Villur í leikaravalinu!
Ég ætla að benda á ýmsar villur í leikaravalinu hjá þessum tvem leikstjórum, Alfonsu Cuáron og Chris Colombus, sem mér finnst EINUM OF augljósar.
Byrjum á aðalpersónunni, Harry James Potter.
Harry er með svart hár sem er aðallega úfið í hnakkanum. Augun eru græn og möndlulaga og hann er með kringlótt gleraugu. Hann á að vera aðeins minni og mjórri miðað við það hversu gamall hann er.
Lýsingin í myndunum er svona: Harry er með svart hár sem er pínu úfið. Augun eru blá og gleraugun kringlótt. Venjuleg stærð. WHAT? BLÁ AUGU? SLÉTT HÁR? Það kemur fram oftar en 3 sinnum í hverri bók að hann á að vera með GRÆN augu og ÚFIÐ hár! Hvað er að Colombus?
Nú, þá koma hinir leikararnir:
Hermione Granger á að vera með brúnt hár sem er næstum því ómögulegt að ráða við. Framtennurnar eru frekar stórar og hún er bara venjulega stór.
Myndin segir: Hermione er með brúnt og liðað hár, venjulegar tennur og venjuleg stærð. Ég er líkari henni heldur en Emma Watson! (Þetta er ekki mont, ég er með risastórar framtennur ((ættgengt)) og brúnt og stundum úfið hár). Það er mikill munur á fallega liðuðu hári eins og Emma er með, og frekar úfnu hári eins og Hermione er með! Ég get ekki skilið þetta.
Nú, það eina sem ég get fundið að við Ron/Rupert er það að hann á að vera
með freknur, annars er hann fínn í alla staði.
Sá sem lék Gilderoy Lockhart var nú bara snillingur, það er það eina sem ég get sagt. McGonagall er fín, lýsingin í bókinni og myndinni passa saman.
Severus Snape/Alan Rickman væri frábær ef hann væri AÐEINS YNGRI. Hvað er Alan gamall? Severus á að vera 30-35 ára. Að vísu finnst mér það ekki nógu augljóst að hann ætti að vera með fitugt hár. Vonandi fer það að lagast, en mér sýnist það ekki vera þannig.
Dumbledore er hávaxinn og grannur, með sítt silfrað skegg, blá og tindrandi augu (eða einhvernveginn álíka, leiðréttið mig), gamall og með húmor. Nú, sá fyrri var fínn, en Michael Gambon var aðeins of feitur og andlitið of dökkt. Svo var skeggið ekki nígu ljóst, það var næstum því eins og óhreint.
Remus og Sirius. Remus er jafn gamall og Severus, en hárið er aðeins farið að grána. Útlitið á honum er samt vinalegt og það sést að hann er ekkert sérstaklega gamall. Úff, ég vorkenni Alfonso Cuáron. Remus var örugglega ekki með yfirvaraskegg, hann leit út eins og dópisti í myndinni! Hann var heldur ekki á réttum aldri. Sirius var næstum því eins góður og ég hefði viljað hafa hann. En það var bara eitthvað sem mér fannst sárlega vanta í hann. Kannski kemst ég að því.
Hagrid er fullkominn í alla staði, mér finnst það næstum staðreynd. (Segið mér kannski ef það er eitthvað sem ykkur finnst að honum). Flitwick, Spíra, Pomfrey, Fred, George, Neville, Quirrel og Stan …… ég get ekkert fundið að þeim.
Dudley er með ljóst hár og spikfeitur. Í myndinni er hann með næstum því SVART hár og venjulega feitur! Ég meina, ég starði á myndina þegar ég sá Dudley og hugsaði ,,SVART hár? Svart hár!? Hvað í andskotanum er að leikstjóranum!?!?” Ég er enn ekki búin að fá svar við því.
Nú, síðasta villan sem mér finnst sú alversta af öllum verstu villunum: fötin. Fötin sem þau eru látin ganga í. Galdrafólk þekkir bara skikkjur, nema það sé náttúrulega með eitthvað Mugga-blóð í sér. Í alvöru, þetta er ótrúlegt. Hvernig á brandarinn að vera í 4.myndinni þegar tríóið er að sækja vatn og sér kall í kjól, ef galdrafólk er látið ganga í buxum og þannig. Sem dæmi: skólabúningurinn hjá Hogwartsskóla. Það eru örugglega allir breskir galdramenn búnir að fara í hann, og líkurnar á því að skólabúningnum sé eitthvað breytt eru ekki miklar. Skoðið þetta bara. Myndin af Severusi að verja tríóið: hann er í buxum. (Í þriðju myndinni) Gilderoy Lochart þegar hann er að kenna þeim að “verjast” með Severusi: þeir eru báðir í buxum. Sirius (þegar hann er ekki hundur): hann er í buxum.
Þetta er ótrúlegt!
-*~Gulla Munda Inga Bogga Bergs~*-