Harry potter og kvikskiptingarnir.
Siriusi nærri veittur kossinn, Sirius flýgur burt á Grágoggi, Sirius í eldstæðinu Sirius í Hroðagerði… Sirius drepinn… Bellatrix hlæjandi yfir líkina á Siriusi…
“NEI!!!, þú lætur hann vera!” öskrar drengur að nafni Harry Potter. Hann situr á rúmi sínu í Hroðagerði, kófsveittur og þvalur.
Harry leit í kringum sig og áttar sig á því að herbergisfélagar hans; Hermione og Ron, auk Lupins og Tonks horfðu á hann.
“Harry er ekki allt í lagi?” Spurði Tonks,“dreymdi þig Sirirus aftur?” Harry kinkaði kolli, ófær um að tala.
“Svona, Harry, reyndu að sofna aftur sagði Lupin róandi röddu. Lupin og Tonks gengu út aftur. ”Harry ertu viss um að það sé allt í lagi með þig?“ Spurði Ron áhyggjufullur. ”Já, það er allt í lagi með mig.“ Harry lagðist aftur út af. Af hverju hafði hann ekki lært hughrindingu, af hverju þurfti hann hann að vera svo vitlaus að halda að Voldemort hefði náð Siriusi? Ef hann hefði ekki verið svona vitlaus, þá væri Sirius ennþá hérna.
Harry fór fram og ætlaði að fá sér vatn í eldhúsinu þegar hann heyrði raddir Lupin og Tonks, þau voru að tala um hann.
”Þetta getur ekki gengið svona, ég meina hann er búinn að vera svona í fjóra daga, hann sefur nánast ekkert.“ Það var Tonks sem var að tala.
”Já ég veit, ég var búinn að tala við Dumbledore prófessor og biðja hann um seyði til þess að tryggja honum draumlausan svefn en hann vildi ekki leyfa það. Hann sagði að hann þyrfti að sigrast á þessu sjálfur.“
”Já en Lupin þú veist alveg eins og við hversu nánir þeir voru, núna á hann enga fjölskyldu, nema snobbliðið þarna á Runnaflöt“, sagði Tonks og hryllti sig.
”Ég get vel skilið ef hann hefur verið illur út í Dumbledore í fyrra, fyrir að loka hann svona af, svo var fólk að passa upp á hann án þess að hann hefði hugmynd um það.“ Harry gekk inn í eldhúsi og Tonks krossbrá seri sér við á staðnum og rakst í glas sem þeittist fram á gólf og mölbrotnaði.
”Oh, Tonks, ekki er ég hissa að þú hafir nærri því fallið í eftirför á skyggnaprófinu, reparo. “Ertu orðinn skárri Harry, vinur?, Spurði Lupin og skoðaði hann.
”Já, það er allt í lagi með mig, ég er bara svolítið þreittur“. ”Enda ástæða til, þú ert svo lítið búinn að sofa…“
”HARRY, minn er allt í lagi með þig“, spurði Molly Weasley hann um leið og hún kom arkandi inn í eldhúsið á hvínandi ferð.
”Ooooooh, í síðasta sinn, það er allt í lagi með mig, sagði Harry pirraður. Molly gaut hornaga að honum, alls ekki sannfærð.
“Jæja, ætli ég reyni ekki að elda eitthvað ofaní ykkur.
Seinna um daginn voru Harry, Ron og Hermione að taka til í kjallaranum sem var undir öllu húsinu…
”Oooooh, við verðum aldrei búin að þessu“, sagði Ron fýldur.
”Hættu þessu nöldri, Ron, þú hefur vælt síðan við byrjuðum á þessu…“ Sagði Hermoine pirruð.
”Já en ef þau þarna uppi myndu hjálpa okkur, þá yrðum við fljótari.“ Sagði Ron.
”Þau hafa nóg annað að gera, okei.“ Harry vissi að þarna var í aðsigi meriháttar rifrildi, svo hann læddist í burtu og fór að taka uppúr kassa sem var út í horni. Í þessum kassa voru gamlar skólabækur frá Siriusi. Harry furðaði sig á því hvernig þær komust þangað, því Sirius hafði farið að heiman 16 ára og hann bjóst ekki við að hann hefði farið þangað aftur fyrr en hann hóf ”störf“ hjá Fönixreglunni.
Harry tók nú upp bækurnar og hóf að skoða þær. Þarna voru glósur, sem kom Harry mikið á óvart, vegna þess að han hafði ekki haldið að Sirius væri þannig típa . Svo tók hann upp álagabækur, sögubækur og fleira. Svo rakst hann á bók sem hann var reyndar ekkert hissa á að finna þarna; ”Listin á bak við kvikskipti“. Það hlakkaði í Harry, hann skyldi sækja hana um kvöldið og skoða hana í friði.
”Harry, félagi, það er kominn matur“, kallaði Ron að honum. Harry faldi bókina í skyndi og fór upp að borða.
Um kvöldið þegar allir voru sofnaðir eða svo hélt Harry fór hann niður í kjallarann og sótti bókina. Þegar hann var að fara upp í eldhús mætti hann Lupin. ”
“Jæja Harry, þú ert búinn að finna bókina, sé ég”, sagði Lupin og það kom Harry svolítið á óvart að það hlakkaði í Lupin þegar hann sá bókina sem hvíldi í örmum Harrys. “Jaaá”, sagði Harry óöruggur og horfði flóttalega á Lupin, sem flissaði.
“Ég ætla ekki að stopaa þig Harry ef þú hefur hugsað þér að lesa bókina og jafnvel verða kvikskiptingur.
”Harry glotti, “hvaða rétt ættir þú svo sem, þú sem umgegst þrjá lögbrota á sínum tíma.”
“Já það er rétt hjá þér, en þú verður að gera þér grein fyrir því að Pabbi þinn og Sirius voru nú gáfuðustu nemendur Hogwarts þegar þeir voru þar. Þetta er líka gríðarlega flókinn galdur og erfitt að ná tökum á honum. Ég býst við að þú munir þurfa á allri hjálp sem Hermione getur veitt þér ef þér er alvara með þessu”, sagði Lupin með alvöruþunga. Harry horfði á hann og sagði;
“jaa, ég var eginlega að vona að þú gætir hjálpað mér, því að ég vil gera þetta fyrst, því að ef þetta mistekst, þá verður það ég sem slasa mig en ekki Hermione og Ron…” Lupin glotti og sagði;
“það er alltaf sama hetjulundin í þér Harry minn. Ja ég get reynt að hjálpa þér, en það var náttúrulega Sirirus og James sem voru að breyta sér, án minnar vitundar, svo ég fylgdist ekkert með þeim á meðan þeir voru að þessu, en ég skal gera hvað ég get.”
Harry brosti og þakkaði Lupin fyrir og fór uppí herbergi hann ætlaði að fara að opna hurðina þegar hann heyrði undarlegt fliss hinum megin við hurðina. Hann greip aðeins orð á stangli, eins og;
“Ah Ron hættu thíhíhí og hann áttaði sig á því að það voru Ron og Hermione sem voru eitthvað að fíflast þarna inni. Harry glotti;
”Loksins, ég hélt að þetta ætlaði aldrei að fara að ske…“ Hann fór niður og lagði sig í sófanum í stofunni og hann svaf sem grjót það sem eftir lifði nætur.
” FJANDANS BLÓÐNÍÐINGAR, ÓGEÐ OG HRYLLINGUR. ÉG SKAL FLÁ YKKUR LIFANDI, ÞIÐ SJÚKU VITLEYSINGJAR“ Harry vaknaði við gargið í myndinni af frú Black.
”Æji þeigiðu gamla kellingar ógeð hrópaði Harry um leið og hann stóð upp til þess að draga veggteppið fyrir myndina. Þegar hann kom fyrir hornið sá hann myndina og þann sem hafði dregið það frá. Það var Kreacher. Það var sem kveikt hefði verið í Harry, hann varð eldrauður í framan og öskraði
“Kreacher, nú skal ég drepa þig.”
“Hann stökk af stað á eftir húsálfinum, sem hljóp af stað skrækjandi og æpandi. Harry elti hann uppá loft, þar sem Kreacher læsti sig inní kompi í einu horninu. Harry æpti, öskraði og sparkaði í hurðina. Svo heyrði hann í einhverjum fyrir aftan sig. Það var Ron á náttfötunum, nuddandi stýrurnar úr augunum.
”Hvað gengur á, Harry“, spurði hann undrandi.
”Það er kvikindið hann kreacher hann hljóp þarna inn þegar hann sá mig.“ Ron horfði á hann með vorkunn í svipnum.
”Komdu bara Harry, hann kemur ekki út á meðan þú stendur þarna æpandi og öskrandi“, sagði Ron. Harry lét undan og fór með Ron niður í eldhús þar sem Hermione sat á stól og var að lesa bók.
Hún leit upp þegar hún sá Harry og Ron koma. Hún lagði frá sér bókina og horfði á Harry með skrítnum svip. Hann leit á borðið og sá að það var kvikskiptinga bókina.
”Jah, Harry, ég held að þú megir vona að Lupin eða einhver ætli að hjálpa þér ef þú hefur hugsað þér að verða kvikskiptingur, ekki treysti ég mér að gera það, ekki ein… Ron horfði á Hermione og sagði:
“Ja, ég er nú hérna líka.” Hermione leit á Ron og sagði: Æji Ron kommon, þú gætir ekki umbreytt glasi í mús þó að lífið lægi við, svo ég hef takmarkaða trú að þú getir framkvæmt þennann galdur…" Ron leit á hana og svo skelltu þau uppúr.