Ég ( addabest ) og ice erum að skiptast á að senda inn kaflana því að við getum ekki sætt okkur við að önnur hvor sendi inn alla kaflana því þá þekkir kannski enginn hina og þá hrósa allir bara þessari einu sem sendi inn kaflann og hin verður sár :) Hehe, þar sem að Ice vann skæri blað steinn bráðabanann þá sendi hún inn 1. kaflann en þennan sendi ég ( addabest ) semsagt inn! Njótið vel……



~* Upprisa Snáksins 2. kafli *~



Morgunin eftir var uppi fótur og fit í Hreysinu. Ron fann ekki koffortið sitt sem fannst síðan uppá háfalofti á kafi í ryki. Harry sá Fred og George reyna að halda niðri í sér hlátrinum þegar Ron kom niður en sagði þó ekki neitt því að hann átti sjálfur erfitt með sig!
,,Komin tími til að fara á King’s Cross”, öskraði frú Weasley sem var orðin frekar þreytt á öllum látunum.
Þau tróðu sér öll inn í bílinn frá ráðuneytinu, sem var frekar rúmgóður miðað við ytri stærð var herra Weasley óþreyttur á að bæta inn í samræður. Það tók þau nokkurn tíma að keyra á lestastöðina. Þegar þau voru komin drösluðu þau koffortunum sínum útúr bílnum og keyrðu þeim að brautarpalli 9 ¾ og bjuggu sig undir að fara í gegn. Ron hljóp fyrstur og um leið og hann hvarf fór Harry á eftir honum. Hann smaug í gegnum vegginn en lenti á einhverju harkalegu inni í miðjum veggnum. Ron stóð í kremju fyrir framan hann með eina hönd inni á brautarpalli 9 ¾ og kveinkaði sér því rétt í þessu hafði Hermione komið líka og ýtti koffortinu hans Harrys á ökklann á Ron. Þar sem þarna inni í veggnum var niðamyrkur sáu þau ekki neitt nema Ginny sem hafði líka flogið inn með koffortið sitt og rétt passaði inn í plássið fyrir aftan Hermione.
,,Hvað í..”, byrjaði Ron en einhver inni á brautarpallinum hafði fært sig svo þau duttu öll fjögur inn á brautarpallinn.
,,Hvað er eiginlega að gerast hérna?” spurði Hermione og gapti. Brautarpallurinn var fullur af fólki og allt var troðið svo enginn sá neitt en engum datt í hug að fara í lestina.
,,Hvar er lestin”, kallaði Ginny til þeirra. Þau litu öll á staðinn þar sem lestin átti að vera því klukkan var orðin 10:50. Hún ætti að vera löngu komin, hugsaði Harry órólegur. Allir virtust undrandi á þessari uppákomu en í því birtist prófessor McGonagall og felldi um 3 pirraða galdramenn. Hún galdraði fram háan stall og fór upp á hann.
,,Gott fólk”, byrjaði hún. ,,Við höfum ekki enn komist að því afhverju lestin er ekki komin en við tilkynnum ykkur hver ástæðan er um leið og fréttir berast!” Það heyrðist hátt POPP og hún hvarf sjónum þeirra. Hneykslunarhróp heyrðust víðast hvar á brautarpallinum og allir voru óánægðir með þessa ófullnægjandi skýringu. Harry fann nístandi verk í síðunni og sá Lucius Malfoy hafði rekist harkalega í hann á leið sinni inná brautarpallinn.
,,Hvað ertu að þvælast fyrir strákur, færðu þig!” hreytti hann síðan í hann og gekk burt með Draco á hælunum. Hann var glottandi en leit síðan undan til að forðast árekstur við nokkra galdramenn sem hröðuðu sér í gegnum þvöguna og beint til Luciusar. Harry sá að þeir hvísluðust eitthvað á og svo kinkaði einn galdramaðurinn kolli og hvarf í reykskýi. Eftir tíu sársaukafullar mínútur birtust McGonagall og Dumbledore og stigu varfærnislega upp á pallinn.
,,Við tilkynnum ykkur hér með að Hogwartshraðlestin kemur ekki núna og við höfum því fengið leyfi hjá ráðuneytinu til þess að flytja ykkur öll til Hogwarts á töfrateppum”, sagði Dumbledore háum rómi dapurlegur í bragði. Hvaðanæva heyrðust ýmist gleði-og undrunarhróp. Dumbledore tókst einhvernveginn að skapa nóg pláss til að koma fyrir heilum helling af stórum upprúlluðum teppum og McGonagall skipaði óðum og uppvægum krökkunum að fara í röð. ,,Sjáumst seinna”, kallaði Ron til móður sinnar og ætlaði sér að þjóta í röðina en frú Weasley náði í hnakkadrambið á honum og faðmaði hann fast að sér. ,,ohhh” stundi Ron óþolinmóður og sleit sig frá henni. Eftir að hin höfðu gengist undir sömu meðferð komu þau sér vel fyrir á töfrateppi þar sem Lúna Lovegood og Neville voru á. Þegar allir voru komnir upp á teppin sín tókust þau öll á loft og allir gengust undir felugaldur um leið og þeir svifu framhjá Dumbledore. Þegar þau komu upp fyrir lestarstöðina opnaði Hermione munninn til þess að segja eitthvað en Harry var fyrri til. ,,Fannst ykkur ekki undarlegt að þau sögðu okkur ekki hvað hafði gerst fyrir lestina”.
,,Mér er sosum sama því það er virkilega fallegt hérna uppi”, sagði Ginny og benti niður á jörðina. Grænir akrar liðu hjá og þau höfðu aldrei hugsað út í það hvað það væri fallegt þarna. Þau höfðu bara setið inni í klefanum sínum að éta nammi.
Ron leit á Hermione sem var horfandi niður á útsýnið og hann furðaði sig á því hversu falleg hún var í sólskininu. Hún leit á hann og brosti en sneri sér svo við og horfði útí bláinn.
Á hápunkti fegurðarinnar blasti við þeim hræðileg sjón! Reykur steig upp úr dalverpi rétt hjá þeim og þegar hann dofnaði smám saman sáu þau krambúleraða Hogwartshraðlestina liggja í botni dalsins. Skvaldrið frá hinum teppunum þagnaði. Andartaki síðar sáust 5 galdramenn ganga frá rústunum nirði á jörðu og þeir stigu síðan uppá kústa sem lágu þarna hjá þeim. Þeir flugu til Dumbledores sem fór fyrir töfrateppaflokknum. Þeir nemendur sátu næst þeim á teppunum sínum gátu ekki heyrt eitt einasta orð því galdramennirnir og Dumbledore töluðu saman svo hljóðlega að enginn heyrði til þeirra.
Svo eftir nokkra stund flugu þeir aftur niður á kústana sína.
,,Guð minn góður, þetta er hræðilegt”, sagði Hermione og kyngdi munnvatni.
Þegar þau komu að skólanum voru þau búin að ræða þetta alla leiðina en enginn komst að niðurstöðu hvað hefði eiginlega orsakað því að lestin fór útaf teinunum.
Þegar þau komu að kastalanum var orðið mjög dimmt og það leit út eins og þrumuveður væri í aðsigi. Teppin sigu hægt niður og lentu mjúklega á grasflötinni fyrir neðan kastalan. Þau horfðu upp á drungalega, stórar dyrnar, öll slegin yfir því sem hafði blast við þeim nokkrum mínútum áður. Dumbledore virtist áhyggjufullur og sorgmæddur. Harry furðaði sig á afhverju þeim var ekki sagt hvað hafði gerst. ,,Allir inní stóra sal, fyrsta árs nemar fylgið mér”, kallaði McGonagall hásri röddu sem gaf meira til kynna hvernig henni liði en hörkulegur svipurinn sem hún hafði sett upp. Þau gengu inn í stóra salinn og sáu að himininn var svartur og þrumur og eldingar steyptust niður.
,,Afhverju tilfluttumst við samt ekki bara hingað í staðin að fara miklu lengri leið á töfrateppum”, spurði Ron gáttaður.
,,Ætlaru aldrei að lesa Sögu Hogwarts Ron!” hváði hún og bætti þjóstug við. ,,Þú ert nú alveg ótrúlega tregur, ætlar ekkert að síast inn í litla kollinn á þér!”
,,Afsakið mig þótt þú sér klárari en ég, en ég tek þetta samt eiginlega sem móðgun sko”, sagði Ron hneykslaður en sneri sér svo að Harry. ,,Afhverju var Hogwartslestin svona kramin á dalsbotninum?”
Harry yppti öxlum en var samt að velta fyrir sér því sama. Þau gengu að Gryffindorborðinu og settust í skvaldrandi hóp af krökkum; Neville, Lavender, Parvati og fleirum. Þegar flokkunarathöfnin kláraðist með tilheyrandi söng flokkunarhattsins -
Fyrir langalöngu,
fjórir stóðu í ströngu.
Bjuggu til galdraskóla…… - horfðu þau niður á borðið svignaði undan girnilegum réttum af öllum stærðum og gerðum. Hogwartslestin gleymdist ekki en allir tóku hressilega til matar síns.

Það var ekki fyrr en þau voru komin inn í setustofuna sína að Ron opnaði munninn á ný (fyrir utan þegar hann var að éta) en það var bara til að koma út stórum, stæðilegum ropa. Hermione ranghvolfdi augunum og sneri sér við og horfði tómlega inn í eldinn.
,,Mig langar eiginlega að vita hvað kom fyrir lestina, ég meina, hvað ætli hafa getað þeytt henni af teinunum?” spurði hann vesældarlega.
,,Uss, ég er að reyna að hugsa”, sagði Hermione en leit ekki á Harry heldur starði enn inn í eldinn.
,,Jæja gerðu það þá, ég er farinn í rúmið”, sagði Ron og dröslaðist áleiðis upp í svefnsalinn.
,,Jaaaá, ég er farinn líka”, sagði Harry og leit flóttalega á stigann sem lá upp í svefnsal drengjanna. ,,Góða nótt þá”, bætti hann við og leit til Hermione.
,,Já, góða nótt”, sagði hún en leit ekki á Harry heldur settist niður í næsta hægindastól og grúfði sig yfir bækurnar sínar.
Þegar Harry var alveg að festa svefn heyrði hann í Hermione niðri í setustofunni. ,,Ég vissi það”, æpti hún um leið og Harry leið inn í draumalandið.



Hvernig finnst ykkur? Endilega segið álit ykkar og hvort þið viljið framhald :)
Could I Wham! my Oingo Boingo into your Velvet Underground?