Donna Doumbman, kafli 2

Sólin skein inn um gluggatjöldin á herberginu hennar Donnu, hún settist upp og leit í kringum sig. “Jakk, allt svo hreint hérna inni!” Hugsaði hún áður en hún skellti hurðinni og stökk niður stigann inn í borðstofu. Mamma hennar sat og las Spámannstíðindi og sötraði kaffi og bróðir hennar var ekki vaknaður.

“Daginn” sagði mamma hennar með geislandi brosi áður en hún rétti Donnu gulleitt pergamentumslag “Þessi komu í morgun, loksins” Bætti hún við og hélt áfram að lesa blaðið, brosandi út í annað. Donna horfði á umslagið og yfirskriftina :

Ungrú D. Doumbman, eldhúsinu, Stonnork gata 14, sveitin, Bretland

hún opnaði það og sama sama bullið stóð í hennar bréfi og hafði staðið í bréfinu hans Josh seinustu 3 árin, þannig að hún nennti ekki að lesa það. En þarna var líka bókalisti sem hún hafði miklu meiri áhuga á. Hún átti að kaupa meðal annars Almennu álagabókina og Leiðarvísi í ummyndun fyrir byrjendur og fullt af fleiri bókum og það helsta, töfrasprota!

Mamma hennar var núna búin með kaffið og að lesa blaðið og var farin að smyrja nokkur brauð fyrir Donnu. “Mamma! Getum við farið á eftir?” Sagði hún og brosti út að eyrum.
“Við sjáum nú til…ef við verðum tilbúin á hágegi, sem þýðir að þú þarft að vekja Josh, geturðu gert það núna?” Bætti hún við og hellti djúsi í glas og setti það við hliðina á brauðsneiðunum hennar Donnu.

Donna stökk þá upp stigann og fór inn í herbergið sitt og greip kodda, læddist svo inn í herbergi til Josh þar sem hann lá á bakinu á rúminu sínu og hraut lágt. Svo öskraði hún

“Á LAPPIR SVEFNPURKA!” Og lamdi hann nokkrum sinnum með koddanum sínum, samt ekki fast. 2 mínútum síðar voru þau komin niður, bróðir hennar ennþá í náttfötunum með úfið hárið að elta hana með koddann á lofti og hún fullklædd og hlæjandi, skemmti sér greinilega mjög vel. Mamma þeirra stoppaði koddaslaginn sem var í uppsiglingu og rétti Josh bréfið sitt. Hann renndi yfir það á meðan þau borðuðu brauðið sem mamma þeirra smurði handa þeim.

Svo um hádegisbilið voru þau öll tilbúin og á leiðinni í skástræti, mamma þeirra greip litla krukku sem var uppi í skáp og gekk á eftir krökkunum inn í stofu, hún opnaði krukkuna og Josh fékk sér handfylli af grænu glitrandi dufti – flugdufti, svo henti hann því inn í logana á arninum og kallaði “Skástræti!”, fór inn í logana og hvarf, næst fór Donna, gerði það sama og nú sveif hún um á milli eldstæða, hún passaði að hafa hendurnar fast að síðunum og hafði litla rifu á augunum svo hún sæi á hvaða eldstæði hún lenti á, henni líkaði alls ekki flugduftsleiðin, en hún varð að duga í langan tíma. Svo kom hún út í eldstæðinu á Leka seiðpottinum þar sem Josh stóð og beið, og mamma þeirra birtist svo rétt á eftir henni.

“…Ég sé að þú þarft að kaupa svolítið mikið af bókum, Josh, viltu ekki bara kaupa þær sjálfur núna og ég og Donna förum til frú Malkins” Sagði mamma þeirra annars hugar og rétti Josh fjólubláa pyngju með galleonum, sikkum og knútum í. “Ekki eyða restinni í óþarfa, en þú mátt kaupa ugluna sem þú ert búinn að vera að biðja um svo lengi..” Bætti hún við og brosti hlýlega. Josh brosti, faðmaði mömmu sína og þakkaði fyrir. Donna hvarflaði augum til himins og gekk út að steinveggnum, þau eltu.

Þegar steinveggurinn hafði opnast og þau voru komin í Skástræti sem var iðandi af lífi, að vanda, gengu þau í áttina að húsinu sem frú Malkin hafði aðsetur í. Josh hitti Marco Ljubiwick, einn besta vin sinn sem var með honum í Huffelpuff og fór með honum að kaupa bækurnar sínar og hitta hina strákana.

Þegar þær komu til frú Malkin skildi mamma Donnu við hana, hún ætlaði á meðan að fara að kaupa seiðpottinn og töfradrykkjarefni og svoleiðis hluti. Hjá frú Malkin var önnur stelpa sem stóð á upphækkuðum stalli og einhver kona var að taka mál af henni til að sauma skikkju á hana. Þessi stelpa var ca jafn stór og Donna, semsagt frekar lítil eftir aldri og hún var grönn með ótrúlega ljóst liðað hár sem náði niður að öxlum, græn kattaraugu, þau gerðu hana prakkaralega, hugsaði Donna. Þykkar varir, hún var með nokkrar freknur og nefið var svolítið uppbrett og þegar hún brosti til Donnu sá hún eitthvað járndrasl sem var yfir allar tennurnar á henni. Þetta hafði hún aldrei á ævinni séð, hún horfði stórum augum á þetta járndót sem renndi sér eftir tönnunum á stelpunni.

“Hæ, ég heiti Hailie Magnusen, ég er hálf sænsk en pabbi minn var sænskur. Mamma mín er samt bresk og ég bý hjá henni hér í London, í muggahverfi, en hvað heitir þú?” Donna hætti að glápa á járndótið og svaraði “Ég heit Donna Doumbman, ég er að fara að byrja í skólanum núna, en þú?”

Donna komst að því að Hailie átti líka að byrja í skólanum núna og þær urðu strax ágætis vinkonur. Hún komst að því að Hailie átti systur á 5 ári í Slytherin. Hailie þoldi samt ekki systur sína, hún var svo gagntekin að myrku öflunum, var alltaf að lesa sér til um þau og leggjandi bölvanir á þá sem trufluðu hana á göngunum eða á bókasafninu. Systir hennar hét Magnelea Magnusen, oftast kölluð Mags. Donna fékk líka að vita að járnruslið sem var á tönnunum á Hailie var kallað “Teinar” gert á muggatannlæknastofu til að halda tönnunum beinum.

Svo sagði Hailie allt í einu “Þetta er geggjað! Ég hef aldrei hitt eða séð neinn annann nema pabba minn! Hefurðu oft séð eitthvað?” Spurði hún svo. Donna horfði stórum augum á hana, hvað var hún að bulla? Séð eitthvað? Auðvitað sér hún, hún hefur augu, eða er Hailie kannski blind, er það þessvegna sem hún er með græn kattaraugu?

Núna var frú Malkins búin að gera skikkjuna hennar Hailie og var komin langleiðina með skikkjuna hennar Donnu. Hailie stökk niður af pallinum og borgaði fyrir skikkjurnar og einmitt þá gekk ljóshærð kona inn. Þetta hlaut að vera mamma hennar Hailiar, Hailie var lifandi eftirmynd þessarar hávöxnu, grönnu konu. hún var með ljóst hár niður á herðarblöð en hún var með venjuleg blá augu, falin bak við dökk sólgleraugu og frekar langt nef, en að öðru leiti var hún alveg eins og Hailie.

“Ertu búin að borga fyrir skikkjurnar, vinan?” Spurði konan glaðlega um leið og Donna borgaði sínar skikkjur sem voru líka tilbúnar. Frú Malkin fór nú að sinna langleitum strák með stórar tennur og gleraugu.

“jamm, en veistu hvað! Þetta er Donna og sérðu! Hún er líka horfandi!” Sagði hún og hristist af eftirvæntingu, brostandi út að eyrum, bendandi á andlitið á Donnu.

-“Er það satt?” Sagði mamma hennar undrandi og tók niður gleraugun um leið og hún beygði sig niður að Donnu og grandskoðaði augun í henni.

Hvað er hún að meina? horfandi? Hvað í ósköpunum er það? Hugsaði Donna um leið og hún horfði stíft inn í bláu augun á mömmu Hailiar. Allt í einu hugsaði hún hugsanir sem hún ætlaði alls ekki að hugsa..

-Getur ekki verið…Það bara getur ekki verið…Er hún óskráður horfandi alveg eins og Hailie? Það er alveg frábært…Þetta hlýtur samt að vera í ættinni…Spyr hana þá í hvaða ætt hún er…

“Hvert er eftirnafnið þitt, vina?” Sagði mamma hennar Hailiar allt í einu og Donna hrökk við. Hvað hafði hún verið að gera? Lesa hugsanir mömmu Hailiar, gat ekki verið.
“Doumbman” Svaraði Donna og leit undan, henni langaði ekki að lenda í þessu aftur á meðan hún vissi ekki hvað þetta var.

Mamma hennar Donnu steig nú inn á gólf frú Malkin, hún talaði um leið og hún rótaði í pokunum 3 sem hún var með, greinilega ekki búin að taka eftir því að fullvaxin kona stóð glápandi á augun í Donnu með greinilegum áhuga, og stúlka við hliðina á henni, með sama áhugann í svipnum.

“…Jæja vinan, búin að kaupa skikkjurnar? Við þurfum svo að fara niður í bókabúð, Lockhart er víst að árita bækur þannig að það verða eflaust margir þarna, svo var ég að hugsa um að gefa þér uglu, ef þú vilt, Josh var að kaupa sér eina…” hún leit upp og snarþagnaði, mamma Hailiar leit upp á hana og missti sólgleraugun.

“Carrie!” Hrópaði hún og stökk til mömmu Donnu og faðmaði hana. Þegar þær slepptu takinu sagði Caroline “Hvar hefurðu haldið þig, Jan?”

-“ja..ég giftist í Svíþjóð og maðurinn minn var aldrei hrifinn af margra manna brúðkaupi svo nánustu var bara boðið, foreldrum og svoleiðis..Mér þykir það svo leitt” Bætti hún við. “Síðan skildum við en héldum sambandi stelpnanna vegna” Núna bandaði hún hendinni að Hailie “Og við vorum góðir vinir og hann heimsótti okkur á nánast hverjum degi. Svo hvarf hann…Fyrir 6 árum.” lauk hún máli sínu sorgmædd á svipinn.

“Æææ…Það var hræðilega leiðinlegt að heyra. Ég vissi ekkert hvað hafði orðið um þig, ég vissi bara að þú tókst saman við hann þarna Gunther og meira vissi ég ekki eftir skólann semsagt..þú gufaðir upp hreinlega! Minnie var viss um að þú værir dáin, hún var hágrátandi og ekki hægt að hugga hana…frekar en venjulega” bætti hún við og glotti til mömmu hennar Hailiar.

Jan hló glaðlega og þær fóru að spjalla…Donna og Hailie sendu hvorri annari augngotur og gengu saman út.

“Hvað var þetta?” Spurði Hailie furðu lostin um leið og þær komu út.
“-Ég veit ekki, en það er eins og mömmur okkar þekkist, örugglega úr skólanum.”
“-Jaaá, getur verið”

“En, hvað er þetta horfandabull sem mamma þín var að tala um?” Spurði Donna og sneri sér að Hailie. Henni til mikillar furðu brosti Hailie.

“Sko, horfandi er orð yfir manneskju sem hefur frekar svona…furðulega hæfileika, horfendur geta venjulega séð það sem aðrir sjá ekki, lesið hugsanir ef þeir einbeita sér að því og augnsamband er nauðsynlegt, svo dreymir horfendur oft það sem á eftir að gerast, það sem gerðist í fortíð, ef það er mikilvægt held ég og vonda fyrirboða. Svo finna sumir á sér ef eitthvað illt er í aðsigi eða eitthvað er að…en bara með mjög mikilli æfingu.” Sagði hún.

Donna horfði stóreyg á Hailie..en hún hafði aldrei séð neitt…aldrei..ekkert sem hún mundi eftir… Hún sagði Hailie það og þá hélt Hailie útskýringum sínum áfram.

“oft þarf horfandi að hitta annann horfanda til að uppgötva hæfileika sína, sérstaklega ef hann veit ekki af hæfileikum sínum. Þig hefur kannski dreymt eitthvað skrítið en ekki hugsað um það af því að það var draumur.” Donna kinkaði kolli “Ég hef oft séð eitthvað og nokkrum sinnum lesið hugsanir, það kemur sér vel þegar þú heldur að verið sé að ljúga að þér, ég hef oft komið upp um systur mína þegar hún ætlaði að stela kústinum mínum, hah!” Bætti hún við og glotti, í svipnum vottaði fyrir sigurgleði.

“En allavega, þetta er það sem horfendur geta, það sem einkennir þá er að þeir eru frekar litlir eftir aldri á unglingsárunum þú veist, og mjóslegnir með svona kattaraugu, eins og við erum með” Sagði hún og klappaði Donnu á bakið, skælbrosandi.

Mömmur þeirra komu út, ennþá ræðandi saman. Þær 4 fóru að ræða horfendur og donna sagði frá því þegar hún las óvart hugsanir Janet, mömmu Hailiar. Mamma hennar stökk þá fram og faðmaði hana að sér, tárfellandi. Bak við hana brosti Jan góðlega og Hailie glotti prakkaralega.

“Langafi þinn var með þennann hæfileika, þú ert sú næsta með horfendablóð í æðum, það sást strax á augunum, við urðum svo glöð við pabbi þinn” sagði mamma hennar þegar þær 4 gengu sem leið lá niður í bókabúð. Donna brosti, hún hlakkaði til að lesa hugsanir bróður síns…sá skyldi fá að kenna á því að hafa nokkurn tímann tekið alla *Kynjasysturnar* bolina hennar og falið þá!

Það var löng biðröð fyrir utan Flourish & Blotts, á stórum borða sem strengdur var yfir búðargluggana stóð

Gilderoy Lockhart
mun árita eintök af sjálfsævisögu sinni

Hinn göldrum líki Gilderoy
í dag frá klukkan 12:30 – 16:30

Donna og Hailie náðu í allar bækurnar sem voru á bókalistanum og borguðu fyrir þær. Svo mjökuðu þær sér nær borðinu þar sem Lockhart sat umkringdur myndum af sjálfum sér sem allar blikkuðu og brostu þannig að glampaði á skjannahvítar tennurnar.

“..Mér finnst hann frekar aulalegur ef ég verð að segja satt..” Hvíslaði Donna að Hailie sem kinkaði kolli, augljóslega alveg sammála. Allt í einu stökk Lockhart á fætur og hrópaði: “Þetta er þó ekki Harry potter!” Allir hvísluðu spenntir og Lockhart henti sér fram og greip um handlegginn á Harry Potter og dró hann til sín. Harry potter var lítill og mjór strákur, með úfið svart hár og græn augu, hann var með eldingalaga ör á enninu og með kringlótt gleraugu. Frekar venjulegur bara, hugsaði Donna. Svo fóru allir að klappa og það var greinilegt að Harry stokkroðnaði þegar Lockhart tók í höndina á honum fyrir ljósmyndarann sem smellti af eins og hann ætti lífið að leysa.

“Þetta er nú einum of..” muldraði Hailie að Donnu “Hann vill greinilega ekki vera í sviðsljósinu en þessi aulalegi grobbari dregur hann alltaf til baka…” Hún hnussaði lágt.
Nú fór Lockhart að halda eitthverja ræðu. Stelpurnar hlustuðu varla á hann, voru bara að ræða saman um á hvaða heimavist þeim langaði að lenda á, þegar þær heyrðu:

“…Það er mér mikill heiður að tilkynnar að í September mun ég taka við stöðu kennara í vörnum gegn myrku öflunum í Hogwart – skóla galdra og seiða!” Allir blístruðu og klöppuðu.

“Óóóó…neei..” stundu þær báðar í kór. “Ég hef bara illa tilfinningu fyrir þessu fífli…það er eins og maður finni lykt af undirferli í honum” Sagði Donna og fitjaði upp á nefið. “Sjái það frekar..manstu? Horfendablóðið!” Sagði hún og blikkaði Donnu.”En ef þú vilt tala um að við “finnum lyktina” þá finn ég lykt af undirferli, lygum og –“

“Heimsku!” Greip Donna fram í fyrir henni, svo flissuðu þær báðar, en allt í einu flaug bókahillan sem þær stóðu við framhjá þeim, þarna hafði einhver rauðhærður maður kastað sér á mann með sítt ljóst hár og þeir voru greinilega í slagsmálum. Hróp og köll heyrðust en ekki vel, svo heyrðist þrumað: “Hættið þessu, svona, hættið þessu…”

Þarna var risastór maður askvaðandi í gegnum hafsjó af bókum og hann skildi mennina tvo í sundur á svipstundu. Nú sá Donna að annar þeirra var Arthúr Weasley. Þetta hefði faðir hennar átt að sjá.

“Je minn” Sagði Hailie og horfði stóreyg á ljóshærða manninn strunsa út með höndina um öxlina á alveg eins ljóshærðum strák á þeirra aldri. “Þetta var Lucius Malfoy!” Bætti hún við. “Hver var þetta sem hann var að slást við?”

Donna sagði henni frá Arthúri Weasly og Luciusi Malfoy allt sem hún vissi, en Hailie vissi greinilega meira um Malfoy en hún sjálf. Svo sagði Donna henni frá þessari Ginny sem var jafngömul þeim og þær ræddu um þessar tvær fjölskyldur. Þá kom hávaxin ljóshærð stelpa upp að þeim tveimur og sagði við Hailie “Mamma vill að þú komir til hennar núna, Hail, við þurfum að fara heim..” henni leiddist greinilega. Þetta var lagleg stelpa, með ljóst hár, alveg rennislétt, fallega ljósa húð og blá stingandi augu, sem á þessu andartaki horfðu stingandi á Donnu. Stelpurnar kvöddust og ákváðu að hittast í lestinni þann 1. september.

Hailie fann mömmu sína og bróður sinn þar sem þau stóðu með allar bækurnar hennar Hailiar og hans Josh og seiðpottinn hennar og uglubúrið með fallegri Eiruglu.
“Við skulum flýta okkur niður í dýrabúð og til Ollivanders svo við komumst heim fyrir kvöldmat.” sagði mamma hennar annars hugar og rétti henni seiðpottinn og einn poka.

Þau roguðust með pokana niður í dýrabúð þar sem var fullt af köttum og uglum og öllum mögulegum dýrum. Hailie rölti á milli uglustandanna og skoðaði uglurnar. Hún leit niður á búrið fyrir neðan myndarlega lappuglu. Þá sá hún hann.

Svartur köttur sat hinn rólegasti og horfði á hana með hóflegri forvitni í svipnum. Augun voru stórskrítin, þau voru græn, en með rauðu utan um augasteinana, það breyttist svo stundum í gult. Allt í einu fékk hún mikinn fiðring í magann og henni leið ótrúlega vel.

“Þennan” Sagði hún og benti á köttinn. “Ég vil þennann kött”
-“Já, þetta er svolítið skrítinn köttur, en fallegur” Sagði mamma hennar eftir að hafa skoðað hann aðeins. Þau keyptu hann og héldu til Ollivanders.

Þegar inn til Ollivanders var komið spjallaði Ollivander aðeins við mömmu hennar og spurði Josh hvernig sprotinn hans væri, þegar hann fékk það svar að sprotinn væri fínn fór hann að mæla Donnu og hún þurfti að prufa þónokkra sprota. Síðan loksins fékk hún sinn.

Beykiviður og Einhyrningshár, 18 sentimetrar, ekki sveigjanlegur.

Mamma hennar borgaði 7 galleon fyrir sprotann og síðan fóru þau niður á Leka Seiðpottinn og í gegnum eldstæðið þar og heim. Um kvöldið þegar Hailie fór að sofa hugsaði hún um allt sem hún hafði lent í og um Hailie og horfendablóðið. Hún strauk kettinum sínum annars hugar og hvíslaði síðan “góða nótt.” Það kom henni samt á óvart að henni brá alls ekki í brún þegar hún heyrði lága rödd segja við hana á móti

-“Góða nótt.”