3.kafli-U.G.L:ur.
Harry stóð upp úr rúminu og horfði á Creevey-bræðurna.
,,Missti hann málið?” spurði Dennis.
,,Auðvitað ekki,” svaraði Colin.
,,Er það nokkuð Harry?” spurði hann.
,,Nei,” svaraði Harry og hristi hausinn.
Óþægileg þögn vildi svari Harrys.
,,Skröggur og Kingsley koma á eftir til að fylgja okkur í Skástræti,” sagði Tonks og rauf þögnina greinilega búin að ná sér eftir brotlendinguna kvöldið áður.
,,Getið þið þá fengið ykkur morgunmat hér?” spurði Colin.
,,Ætli það ekki,” svaraði Tonks.
Tonks fór með Colin og Dennis út úr herberginu og er Harrys heyrðist niður stiga.
Harry ætlaði að fara að klæða sig en tók þá eftir að hann var ennþá í fötunum frá því í gær. Hann gekk að glugganum og leit út. Það var komin sól en pollar voru enn sjáanlegir eftir rigninguna sem hafði verið kvöldið áður. Hann hafði ætlað að spyrja Tonks meira út í hvarf Hedwig en hann hugsaði með sér að hún væri örugg í Hreysinu. Hann var að ganga út úr herberginu þegar hann heyrði bankað á glerið. Hann snúði sér við og Hedwig var fyrir utan með bréf bundið við fótinn.
Harry opnaði gluggann og hleypti Hedwig inn. Hann leysti bréfið af fætinum hennar og setti hana í uglubúrið. Hann opnaði bréfið.
Þar stóð með klunnalegri skrift Rons:
____________________________________________
,,Hæ Harry.
Við fréttum af árásinni. Mamma krefst að þú komir hingað í Hreysið og dveljir þangað til skólinn byrjar.
Kveðja, Ron.
P.S. Hefur þú fengið bréfin um hvað á að kaupa fyrir skólaárið.”
__________________________________________ _
Harry greip pergamentskjal og byrjaði að skrifa.
___________________________________________
, ,Kæri, Ron.
Skröggur og Kingsley fylgja mér í Skástræti en ég veit ekki um að koma og vera hjá ykkur þar til skólinn byrjar og nei ég hef ekki fengið neitt um komandi skólaár.
Kv, Harry.”
___________________________________________
E n þar hljóp Harry á sig. Eftir að hafa sent Hedwig með bréfið til Rons og eftir að hafa gengið niður að leita að Creevey-bræðrunum og Tonks heyrði hann Dennis öskra upp yfir sig:
,,Bréfin eru komin, bréfin eru komin!”
Colin gekk framhjá Harry og Harry elti hann.
Harry sá engar útidyr á meðan hann elti Colin en hann sá herbergi sem var greinilega stofan. Það var gluggi beint á móti dyrunum með bláum gluggatjöldum, það var þriggja sæta svartur sófi og einn brúnn tveggja sæta sófi sem beindust að miðlungsstóru sjónvarpi. Veggirnir voru hvítir og á þeim sem var fyrir aftan sófana voru fjölskyldumyndir.
Harry sá að hann hafði týnt Colin en sá dyr sem Colin hafði örugglega farið inní
,,Harry bréfið þitt eru líka hér, hvernig vissu þeir að þú værir hér, ha, ha?”spurði Dennis þegar Harry var kominn inní herbergið sem virtist vera eldhús.
,,Ég veit það ekki ,” svaraði Harry..
Harry opnaði bréfið sitt og tók upp listann:
_____________________________________________ __
Sjötta árs nemar lesa eftirtaldar bækur:
,,Almenn álagabókin (6.stig) eftir Miröndu Goshawk.”
,,Undraverðar galdraverur eftir Johnsnas Jilkorv”
,,Séð inní hið hulda eftir Markus Hundsin”
,,Baráttan gegn myrkuöflunum eftir Otto Jolkin”
,,Bruggað á undraverðan hátt með sterku efnum eftir Undin Korhk”
,,Muggar og þeirra hættir, Geimurinn, Talnagaldrarnir okkar, öll saman í pakka eftir Micellue Fractor.”
,,Sagan okkar eftir Andreu Tominesen”
,,Umyndun og afumyndyn eftir Klorsf Rikisen.”
Við biðjum ykkur að ýta á bækurnar sem þið þurfið til að vera í fögum sem þið veljið nú.
Sem í þínu tilviki hr.Potter miðað við Atvinnuráðgjöf þína á síðustu önn var
skyggnir.
Þér hefur verið ráðlegt að lesa:
,,Almenn álagabókin (6.stig) eftir Miröndu Goshawk. Fyrir töfrabrögð.”
,,Undraverðar galdraverur eftir Johnsnas Jilkorv. Fyrir umönnun galdraskepna.”
,,Baráttan gegn myrkuöflunum eftir Otto Jolkin. Fyrir myrku öflin.”
,,Bruggað á undraverðan hátt með sterkum efnum eftir Undin Korhk. Fyrir töfradrykki.”
,,Umyndun og afumyndyn eftir Klorsf Rikisen. Fyrir umyndum.
P.S. Afsakið þessa töf á bréfum.
______________________________________________ _
Harry ýtti á bækurnar sem honum hafði verið ráðlagt að lesa en furðaði sig yfir því að hann þurfti að lesa fyrir umönnun galdraskepna.
Þegar hann ætlaði að henda umslaginu fann hann að eitthvað annað var í því. Hann teygði sig niður í umslagið og tók upp gyllt umslag. Framan á því stóð:
,,Hr. Harry Potter,
Niðurstöður úr U.G.L.uprófum.”
Harry opnaði gyllt umslagið andstuttur.
Pergamentsskjalið var gyllt með rauðum línum á hliðunum og stafirnir voru silfraðir.
Niðurstöður stóð efst á skjalinu töfrandi silfruðum stöðum.
_____________________________________________
Niðurstöður.
Verkleg próf:
___________
Myrkuöflin: A
___________
Töfrabrögð: F
___________
Töfradrykkir: F
___________
Umyndun: F
___________
Jurtafræði: V
___________
Spádómafræði: Ó
___________
Umönnun galdraskepna: F
___________
Stjörnufræði; V
____________________________________________
Skri fleg próf:
___________
Myrkuöflin: A
___________
Töfrabrögð: F
___________
Töfradrykkir: V
___________
Umyndun: F
___________
Jurtafræði: Ó
___________
Spádómafræði: V
___________
Umönnun galdraskepna: F
___________
Stjörnufræði: V
___________
Saga galdranna: Ó
____________________________________________
14/17 U.G.L.ur *
__________________________________
Harry furðaði sig á hve góðar einkunnirnar hans voru góðar.
Hann bjóst við að fá verri einkunnir í töfradrykkjum, umönnum galdraskepna, umyndun og sögu galdranna. Hann hafði greinilega verið blessaður.
Hann var með tveimur uglum fleiri en Percy
,,Hvernig einkunnir fékkstu á U.G.L.uprófinu Harry?” spurði Tonks þegar Harry stakk bréfunum í vasann.
,,Góðar,” svaraði Harry og rétti Tonks einkunnirnar.
,,Vá, þú þarft bara aukatíma í töfradrykkjum og þú getur orðið fyrirtaks skyggnir,” sagði hún. Harry leit á hana og kinkaði kolli.
,,Ef þú vilt verða skyggnir þar að segja, og ef þú vilt taka próf eftir skóla,” sagði hún.
,,Ég vil verða skyggnir,” sagði Harry ákveðið og tók að smyrja sér brauðsneið.
Tonsk kinkað kolli og rétti Harry einkunnirnar aftur. Hann hafði fallið í sögu galdranna.
,,Kemur Almenna álagabókin á hverju ári Colin?” spurði Dennis.
,,Ég veit ekki, held það, er hún á hverju ári Harry?”
,,Já, Colin, á hverju ári.”
,,Tonks, afhverju þarf ég að læra um umönnun galdraskepna til að vera skyggnir?” spurði Harry.
,,Veit ekki, kannski vegna þess að þú-veist-hver er snúinn aftur og nú gæti hann fengið tröll og varúlfa til liðs við sig,” svaraði Tonks.
Þá tók Harry eftir einu.
,,Colin, hvar eru foreldrar þínir?” spurði Harry forvitninslega.
,,Pabbi á Írlandi á ráðstefnu og mamma fór til vinkonu sinnar í Newcastle fyrir tveim árum og kom ekki aftur, ég og Dennis förum með Riddaravagninum til Skástræti og þaðan til King´Cross,” svaraði Colin.”
,,Hvernig fjármagnið þið það? spurði Tonks.
Colin leit á hana spyrjandi.
,,Ég meina, þið tveir eruð fyrstu galdramenn í ykkar fjölskyldu,” sagði hún.
,,Við unnum 850 galleón hvor í happadrætti fyrir galdramenn sem fæðast inní muggafjölskyldu,” sagði Dennis.
Tonks spýtti útúr sér kaffinu á dúkinn.
,,1700 galleón,” sagði hún og gapti.
Colin kinkaði kolli og hélt áfram að borða brauðið sitt.
,,Fyrirgefðu,” sagði Tonks og með einfaldri sveiflu hvarf kaffið sem hún hafði spýtt útúr sér.
,,Hvað átt þú mikið Harry?” spurði Dennis.
,,Veit ekki,” svaraði Harry.
Þá heyrðis lágt í dyrabjöllunni.
,,Þeir eru komnir,” sagði Tonks.
Colin fór útúr eldhúsinu og Harry heyrði hann opna dyr einhversstaðar.
,,Er í lagi með ykkur? Tonks,” heyrði Harry Skrögg kalla einhversstaðar í húsinu.
,,Já.”
Colin og Kingsley komu inní eldhúsið.
,,Er uglan þín í búrinu Harry?” spurði Kingsley.
,,Nei, hún er að sendast með bréf.”
,,Skröggur, hún er að sendast með bréf,” kallaði Kingsley til Skröggs.
Harry heyrði Skrögg beita aðdráttagaldri á koffortið og uglubúrið.
,,Hvar er Þrumufleygurinn?” spurði Harry.
,,Ég setti hann ofann í koffortið,” svaraði Tonks.
,,Hvernig förum við í Skástræti?” spurði Harry Kingsley.
,,Riddaravagninum.”
,,Komið þið með?” spurði Harry Creevey-bræðurna.
,,Já,já,” svaraði Colin fýldarlega.
,,Bræðurnir koma með,” sagði Kingsley við Skrögg sem var nýkominn inní eldhúsið.
Skröggur labbaði fram og Harry heyrði hann beita aðdráttargaldri á koffort bræðranna.
,,Jæja, komum,” sagði Kingsley þegar Harry, Colin, Dennis og Tonks voru búin með morgunmatinn. Colin og Dennis gengu útúr eldhúsinu með Kingsley en Harry og Tonks voru eftir til að taka til.
,,Afhverju er Colin svona fýldarlegur?” spurði Harry Tonks þegar þau voru búin að þvo upp og setja allt á sinn stað.
,,Þeir fengu uglu eftir að þeir björguðu þér með verndargaldrinum í gær að þeir hefðu verið kærðir fyrir að galdra utan skóla, þeir eiga að mæta í rétt á morgun,” útskýrði Tonks.
,,Ó, vona að þeir verði sýknaðir,” sagði Harry og brosti.
Þau gengu út úr eldhúsinu og útúr húsinu.
Þegar Creevey-bræðurnir höfðu slökkt allstaðar í húsinu og tekið allt úr sambandi og læst útidyrunum sveiflaði Skröggur töfrasprotanum og Riddaravagninn kom og Kingsley sett koffortin og búrið fremst í vagninn þar sem flest koffort og aðrir stórir hlutir voru.
Þau gengu inn í Riddaravagninn.
Harry var að fara borga þegar Skröggur sagði:
,,Ég skal borga.”
,,Leki seiðpotturinn,” sagði Kingsley en hann var síðastur í röðinni.
,,Afhverju lestu ekki þetta vanalega?” spurði Tonks og horfði grunsamlega á Stanley sem sat letilega í strandstól með lokuð augun.ekki upp þetta
,,Kunnið þið það ekki utanað?” sagði Stanley og opnaði ekki augun.
,,Jú,” sagði Colin sem var kominn fremst í röðina og óð aftast í vagninn virkilega pirraður.
Dennis og Tonks eltu hann og settust hjá honum. Þegar Harry ætlaði að setjast hjá þeim kom Natalie MacDonald, stelpa sem var í Gryffindor og á sama ári og Dennis og áður en Harry gat komið upp orði voru Colin, Dennis, Tonks og Natalie komin í roknasamræður um Hogsmede og hvort Sirirus Black hefði í raun og verið sekur. Það kom tár niður eftir kinn Harrys en hann herti sig upp. Harry ætlaði að setjast niður þar nálægt en sá þá að allt var fullt. Hann leit þá fremst í vagninn og sá að Skröggur og Kingsley voru búnir að finna borð fremst í vagninum. Hann gekk í áttina en þá sagði Stanley ,,Af stað Ernie,” og Harry kastaðist aftast í vagninn .
,,Stopp Ernie,” sagði Stanley stuttu síðar og Harry kastaðist fremst í vagninn.
,,Afhverju…” spurði Harry.
,,Stríðni Harry,” svaraði Stanley letilega.
Harry settist hjá Skröggi og Kingsley.
Riddaravagninn æddi af stað.
,,Svo hvernig er að vera loksins tekinn alvarlegur Harry?” spurði Stanley sem hafði nú opnað augun.
,,Frábært,” sagði Harry og hugsaði með sér afhverju enginn blaðamaður hjá Spámannstíðum og Nýju nornalífi hafði talað við hann í fríinu.
,,Hvernig lítur hann út?” spurði Stanley.
,,Hver.”
,,Þú-veist-hver.”
,,Ó, hann er hvítari en vanilla í andlitinu og rauð glóandi augun,” sagði Harry.
Stanley kinkaði kolli.
,,Leki seiðpotturinn,” kallaði Stanley yfir vagninn nokkru síðar.
,,Flýtið ykkur svo muggarnir sjái ekkert.”
Harry fór inn með koffortið og búrið inn og Tonks, Creevey-bræðurnir, Skröggur og Kingsley fylgdu á eftir. Það var fleira fólk en vanalega inná Leka seiðpottinum. Hann borgaði Tom fyrir 17 nætur.
,,Komdu niður á eftir Harry,” sagði Skröggur þegar Harry var kominn upp með koffortið og búrið.
,,Já.
Harry setti uglubúrið og koffortið við rúmið og fór að hugsa um Hermione og Ron. Hann leit í spegilinn sem var hjá dyrunum. Eitt andartak sýndist honum hann sjá hvítt andlit í speglinum. Hann gekk að speglinum. Aftur sást andlitið nú skýrar. Harry var nú kominn með andlitið alveg að speglinum.
Andlitið birtist og hvarf ekki aftur.
Hvít hörund og rauð augun skutu gneistum.
Það var Voldemort.
Voldemort byrjaði hásri röddu:
,,Harry, ég veit um þig.”
Harry stóð stjarfur.
,,Vinir þínir…vinir þínir…vinir þínir,” sagði Voldemort rólega og renndi fingrinum eftir hálsinum.
KRASS, Harry hafði rifið spegilinn af veggnum og hent honum í gólfið og brotin skiptu tugum.
Sekúndum seinna flugu brotin upp í loftið og sameinuðust aftur í spegil sem hengdist á sama stað og Harry hafði rifið hann af,
Harry bjóst við að sjá Voldemort aftur í speglinum en ekkert gerðist. Hann andaði léttar.
Harry gekk útúr herberginu og ákvað að segja engum hvað hafði gerst og hugsaði með sér að þetta hefði allt saman verið sterk ímyndun.
Hann gekk niður. Þar biðu Tonks, Skröggur, Kingsley og Creevey-bræðurnir eftir honum.
Þau gengu inní portið þar sem hliðið að Skástræti var og Skröggur sló á þriðja stein til vinstri þrisvar. Veggurinn opnaðist og Harry gapti. Skástræti var í rúst og allt galdradót var selt í básum.
_______________________________________________ ______________________
*Man ekki hvað ugluprófin hans Harry voru mörg.