Og hérna kemur hryllingur nr.3!
Bara að grínast, þetta er allavega 3.kaflinn í sögunni um Fenc!
3.kafli-hryllilegur töfradrykkjatími!
Þær vöknuðu grútsyfjaðar um morguninn. Fenecca hafði sofið einsog steinn!
“Aaah. Þetta var nú meira kjaftæðið……” geispaði hún. Henni hafði dreymt einhvern fáránlegan draum….vissi ekki einusinni um hvað!
“….mmm, æi farðu! Þú pirrar mig!” muldraði Jackie og lamdi á koddann sinn. Auðvitað vaknaði hún um leið.
“Og hvað átti þetta að vera?” spurði Díana, sem var nýbúin að klæða sig. Það þótti merkilegt, yfirleitt var hún eða Fenecca síðastar til að vakna!
“Hvað?” spurði Jackie.
“Þú lamdir koddann þinn!” sagði Fenecca og ýtti Soffíu af sænginni. Hvernig fara kettir að því að taka svona mikið pláss?
“Er það? Ó,” sagði Jackie og starði tómu augnaráði útí loftið.
Eftir tíu mínútur gengu þrír hálf-sofandi Gryffindornemar inní Stóra salinn. Fenecca sá mörg kunnuleg andlit. Bernold-bræðurna, Justine Payne, einhver mesti slúðrari í öllum Hogwartsskóla, Brown-systkinin, Max Jordan, og margir fleiri.
“Mér finnst ótrúlegt að þessi Mildred Brown sé í Ravenclaw. Hún er ótrúlega hugrökk!” muldraði Lily og gjóaði augunum á hávaxna stelpu við Ravenclaw-borðið.
“Hún er fífldjörf, ekki hugrökk! Og mundir þú vilja vera með henni í herbergi? Hún er á kafi í rúnagöldrum! Það er orðið ótrúlega óhugnalegt, ég meina það!” svaraði Fenecca. Mildred Brown var ótrúlega undarleg. Hún var óeðlilega hávaxin, á kafi í rúnagöldrum og vörnum gegn myrku öflunum, og átti hrafn sem gæludýr!
“Vaknið, stundaskrárnar eru komnar!” sagði Jackie og bankaði í hausinn á Feneccu.
“Þetta gæti verið verra,” sagði hún og renndi augunum yfir blaðið.
“GÆTI VERIÐ VERRA!?!?” skrækti Jackie. Lily seig niður í sætið, hún þoldi ekki þegar fólk leit á þær.
“Jackie! Þegiðu!” hvæsti Fenecca og sparkaði fast í Jackie.
“Þá það! En sagðirðu virkilega að þetta gæti verið verra?” hvíslaði Jackie æst. Lily settist beinni.
“Reyndar,” svaraði Fenecca og skoðaði stundaskrána. “Tvöfaldur ummyndunartími, bóklegur tími í stjörnufræði, tvöfaldur jurtafræðitími…..”
“Þetta er reyndar fyrir morgundaginn. Það er miðvikudagur í dag!” sagði Jackie.
“Æi, NEI!” stundi Fenecca og lagðist á borðið.
“Úúúúú! Ég skil hvað þú átt við!” sagði Lily andlitið varð að einni grettu.
“Tvöfaldur töfradrykkjatími, saga galdranna, spádómar (ég skil ekki afhverju við fórum í þetta asnalega fag!), tvöfaldur töfrabragðatími, (það eina góða!), og að lokum: muggafræði!” sagði Jackie með uppgerðargleði. Töfradrykkja-tímarnir sjálfir voru ekki svo slæmir, en kennarinn, prófessor Akaddo, var hryllilegur! Hann skammaði þau samt næstum aldrei, hjálpaði þeim alltaf ef þau áttu í erfiðleikum……en hafði þann slæma galla að vilja alltaf hafa einhver “hópverkefni til að koma vináttu á milli vistanna!”
“Muniði síðast! Jackie og Severus!” sagði Fenecca og hló.
“Mér finnst ótrúlegt að þú þolir hann!” sagði Jackie og gleypti hálfa brauðsneið.
“Ég þoli hann ekki! Eina ástæðan fyrir því að ég virðist vera aðeins þolanlegri er sú að ég get gert eitthvað í töfradrykkjum! En þar sem ég get bara gert verklega hluti, þá er það ekkert merkilegt…….” bætti Fenecca svo við. Hún var hryllileg ef hún átti að lýsa einhverju á blaði. T.d. í sögu galdranna; hryllingur! Eina ástæðan fyrir því að hún náði “viðunandi” á síðasta vorprófi, var sú að hún gat séð aðeins á blaðið hans Remusar, annars hefði hún fengið “tröll”!
“Jæja, þetta verður gaman,” muldraði Lily og stóð upp. Fenecca og Jackie litu við; Sirius, James, Remus og Peter gengu inn í salinn.
“Förum!” sagðiJackie. Fenecca elti þær. Strákarnir voru ekki SVO slæmir!
Prófessor Akaddo brosti sínu breiðasta þegar hann kom inn í stofuna. Ljóst hárið náði rétt fyrir neðan eyru og hökutoppurinn hafði aðeins lengst síðan síðasta ár. Þegar hann las upp nemendurna þá brosti hann alltaf til þeirra, og í fæstum tilvikum var brosið endurgoldið!
“Jæja, þar sem að þetta er fyrsti tíminn þá datt mér í hug að þið munduð gera öldrunarseyði. Bara til að hressa upp á minnið. Og þetta er það erfiður seyður, að þið verðið að vera tvö og tvö saman. Nú, ég var að flokka þetta niður, það er einn úr hvorri vist!” sagði Akadddo og brosti lítillega. Hann var fínn kennari fyrir utan þetta; að hafa alltaf hópverkefni!
“Ég hefði EKKERT á móti þessu ef við værum með Ravenclaw eða Huffelpuff í þessum tímum, en Slytherin!” hvíslaði Lily fúl. Hún var verst í töfradrykkjum, og prófessor Akaddo lét þetta oft vera þannig að þeir bestu og verstu væru saman; þ.e.a.s. Lily og Severus!
“Nú, Fenecca og Severus, þið verðið saman. (Fenecca lagðist fram á borðið og stundi, Severus gretti sig hryllilega!) Og bara, James og Vanda. Díana og Gregory, Lily og Virginia, Remus og……Rupert. Warren og Selma, Peter og Holly, Sofie og Will, Jackie og Frederick! Og að lokum: Fiona og Herbert. Jæja, setjist saman, drífið ykkur nú!” sagði Akaddo og veifaði höndunum. Fenecca beit jöxlunum saman, hún HATAÐI að lenda með Severusi, þótt að það hafði bara gerst tvisvar á seinasta ári. Grey Jackie, hún var með klunnanum Frederick! Það bætti ekki úr skák að hún sjálf var klunni, þetta gæti orðið áhugaverður tími!
Fenecca settist við hliðina á Severusi. Að vísu alveg á röndinni á stólnum, en þau sátu í það minnsta við sama borð. Sem var enginn léttir að vísu…..
“Þá það, þið þekkið þetta. Öll efni eru hægra megin og öll áhöld vinstra megin.”
Tíminn byrjaði. Flestir unnu þegjandi, það var betra að tala sem minnst við þá sem þau áttu að vinna með!
”Þú átt ekki að láta halakörtumiltað á undan leðurblökumiltanu!” sagði Severus þegar Fenecca var við það að láta halakörtumilta í pottinn.
“Ó. Vúbs,” muldraði Fenecca áhugalítil.
“Þið ættuð að tala meira saman. Það er svo óþægilegt að hafa þessa þögn!” sagði Akaddo eftir smá stund. Fenecca og Severus litu hvort á annað og grettu sig. Umræður komu ekki til greina!
“Það eina sem ég segi við þig er: Ekki láta þetta oní – þegiðu – þú ert fífl – og einsog mér sé ekki sama!” muldraði Fenecca og kroppaði drekahreistur af plötu.
“Sömuleiðis. Ég ætla bara að bæta við hjá mér: Sagði ég ekki – og sennilega líka: skiptu þér ekki af þessu!” svaraði Severus og tók við drekahreistrinu.
“Þannig á að hafa þetta!” tuldraði Fenecca aftur fór að hræra. Lily og Virginia höfðu þagað allan tíman, og ekki furða, þær hötuðust!
Akaddo horfði áhyggjusamur á þau.
“Jæja, ég ætla að láta ykkur vinna svona þangað til þið farið eitthvað að tala saman!” sagði hann. Það kom (ef mögulegt var) enn meiri þögn.
“Svona, alltaf þau sömu saman?” sagði Jackie hrædd. Akaddo kinkaði kolli. Fenecca leit skelkuð á Severus, hann hofði með ógeði á hana.
“Sko prófessor, við tölum svona lítið vegnaþess að það þarf mikla einbeitingu í það að búa til öldrunarseyði!” sagði Fenecca.
“Ravenclawnemarnir og Huffelpuffnemarnir tala miklu meira saman, þótt að þau þurfi að búa til helmingi erfiðari drykki!” svaraði Akaddo.
“Góð tilraun,” hvíslaði Severus. Það var aðeins tuldrað það sem eftir var af hinum tímanum, en ekkert mikið.
“Andskotinn! Núna þarf ég að auka orðaforðann þegar ég tala við þig!” sagði Fenecca fúl. Severus hló lítillega.
“Finnst þér þetta fyndið?” sagði Fenecca hissa. “Og þetta er ekki drekahreistur, þetta er hreistur af gulroggsfiski sem þú ert að fara láta ofaní!” bætti hún svo við og greið í höndina á Severusi.
“Og um HVAÐ eigum við svosem að tala?” heyrðist í Lily.
“Kannski hvað Akaddo er leiðinlegur við okkur!” svaraði Virginia.
“Já, ég ætla EKKI að hanga með þér í töfradrykkjatímunum það sem eftir er vetrarins!” sagði Lily fúl og kastaði duggufroska-lirfum í pottinn.
“James, hvernig ferðu að því að læra allar þessar bölvanir?” spurði Vanda áhugasöm. Fenecca, Lily og Jackie sprungu næstum; Vanda Dormen var yfir sig ástfangin af James!
“Öööö, ég veit það ekki…..” muldraði James.
“Aumingja James!” sagði Fenecca og brosti. Severus hnussaði.
“Einmitt! Ég vorkenni Vöndu meira!” sagði hann fúll.
“Hei, James og Sirius geta alveg verið ágætir! Kannski ekki við ÞIG, en það eru fleiri hérna heldur en þú!” sagði Fenecca reiðilega.
“Já, einsog Lily! Hann er svakalega skemmtilegur við hana!”
“Reyndar, en Lily líkar ekki við hann!”
“Ég skil hana vel.”
“Ekki ég! Þeir eru virikilega skemmtilegir!”
“Ég get ekki skilið hvað þið sjáið við þá!” muldraði hann svo í lokin. Fenecca ullaði á hann.
“Jæja, tíminn er búinn. Nú ætti seiðið að vera ljósgult, næstum hvítt, og gufan dökkrauð,” sagði prófessor Akaddo í lok tímans. Fenecca horfði á seiðið hjá henni og Severusi; það var alveg einsog það átti að vera, ljósgult og gufan dökkrauð.
“Hvernig GETUR hann gert okkur þetta?” sagði Lily reiðilega þegar þau gengu út. Fenecca kinkaði kolli. Það yrði hryllilegt ef hún ætti að hanga með Severusi Snape það sem eftir var ársins!
Ég á skilið að fá Fálkaorðuna fyrir það að geta skrifað heilan kafla um ekki neitt, ekki satt? Æi, skiptir engu, vonandi takið þið ágætlega á móti þessum!!!
;)