~* Upprisa Snáksins 1. kafli *~ Jæja nú eru ég og AddaBest komnar með áhugaspuna og vonum að ykkur líki hann (þetta með tilflutningsleyfið gaf Dumbledore þeim því þau hafa gert svo mikið fyrir skólan og sona að hann hélt að þau gætu notað þetta meira).

Annar kafli kemur örugglega fljótt því við erum byrjaðar á honum :)



~*Upprisa Snáksins 1. kafli*~



Ron Weasley hljóp upp stigann í óðagoti og tók 3 tröppur í einu. Hann mátti engan tíma missa. Hvernig gat hann gleymt… Niðri heyrði hann dyrabjöllunni hringt. Ron ruddist inn í herbergið sitt. Þar var allt í drasli. Hann gaut augunum í örvæntingu á hrúguna af óhreinu nærbuxunum til sokkahrúgunnar undir rúminu. Hermione mátti ekki sjá þetta.

,,Nei, sæl elskan!” Sagði frú Weasley. ,, Sæl frú Weasley”. Svaraði Hermione glaðlega og gekk inní Hreysið með gríðarstórt koffort í eftirdragi. ,,Hann Ron er uppi og Ginny fer að koma heim. Viltu bara ekki kíkja upp og koma þér fyrir elskan?” Sagði frú Weasley blíðlega. ,, Jú takk”, sagði Hermione og tilfluttist upp í herbergið hans Ron’s áður en frú Weasley gat deplað augunum
( tilflutningsprófið höfðu Ron, Hermione og Harry fengið í ljósi nýliðinna atburða ef ske kynni að þau þyrftu á því að halda innan Reglunnar). Hún sneri sér við og tók aftur við hræra í sósunni á eldavélinni.

Ron flýtti sér í fötin en var bara kominn í nærbuxur þegar Hermione birtist með hvelli á gamla viðargólfinu í herberginu hans. Hann stökk á bak við rúmið sitt. ,, Hey, þú hefðir getað séð eitthvað!” Sagði Ron hneykslaður og eyrun á honum urðu hættulega rauð!
,,Æi, góði láttu ekki svona”, sagði Hermione þreytulega og byrjaði að taka uppúr töskunum. ,, Hvar er annars beddinn sem ég átti að sofa á, ég þarf sko að færa hann inn til Ginnyar?” Ron starði reiðilega á hana. ,,Áður en við snúum okkur að því þætti mér vænt um að þú snérir þér við meðan ég klára að klæða mig!” Eyru Ron´s urðu enn rauðari.
,,Allt í lagi þá”, stundi hún og beygði sig niður og að koffortinu sínu. Ron, sem komin var í buxurnar sínar rak augun í eitthvað neonbleikt sem stakkst upp úr buxnastrengnum á Hermione. ,,Seiðkarlinn sjálfur Hermione, hvað í áranum er þessi bleiki þráður?” Hann gekk að henni, togaði í þráðinn og sleppti…Nú var komið að Hermione að roðna, hún æpti upp yfir sig og reisti sig upp. ,,Ehh, umm, tja……Allar muggavinkonur mínar eiga svona svo að mér datt í hug að prófa þetta líka! Þe-þetta er nokkuð þægilegt sko…..” Sagði Hermione lágróma, flýtti sér útúr herberginu og þaut inn til Ginnyar. Kjálkar Rons sigu niður.

,,Og hann var bleikur!”, sagði Ron við Harry þegar þeir gengu niður stigann til þess að fá sér morgunmat. Harry hafði tilflust með miklum ofsagangi um nóttina og lenti ofan á hnjánum á Hermione sem lá sofandi á beddanum sínum. ,,Ekki skil ég hvernig þú fékkst leyfi til að gera þetta, næst stinguru tánni í augað á Ron”, hafði Hermione sagt með miklu þjósti og kveinkaði sér.
Harry glotti. Ron líkaði þetta greinilega ekki sem best. ,,Afhverju skiptir það þig svona miklu máli að hún gangi í g-streng?”
,,G- hvað!”, gargaði Ron um leið og þeir gengu inn um eldhúsdyrnar. Hermione var þegar komin og horfði niður á tærnar á sér. Ron fór hjá sér og settist niður við hinn endan á borðinu á milli Fred og George.
,,Jæja”, sagði frú Weasley sem greip Errol í loftinu. ,,Hérna eru bréfin ykkar frá skólanum”. Hún rétti Ginny, Harry, Ron og Hermione bréfin sín. Ginny og Hermione byrjuðu að rífa upp bréfin sín. Ron og Harry stöldruðu við og litu á bréfin sín.
,,Jæja, þá er komið að því. Hvað ætli ég fái margar U.G.L.ur?”, sagði Ron vesældarlega. Þegar þeir byrjuðu að opna bréfin sín heyrðu þeir óp frá Hermione.
,,JÁ!”, æpti hún og Harry og Ron gátu ekki ímyndað sér neina aðra ástæðu en-
,,FIMMTÁN U.G.L.ur!”, öskraði hún svo hátt að jafnvel Errol heyrði það svo vel að hann flaug á gluggann í óðagoti, þó hann væri nú illilega skaddaður á heyrn.
Eiginlega urðu Harry og Ron ekkert hissa en þeir óskuðu henni hinsvegar til hamingju yfir að hafa náð öllum U.G.L.unum. Þeir teygðu sig aftur í sín eigin bréf og héldu áfram að reyna að opna þau.
Þeir litu vandræðalega á hvorn annan og tóku bréfin sín upp úr umslaginu. Þeir flettu þeim í sundur og úr duttu litlir pergamentmiðar. Þeir horfðu forviða á þá, tóku þá svo upp og litu á þá. Eyrun á Ron urðu svo rauð að það var ekki hægt að greina á milli þeirra og tómatsins sem Ron var rétt í þessu að bíta í. Harry horfði á sitt bréf og sá að hann hafði fengið- ,,Segjum það þá báðir í einu”, sagði Ron og brosti vandræðalega.
Þeir opnuðu munninn. ,,11 U.G.L.ur”, sögðu þeir einum rómi.
,,Það er frábært”, öskraði Hermione og ljómaði af ánægju.
,,Ekki bjóst ég við þessu”, viðurkenndi Harry og þeir Ron voru skælbrosandi. Rétt í þessu kom Molly lallandi inn í eldhúsið.
,,Jæja krakkar mínir, hvað fenguði þá”, sagði hún með bros á vör. ,,Ég þarf ekki að vita það hjá þér Hermione, ég veit að þú fékkst 15 U.G.L.ur”, bætti hún við og blikkaði Hermione.
,,11 U.G.L.ur”, muldraði Ron svo óskiljanlega að frú Weasley heyrði varla hvað hann sagði. Hún tók eitt stórt stökk og hoppaði á tómatrauðeyrnaðan son sinn sem kiknaði í hnjánum og féll aftur niður á stólinn sinn.
,,En frábært elskan mín”, hrópaði frú Weasley sem hafði staðið upp eftir að hafa fellt Ron niður á stólinn sinn. ,,En hvað fékkst þú Harry minn”, bætti hún við.
,,Það sama”, muldraði hann.
,, Ó en æðislegt, þið eruð svo samrýndir, ég hef alltaf sagt það”, sagði hún og faðmaði þá báða svo að þeir voru nærri því kafnaðir!
Eftir nokkra stund fóru þau fjögur, Harry, Ron, Hermione og Ginny upp á loft til að pakka niður í koffortin sín.

,,Ohh, ég hlakka svo til á morgun!!” sagði Ginny við Hermione. ,,Hvað er þá í gangi?” spurði Hermione skilningsvana.
,,Charlie og Nadine koma í heimsókn!” sagði Ginny. ,,Ég hef aldrei séð hana en Charlie segir að hún sé elskulegri en allt”.
,,Nadine?” sagði Hermione undrandi. ,,Æi þú veist, kærastan hans Charlies. Þau eru víst búin að vera saman rosalega lengi”, sagði Ginny um leið og hún tróð trosnaðri skikkju ofan í koffortið sitt.
Þegar klukkan var orðin tólf að miðnætti sagði frú Weasley þeim að fara í háttin. Þrátt fyrir hörð mótmæli Ginnyar sofnaði hún brátt.

Næsta morgunn vaknaði Harry við það að dyrabjöllunni var hringt. Þessi klukka er alveg óþolandi, hugsaði Harry. ,,AARG”, heyrðist í Ron undir sænginni. ,,Ég þoli ekki þessa dyrabjöllu, afhverju þarf pabbi endilega að hafa æði fyrir muggahlutum!” orgaði hann og steyptist fram úr rúminu. Harry glotti og svipti af sér sænginni. Á meðan þeir klæddu sig heyrðust skruðningar frammi á gangi þegar Ginny og Hermione hlupu niður brakandi stigann í óðagoti. ,,CHARLIE”, hrópaði Ginny en snarstansaði í stiganum þegar hún sá silfurhærða manneskju stíga inn fyrir dyrnar með feimnislegt bros á vör. Skærblá augu hennar lýstu upp herbergið. Harry og Ron gengu niður stigan en stoppuðu líka í stigaganginum. Þeir horfðu niður á konuna með undarlegt blik í augum. Hún var vála.

Við morgunverðaborðið var spennuþrungin þögn. Það eina sem heyrðist var glamur í hnífapörum. Loksins tók Charlie til máls.
,,Það var svolítið sem okkur Nadine langaði að segja ykkur”, sagði hann og tók í höndina á Nadine.
,,Já vinurinn?” spurði frú Weasley áhugasöm. Allir litu upp frá matardiskunum sínum. Ginny leit út eins og hún væri að springa en Harry var alveg sama því hann vildi vita hvað væri í gangi.
,,Við ákváðum að segja þetta engum fyrr en núna nema Ginny, en hún ja, píndi þetta útúr mér áðan!” hélt Charlie áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú tútnuðu allra augu út og Charlie brosti í kampinn. Hann leit á Nadine og kinkaði kolli svo að það sást varla. Nadine skælbrosti en sagði síðan: ,,Ég er ólétt”.
Það var stundarþögn við matarborðið. Svo hófust fagnaðarlætin.
,,EN GAMAN”, kallaði frú Weasley með tárin í augunum.
,,GLEÐI VIÐ TÖKUM Á NÝ”, æptu tvíburarnir
,,ÆÐI!”,hrópuðu Harry, Hermione og Ron öll í kór.
,,Hvort kynið er það, og hvað á það að heita”, heyrðist í veiklulegri rödd sem átti upptök sín í hálsi Ginnyar.
,,Okkur grunar að það sé séu tvíburastelpur”, sagði Nadine elskulega en gat samt ekki dulið því hvað hún var spennt. ,,Og við vorum reyndar búin að ákveða nafn á þær”, bætti hún við.
Nadine opnaði munninn til þess að segja eitthvað en Charlie var á undan. ,,Þær eiga að heita Yasmin og Carmen Weasley og okkur þykir það ekki ólíklegt að þær verði með silfrað hár því þær verða nú einu sinni 1/8 válur”, sagði Charlie stoltur í bragði.
,,Vá válur í fjölskyldunni”, sagði Ron hrifinn.
,,Já og þú verður að passa þig svo þú verðir ekki hrifinn af þeim báðum og gefir þeim einhverjar ranghugmyndir bróðir sæll”, sagði George glottandi.
,,En samt, fleiri tvíburar í fjölskylduna”, sagði Fred og bætti svo hugsandi við: ,,Kannski við megum taka smá þátt í uppeldinu þeirra”.
,,Af og frá”, sagði frú Weasley og augu hennar skutu gneistum, en síðan kastaði hún sér upp um hálsinn á Charlie, faðmaði Nadine og óskaði henni til hamingju.
Það var miklu léttara andrúmsloft eftir þessa yfirlýsingu og það bar á góma að Nadine væri barnabarn frú Figg. Frú Figg átti nefnilega son sem giftist hálfri franskri válu og þau eignuðust Nadine sem er ¼ vála. Þetta entist þeim sem umræðuefni allan heila daginn.

Dagur var að kveldi kominn og allir voru búnir að fara í Skástræti eftir þennan staðgóða og upplýsandi morgunmat. Þar sem allir voru búnir að pakka var haldin veisla í tilefni af U.G.L.unum og barnseignum. Þegar krakkarnir fóru upp í herbergin sín féllu þau strax á rúmin sín og sofnuðu samstundis. Ron sofnaði meira segja áður en hausinn á honum snertir koddann.