Jæja þá er næsti kafli kominn
6.kafli Alvöru Amanda
Harry svaf ekkert meir þessa nótt. Hann vonaði að fyrrverandi vinir hans væru aftur orðnir vinir hans. Sérstaklega Ron. Hann Ron og Hermione voru partur af hvort öðru. Einn partinn mátti ekki vanta því þá gengi þetta ekki upp, og um leið og Ron vaknaði þaut Harry til hans og sagði:
“Blezaður, svafstu vel eftir erfiða daginn í gær.” Ron leit á hann furðulostinn en sagði svo eins og vélmenni:
“Halda sig frá Harry, halda sig í frelsinu. Halda sig frá Harry, halda sig í frelsinu. Halda sig frá Harry, halda sig í frelsinu…….” Harry flýtti sér niður í mat. Hann vonaði að Hermione sæti enn við endann hjá honum, og þar var hún með miklar fréttir að færa: “Ég vakti í nótt, og sá hvað Amanda gerði. Hún gekk að rúmunum hjá öllum og stráði einhverju óþekkjanlegu dufti yfir alla. Þegar hún kom að mínu rúmi stansaði hún og tautaði
“meira hjá henni, venjulegur skammtur virkar ekki á hana því hún elskar Harry”
og svo hellti hún fullt af þessu dufti yfir mig, en ég búin að búa mig undir það með því að galdra mig ónæma fyrir öllu dufti. Þegar hún var búin að því fór hún inn í ykkar svefnsal og stráði örugglega líka yfir ykkur. Svo fór hún í Quidditch-geymsluna og stráði yfir kústana hjá öllum nema þér. Hún er örugglega á vegum Voldermorts. Hún lætur til sín taka ef Dumbledore fer eitthvert, og hún ætlar að koma honum í burtu.” Harry hafði hlustað þögull á þessa ræðu en sagði núna:
“Voldermort, Amanda er rauðhærð, Amanda er freknótt, Amanda er…,”
en hann komst ekki lengra því hún sagði kuldalega fyrir aftan hann:
“Varstu bara að fatta það núna Potter, komum frá þeim vitskerta,” síðustu orðunum beindi hún að öllum í Gryffindor, fyrir utan Hermione og Harry. Svo tautaði hún fyrir munni sér
“Hvað þarf hún mörg korn.” “Afsakið varst að tala við mig. Ef þú varst ekki að því skaltu vita að ég veit um brellurnar þínar Hr. Bengston,” sagði Hermione og sýndi Amöndu puttann. Amanda tautaði eitthvað um bull og slettirekuskap og flýtti sér svo í burtu.
“Bull hún sem er nú að tala svo satt og rétt mál, Hr. Bengston, eða ætti ég að segja þjónn þans sem ekki má nefna, eða duftdreifara. Hvað viltu að ég kalli þig.” sagði Harry þá.
“Amanda væri fínt,” var svarið sem Amanda gaf honum, hryssingslega.
“En það var ekki í boði þjónn Voldermorts, eða ég hélt ekki, eða misskildi ég Hr. Bengston,” sagði Hermione angurblítt.
“Þegiðu krakkaskratti eða þú hefur verra af öskraði Amanda yfir salinn svo allir heyrðu. Allir snéru sig úr hálslið til að sjá hvað væri um að vera, en Amanda sem hafði áttað sig á mistökunum sagði:
“Við erum að æfa fyrir leikrit, ekki flott.” Það virkaði betur en Amanda vonaði því allir héldu áfram að borða, nei ekki allir, því maður að nafni Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore horfði grunsemdar augnaráði á Amöndu þegar hún sá ekki til. Dumbledore vissi að Amanda var í tíma hjá McGonagall og bað hana um að senda Amöndu til sín. Þegar Amanda kom í dyrnar hjá Dumbledore virtist hún svo saklaus, en Dumbledore vissi af reynslunni að hún gæti verið verri en ýmsir þó hún liti sakleysislega. Hann sagði:
“Komdu inn og lokaðu, því ég þarf að ræða við þig alvarlegt mál. Ég fékk sent bréf frá Amöndu sem virðist víst hafa verið bundin úti í garði allt skólatímabilið. Hún sagði mér í bréfinu að Hr. Bengston, leiðinlegur nágranni sinn hefði lokkað sig út í garð og svo galdrað sig í líkama hennar. Svo hefði hann farið inn og þóst vera hún og nú spyr ég hvernig stendur á þessu Hr. Bengston.” Þegar Dumbledore lauk máli sínu var næstum liðið yfir Hr. Bengston. Dumbledore flýtti sér að segja: “Kverettinuo” og við það breyttist Hr. Bengston úr Amöndu í sjálfan sig.
“Hvað hefurðu þér til málsbóta áður en við færum þig fyrir rétt sem sker úr um hvenær þú ferð í Azkaban. Hvernig lýst þér á?” spurði Dumbledore. “Arrrg, þetta er allt honum að kenna, arrrg, hví tókst meistara ekki að drepa hann þegar hann var barn, þá væri hann núna almáttugur, og laus við hann, arrrg,” sagði John Bengston.
“Hvað varstu að segja?” spurði Dumbledore, en John muldraði bara eitthvað. En þá sagði Dumbledore:
“Eins gott að ég setti játunarlesarann minn af stað, því þá er ég með sönnun, en hugulsamt af þér að játa.” Nú var John orðinn eins og aska í framan, og Dumbledore fannst best að fara að drífa sig af stað með hann í Galdramálaráðuneytið til að fá dómsúrskurð.
Svo hripaði hann niður uglu til McGonagall um að galdra alla nemendur skólans þannig að duftið hætti að virka.
Harry, Hermione og Ron voru núna í tíma í vörnum gegn myrku öflunum. Þau voru búin að fá nýjan kennara, Bill Weasley, sem var hættur að vinna fyrir Gringottbankann og starfaði nú sem kennari þeirra. Allt í einu flaug Hedwig inn um gluggann með bréf til Harrys. Harry bað Bill um leyfi til að lesa bréfið og var það auðfengið.
Harry, Hermione og Ron
Amanda er á leiðinni í lestinni. Ég gef ykkur leyfi úr þeim tíma sem þið eruð í kl:13:00, því þá verður hún kominn og þið ætlið að taka á móti henni og sýna henni kastalann. Farið með dótið hennar inná skrifstofuna mína. EKKI sýna henni Gryffindor-turninn því flokkunnar athöfnin á henni verður í kvöld, og því ekki víst að hún verði í Gryffindor.
Dumbledore
Hermione faðmaði Harry og leit svo á Ron sem færði sig með viðbjóði. Svo gengu þau til Bills og sýndu honum bréfið. Hann gaf þeim frí þótt klukkan væri 2 mínútur í, hann sagði að ekki veitti af móttökudeildin mætti ekki verða of sein. Svo hlupu þau af stað, og rétt náðu á réttum tíma. Þau sáu lestina koma fyrir hornið á Hogwart og út gekk Amanda, róleg, falleg, kurteis og á engan hátt eins og Hr. Bengston í gervi hennar, ekki furða að Hermione hafi farið að gruna eitthvað.
Hermione hljóp til hennar og tók dótið hennar og hlóð á strákana. Svo hljóp hún og knúsaði hana svo það var eins og augun ætluðu útúr hausnum á henni. Að lokum kynnti hún hana fyrir strákunum. Amanda heilsaði Ron með kurteisilegu handabandi og sagði með hljómþýðri rödd:
“Ron Weasley, Hermione hefur sagt mér svo mikið um þig og hve góður þú ert í Quidditch, ertu ekki annars gæslumaður.”
“Ha..,jú,” sagði Ron aulalega og vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera gagnvart henni. Þegar hún var kynnt fyrir Harry sagði hún:
“Harry Potter, ég hef heyrt svo mikið um þig, í blöðunum og Hermione sagði mér líka mikið. Hvernig þú sigraði þann sem ekki má nefna sem smábarn, sigraðir hann aftur á 1 ári, á 2 ári, sigraðir vitsugur á 3 ári, sleppur á fjórða og fimmta ári úr greipum hans. Þú ert líka frábær leitari, eða svo sagði Hermione,”
“Jááá, en það er ekki neitt merkilegt,” sagði Harry og roðnaði. “
Hvaða vitleysa, það er merkilegt,”sagði hún og horfði saklausa fallega augnaráðinu sem hann hafði svo oft séð hjá Hermione og hugsaði hvernig væri hægt að binda svona manneskju. En hann fékk ekki að hugsa um það lendi því hann þurfti að fara með dótið sem Amanda kom með upp á skrifstofu Dumbledores. Svo fóru þau að skoða kastalann. Þau tóku sér nægan tíma til að skoða hvern stað, þau skoðuðu jafnvel kennslustofurnar. Þau bönkuðu bara, og sýndu bréfið frá Dumbledore og allt gekk eins og í sögu, en þegar Amanda var svo niðursokkin í að hlusta horfði hún ekki nógu og vel fram fyrir sig og gekk á vegg. Allir hlógu, en hæst hló Amanda, mildum hlátri og Ron hugsaði á þessari sekúndu, ef ég væri jafngamall henni væri ég skotinn í henni, en hún svo ung að það virkar ekki, mig langar líka meir að byrja með Hermione, en hún vill það örugglega ekki, og þessi ekki heldur ef við værum jafngömul. Og svona hugsaði hann lengi þangað til hann gekk sjálfur á eitthvað, vegg að hann hélt, en þegar hann stóð upp stóð Crabbe yfir honum og spurði ógnandi röddu:
“Hvers vegna varstu að labba á mig?” Ron svaraði ekki því Amanda sagði angurblítt:
“Hann bara sá þig ekki, hann gáir betur að sér næst, en ertu þú þessi Neville Longbottom?”
“Huu,” sagði Crabbe og rauk í burtu.
“Þetta var Crabbe, í Slytherin,” sagði Hermione og enn eitt hláturskastið byrjaði. Þegar Amanda náði sér eftir hláturskastið sagði hún:
“Nú skil ég af hverju hann var svona aulalegur þegar ég spyrði, eða er ekki Slytherin heimavist þú veist hvers?”
“Kallaðu hann bara Voldermort það er betra. Já það er heimavistin hans, og allir þar líkjast honum, eða vilja það.” Ron sem hafði ekki lagt neitt til málanna sagði allt í einu:
“Hæ, ég er Draco Malfoy og ég má gera hvað sem ég vil. Pabbi minn er nefnilega ríkur.”
“Já eitthvað annað en þinn, notaðar bækur, notaðar skikkju og notaður töfrasproti,” sagði Draco ískalt fyrir aftann hann.