Ég hef ákveðið að skrifa greiningargrein á aðalpersónum í Harry Potter. Hér eru niðurstöður mínar eftir miklar pælingar

Harry Potter:Miklir galdrahæfileikar, en með algjörar stáltaugar og eiginlega bara fáránlegur að því leiti að hann hræðist ekkert nema vitsugur en samt er hann ekki endilega hræddur við þær. Mín greining á honum er að hann jaðrar við geðveiki.
Mín einkunn: 3 stjörnur af 5

Hermione: Rosaleg námsmanneskja, allir þekja svona týpu situr heima öll föstudagskvöld og lærir, og er á stundum leiðinlega gáfuð. Samt er hún aðeins félagslindari en flestar svona týpur. Gáfuð og raunveruleg persóna er mín greining.
Mín einkunn:3,5 stjörnur af 5

Ron: Frábærlega skrifuð persóna, pínu eins og andrés önd, óheppinn og fátækur. Hnitinn og nákvæmur húmor skín í gegn. Einfalt að greina þessa persónu, frábær persóna það er einfalt.
Mín einkunn:5/5 stjörnum

Dumbledore: Yfirburða galdramaður sem er vel skrifaður og með hnitinn húmor. J.K skapaði meistaraverk með þessum manni.
Gáfaður vel skrifaður og er leiðbeinandi Harrys.
Mín einkunn: 4,5 af 5 stjörnum

Snape: Var ein af uppáhaldspersónunum mínum en hatur hans á Harry er orðið pínu þreitt. Sæmilega skrifuð persóna en svo ég minnist á það líka er hann leikinn frábærlega. Hann er nauðsinlegur bókunum því það væri of mikið að allir dýrkuðu Harry.
4/5 stjörnum.

Malfoy: Ágætis persóna hann var illa leikinn í síðustu mynd altof skælinn en vel skrifaður og gaurinn sem leikur hann hefur útlitið í hann.
3,5 af 5

Sá sem ekki má nefna: Frábær persóna vel skrifaður og svona eiginlega dóp-dílerinn með hnífinn í skólanum. Hræðir mest alla en þó standa sumir í vegi fyrir honum t.d íþróttadúddarnir sem lifa svo heilsusamlega. Hann á sér fáa líkamlega jafningja en sálarlega er hann ekki í jafnvægi. Fluggáfaður dóp-díler, ekki sá sem tekur sjálfur dópið.
4/5 stjörnum.

Ef greinin fær umfjöllun gæti framhaldsgrein komið aldrei að vita.

Wanganna