1.kafli - Heimkoma

“Em ! Vaknaðu !”
“Nei…Ég vil það ekki…. Ég vil sofa” Emanuelle heyrði í systur sinni hlaupa upp stigann og að herberginu. Hún hrökk við þegar Jess hratt upp hurðinni og stökk á hana.
“Vaknaðu litla svefnpurka” sagði Jess og rótaði í rauðbrúnu stuttu hárinu.
“Veistu ekki hvaða dagur er í dag ?”spurði hún
“Nei…Ég vil ekki vita það. Ég vil bara sofa !”tautaði Emanuelle ofan í koddann sinn
“Víst villtu vita hvaða dagur er í dag !Það er 3. Ágúst !”sagði Jess
“Og hvað með það ?….og hvað með það ! sagði ég það”skrækti Em og hrökk upp
“En mamma kemur heim í dag ! hvað er að mér ? við ætluðum að sækja hana!”hugsaði hún upphátt
“Drífðu þig nú ef við eigum að komast að stað fyrir tíu!”sagði Jess og fór út.
“tíu hvað er klukkan eiginlega ?korter yfir níu…ég ætlaði að vera löngu vöknuð “tautaði Em á meðan hún klæddi sig í íþrótta buxur og bol. Hún stökk niður stigann í nokkrum stökkum og hljóp svo inn í eldhús til systur sinnar.
“Maturinn þinn er við eldavélina”sagði Jess þegar hún kom inn. Emanuelle hafði ekki fyrir því að svara,stökk bara að eldavélinni og tróð í sig ristaða brauðinu og drakk mjólkina í einum teyg.
“getum við ekki farið að drífa okkur ?” spurði Emanuelle óþolinmóð
“ég veit nú ekki hvað þú ert að kvarta !”sagði Jess “vekjaraklukkan þín vakti mig klukkan sex í morgunn en hún fékkst ekki til þess að vekja þig litla svefnpurka !”
Þegar systurnar voru báðar búnar klæða sig og fara í sturtu gátu þær loksins lagt af stað til King’s Cross en þar ætlaði mamma þeirra að vera klukkan tíu,og vel á minnst,klukkan tíu var eftir fimmtán mínútur !

******
“Kemst bíllinn ekki hraðar ?”spurði Em Þegar þær voru loksins komnar af stað eða bíllinn öllu heldur.
“nei. Ekki með sofandi ökumann undir stí-stí-stíííri” geyspaði Jess “svo er þetta nú bara Subaru. Enginn sportbíll ef þú tókst ekki eftir því”
“King’s Cross ! þarna er hún”skrækti Em og benti á lestarstöðina þótt hún hafi komið þangað margoft áður
“mamma sagði að hún muni bíða inni eins og alltaf” sagði Jess
“drífum okkur þá að finna stæði ! fljót”sagði Emanuelle yfir sig spennt !
“það er nú hægara sagt en gert í þessu kraðaki !” sagði Jess og skimaði í kringum sig.
“bíddu bara hér.ég fer og sæki mömmu”sagði Emanuelle hún gat ekki beðið. Þó að mamma hennar fari oft í viðskiptaferðir var þessi frábrugðin öðrum,núna kæmi hún með smá glaðning handa Emanuelle-Uglu !
Emanuelle hljóp inn í lestarstöðina og klessti á fólk í flýtinum án þessa að taka eftir því. Brautarpallur 9 og ¾.Þangað átti hún að fara því mamma hennar var nefnilega að koma úr ferð frá Hogsmeade,hún vann fyrir Grínbúð Zonko’s sem þíddi náttúrulega að Em átti fullt af hrekkjadóti!
Emanuelle hljóp í gengum vegginn sem aðskildi brautar pall níu og brautarpall tíu nánast án þess að taka eftir því. Og þarna stóð hún,skælbrosandi með stórt búr með skikkju yfir í fanginu og koffortið sitt reist upp á rönd við hliðina á sér.Hún sagði ekki neitt en rétti henni búrið með ábreiðunni. Hún tók við því yfir sig spennt en áttaði sig svo-þetta mætti bíða.
“Jess er úti í bíl. Við fundum ekkert stæði” sagði Em
“við skulum þá drífa okkur svo þú getir heilsað uglunni þinni,og svo er ég með bréf til þín” sagði mamma hennar og brosti.
Þær fundu sér kerru og ýttu henni á undan sér í gegnum veggin sem aðskildi mugga-og galdraheiminn.
Þær gengu út í sólskinið og sáu Jess bíða þarna fyrir utan í leigubílaröðinni. Emanuelle tók eftir nokkrum leigubílstjórum sem litu á hana illum augum.
Em þaut með kerruna til Jess og henti koffortinu af og rétti mömmu sinni uglubúrið,hljóp svo af stað til að skila kerrunni.
Þegar þær lögðu af stað þustu leigubílstjórarnir að stæðinu þeirra.

“Þú sagðist vera með bréf til mín mamma ?“ spurði Em þegar þær renndu í hlað
“já,ég býst við því” sagði hún og rétti henni þykkt umslag úr pergamenti. Á það var skrifað með smaragðsgrænu bleki :
Emanuelle Dijon,
Ealing 117
London,

Hún rétt gaf sér tíma til að líta á umslagið áður en hún reif bréfið upp og kippti pergamentinu upp úr umslaginu og las :

Hogwart-skóli galdra og seiða

Skólastjóri : Albus P.W.B.Dumbledore (Eftirmaður Merlins,hæstráðandi seiðmaður Warlocks,Æðsti Mugwump,Meðlimur Alþjóðasambands Galdramanna)

Kæra frk.Dijon
Það er okkur ánægja að tilkynna yður að þér hafið hlotið skólavist í Hogwart-skóla galdra og seiða. Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsinleg tæki. Önnin hefst 1.september. Við væntum uglu yðar fyrir 31. júlí
Bestu kveðjur,
Minerva McGonagall,
aðstoðaskólastjóri

Ef nágrannarnir hefðu verið að horfa hefði Emanuelle sennilega verið rekin strax úr skólanum fyrir að koma upp um galdraheiminn þegar hún hljóp gargandi um garðinn með bréfið sitt.
“Ég fer til Hogwart….ég fer til Hogwart 1.September !”
“allt í lagi,Em róaðu þig aðeins niður og hjálpaðu mér að bera þetta koffort….”

Um kvöldið lá Emanuelle í rúminu sínu og horfði á ugluna sína,mórauða með rafgulaugu.
Eftir viku færi hún til skástrætis að kaupa skóladótið sitt. Hún teygði sig ofan í skúffu á náttborðinu og dró upp bréfið frá Hogwart. Í dag var 3-nei 4.ágúst og hún færi 1.september mikið hlakkaði hún til !
I wanna see you SMILE!