11. kafli
Skrítið og skrítnara

Næsta morgun vaknaði Harry og hann hafði ekki verið svona reiður síðan fyrr í sumar. Hann hafði ekki almennilega getað sofið um nóttina. Svo mikið hafði farið í gegnum hugann á þeim tíma. Samt var hann alveg glaðvaknaður.
“Ron, vaknaðu!” hvíslaði Harry um leið og hann ýtti við honum.
“Tilhvers? Klukkan er bara sjö eða eitthvað,” heyrðist í Ron.
“Reyndar er klukkan sex. Við verðum að vekja Hermione,” sagði Harry æstur. “Ég er með áætlun.”
“Harry! Klukkan er sex! Ég ætla að fá að sofa í friði!”
Harry dró fram sprotann sinn.
“Þú færð ekki að sofa fyrir þessu.”
Fimm mínútum síðar og þrem nöldurköstum stóðu Harry og Ron í tómri setustofunni.
“Já, hver er svo þessi snildarlega áætlun þín?” spurði Ron fúll og hlunkaðist í hægindastól fyrir framan arininn.
“Sirius, farðu og náðu í Hermione!” sagði Harry. “Þú verður að bíða eftir Hermione.”
“Harry ertu nokkuð að verða klikkaður?” spurði Ron skrækróma. “Ég meina, ertu ekki að bregðast of harkalega við?”
“Ég er með áætlun,” sagði Harry.
Hermione labbaði niður stigann með Sirius hangandi í náttsloppnum hennar.
“Harry, hvað viltu?” spurði Hermione og geispaði. “Er einhver meiddur?”
Hún settist í hægindastól hliðina á Ron.
“Harry er með áætlun,” sagði Ron.
“Hvað?” spurði Hermione. “Hver er áætlunin?”
“Við þurfum að safna eins mörgum krökkum og hægt er sem hægt er að treysta,” sagði Harry spenntur. “Við verðum að tala við Malfoy, hann er ekki eins vondur og hann virðist vera. Við verðum að halda þessu fyrir utan kennarana og fá frið til þess að æfa.”
“En Harry!” sagði Hermione. “Hver er áætlunin?”
“Þetta er áætlunin!”
“Hvað ætlarðu að gera við þessa krakka?”
Harry hugsaði sig um í smá stund.
“Við látum þau berjast.”
“Harry! Ertu klikkaður?” spurði Hermione. “Við getum ekki hætt lífi krakka fyrir þig!”
“Við verðum að sigra Voldemort!”
“Nei Harry, ekki við. ÞÚ verður að sigra Vo-voldemort. Við getum ekki barist á móti honum, þú getur bara barist á móti honum,” Hermione horfði á hann. “Við getum ekki drepið Voldemort, Harry þú veist það.”
“Þið getið í það minnsta barist á móti honum.”
Harry horfði á Hermione og Ron með uppgjafar svip.
“Við verðum að hefna… Hann getur ekki komist upp með þetta! Við verðum að safna liði áður en það verður um seinan!”
“Þetta er rétt hjá Harry. Við verðum að berjast.” Ron horfði á Hermione. “Við verðum í það minnsta að gera eitthvað!”
“Reglan á að sjá um það! Við eigum ekki að þurfa að berjast!”
“Hvað getur Reglan gert? Hvað hefur hún gert? Hermione, hún hefur ekki gert neitt. Hún hefur brugðist.”
“Harry! Hvernig geturðu sagt svona?” Hermione leit á hann eins og han væri eitthvað viðundur. “Reglan hefur gert mikið fyrir okkur! Hún bjargaði þér í fyrra!”
“Ekki virðist hún vera að gera mikið núna eða hvað?”
“En samt!”
“Ertu með eða ekki?”
“Ég er með,” sagði Hermione. “En með einu skilyrði.”
“Hvað?” spurði Harry.
“Að þú gerir ekki neitt heimskulegt, ferð að eltast við drauma eða verður með hetjustæla.”
“Samþykkt.”
“Hvað eigum við að gera svo?” spurði Ron.
“Ég var búinn að segja að við þurfum að safna liði. Við verðum að þjálfa krakka.”
“Harry ertu að leggja til að við förum að þjálfa börn upp sem stríðsvélar?” Hermione leit á hann
“Nei. Bara þeim krökkum sem við getum treyst.”
“Uss,” sagði Ron. “Creevey gaurinn er kominn á ról.”
Þau litu á Colin Creevey samtímis.
“Hvað?” spurði Colin og leit forvitin á þau.
“Komum,” sagði Harry og labbaði að málverkinu af feitu konunni.
“Harry ertu ekki að gleyma einhverju?” Hermione leit á hann.
“Hverju?”
“Þú ert ennþá í náttfötum.”
“Ójá!”

* * *

Harry stóð fyrir framan Niveus Candidus og horfði á örið.
“Jæja, þá hittumst við aftur!” sagði Candidus. “Komið inn!” Hann bennti bekknum á að fara inn í stofuna þar sem þau fengu sér sæti.
“Jæja!” Candidus glotti þannig að allir steinþögðu. “Ég á að kenna ykkur. Ég heiti Nievus Candidus og verð að kenna ykkur. Var ég búinn að segja að ég á að kenna ykkur? Jæja, hvað kunnið þið? Svona, segið það!”
Enginn rétti upp hönd, ekki einu sinni Hermione+
Harry hafði rétt örlítið upp hönd.
“Hvað viltu að við kunnum prófessor?”
“Potter, komdu hingað. Já svona komdu litli minn!” Harry stóð auglitis til auglits við Candidus Niveus sem glotti. “Ég vil að þú berjist við mig. Einvíg. Bannað að gera bölvanir sem eru hættulegar. Samþykkt?” Á augnabliki hafði Candidus breyst úr litlum strák í alvarlega, fullorðna manneskju.
“Nei. Ég er ekki að fara að berjast við þig,” sagði Harry. Þeir horfðust í augu.
“Ég er kennarinn þinn og ég segi þér hvað þú átt að gera!” Candidus var orðinn brjálaður. “Þú átt að berjast við mig!” Hann stappaði niður fætinum eins og smákrakki.
“Candidus prófessor, ég verð að vita hvort þú getir ráðið við mig.” Núna var það komið að Harry að glotta.
“Hvað var þetta?” hvíslaði Hermione til hans. “Þú getur ekki gert svona!”
“Hermione, hann er geðklofa.”
“Suss!” hvíslaði Candidus til þeirra. “Alveg bannað að tala! Sussum svei! Fyrst Potterinn vill ekki hlýða mér verð ég að kenna ykkur eitthvað sniðugt. Vampírur! Hvað veit einhver um vampírur?”
Hermione rétti upp hönd.
“Já hvað sem þú heitir!?”
“Granger, ekki satt? Vá hvað ég er gáfaður! Vampírur lifa á blóði. Þær verða til þegar vampíra sýgur allt blóð úr lifandi manneskju eða dýri. Vampírur eru sterkari en venjulegt fólk. Það sem getur drepið vampírur er signt vatn, eldur, krossar, tré í gegnum hjartað þeirra eða að hálshöggva. Svo geta þær ekki lifað í sól.”
“Allt rétt nema eitt, ungfrú Granger,” sagði Candidus og sneri sér við. Andlit hans var afmyndað og tvær stórar vígtennur höfðu myndast. “Vampírurur geta víst lifað í sólarljósi, það má bara ekki vera hádegi.”
“Þú… Þú ert vampíra!” hrópaði Hermione. “Þú… þú ert..!”
“Ég víst vampíra!” sagði Candidus og hló. Hann hló eins og lítið barn. “En ég er ekki hættulegur.” Hann tók sprotann sinn og sló honum á ennið á sér og um leið var hann orðinn af venjulegum manni.
“Vinsamlegast yfirgefið stofuna á stundinni!” hrópaði Snape sem stóð í dyragættinni. “Niveus, þú mátt ekki gera þetta! Dumbledore…”
“Dumbledore þetta, Dumbledore hitt! Af hverju skiptir Dumbledore alltaf máli? Af hverju ekki ég Servi minn?” Candidus leit á hann með þvílíkum sakleysis svip. “Hvað varð um samband okkar? Þú svaraðir ekki bréfunum mínum!”
“Hvaða samband?” spurði Snape ruglaður. “Krakkar, farið úr stofunni. Harry, ekki þú. Granger, náðu í Dumbledore.”
Hermione hljóp úr stofunni í átt að skrifstofu Dumbledores. Harry sat ennþá í sætinu sínu of horfði á þá.
“Svona Servi minn! Viltu koma að dansa? Ég kann að dansa!”
“Niveus, hættu þessu!”
“Ég sagði komdu að dansa!” Candidus tók fram sprotann sinn. “Þú átt að dansa við mig!”
“Niveus, ég ætla ekki að dansa við þig. Þú þarft aftur á móti að drekka þetta.” Snape rétti honum lítið glas með appelsínugulu seyði í.
“Er appelsínubragð af þessu?”
“Nei, Niveus! Drekktu þetta bara í guðanna bænum!” öskraði Snape á hann. Niveus tók glasið og þefaði af því.
“Er jarðaberjabragð af þessu?”
“Drekktu þetta bara!” öskraði Snape á hann þannig að Niveus þorði ekki annað að hlýða.
“Harry, þú mátt fara núna,” sagði Snape án þess að líta á hann.
Harry labbaði út úr stofunni og rakst beint í Draco.
“Þú,” sagði Draco og leit illilega á hann.
“Ég þarf að tala við þig, Malfoy,” sagði Harry við hann, lágt.
“Ég tala nú ekki við þig nema tilneyddur, Potter,” svaraði Draco fullum hálsi.
“Ja, þín mistök,” sagði Harry. “Eftir tíu mínútur í þarfaherberginu,” bættu hann svo við svo lágt að aðeins Draco heyrði.
Tíu mínútum seinna stóð Harry fyrir framan þarfa herbergið og tók eftir því hvernig Draco virtist eiga “leið framhjá”, aleinn.
“Ég hélt að þú mundir ekki koma,” sagði Harry. Honum var létt því annars mundi hann þurfa að gera sig af fífli með því að standa þarna lengur. “Förum inn, Draco.”
“Af hverju viltu tala við mig?” spurði Draco þegar þeir komu inn í herbergið. “Til hvers, ég meina, þú hatar mig ekki satt?”
“Draco, þú ert leiðinlegasta og heimskasta manneskja sem ég veit um á jarðríki…”
“Sömuleiðis,” tók Draco framm í fyrir honum.
“Bíddu, leyfðu mér að klára,” sagði Harry. “Ég vil vita hvort að ég geti treyst þér.”
Draco leit niður og fór að skoða tærnar sínar.
“Draco, get ég treyst þér?”
“Potter, þetta er flóknara en það. Í fyrsta lagi yrði ég drepinn ef einhver mundi koma að okkur talandi saman á vinalegri nótum en vanalega og í öðru lagi yrði ég drepinn fyrir að svíkja Hann.”
“Malfoy, vilt þú vera morðingi?”
“Nei,” Draco leit furðu lostinn á Harry.
“Það er það sem bíður þín. Þú átt eftir að þurfa að drepa og pína saklaust fólk og mugga og ég veit að þér er ekki sama,” Harry horfði á hann. “Það er ekki það sem þú hefur viljað gera.”
“Harry, þetta er miklu meira. Mér hefur alltaf verið ætlast að verða Drápari og það er ekkert sem getur komið því úr framkvæmd. Það er enginn sem getur stöðvað það, hvort sem mér líkar að betur eða verr.”
“Þú getur hjálpað okkur. Veistu eitthvað? Veistu eitthvað um Voldemort sem gæti gagnast?”
“Þú vilt ekki fá að vita það,” sagði Draco og settist á eina pulluna. “Þú vilt ekki fá að vita.”
“Hvað?” spurði Harry forvitinn.
“Percy Weasley er orðinn drápari.”
“Hvað?” spurði Harry furðu lostinn. “Nei, það getur ekki verið!”
“Kom til okkar í eigin persónu. Ég get svo svarið það, hann hefði verið einn af þeim síðustu sem ég hefði veðjað á.”
“Draco, þú ert að grínast ekki satt?”
“Nei. Þetta er satt.”
Harry stóð sem lamaður fyrir framan Draco. ‘Percy drápari?’ hugsaði hann með sér. Hann hafði verið með ‘merkið’ á sjúkrahúsinu en bæði Dumbledore og Lupin staðfestu að hann hafði gengist undir þetta tilneyddur.
“En get ég treyst þér?” stamaði Harry loks eftir smá þögn.
“Fyrir hverju?”
“Að þú farir ekki í næsta kennara til dæmis og klagar og að þú hjálpir mér. Hjálpir mér við VD.”
“Hvað þarf ég að gera?” spurði Draco.
“Þú þarft að vera trúr og hvað sem gerist, ekki verða drápari.”
“Samþykkt,” sagði Draco og dró að sér djúpt andann. “En það verður ekki auðvelt, skal ég segja þér.”

—-

Okei… hérna kemur framhald… bráðum ætla ég að loka þessum spuna, enda hann svo skemmtið ykkur vel við að lesa þetta!

Fantasia