Ég er kannski ekki sú fyrsta sem skrifar grein um J.K. Rowling en ætla samt að skrifa um hana ;o)
Joanne Kathleen Rowling fæddist þann 31.júlí 1965 (Sama dag og Harry Potter á afmæli) á Chipping Sodbury sjúkrahúsinu sem er í Gloucestershire í Bretlandi. Hún var ávallt mikill rithöfundur í sér og aðeins sex ára gömul skrifaði hún sína fyrstu sögu. Hún var um kanínu sem fékk mislinga. Árið 1974 byrjar Jo í nýjum skóla en leiðist þar en skemmtir sér við að lesa margar ævintýrabækur og semur svo nýja sögu sjálf um sjö demanta með álögum á. Árið 1980 greindist mamma hennar úr MS.en hún dó árið 1990. Jo byrjaði að safna skrítnum nöfnum þegar hún fór í University of Exeter en hún fór til Parísar í eitt ár sem aðstoðarkennari en það var hluti af prófgráðu hennar en hún útskrifaðist árið 1987.
Upp frá því að hún útskrifaðist byrjaði hún á fullu að skrifa. Hún byrjaði á tveimur skáldsögum fyrir fullorðna á meðan hún var ekki að vinna sem ritari í Manchester. Árið 1990 steig Jo uppí lest á milli Manchester og King´s Cross í London þegar hún “fullkomnar Harry” , hún lagði allt sem henni datt í hug á minnið því hún var ekki með blað né penna á sér. Þegar Jo varð 26 fór hún til Portúgals til að kenna ensku en þar skrifar hún tíu mismunandi útgáfur af fyrsta kafla bók 1 . Hún giftist fyrri manninum sínum árið 1992 en það var Portugalskur sjónvarpsfréttamaður en það hjónaband varði mjög stutt, aðeins 2 ár en á þessum eignaðist hún dótturina Jessicu. Þegar hún skildi flutti hún til systur sinnar í Skotlandi og býr hjá henni með ferðatösku hálffulla af Harry Potter sögum og glósum. Rowling var mjög fátæk á þessum tíma og lifði á um 8-9 þúsund krónum á viku en út frá því varð hún þunglynd og þannig datt henni í hug allt um vitsugurnar. Árið 1995 lýkur hún við Harry Potter og Viskusteininn . Enginn útgefandi vildi gefa út bókina en hún gafst ekki upp og loksins vildi Bloomsbury gefa hana út en hún kom út í Bretlandi í júní 1997 en Harry Potter og leyniklefinn kom út rúmu ári seinna þar.
Eftir þetta hófst Harry Potter æði og hefur því ekki lynt frá því að fyrsta bókin var gefin út. Núna eins og flestir vita hafa verið gefnar ú 5 bækur og sú sjötta er á leiðinni.
NÖFNIN Á PERSÓNUNUM
Hedwig – Nafn á dýrlingi
Dumbledore – fornenskt orð yfir býflugu
Snape – staðarnafn á Englandi
Allskonar um ævi hennar sem að hún tengir við Harry Potter.
- Hún fæðist þann 31.Júlí og Harry á afmæli þann dag
- Þegar fjöldskyldan hennar flytur til Winterbourne hétu nágrannabörnin við hliðina POTTER.
- Jo , Di og Vikki höfðu yndi af því að klæða sig sem galdrakonur
- Árið 1976 byrjar Jo í skóla sem er ekki einkaskóli en er með fjórar heimavistir.
- Elsti og besti vinur hennar er Sean Harris , fyrirmyndin af Ron og Sean átti Ford Anglia bíl !
- Hún segjir að hún sé sjálf fyrirmyndin af Hermione því á þessum tíma var hún með búllukinnar og gleraugu og sé svona bókaormur.
- Hún var “head girl” í skólanum sínum
- Hún var í lest frá King´s Cross þegar henni datt Harry Potter í hug
ATH. Ég fékk upplýsingarnar á nokkrum síðum svo sem Leaky Cauldron , Mugglenet og Heimasíðu Önnu Heiðu