Ég sendi tölvupóst til mbl.is sem var svo hljóðandi:
Hæhæ
Þannig er mál með vexti að ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig maður sendir inn Lesendabréf, ég er nefnilega ekki viss hvort þetta flokkast beint undir frétt.
Á frumsýningu Harry Potter og Fanginn frá Azkaban, sem ég fór á sem sannur Harry Potter aðdáandi, fékk maður nær engan frið fyrir litlum krökkum sem forledrar voru með! Útum allan sal mátti heyra, “pabbi þetta er Ron og Hermione besti vinur Harrys.” “Pabbi er þetta vondi kallinn?” “Mamma hvað eru þau að segja?” “Mamma hvað eru þau að segja núna?” “Pabbi, afhverju eru það að fara þangað en ekki þangað?” “Pabbi…” það voru litlir krakkar að tala alla myndina! Það ætti að benda fólki á að vera ekki að mæta með börnin sín á Harry Potter ef krakkarnir hafa ekki vit á að þegja eða allavega ekki vera mæta með krakka sem eru ekki nógu gamlir til að ráða við að lesa textann, þar af leiðandi þurfa þeir í næstu sætum við að hlusta á foreldra vera þilja alla myndina upp!!! Þetta er allgjörlega óþolandi! Og það ætti ekki að vera gera öðrum þetta. Ég var nálægt því að gráta þegar strákpjakkurinn fyrir framan mig byrjaði að tala um það hátt og skírt að vinur hans ætti allar 10 Harry Potter myndirnar o.s.fr. hann bullaði upp einhverjar sögur um 10 HP myndir og talaði nær stanslaust í 10 mín!!!! Og þeir eldri sem voru með honum, þögguðu þeir niður í honum? Nei! Brostu og hristu hausinn yfir vitleysunni í drengnum! Ekki verið að pæla hversu truflandi og pirrandi þetta er fyrir hina. Svo hugsa margir eflaust þegar við erum að kvarta yfir þessu “fyrst þetta er svona pirrandi og óþolandi afhverju segið þið ekki neitt?” Afhverju? Ég hef reynt það!!! En nei! Ég fékk bara stingandi, reiðilegt augnaráð og mér var sagt að við unglyngarnir værum allveg jafn óþolandi, og að hún gæti allveg séð um sitt barn sjálf, þyrfti enga hjálp!!! Bíddu, vorum það við sem töluðum stanslaust? Nei, barnið hennar ásam öllum hinum! Rúmlega 70% þeirra sem voru þarna inni voru foreldrar með börn undir 9 ára!!!!!!! Allveg niður í 4-5 ára sem þurfti að lesa textann fyrir!!!!! Vona ég hafi komið mínu til skila…
Kveðja
Jónína Sæunn
Svo er það bara spurningin hvort ég fæ svar…hvort einhver gefur sér tíma til að kanna þetta…hvað haldið þið?