,,Harry? Harry er allt í lagi? Harry fyrirgefðu, ég ætlaði ekki… Harry ertu að hlusta? Fjandin maður hann er í öðrum heimi!” sagði Ron örvæntingarfullri röddu, sem varð þó venjuleg þegar hann sá að Harry var ekkert að hlusta.
,,Harry?”sagði Hermione og ýtti við honum. Harry tók kipp og rankaði við sér. Hann hafði verið að fara yfir alla atburðarásina með Sirius í huganum og skuggi færðist yfir andlit hans. Hann var þó ekki með neina þörf til að gráta. Hann var kominn yfir það stig, en samt varð hann afar leiður og myrkur á svip.
,,Harry láttu ekki svona, ég ætlaði ekki…æ, fyrirgefðu bara”sagði Ron
,,Þetta er allt í lagi” sagði Harry holum rómi. Hann meinti þessi orð alls ekki en vildi samt ekki láta eins og hann þyldi ekki einu sinni að hugsa um Sirius, það voru nú margir mánuðir síðan (svona 1 og ½).
,,Harry, ertu alveg vi…” sagði Ron en Hermione þaggaði niður í honum og ýtti honum frá.
,,Harry, viltu hjálpa mér að finna hvernig við getum búið til lyf sem gerir þau ódauðleg eða ónæm frekar fyrir öllum afleiðingum dauða utan ellinni?”sagði hún til að dreifa huga Harrys eða bara láta hann hugsa um eitthvað annað…
,,Jájá”svaraði Harry daufur í dálkinn og fylgdi Hermione að seiðpottinum.
,,Hérna, emm…taktu þetta og…nei, það er ekkert gagn í því…humm, kannski þú getir…nei, það virkar ekki….ÉG VEIT! Þú getur tekið spíturnar og…nei þú ert með og grófar hreifingar…Aha, nú veit ég, alveg fullkomið! Þú getur flysjað gulræturnar!”sagði Hermione við Harry sem stundi þungan
,,Afhverju þarf ég að flysja gulrætur?”spurði Harry
,,Öhh, döö”sagði Hermione gelgjulega,,auðvitað í hádegis matinn. Þú gerir ekkert gagn við að hjálpa mér”
,,Öhh, döö”sagði Harry(að stíla Hermione), ,,Kannski langar mig ekki að sjá um hádegismatinn”
,,Öhh, döö”(Hermione talaði),,kannski ræður þú engu um það”
,,Öhh, döö”(Harry),,Kannski er bara ekkert kannski í því máli”
,,Öhh, döö”Sagði Ron þá hastur, hann hafði aðeins komið til þeirra til að sjá hvað þau voru að gera, ,,Kannski er dáldið PIRRANDI að hlusta á ykkur döö-a eins og einhverjar h**ví**s Virginiur”
,,Virginiur?”sagði Harry
,,Ginny, auli, GINNY!”sagði Ron reiðilega
,,Ertu að kalla mig aula?”sagði Harry
,,Já, mér heyrist það”sagði Ron orðinn eldrauður í framan
,,Jæja, segðu það næst þegar VOLDIMORT ræðst á mig”sagði Harry hastarlalega
,,Hvað í fjandanum kemur sá-sem-ekki-má-nefna málinu við?”sagði Ron
,,OOOOOOOOHHHHHHH”Harry var orðinn meira en pirraður og stökk á Ron, Ron svaraði honum með að láta hann kenna á því með hnefunum, Hermione horfði felmtri slegin á strákanna í muggaslag fyrir framan sig, hún var ekki að átta sig á því sem hún sá, reyndar var hún ekki að hugsa um slaginn heldur aðalega hvað þessir strákar voru orðnir uppstökkir! Loksins tók hún sönsum og stökk á strákanna til að stía þeim í sundur. Með miklum erfiðleikum tókst henni að ýta Harry ofan af Ron sem lá eldrauður á jörðinni.
,,Strákar, hættið þessu!”sagði Hermione, ,,Ron, farðu þangað, Harry…Flysjaðu gulrætur!”
,,Og afhverju ættum við að gera það?”sagði Harry og Ron tók undir það
,,Vegna þess að ég segi það, og snautaðu svo!”svaraði Hermione og ýtti við Ron svo hann færi aðeins frá Harry. Harry ranghvolfdi í sér augunum og fór að flysja gulræturnar á meðan Ron dró upp bók og byrjaði að lesa, sem var afar ólíkt honum.
Eftir stutta stund stóð Hermione upp og gekk í burtu. Strákarnir vissu ekkert hvert hún var að fara. Þeir litu á hvorn annan en héldu svo áfram að gera það sem þeir voru að gera.
Þegar Harry var búinn að flysja tók hann upp aukaseiðpottinn, sem þau notuðu bara sem venjulegan eldhúspott, safnaði saman nokkrum sprekum sem láu á blautu grasinu, ekki heppilegasti eldiviðurinn, leitaði að grillolíu í öllum bakpokunum, fann einn brúsa og notaði hann til að kveikja eld, sem tókst með herkjum. Svo lagði hann seiðpottinn yfir eldinn, beið eftir suðunni og henti ofan í hann pasta, sem þau högðu meðferðis. Svo dró hann líka upp frosnar pulsur(það góða við svona galdramanna bakpoka var það að í honum mátti finna allt, lítinn ísskáp, lítinn frysti, landakort sem fylgdu oftast með og jafnvel ferðaklósett!). Hann leifði þeim að þiðna aðeins áður en hann skar þær í nokkuð þunna bita. Svo dró hann upp venjulega pönnu(eins og ég sagði þá er rými fyrir mjög mikið þarna ofaní bakpokunum), kveikti annað bál með herkjum og fór að steikja pylsurmar, hellti svo smá matreiðslurjóma út á og einhverju fleira gumsi, þannig að þegar pastað var tilbúið var einnig komin ágætis sósa úr rjóma, pulsum og fleiru. Þegar hann komst í gírinn þá komst hann sko í gírinn!
Þá leit Harry á gulrótastaflann sem lá á djúpum disk í háu grasinu. Hann hafði engin not fyrir þær svo hann tók þær upp og hafði þær sem meðlæti sem þó passaði ekkert við matinn. Hann skammtaði sér, Ron og Hermione pastanu og pulsu-sósunni á disk Svo tóku þeir Ron að borða, þó ekki væru mikil samskipti á milli þeirra.
Harry og Ron voru löngu búnir að borða þegar Hermione kom aftur. Þeir höfðu náð sáttum en héldu þó hálfvegis áfram með bardagann sín á milli með því að tefla galdraskák. Hermione leit á þá en settist svo niður í grasið fyrir framan seiðpottinn,
,,Hádegismaturinn er í körfunni”sagði Harry við Hermione án þess að líta upp frá skákinni. Hann hafði sett allan afganginn af matnum í lokaða körfu svo skordýrin kæmust ekki í hana.
Hermione opnaði körfuna og fékk sér á disk. Eftir að hafa borðað varð hún afar skrýtin á svipinn,
,,Harry,” sagði hún
,,Jamm”svaraði Harry djúpt sokkinn í skákina, Ron var með hann í hendi sér, hann var sama og skák og mát!
,,Hvar lærðir þú að elda?”spurði hún, ekki ásakandi heldur eins og hún væri hissa að hann kinni að elda,
,,Í Litlu-Winning”svaraði Harry fljótmæltur og roðnaðo eilítið (Ég man ekki hvernig bæjarnafnið er skrifað svo þið verðið bara að sætta ykkur við þetta).
,,Já, ég veit, en hvar í Litlu-Winning?”spurði Hermione
,,Ehh, á Runnaflöt”sagði Harry sakleysislega og eins og hann væri að spyrja Hermione hvort hún tryði svarinu
,,Harry, hvar lærðirðu að elda?” sagði Ron þá ákveðinn, greinilega líka orðinn áhugasamur.
,,Allt í lagi, allt í lagi. En þið verðið að lofa að segja engum og þið verðið líka að vita að ég var þvingaður!”sagði Harry. Ron umlaði eitthvað sem átti víst að þýða ,,já”, en var afar upptekinn við að halla sér í áttina að Harry til að heyra sem best hvað hafði leitt til þess að Harry kynni að kveikja upp í eldavél.
,,Sko,”byrjaði Harry og bæði Ron og Hermione hölluðu sér nær til að heyra betur það sem þau myndu heyra alveg jafn vel ef þau sætu bara almennilega, ,,Ég var átta ára þegar ég byrjaði að elda fyrir Dursley-fjölskylduna”*stutt málhvíld til að gá hvort allir væru með á nótunum sem virtist vera*,,En það kom á daginn að ég kunni ekki að elda. ,,Thuhh, strákskömmin er algert viðrini. Kann ekki einu sinni að steikja egg!”hafði Petunia sagt, ,,Við verðum að gera eitthvað í málinu”, þá var ég sendur á matreiðslunámskeið, sem var í raun heldur gaman, því að ég fékk frí frá Dursleyunum í tvo tíma alla fimmtudaga. Þessvegna kann ég smá fyrir mér með pönnuna”
,,Á það að vera einhver skömm að hafa farið á matreiðslunámskeið?”spurði Hermine, en Ron sprakk úr hlátri
,,Þú! Á matreiðslunámskeiði! Sjálfur Drengurinn sem lifði af fór á matreiðslunámskeið, hinn mikli Harry Potter! Sá sem á að sigra þann-sem-ekki-má-nefna! Sá hinn sami og var fyrstur í heila öld til að spila Qudditch í heimavistarliði aðeins á fyrsta ári! Sá hinn sami og…”hrópaði Ron uppyfir sig en Harry greip framí fyrir honum
,,Ég sagðist hafa verið tilneyddur og þú ert búin að telja meira en nóg upp!”sagði hann
,,En…en…MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ!”Ron var alveg gáttaður.
,,Vá, Ron, þetta skiptir nákvæmlega engu máli!”sagði Hermione
,,Tuhh, konur”muldraði Ron og settist niður í grasið til að halda skákinni við Harry áfram.
Vá, maður, þetta er varla kafli, þetta er eiginlega bara eins og setningar um ekki neitt. En hverjum er ekki sama, þið verðið að skrifa í álit og skrifa heiðarlega og sanna gagnrýni! Ekkert, ,,Ömurlegt” ,,Frábært” ,,Allt í lagi” heldu frekar ,,,Ekki nógu og gott, þú þarft að laga þetta” ,,´Mjög fínt,*svo þarf að rökstyðja*” eða þá ,,Persónurnar og söguþráðurinn er svona lala, en annað er ekkert sérstakt”
Ég veit að allir vilja fá þannig greinasvör og þau eru líka miklu betri og skemmtilegri , eins og greinin eftir Tzipporah bendir til. Takk fyrir.
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*