Fyrirgefið fimmhundruð sinnum hvað það er langt síðan ég sendi síðast inn. Það var smá vandamál með tölvuna, það var ekki hægt að vera með kveikt á henni nógu lengi til að skrifa inn sögu 

En allavega hér kemur þriðji kafli…

Þriðji kafli.
“VOLDEMORT! Hvernig komst þú hingað inn”? öskraði Harry. Hann beindi sprotanum stíft að Voldemort. Voldemort leit í kringum sig.
“Alveg eftir áætlun” muldraði hann og leit í áttina að Harry. Hann tók upp sprotann og benti honum að Harry.
“Ég hef ákveðið að losna við litla vandræðagemlinginn” sagði hann og sleit ekki augun af Harry. Harry kom ekki upp orði. Þeir litu lengi á hvorn annan.

“Hvernig komstu hingað”? endurtók Harry og otaði sprotanum að Voldemort.
“Forvitni drepur…og það er einmitt það sem er að fara að koma fyrir þig” sagði Voldemort og hló.
“Jæja” sagði Harry reiðilega. “ þú munt deyja á endanum og ég vona að það verði í kvöld”
“Ef þú vilt vita hvernig ég komst hingað verður það það síðasta sem þú heyrir.” sagði Voldemort.
”Svaraðu“! öskraði Harry.
“Ég mun ekki svara því” sagði Voldemort og hóf sprotann á loft.
”Expeliarmus"! öskraði Harry og endinn á sprotanum hans sprakk og gult leiftur þaut út úr honum. Voldemort fékk skotið í sig og þaut aftur á bak.
Hettan fauk af honum og við Harry blasti stórt snákaandlit. Harry otaði sprotanum að snáknum (Voldemort). Um leið þutu dyrnar með feitu konuni upp og McGonnagall og Dumbledore komu hlaupandi inn. “Avad kev…” byrjaði Dumbledore en skyndilega þeyttist hönd Voldemorts undir sófann og tók sprotann. Hann hvæsti óheyranlega og lítil sprenging sprakk og fjólublátt ljós fyllti herbergið og hann hvarf.

Dumbledore sagði eithvað við McGonnagall og hún fór upp í svefnsalina. “Harry” kallaði
hann svo. Harry leit við.
“Gætir þú aðeins komið á skrifstofuna mína og rabbað smávegis” Harry (sem þeyttist á jörðina þegar sprengingin kom kom) stóð upp og labbaði til Dumbledore. Hann labbaði inn á skrifstofuna hans og settist niður.
“Harry mig langar að spyrja þig hvernig Voldemort komst inn í kastalann?” spurði Dumbledore.
“Ég veit það ekki” svaraði Harry.
“En hví drap hann þig ekki strax?”spurði Dumbledore.
“Hann reyndi að gera það” svaraði Harry.
“Já, það var nú allt” sagði Dumbledore. ”Krakkarnir sofa í stóra salnum þangað til Voldemort verður handsamaður” bætti hann við. “Það er nú best að þú farir að sofa líka sagði hann og fylgdi Harry niður í stóra sal.

Næsta dag var ekkert annað umræðuefni í gangi. Hvert sem maður fór heyrðist “þú-veist-hver” og stöku sinnum “Voldemort”. Harry, Ron og Hermione voru á gangi um skólann.
“H-heldurðu nokkuð að þú-veist-hver sé í kastalanum núna?” spurði Ron frekar skjálfandi.
“Æ í guðannabænum hættu þessu þú-veist-hver bulli” sagði Hermione pirruð.
“En heldurðu að hann sé í kastalanum” spurði Ron eins og hann hefði ekki heyrt í Hermione.
“Ég veit það ekki, hann hvarf bara” svaraði Harry.
“Hvernig “hvarf” hann nú eiginlega?” spurði Hermione.
“Ja-fyrst heyrðist sprenging og svo kom skært fjólublátt ljós og svo hvarf hann bara” svaraði Harry.
“Ha!” hálfkallaði Hermione. “Verð að skreppa á bókasafnið” sagði hún og hljóp í burtu.
Harry og Ron litu á hvorn annan og löbbuðu svo inn í setustofuna og fóru að lesa. Stuttu seinna kom Hermione inn með þykka bók í hendinni.
“Jæja” sagði hún og skellti bókinni á borðið svo að Harry og Ron hrukku upp úr bókunum.
“Hvað nú” muldraði Harry.
Hermione fletti blaðsíðunum þangað til að hún sagði Ron og Harry að sjá. Í bókinni stóð:

STAÐ-FÆRSLA

Stað-færsla er eldgamall galdur sem flytur menn úr stað (líkt og tilflutningur). Eina lifandi veran sem nú kann stað-færslu er elsta vitsuga galdramannafangelsins Azkaban (betur þekkt sem Azkaban vörðurinn). En Azkaban vörðurinn strauk frá Azkaban fyrir 50 árum. Trúað er að hann geti ekki framið vitsugu-kossinn. Enginn veit núna um hann en vitað er að hann er ekki dáinn þar sem hann kann einnig galdur til að gerast ódauðlegur.

“Þarna sjáið þið, það er Stað-færsla sem Voldemort notar til að fara inn fyrir kastalann.” sagði Hermione
“En hvar fékk hann galdurinn” spurði Harry
“Hann veit líklega hvar Azkaban vörðurinn er.” sagði Ron.
“Ja ef Voldemort veit það þá veit ég hvernig við getum fundið út hvar hann er” sagði Hermoine.
“Og hvernig gerum við það?” spurði Ron
“Þannig er” byrjaði Hermione “að við…”.

Um kvöldið voru Harry og Ron að bíða eftir að allir úr Griffindor færu að sofa. Þegar síðast neminn var kominn upp í rúm stóð Ron upp. Hann labbaði í átt að stráka svefnálmunni. Harry var einn eftir og um það bil fimm mínútum síðar stóð hann upp. Hann var kominn hálfa leiðina upp þegar sprenging heyrðist og ljós kom. Voldemort var kominn aftur en nú tilbúinn með sprotann á lofti. “Þú færð enga miskun í þetta skipti Avada…” en á sama tíma stökkk Hermione inn í Griffindor turninn og öskaraði “Alvna merna” og skyndilega kom fjólublár geisli um Voldemort. Hann byrjaði að öskra og datt niður. Hún hljóp að honum og sagði við Harry:
Shamandar” og gul kúla myndaðist um Voldemort.
“Stökktu inn í kúluna ef þú vilt komast að því hvar Azkaban vörðurinn felur sig. Ég tala við Dumbledore á meðan” sagði Hermione. Harry labbaði hægt í áttina að Voldemort en stökk svo inn í gulu kúluna sem umlukti Voldemort. Honum fanst eins og hann væri að detta niður. Hann stoppaði allt í einu og leit í kringum sig. Hann var í hringlaga herbergi Þar voru stórir rammar með myndum sem allar voru af Voldemort. Harry labbaði nær einni myndinni sem var af Voldemort að ota sprota í áttina að vitsugu. Vitsugan var þreytulegri en aðrar vitsugur gerðu. Harry ætlaði að taka myndina upp en um leið og hann snerti hana kom hvítur geisli og Harry sogaðist inn í hana. Hann lenti við hliðina á Voldemort og ætlaði að hlaupa í burtu en hvorki Voldemort né vitsugan litu á hann. Hann stóð upp og dustaði af sér. En þeir sáu hann ekki. Hann var aðeins í minningu Voldemorts og enginn gat séð hann
“Hvernig fremur maður galdurinn”! sagði Voldemort.
“Ég segi þér ekkert” Harry varð undrandi - vitsugan gat talað!
“Hvernig” öskaraði Voldemort. Vitsugan sveflaði sprotanum í tvo hringi og sagði “Refarinn” og sprenging heyrðist, ljós kom og vitsugan hvarf. Skyndilega þaut Harry upp og lenti í Griffendorsetustofuni.