Ég var heillengi að finna nafn á þennan kafla. Þessi er kannski svolítið leiðinlegur, en það þarf að koma svoleiðis köflum inní til að láta einhvern tíma líða og meira.
8.kafli-raunveruleikinn
Þegar Fenecca vaknaði daginn eftir var hún viss um að þetta hefði bara verið draumur. En þegar hún kom við raka inniskóna sannfærðist hún um að þetta hefði verið blákaldur raunveruleiki. Og af einhverjum ástæðum langaði henni ekki til að segja Lily eða Jackie þetta.
“Hei, Fenc!” kallaði Sirius þegar hún vara að fara í gegnum málverkið.
“Ó, eh…. öööö, hæ Sirius….” muldraði Fenecca og eldroðnaði.
“Heyrðu, ekki segja Lily eða Jackie frá leynigöngunum. Þetta eru ein af örfáum sen Filch veit ekki um og ef hann kemst að þeim, þá er ég í djúpum skít,” sagði Sirius.
“Ég man ekki einu sinni hvar þau eru, svo að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur,” sagði Fenecca og vonaði að Sirius hefði bara gleymt gærkvöldinu.
“Allt í lagi. Heyrðu, já, ég held að fyrsta Hogsmeade-helgin verði á hrekkjavökunni og, hérna…..” stamaði Sirius. Fenecca geispaði og hallaði sér upp að veggnum.
“Veistu, þú klárar bara í hádeginu. Ég ætla að fá mér morgunmat,” sagði hún og sneri við.
“Ertu-til-í-að-koma-með-mér-til-Hogsmeade-á-hrekk javökunni?” bunaði Sirius út úr sér. Fenecca starði á hann.
“Öööö, jú, ætli það ekki. Bara kannski. Ég ætla sennilega samt, sko, að vera með Lily og Jackie.”
“Ha? Hvað voruð þið að tala um mig?” sagði Lily sem var nýkomin inn.
“Öh, ekkert,” sagði Fenecca, en tókst ekki að láta það hljóma trúverðugt.
“Hvað um mig og Jackie?” spurði Lily. “Eða á ég að fara til að trufla ekki þetta stefnumót hjá ykkur?” bætti hún svo glottandi við.
“Stefnumót?” endurtók Sirius forviða. Lily kinkaði kolli.
“Þegar Fenecca kom ekki upp í svefnálmu þá fór ég niður í setustofuna og þegar þið komuð inn þá faldi ég mig í einu horninu.” Fenecca hvítnaði upp og Sirius eldroðnaði.
“Bless þá,” sagði hún glottandi og fór í burtu.
Fenecca herpti saman varirnar.
“Djöfullinn sjálfur,” muldraði hún og fór út. Á leiðinni í matsalinn rakst hún á Bertu Jorkins og Justine Payne, þær voru bestu vinkonur út af sínu sameiginlega áhugamáli: slúðri. Verst bara að þær lentu í svolitlum vandræðum út af því. Eins og þegar Berta sagði að allir sem fengu sér vatn á stelpnaklósettinu á 5.hæð myndu fá vörtur (sem var haugalygi). Svo sást hún einhverntíma að drekka vatn þar. Hún fór ekki á klósettið þar næstu vikurnar.
“Fenecca,” kallaði einhver fyrir aftan hana. Fenecca starði á Severus sem kom hlaupandi.
“Hvað?” spurði hún óörugg.
“Veistu….. veistu hvar Lily er?” sagði hann vandræðalega.
“Setustofunni,” svaraði Fenecca. Það var svolítið skrítið að sjá Severus svona…. allmennilegan.
“Ó. Nú. Jæja, bless þá,” sagði hann og sneri sér við.
“Bless,” kallaði Fenecca til hans. Svo snarstansaði hún á næsta horni. HVAÐ VAR AÐ GERAST? Henni hafði gengið vel í Quidditch, farið á næturrölt með Siriusi Black og núna var hún að enda við að kveðja leiðinlegasta strákinn í skólanum.
Fenecca, Lily og Jackie notuðu töfrabragðatímana til að tala. Þær voru komnar á þá skoðun að þetta væru skemmtilegustu tímarnir í skólanum, jafnvel Feneccu fannst það, en það var bara út af Kettelburn sem henni fannst umönnun galdraskepna ekki skemmtilegasta fagið.
“Nú, þetta er ekki svo erfiður galdur. Passið ykkur bara að láta hlutina ekki lenda á neinum,” sagði Flitwick og nuggaði rófubeinið. Peter litla hafði á einhvernveginn tekist að senda láta blekdolluna sína bruna að Flitwick og opnast. Honum brá það mikið að hann féll að bókastaflanum og á gólfið og lenti á rófubeininu. Fenecca vissi að það var vont, hún hafði oft dottið á stólnum þegar hún var að rugga sér og lent á rófubeininu.
“Í alvöru Fenecca, veistu EKKERT um pabba þinn?” spurði Jackie og reyndi að senda pergamentsnepill í burtu.
“Ég sver, ég hef ekki einu sinni séð MYND af honum,” sagði Fenecca og sveiflaði sprotanum þannig að pergamentsnepillinn sem Jackie var með fuðraði óvart upp.
“Ekki neitt. Vá!” stundi Lily.
“Ég reyndi alltaf að veiða eitthvað upp úr mömmu þegar ég var lítil, en það gekk ekki. Svo núna er mér eiginlega sama. Þótt að ég haldi að hann sé rússneskur,” sagði Fenecca hugsi. Hún vissi nefnilega ekkert um raunverulegan föður sinn. Hún vissi allt um Eric, hann hafði unun af því að segja frá því þegar hann kom til Rozölbu. “Þetta fífl fór þegar þú varst aðeins þriggja mánaða. Svo rekst ég á Rozölbu á St.Mungó aleina þegar hún er að fara með einhvern pínulítinn böggul í fanginu.” Feneccu líkaði ekkert sérstaklega illa við Eric Pringle, en hann virtist bara hata föður hennar svo mikið. Sem henni fannst leiðinlegt, þessi dularfulli maður var þó faðir hennar.
“Hvers vegna heldurðu að hann sé rússneskur?” spurði Lily áhugasöm.
“Ef ég tala hratt virðist ég tala rússnesku, svo er Fecka rússneskt nafn. Mamma vill ekki að ég sé kölluð Fecka, samt gerir hún ekkert þótt að ég sé kölluð Fenc, Fecc eða Fencina. Ég hata það síðasta,” bætti Fenecca svo við.
“Jæja Fencina mín,” sagði Jackie glottandi. Fenecca gaf henni spark undir borðinu.
“Dj-djöfull er k-k-kalt hérna!” stundi Lily. Fenecca og Jackie kinkuðu kolli.
“Ég er að frjósa!” sagði Jackie og leit í kringum sig eftir hitagjafa.
“Þetta er fáránlegt, það er bara nýkominn október,” sagði Fenecca fúl. Skyndilega stóðu Lily og Jackie snöggt upp og gengu í burtu. Fenecca sá hvað hafði gerst. James og Severus voru aftur farnir að slást.
“Viljið þið tveir HÆTTA ÞESSU!” æpti Lily. Fenecca glotti og horfði annað. Hún sá að Remus gerði allt til að líta ekki við, Peter horfði spenntur á slagsmálin og Sirius stóð bara og hrofði út í loftið. Fenecca leit á Lily og Jackie sem stóðu öskrandi á James og Severus. Þeim er sama, hugsaði hún og stóð upp.
“Hæ Sirius,” sagði Fenecca og reyndi að leyna glamrinu í tönnunum.
“Hæbb,” sagði hann á móti.
“Af hverju ert þú ekki að pína Severus?” spurði Fenecca svo og glotti til hans.
“Æi, ég nennti því ekki núna.”
“Ha? Einmitt, trúlegt! Af hverju ertu ekki að pína hann í þetta skiptið? Þú gerir það alltaf þegar þú hefur tækifæri til þess, segðu mér satt,” sagði Fenecca.
“Ég ætla að fara inn um leið og við megum það. Það er að segja NÚNA,” sagði Sirius og benti. Dyrnar opnuðust og nemendurnir þustu inn. Sirius og Fenecca flýttu sér inn í hlýjuna. Fyrir aftan þau heyrðust ennþá öskrin í Lily.
“Hvernig fer hún að því að vera svona skapstór?” sagði Fenecca hissa og horfði á vinkonur sínar æpa á þessa tvo stráka.
“Hvernig fer hún að því? Það ert ÞÚ sem ert besta vinkona hennar,” sagði Sirius forviða. Fenecca kinkaði kolli. Sirius togaði hana inn svo að nokkrir 7.árs Slytherin-nemar myndu ekki traðka hana niður.
“Djöfull hata ég hann! Þetta ógeðslega, ömurlega, leiðinlega…… “ urraði Lily þegar hún gekk inn í setustofuna. Það átti að vera jurtafræði en út af veðrinu var tímanum sleppt og það var frí þar sem að prófessor Recutitas var ekki með nein verkefni. Hann hét fullu nafni Chamomillan Recutitas, en kennararnir ávörpuðu hann bara sem “Kamilló” og nemendurnir “prófessor”. Lily var samt ekki að tala um hann, hún var augljóslega að tala um James.
“Lily, róaðu þig niður. Ég hélt að þú værir að verða betri við hann,” sagði Fenecca og brosti. Sirius hló.
“Sirius, þegiðu!” hrópaði Lily.
“Lily, ertu byrjuð á túr? Þú verður alltaf svo uppstökk þá,” sagði James. Lily varð eldrauð í framan og strunsaði upp stigann sem lá í stelpnasvefnálmuna.
“James, þú ert svo ónærgætinn við hana!” sagði Fenecca ásakandi. “Ef þú vilt að hún byrji með þér ættirðu að vera aðeins allmennilegri við hana.”
“Já, þú hefur sennilega verið að kenna Siriusi, ekki satt?” sagði James brosandi. Fenecca fór að einbeita sér að stækkunnargaldrinum.
Og þá er það komið, vonandi fær þessi ekki slæmar viðtökur vegna þess að það gerist næstum því ekkert þarna.
-*~Gulla Munda Inga Bogga Bergs~*-