13. kafli
Æfing
“Svona áfram nú,” heyrði Harry rödd segja fyrir aftann sig. “Aðeins lengra, næsta herbergi.” Harry opnaði augun. Hann var staddur í Hogsmade. Ekkert fólk. Ekkert lifandi fólk. Allir dánir… Örið sveið. Hvað átti hann að gera?”
“Harry Potter!” öskraði McGonagal á hann. “Ekki sofna í tíma. Fimm stig af Gryffindor ef þetta gerist aftur!”
“Já, prófessor,” Harry nuddaði á sér ennið. Hvað þýddi draumurinn.
“Ég vil að þið prófið að framkalla framfærsluummyndunargaldurinn núna á þennan pening. Og nei, þetta er ekki ekta gull.”
“Hermione, hvað er framfærsluummyndunargaldurinn?”
Hermione náði ekki að svara.
“Harry?” hvíslaði prófessor McGonagal áhyggjufull. “Hvað er að?”
“Ekkert,” sagði Harry stuttaralega. “Bara draumur.”
“Örið?” spurði McGonagal.
Harry svaraði ekki. Hún vissi þá allt um örið.
“Farðu beina leið til prófessor Dumbledores,” hvíslaði hún að honum. “Núna.”
Harry tók saman bækur sínar og rölti út úr stofunni, hljótt svo að enginn tæki eftir honum. Hann staðnæmdist loks fyrir framan ufsagrýluna og mumlaði:
“Vömbubrjóstsykrar.” Styttan lifanði við og hringstigi myndaðist.
“Já, Harry, komdu inn,” sagði Dumbledore og opnaði fyrir Harry þegar hann kom upp. “Svo að þér fór að dreyma í ummyndun?”
“Já, en það var ekkert alvarlegt,” sagði Harry og leit flóttalega í kringum sig. Hvað var hann að gera þarna?
“Hvað dreymdi þig?” spurði Dumbledore vingjarnlega.
“Eh…” hvað átti hann að segja? “Ég man það ekki,” sagði Harry loks.
“Nú?” sagði Dumbledore og gat ekki leynt forvitni sinni. “Já, og ég vil ræða það að þú eigir að sækja tíma hjá Lupin, klukkan átta í kvöld. Þú þarft að læra eitthvað meira en galdra.”
“Hvað?” spurði Harry forvitinn.
“Nú, að berjast!” sagði Dumbledore eins og það lægi í augum uppi.
“Ha?” sagði Harry, alveg út úr heiminum. “Berjast! Ég get alveg barist með sprota!”
“Ekki sprota, Harry. Heldur með líkamanum.” Dumbledore leit á hann með dularfullu augnaráði.
“Hvernig… ég meina…”
“Þú færð að vita það klukkan átta í kvöld. Þarftu ekki annars að fara í mat?”
“Jú… eh, ég ætti að drífa mig.”
Harry stóð fyrir framan stofuna hans Lupins og ætlaði ekki að þora inn en lét loksins vaða.
“Jæja, Harry komdu inn,” sagði Lupin vingjarnlega þar sem hann saup seyði sem Harry hafði lúmskan grun um að væri úlfasmáraseyði. “Hvað eigum við að gera?”
“Eh… ég veit það ekki,” sagði Harry vandærðalega.
“Dumbledore var eitthvað að tala um að berjast,” sagði Lupin kæruleysislega, “ eða ætti ég frekar að láta þig halda áfram með hughrindingu?”
“Þýðir það að Snape þarf að kenna mér?”
“Prófessor Snape, Harry,” leiðrétti Lupin hann hljóðlega.
“Eða það,” hvíslaði Harry.
“Jæja, ég skal kenna þér að berjast,” sagði Lupin og stóð upp. “Harry, engan sprota.”
“Hvernig á ég að berjast án þess að hafa sprota?” spurði Harry.
“Hefurðu aldrei séð svona íþróttir í muggaheiminum þar sem menn eru að berjast?”
Harry mundi eftir örfáum myndum sem Dudley hafði leigt með einhverjum kínverskum munkum að berjast.
“Já,” sagði Harry.
“Ég ætla að kenna þér að berjast þannig,” sagði Lupin ánægður.
“Hvernig?”
“Ég ætla að kenna þér það sem ég kann,” sagði Lupin. “Svona, farðu í upphafstöðuna sem er svona.”
Lupin sýndi honum stöðuna. Harry gleymdi tímanum og innan skamms var Lupin búinn að kenna honum stöðurnar og varnirnar.
“Jæja, Harry, eigum við að segja þetta gott í kvöld?”
“Já,” sagði Harry móður.
“Aftur á sama tíma næsta kvöld?” spurði Lupin. “Þá verðum við líka að fara yfir nokkra galdra.”
“Allt í lagi,” sagði Harry og tók sitt dót saman, brosandi. Loksins var hann farinn að læra eitthvað nytsamlegt.
—
“Hvar hefurðu verið?” spurði Hermione um og hún hnipraði niður orðsendingu á lítinn miða.
“Með Lupin að æfa,” sagð Harry.
“Já,” sagði Hermione og brosti áhugasöm. “Hvernig var?”
“Fínt. Frekar óvenjulegt. Ég var að æfa mig að berjast. Ekki með sprota heldur með líkamanum.”
“Hvernig er það hægt?” spurði Ron sem hélt á Siriusi í fanginu. Sirius hafði stækkað mikið síðan um sumarið. “Er til einhver tækni varðandi það?”
“Já. Maður þarf að læra varnir og stöður og spörk og brögð,” sagði Harry.
“En… Er það ekki svo tilgangslaust?” spurði Ron aftur.
“Kannski. Maður veit aldrei,” sagði Harry.
“Það er Hogsmadeferð á hrekkjavökunni,” sagði Hermione. “Ætlið þið ekki að nota daginn til þess að læra?”
“Hermione, stundum held ég að það sé ekki allt í lagi með þig!” sagði Ron við hana. “Læra, á hrekkjavöku? Ég ætla til Hogsmade og eyða peningnum mínum í nammi. Og Hermione, þú kemur líka.”
“Ég ætla að nota tímann til þess að læra,” sagði Hermione fúl.
“Þú kemur,” sagði Ron skipandi.
“Það eru tvær vikur þangað til svo að þið hafið nógan tíma til að rífast um þetta, “ sagði Harry sem gat ekki varist brosi. “Hvenær ætlið þið svo að gifta ykkur?”
“HA!” öskruðu Hermione og Ron bæði á hann í einu.
“Við erum ekki… þú getur ekki haldið!” Eyrun á Ron voru orðin eldrauð og eyrun á Hermione meira að segja líka.
“Maður gengur svona út frá því,” Harry brosti. “Já, gaman að þessu.”
Þau störðu á hann eins og hann væri brjálaður. Hvað hafði hann sagt? Þetta var jú svo augljóst.
“Harry, þú ættir að klára töfrabragðaverkefnið þitt,” sagði Hermione. “Þú ert ekki búinn með það og þú þarft að skila því á morgun.”
“Hvar væri ég án þín!” sagði Harry og langaði að faðma hana. Hann hafði algjörlega steingleymt verkefninu.
“Hérna, Hermione, mætti ég aðeins fá að sjá hvað þú skrifaðir um fjölföldunarbragðið?” spurði Ron fallega, í von um að fá heimildir svo að hann þyrfti ekki að lesa yfir bókina.
“Hvað á ég að þurfa að segja þér það oft?” spurði Hermione.
“Nei?”
“Akkúrat.”
Harry horfði á þessa tvo vini sína rífast, á blíðlegan hátt og þá gerði hann sér grein fyrir því hversu heppinn hann var. Hann átti tvo bestu vini í heimi og þrátt fyrir öll mistök sem hann mundi gera yrðu þau enn til staðar.
Harry vaknaði hress næsta morgunn og Sirius að verki við að naga rúmteppið.
“Komdu Sirius,” sagði Harry og tók hann upp. “Við skulum vera góðir við Ron og vekja hann ekki.”
“Mikið var,” heyrðist í Ron. “Þá held ég bara áfram að sofa!”
Harry læddist niður hringstigann og leit á borgundarhólmsklukkuna sem sýndi sex.
“Góðan daginn,” sagði Hermione sem sat við arininn að læra.
“Hvað ert þú að gera hér?”
“Nota helgina,” sagði Hermione og brosti. “Nei, ég var að vakna eins og þú.”
“Ég ætlaði að segja það!” sagði Harry og fékk sér sæti hliðina hjá henni. “Sirius, ekki í Skakklappa!” bætti hann við þegar Sirius ætlaði að fara að kúra hjá Skakklappa sem svaf hjá arninum en honum til mikillar furðu þá lagðist Sirius hjá Skakklappa. “Sirius, komdu.”
“Þetta er allt í lagi,” sagði Hermione. “Þeir eru góðir vinir.”
“Nú?”
“Ef þú hefðir fylgst með hvolpinum þínum hefðirðu vitað það.”
“Hem, ég hef haft svo mikið að gera,” sagði Harry afsakandi.
“Byrjar sú afsökun,” sagði Hermione og hélt áfram að skrifa.
“Hermione.”
“Já.”
“Finnst þér…” byrjaði Harry. “Finnst þér Snape eitthvað hafa breyst?”
“Það er spurning,” sagði Hermione. “Hann er orðinn eitthvað örlítið… blíðari. Og ég veit af hverju.”
“Af hverju?” spurði Harry forvitinn.
“Segi ekki.”
“Af hverju?”
“Segi ekki.”
“Ég get spurt þig í allan dag “af hverju” eða þangað til að þú segir mér það,” sagði Harry og glotti.
Hermione horfði hugsi á hann.
“Ég veit ekki…”
“Af hverju er Snape orðinn skrítnari?” spurði Harry aftur.
“Hann er ástfanginn,” sagði Hermione og brosti.
“HA!” öskraði Harry, aðeins of hátt. “Er Snape… Snape getur ekki orðið ástfanginn!”
“Jú,” sagði Hermione og brosti. “Snape er ástfanginn.”
“Af hverri?”
“Ég lofaði að segja ekkert,” sagði hún og roðnaði. “Þá meina ég EKKERT.”
“Gerðu það elsku besta Hermione,” sagði Harry.
“Nei.”
“Ég get beðið þig í allan dag um að segja mér það!”
“Gerðu það þá bara,” sagði Hermione og brosti. “Þú færð ekkert upp úr mér.”
—-
Jæja hérna kemur næsti kafli… vonandi er þetta eitthvað sem ykkur líkar. Það verða hér með aðeins tveir kaflar eftir. Þrír ef þið verðið heppin!
Og hún Tzipporah fór yfir þetta svona snilladarlega, enn og aftur! Gefum henni gott *klapp*
Fantasia