Ég hef áhveðið að koma með framhald af hinni svona greinni minni þar sem ég pæli og spái (er það ekki það sama) í persónum Harry Potter og kem með mína eigin greiningu á þeim.

Hagrid: ótrúlega góð persóna mikð fyrir hættuleg dýr og ekki beint gáfaðasta grjónið í súpunni en er ekki beint raunverulegur því manni finnst hann of góður en eins og ég hef altaf sagt er hann ein mín uppáhlds persóna og Harry Potter væri ekki samur án hans.
Mín greining: óraunverulega góð persóna en ein flottasta persóna Harrys Potters.
4,5/5 stjörnum

Sirius Black: Flott persóna vel leikinn og ég varð fyrir ótrúlega miklum vonbrigðum með J.K og eiginlega bara reiður yfir því að hún skyldi voga sér að láta hann deyja. Hann er stórskemtilegur og alveg óviðjafanlegur.
Mín greining: Raunverulegur og stórskemtileg persóna.
4,5/5 stjörnum

Mc Gonnagal: Ströng og hörkumikil kona dálítið vanaföst og heldur uppi lögum og reglum. Gáfuð og er einnig umskiptingur.
Lítið annað hægt að segja um hana.
3/5 stjörnum

Dudley fjölskyldan: (Ég tala um þau öll saman.) Þau virðast hafa nokkur markmið í lífi sýnu…1.Að vera ekki á milli tannana á fólki.
2.Að vera eins eðlileg og hægt er.
3.Að gera líf Harrys að helvíti.
5/5 stjörnum

Malfoy fjölskyldan: Yfir höfuð ill fjölskylda. Nafnið LUCIUS Malfoy er einfaldlega illt nafn og er Lucius er náinn samstarfsmaður hans sem ekki má nefna. Annars veit maður lítið um þau en Kreacher kom og hjálpaði þeim að lokka Harry út í leyndarmálastofnunina.
3,5/5 stjörnum.

Neville Longbottom: Einstaklega óheppinn og gleyminn, vel leikinn í myndunum og maður fynnur til með honum eiginlega fullkomlega skapaður af Guðs náð. Hann er partur sem við þekkjum öll í okkur sjálfum, þegar við erum mishepnuð á ég við.
4,75/5 stjörnum.

Lupin: Hann er hálfur varúlfur og hálfur maður. Hann verður að varúlfi á fullu tungli(gömul rulla) en er vel leikinn. Hann er skemtieg persóna sem hrífur mann alveg rosalega. Hann er partur af Fönixreglunni og Harry heldur mikið upp á hann, en hann kendi Harry á þriðja ári og var ein aðalpersónan þar.
3,5/5 stjörnum

James Potter: Faðir Harrys sem dó þegar Harry var ungabarn en barðist hetjulega gegn þeim sem ekki má nefna en dó að lokum. Hann er nauðalíkur Harry. Það er lítið hægt að segja um hann meira enda veit maður lítið um hann
(Ég gef honum ekki einkunn)

Lily Potter: Móðir Harrys sem gaf honum mátt með ást sinni til þess að vernda sig gegn Quirrel og var alveg gríðarlega mikilvægur hlekkur í sögunni. Harry hefur augu hennar. Hún var afburða galdrakona
(gef henni ekki einkunn)

takk fyrir mig og njótið (ef þetta verður samþykkt)

Wanganna