn…sama hvað þú segir !”bætti hún svo við og dró vinkonu sína inn í búðina en þar var svo sannarlega þröngt á þingi,búðin var svo troðfull að væri aflaust betra að horfa í gegn um gluggann úti til að sjá eitthvað en Emanuelle tróð sér samt nær glerkassanum og mældi kústinn út með augunum. Hann var fullkominn, kústhárin voru öll bein og skorin svo að maður gat ekki annað en þráð þennan kúst,þó að maður hataði Quidditch. Emanuelle hefði staðið þarna í hálftíma án þessa að muna að tíminn líður ef að Erika hefði ekki dregið hana af stað : Þú ert búin að standa þarna í tíu mínútur án þess að segja orð en núna ætlarðu að koma,við förum til frú Malkins og síðan í Apótekið…svo kaupum við sprotana okkar!
Þær komu út úr Apótekinu hlaðnar pinklum og pökkum sem að lyktuðu mis vel og voru með smá fiðring í maganum,töfrasproti var sá hlutur sem að þær hlakkaði mest til að fá.
Þegar þær komu inn í rykuga og saggasama búðina var þar stelpa að prófa sprota,það var stór bunki af ílöngum pökkum fyrir framan hana og herra Ollivander hélt áfram að rétta henni sprota sem að hún veifaði áhugalaus án þess að nokkuð gerðist. Að lokum klifraði Ollivander upp stigann og dró út verulega rykugan pakka af efstu hillunni og muldraði : Ég var búinn að geyma þennan lengi handa ákveðinni manneskju…en hún valdi annan sprota-allt annan sprota…en hvað um það! Hérna prófaðu þennan- Tuttugu og sex sentimetrar á lengd,sveigjanlegur pílviður og einhyrnings hár af ungum fola-sem að var ennþá gylltur þegar ég reytti hann.
Stelpan veifaði sprotanum í gegnum loftið og um leið myndaðist regnbogi yfir henni og hvít-silfrað hárið feyktist út um allt.
“Ah,sama byrjun-auðvitað”sagði Ollivander “ef að þig langar að vita það þá notaði ég sömu hár í annan sprota, sprota Lilyar Potter…Það gera sjö sikkur,viltu fá nótu yfir efnið sem að er í sprotanum”sagði Ollivander skyndilega gjörbreyttur. Stelpan muldraði eitthvað og flýtti sér út úr búðinni. Ollivander sneri sér að Emanuelle og byrjaði að mæla hana án þess að segja orð.
“Ert þú rétthent ?”spurði hann um leið og hann kippti út pökkum hér og þar úr hillunum
“Nei…”sagði Emanuelle vandræðaleg
“Hérna,prófaðu þennan”sagði Ollivander og rétti henni stuttan svartan sprota.
Emanuelle veifaði honum aðeins en um leið þreif Ollivander sprotann úr höndunum á henni og rétti henni langan mjóan sprota og sagði “Hlynur og fjöður úr fuglinum Fönix. Átján sentimetrar.frekar eftirgefanlegur. Prófaðu hann!” Emanuelle veifaði honum en ekkert gerðist nema að hárið á Ollivander stóð allt út í loftið eins og það væri hlaðið rafmagni.
“Nei heyrðu mig nú,fyrst að ég er byrjaður á þessu í dag þá get ég alveg eins klárað verkið, það væri gaman að sjá hvort að þetta er sproti fyrir þig ! Mahóníviður. Tuttugu og átta sentimetrar. Hjartarót úr dreka,mjög þjáll,kraftmikill sproti og góður til ummyndunar…”
Emanuelle skar í gegn um loftið og um leið breyttist skrifborðið í glæsilegt steinljón.
“Undarlegt,verulega undarlegt”muldraði Ollivander “Þá veit ég hvaða sprota ég læt vinkonu þína hafa…það gera sjö sikkur,viltu miðann ?”
“Já takk”sagði Emanuelle “Hvað áttirðu við með “fyrst að ég er byrjaður á þessu í dag”?”
“Það sem að ég meinti var að stúlkan hérna á undan þér fékk bræðrasprota Lilyar Potter,og þú ert hérna með bræðrasprota James Potter…það er greinilegt að þú ert enginn heigull”sagði Ollivander og rétti henni langan kassa sem að geymdi sprotann hennar.
Emanuelle starði í föl augu Ollivanders og sá þar örlítið blik. “augljóst að þú ert enginn heigull”?hugsaði Emanuelle undrandi en upphátt sagði hún takk og sneri sér svo frá Ollivander.
“Ég þarf aðeins að skreppa í dýrabúðina,er þér ekki sama”sagði Emanuelle og beindi orðunum að Eriku.
“Jú,jú”sagði Erika,greinilega ekki alveg viss um við hverju hún mætti búast af Ollivander “Ég hitti þig bara þar”
“Þessi maður er stórfurðulegur!”sagði Erika þegar þær gengu framhjá töfrasprotabúðinni þar sem Ollivander stóð fyrir innann gluggann og horfði á mannlífið með þessum stóru fölu augum. “alveg stórfurðulegur!…Viltu vita hvað hann sagði um sprotann minn ! Þetta er víst bræðrasproti Siriusar Black, fjöldamorðinginn sem að slapp úr Azkaban fyrir tveim árum !”
Jæja…álit,álit !
I wanna see you SMILE!