10. kafli
Fyrstu tímarnir

Harry vaknaði við að Sirius var að reyna að naga á honum tána svo að hann neyddist til að fara fram úr að gefa honum að borða. Harry ákvað að valda Ron jafnmiklum ama með því að vekja hann líka en klukkan var rétt farin að ganga átta.
“Af hverju varstu að þessu?” spurði Ron í ásökunartón. “Ég á ekki eftir að geta sofnað aftur!”
“Þú átt ekkert að sofna aftur,” sagði Harry og brosti. “Komdu fram úr og við skulum fá okkur eitthvað að borða.
Þegar þeir voru komnir niður í stórasalinn kom Ginny á móti þeim.
“Hérna, Harry. Stundaskráin þín og hér er þín Ron,” sagði hún og fletti í einhverjum blöðum og rétti þeim stundaskrárnar sínar.
“Þú átt víst að fara að kenna í fyrsta tíma,” sagði Ron um leið og hann renndi augunum yfir stundaskrána hans Harrys. Harry fékk hnút í magann. Hvað átti hann að kenna?
“Rólegur, þetta hefst,” sagði Ron hughreystandi.
“En.. en hvað eiga krakkarnir að kalla mig?” spurði Harry áhyggjufullur. “Ég meina, Potter Prófessor, það er svolítið, hvað, asnalegt.”
“Já,” sagði Ron og reyndi að halda niður í sér hlátrinum. “Potter Prófessor!”

Harry fannst morgunverðurinn líða alltof hratt. Áður en hann vissi af stóð hann fyrir framan stofuna þar sem hann átti að kenna og fullt af litlum krökkum horfðu á hann. Harry opnaði stofuna og hleypti krökkunum inn sem sögðu ekki orð. Hermione stóð fyrir aftan og brosti til Harrys áður en hún hélt áfram göngu sinni.
“Eh… halló,” sagði Harry og brosti vandræðalega. “Ég held að þið vitið öll hver ég er…”
Ljóshærður strákur greip framm í fyrir honum:
“Ert þú ekki Harry Potter?”
“Eh… jú reyndar,” Harry gat ekki varist að brosa. “Ég á að kenna ykkur, já, þið eruð..?”
“Annar bekkur í Rawenclaw og Hufflepuff,” sagði ljóshærði strákurinn.
“Og þú ert?” spurði Harry.
“Ian McGregor.”
“Já, við þurfum að byrja á að kenna ykkur eitthvað gagnlegt,” sagði Harry og fletti bókinni um. “Þið lærðuð varla mikið í fyrra eða hvað?”
Krakkarnir hristu hausinn og mumluðu nei. Harry brosti.
“Er satt að þú hafir séð þú-veist-hvern koma fram?” spurði svarthærður strákur.
“Eh, já,” sagði Harry.
“Barðist þú við Basilskuslönguna á öðru árinu þínu?” spurði rauðhærð stelpa með framstæðar tennur.
“Hvar fáið þið allar þessar upplýsingar?” spurði Harry undrandi.
Bekkurinn þagði.
“Hvernig stendur á því að allur skólinn veit næstum því allt um mig?”
Lítil stelpa rétti upp hönd.
“Já,” sagði Harry.
“Sko, Potter, þú ert goðsögn í skólanum. Allar sögurnar um þig, maður veit þetta allt,” stelpan gerði hlé á máli sínu og leit á bekkjarfélaga sína eins og til þess að athuga hvort það væri í lagi að segja meira. “Potter, þú ert eiginlega hetja eftir það sem hefur gerst.”
Harry átti ekki til orð.
“Eh.. já, takk,” sagði Harry. “En hvað finnst ykkur svo um það að Voldemort sé kominn aftur?”
Harry tók eftir því hvernig krakkarnir tóku andköf. Nokkur hrukku við.
“Hvað er svona erfitt með að heyra nafn Voldemorts?” spurði Harry forvitinn.
Engin svör komu frá krakkaskaranum, það var dauðaþögn í stofunni.
“Þið eigið ekki að vera hrædd að nefna hann á nafn,” sagði Harry vandræðalega.
Það var þögn í smá stund eða þangað til að Ian McGregor spurði Harry:
“Hvernig slappst þú undan þú-veist-hverjum? Ég meina, þegar þú varst bara lítið barn?”
Harry hugsaði sig um í smástund. Átti hann að segja þeim allt eða bara það helsta?
“Þegar ég var lítill átti ég auðvitað foreldra. Þau vissu að Voldemort var á eftir þeim svo að þau gerðu verndargaldur sem felst í því að einn í heiminum veit um leyndarmálið og ef hann segir einhverjum hvar þau voru þá gat hann séð þau og fundið þau. Vörður leyndarmálsins var Sirius Black…”
Harry fékk ekki að klára því að Ian McGregor tók framí fyrir honum:
“Er það ekki morðinginn.”
Harry langaði til þess að öskra á hann en hann stóðst freistinguna.
“Sirius Black var enginn morðingi. Hann hafði aldrei drepið neinn mann. Sirius Black vildi aftur á móti að vörður leyndarmálsins yrðiPeter Pettigrew, sem var líka vinur hans og hann lék því til Voldemorts sem kom og myrti fyrst pabba minn sem var að vernda mömmu mína og svo mömmu mína sem verndaði mig. Ást þeirra sem fór í að vernda mig kastaði drápsbölvunninni baka á Voldemort og kraftur hans fjaraði út.”
Harry varð létt um hjartað að segja krökkunum þetta af einhverjum ástæðum.
“En Sirius Black? Myrti hann engan?”
“Nei, það var Peter. Hann skar af sér fingurinn og sprengdi götuna í loft upp og umbreytti sér í mús. Sirius Black var sendur saklaus í fangelsi. Hann var myrtur fyrr í sumar af frænku sinni, Bellatrix Lestange.”
Þetta síðasta sagði Harry með svo mikillri fyrirlitnigu að hálfa væri nóg.
“Við getum barist á móti Voldemort og við getum unnið. Við verðum bara að standa saman og virða hvort annað. Það er ekki spurning um hver við erum, heldur hvað við viljum gera.”
Krakkarnir horfðu á hann með stórum augum.
“Einhverjar spurningar?” spurði Harry en fékk engin svör. “Ég vil að þið æfið afvopnunar-galdurinn. Þið getið æft hann núna, það er eitthvað eftir af tímanum, eftir það megið þið bara fara.”

Harry fylgdist með krökkunum æfa sig dágóða stund og þegar tímanum lauk kvaddi hann þau og horfði á þau hverfa út eitt af öðru. Þegar síðasti nemandinn, Ian McGregor, var farinn út úr stofunni birtist Snape í dyragættinni.
“Góðan daginn, Potter prófessor,” sagði hann og lagði mikla áherslu á þetta síðasta.
“Varla er ég orðinn prófessor nú þegar,” sagði Harry.
Snape opnaði munninn eins og hann ætlaði að fara að segja eitthvað en hætti við.
“Hvað?” spurði Harry.
“Ekkert,” sagði Snape.
Harry leið einhvernveginn öðruvísi. Snape var aldrei svona venjulegur í kringum hann, aldrei svona skrítinn.
“Ég veit að þér finnst ég bera ábyrgð á dauða Siriusar,” byrjaði Snape allt í einu. Harry hafði aldrei séð hann með þennan svip áður, svip eins og hann sæi eftir einhverju. “Kannski, kannski ekki. Ég bara skil ekki af hverju þér finnst ég bera ábyrgð á dauða hans.”
Harry vissi ekki hvað hann átti að segja. Þetta var svo óvænt að Harry vissi ekki hvernig hann ætti að svara honum eða hvort hann ætti að svara honum.
“Af hverju hatarðu mig?” spurði Harry loks.
Snape horfði á hann og eitt andartak hélt Harry að hann sæi tár í augnkrókunum. Snape var bara allt öðruvísi. Allt allt öðruvísi.
“Snape, þú ættir í það minnsta að geta gefið mér svar!” sagði Harry yfirvegaður á yfirborðinu þó að í rauninni vildi hann helst öskra á hann.
“Hata segirðu,” sagði Snape. Harry komst ekki hjá því að greina kökkinn sem Snape var að reyna að halda skefjum. “Eða elska?”
Harry horfði á hann og hristi hausinn.
“Hvað ertu að tala um?” spurði hann ringlaður í von um að fá útskýringar á hegðun Snapes. Snape þagði og leit vandræðilega á Harry eins og hann væri í vafa.
“Það sem ég sé í þér eru grænu augun sem ég elskaði í líkamanum sem ég hataði.” Snape tók ósjálfrátt um vinstri handlegginn á sér.
“Ertu að segja að þú hafir elskað mömmu mína?” spurði Harry undrandi. “En þú hataðir hana, ekki satt?”
“Ég mátti ekki sýna hvað ég virkilega elskaði. Þú veist oft ekki hvað þú hefur elskað fyrr en þú hefur misst það,” sagði Snape vitur.
“Þú kallaði mömmu mína blóðníðing,” sagði Harry milli samanbitinna tannanna. “Varla geturðu hafa elskað hana mikið úr því!”.
“Heldur þú að það sé það versta sem ég hef nokkurn tíman gert? Að kalla Lily blóðníðing? Harry, þú hefur ekki hugmynd um hvað ég hef þurft að þola. Hvað ég hef þurft að gera til þess að halda lífinu! Það er alltof mikið og alltof hræðilegt, hræðilegra en það sem þú ættir nokkrun tíman þurfa að ganga í gegnum!”
“Snape, hvað hef ég ekki gengið í gegnum? Ég hef gengið í gegnum eld og ösku, ég hef barist við goðsögn! Ég hef staðið auglitis til auglitis við Voldemort fimm sinnnum og ég er nýorðinn sextán! Ég hef séð Voldemort rísa upp, ég hef séð hann í fortíð og nútíð! Hvað er það sem ég hef hugsanlega ekki gengið í gegnum? Snape, ég hef gegngið í gegnum alltof mikið af hættum sem ég vil ekki vita af,” Harry horfði á Snape. Snape horfði til baka og í augum hans mátti lesa djúpa sorg.
“Harry, þú hefur ekki þurft að pína saklaust fólk. Þú hefur ekki þurft að drepa saklaust fólk.”
“Ertu að segja að…”
Harry náði ekki að klára setninguna.
“Já, ég hef þurft að gera það.” Augu Snapes tindruðu eins og tvær svartar perlur.
Harry horfði á hann með þvílíkum hryllingi að hálfa væri nóg.
“Hvernig gastu gert það?” spurði Harry nánast með tárin í augunum.
“Stundum gerir maður hina hræðilegustu hluti fyrir þá sem maður elskar, í von um að fá ástina endurgoltna,” sagði Snape, snéri sér við og gekk út úr stofunni.


“Hvernig var að kenna?” spurði Hermione við matarborðið.
“Veit ekki,” sagði Harry. “Við þurfum að tala saman á eftir. Er ekki ummyndun núna?”
“Þarftu ekki að kenna?” spurði Hermione.
“Nei, ég kemst í tvöfaldan ummyndunartíma og svo þarf ég að kenna aftur,” sagði Harry og leit á stundarskrána sína.
Tíminn leið óðfluga. McGonagall hélt ræðu um það hversu mikilvæg ummyndun væri í framtíðinni á meðan tíminn flaug framhjá og fyrr en varði stóð Harry aftur fyrir framan bekk af litlum, brosandi fyrstaársnemum.
“Þú ert Harry Potter!” hrópaði lítil stelpa úr fremstu röð.
“Já, svo skemmtilega vill til að ég veit hver ég er,” sagði Harry og brosti. “Ég á að kenna ykkur í svona tvo mánuði og svo tekur prófessor Lupin við.”
Krakkarnir brostu út í eitt, bara út af því að Harry Potter var staddur í stofunni þeirra.
“Jæja, hvað eigið þið að læra?” spurði Harry sjálfan sig og fletti í bókinni sem Dumbledore hafði látið honum í té kvöldið áður. Hann ætlaði ekki að fara að ræða við þau um Voldemort. “Já, frost-galdurinn. Hann ætti að koma sér vel.”
Harry snéri sér við og skirfaði á töfluna ‘Gelio’.
“Þetta er galdur til þess að hlutir stöðvist og falli niður og það kemur köld húð utan um hlutinn,” byrjaði Harry. “Ég vil að þið reynið að fremja þennan galdur á einhverja hluti sem þið viljið sem eru hérna í stofunni. Ekki eyðileggja neitt!”
Krakkarnir byrjuðu og þeim gekk misvel að ná tökum á galdrinum. Áður en Harry vissi af hringdi bjallan.
“Ég vil að þið æfið þennan galdur fyrir næsta tíma!” sagði Harry og áður en hann vissi stóð hann fyrir framan tóma stofuna, brosandi út að eyrum.

“Jæja, hvernig var svo að kenna?” spurði Hermione spennt upp í setustofu Gryffindors þar sem hún sat í hægindarstól með dagblað samanbrotið í kjöltunni.
“Það var frekar merkilegt. Sérstaklega þegar Snape kom til mín að tala við mig.” Harry fékk sér sæti á móti Hermione og tók Sirius upp og byrjaði að gæla við hann.
“Hvað sagði hann?” spurðu Hermione og Ron nær samtímis.
“Hann…” Harry gat varla gert Snape það að segja þeim hvað hann hafði gert. “Það… hvernig á að segja þetta?”
Harry hugsaði sig um í smá tíma og á meðan hvíldu augu Hermione og Ron fast á honum.
“Hann sagðist hafa þurft að gera mikið fyrir Voldemort meðan hann hafði verið í þjónustu hans,” Harry ákvaðað sleppa þeim hluta sem hann sagðist hafa veirð ástfanginn af Lily. Bara til öryggis.
“Hversu mikið?” spurði Hermione varfærnislega.
“Mjög mikið. Fullt af hræðilegum hlutum.”
“Ertu að segja að hann hafi…?” Hermione var með tárin í augunum.
“Já, hann sagðist hafa þurft að myrða og pína fólk.”
Harry sá tárin í augum Hermione voru alveg að fara að læðast fram og Ron varð fölari með hverri sekúndunni.
“Það er eitt sem við þurfum að sýna þér,” sagði Ron með titrandi röddu og rétti honum Spámannstíðindi.

Kingsley Shacklebolt- Myrtur við þjónustustörf í þágu ráðuneytisins.

Kinglsey Shacklebolt- skyggnir á vegum ráðuneytisins
sem hafði meðal annars haft aðalumsjón á leit Siriusar
Blacks heitins var myrtur á heimili sínu aðfaranótt
1. september. Þetta er talið verk hins Myrka Herra.
Nymphadora Tonks kom að húsi hans
og segir aðkomuna hafi verið “Hræðilega og ólýsandi.”
Voru þau ein af þeim sem börðust þegar hinn Myrki
Herra braust inn í ráðuneytið um miðjan júní þar sem
Sirius Black lést þegar hann var að reyna að bjarga
hinum fræga Harry Potter.
Fólki er bennt á að vera ekki á ferð um landið á
kústum og nota öruggar samskiptaleiðir. Uglur eru
ekki alveg öruggar en þó öruggari en “Flugnetið”“.
Öllum búðum í Skástræti verður hér með lokað fyrir
sólarlag og útgöngubann ríkir eftir sólarlag þar
og í Hogsmade.


“Þetta getur ekki verið!” sagði Harry í örvæntingu. “Nei…”
Harry leit á þau með tárvotar kinnar. Þetta var í annað sinn á tæpum fjórum mánuðum sem hann hafði misst einhvern nákominn sér.
“Harry, vertu alveg rólegur,” sagði Hermione eins rólega og hún gat.
“Hermione, það kallast ekkert að vera rólegur núna. Við verðum að kalla saman VD á morgun. Fá nýja félaga,” sagði Harry ákveðinn.
Hermione og Ron litu á hann og var greinilega brugðið.
“Við erum að fara í stríð.”


Jæja, hvernig finnst ykkur þetta svo? Öll álit vel þegin svo ekki vera hrædd við að segja ykkar.
En The Floo Network, hvernig er það á íslensku? Fimmtabókin ákvað að týnast svo að ég gat ekki fundið það svo að Flugnetið verður að vera það.
Og ég vil þakka Tzipporuh (er allt í lagi að beygja þetta nafn?) fyrir að lesa þetta yfir!

Fantasia