Dagarnir liðu, hver af öðrum og Amanda lærði að hugsa ekki of mikið um mömmu sína, lærði að lifa með því að mamma hennar væri dáin. Fyrsta Hogsmade-ferðin rann upp og Amanda, Lissý, Helen, Louise, Mike og Will fóru öll til Hogsmade til að brjóta aðeins upp skólalífið og skemmta sér dálítið. Það var frekar hráslagalegt úti, rigning og rok. Engan langaði til að vera lengi úti svo krakkarnir flýttu sér þangað sem þeim langaði að fara. Amanda og vinir hennar fóru fyrst í Sælgætisbaróninn. Þar var næstum enginn. Aðeins örfáar hræður. Krakkarnir göptu af undrun. Þetta höfðu þau aldrei séð áður.
“Hvað er eiginlega að gerast?” spurði Will forðviða. “Hvar er allt fólkið eiginlega? Er búið að eitra allt góðgætið?”
“Ég vona ekki…en ég skil ekki hvar allir gætu verið,” sagði Helen, alveg jafn hissa.
“Það hlýtur að vera einhver skýring á þessu,” sagði Lissý, sem hugsaði alltaf jafn rökrétt. “Eitthvað annað dregur allt fólkið frá Sælgætisbaróninum.”
“Ég held ég viti hvað það er,” sagði Amanda og gekk að einum glugganum. “Sjáið, þarna hinum megin við götuna, nokkrum húsum fjær, það er komin önnur sælgætisbúð!”
Hin þustu að glugganum, vildu sjá þetta undur sem dró viðskiptavini frá sjálfum Sælgætisbaróninum. Það sem þau sáu var hús, piparkökuhús. Meiraðsegja mjög stórt piparkökuhús, skreytt allskonar nammitegundum. Svo, allt í einu breyttist húsið og tók á sig mynd röndóttrar tyggjókúlu. Kúlulaga hús!
“Vá,” var það eina sem vinunum tókst að stynja upp.
“Já, svo að ykkur finnst þetta þarna – furðuverk – líka flottara en Sælgætisbaróninn minn?” Eigandi Sælgætisbarónsins var kominn og stóð yfir þeim.
“Eh, nei, sko Sælgætisbaróninn er fínn, en…”byrjaði Amanda.
“En hvað?” spurði eigandinn.
“Sko, ég vil ekki móðga þig, en, nýja nammibúðin er – frumlegri,” tókst Amöndu að segja, og varð vandræðaleg á svipinn.
“Já, það er víst satt,” sagði hann, “en nú kemur bara enginn til mín að kaupa nammi, enginn. Hin búðin dregur að sér alla viðsiptavini mína.” Hann leit ekki út fyrir að vera neitt kátur á svipinn. Svo gekk hann dapur í burtu.
“Það er ekkert skrítið að fólk komi ekki lengur inn á Sælgætisbaróninn. Það vilja allir prófa að fara inn í þetta hús.” hvíslaði Mike þegar eigandinn var farinn.
“Já, en ætli nammið sé eins gott og girnilegt og hérna?” spurði Lissý vantrúuð.
“Ja, það er bara ein leið til að komast að því,” sagði Will og gekk að dyrunum. “Ætlið þið ekki að koma?”
Hin kinkuðu kolli og eltu hann. Fyrir utan húsið (nú var það eins og grænn gúmmíbangsi) sáu þau veggspjald sem á stóð:
“Velkomin í nýkomið verslunarhús sem sérhæfir sig í sælgæti. Við bjóðum meðal annars upp á ýmsar tegundir af vampírunammi, mugganammi, dýranammi, tröllanammi, galdramannanammi og drauganammi. Gjörið svo vel og gangið inn, líka þið sem eruð í megrun.”
Fyrir ofan inngöngudyrnar var svo stórt og skrautlegt skilti sem á stóð: REGNBOGINN. Krakkarnir gengu inn. Húsið virtist vera miklu stærra að innan en utan.
“Sennilega einhverjir galdrar,” muldraði Lissý.
Á öllum veggjunum voru hillur sem náðu frá gólfi og upp í loft, stútfullt af allskonar nammi. Úti á gólfunum voru standar og básar, líka troðfullir af nammi. Nammið var allt flokkað niður og heiti á hverju nammi fyrir sig skráð. Á skilti sem hékk í loftinu stóð stórum og skrautlegum stöfum: 1. HÆÐ - GALDRAMANNANAMMI. Í einu horninu var blikkskilti sem benti upp stigann sem lá upp á aðra hæð og á því stóð: 2. HÆÐ – MUGGANAMMI. Þetta ótrúlega nammihús virtist vera á mörgum hæðum, þótt það sæjist ekki utan frá. Öðru hverju hristist húsið svo að nammi datt úr hillunum, og hoppaði og skoppaði síðan aftur upp í hillurnar.
“Húsið er örugglega að skipta um mynd þegar það hristist svona svakalega,” sagði Amanda. “En þetta hús er alveg frábært. Ég skil alveg hvers vegna enginn vill fara í Sælgætisbaróninn, ekki þegar ÞETTA er hér! Vá, þetta er frábært.”
Strákarnir og Helen voru sammála henni en Lissý og Loise voru frekar ósáttar.
“Sælgætisbaróninn er miklu betri en þetta furðuverk. Þetta hús sýnir bara stórmennskubrjálæði,” sagði Louise. “Nammið hérna er örugglega miklu verra á bragðið heldur en þetta í Sælgætisbaróninum.”
“Æ, láttu ekki svona Loise,” sagði Will óþolinmóður. “Þetta hús hérna er frábært. Drífum okkur að kaupa eitthvað gotterí, vá mig langar bara að prófa allt hérna,” sagði hann og leið um búðina eins og í leiðslu.
Á nokkrum stöðum í búðinni voru básar þar sem fólk gat smakkað ýmsar tegundir af nammi. Hliðina á hverjum smökkunarbás voru svo ælufötur fyrir þá sem fannst eitthvað ekki gott.
Krakkarnir keypu og keyptu og keyptu. Pyngjurnar þeirra voru mun léttari þegar þau gengu út úr Regnboganum heldur en þegar þau gengu þar inn. Vasarnir voru hinsvegar troðfullir af nammi og svo héldu þau líka á pokum, fullum af nammi. Jafnvel Loise og Lissý gátu ekki sagt að það væri ekkert varið í Regnbogann og höfðu líka keypt slatta af nammi. Hvert og eitt þeirra hafði líka fengið ókeypis tannbursta sem fylgdi með namminu. Tannburstarnir gátu skipt litum og svo var líka alls konar ávaxtabragð af þeim.
Amanda og vinir hennar þræddu flestar búðirnar í Hogsmade og enduðu svo á því að fara inn á Þrjá kústa og fá sér hunangsöl. Það var kuldahrollur í þeim öllum þegar þau gengu inn á Þrjá kústa en þegar þau höfðu fengið sér gúlsopa af hunangsölinu leið þeim miklu betur. Eins og venjulega voru margir inni á kránni og flestir töluðu um það sama: nýju sælgætisbúðina. Allir töluðu um það hvað þetta væri frábær og ótrúleg búð, draumur allra sælgætisunnenda.
Dagurinn leið og þegar vinahópurinn gekk út úr Þrem kústum var komið rökkur svo að þau flýttu sér aftur í skólann. Þar beið þeirra léttur kvöldmatur í stóra salnum, flestir voru þó svo saddir eftir annað hvort nammið í Regnboganum eða snarl á Þrem kústum – eða bæði – að þeir höfðu ekki lyst á neinum kvöldmat. Amanda og vinir hennar voru hluti af þessum hóp svo þau fylgdu bara Loise að Ravenclaw-heimavistinni og héldu svo upp í Gryffindorturn.
Daginn eftir mættu mjög fáir krakkar í kennslustundirnar, krakkar á 3. -7. ári. Skýringin var sú að flesir voru með magapínu eftir að hafa borðað svona mikið nammi daginn áður. Það gengu sögur um gangana um að nammið í Regnboganum væri eitrað en kennararnir höfðu staðfest að það hefði ekki verið neitt óætliegt í namminu, krakkarnir höfðu einfaldlega bara borðað aðeins of mikið af því. Will og Amanda fengu hræðilegan magaverk og gátu ekkert gert allan daginn, lágu bara í rúmunum og létu sér líða illa. Fröken Pomfrey kom inn í allar heimavistirnar og gáfu þeim, sem voru með magaverk, lyf sem átti að lækna verkinn, sérstakt lyf fyrir nammimagaverki. Þetta lyf virkaði vel og eftir fáeina daga voru allir komnir á fætur aftur, og skólalífið gekk sinn vanagang.
Vonandi líst ykkur vel á þetta - comment… og já, það verður vonandi stutt í næsta kafla, fyrir þá sem lesa þetta :o)
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.