Draugar Hogwarts Draugar Hogwarts – Þýtt af HP Lexion en lagaði þetta sjálf aðeins til og breytti og bætti ;o)

Það er um tuttugu draugar í Hogwarts. Þegar þarf að ræða drauga-tengjar ákvarðanir er haldið “draugaþing”.
Draugarnir er perluhvítir (Nema auðvitað Peeves) og skínandi. Þær hafa samskipti á milli sín með sérstökum draugabréfum. Næstum því hauslausi Nick fékk eitt þannig frá Sir Patrick en það var greint frá því í bókunum. Næstum hauslausi Nick hlaut líka að hafa sent þannig út til að tilkynna dauðadagsafmæli sitt. Aðeins galdramaður getur orðið Draugur. Þar sem draugar borða ekki þá þegar eins og t.d. í dauðadagsafmælum og afmælum setja þeir á veisluborðið rotnandi mat sem lytkar svakalega því að þá held ég að þeir finni lykt.

UM DRAUGANA:

Næstum Hauslausi Nick
Næstum hauslausi Nick er draugur Gryffindor. Hann heitir fullu nafni Sir Nicholas de Mimsy Porpington. Hann dó árið 1492 á Hrekkjarvökukvöld en hann var hálshöggvinn 45 sinnum með bitlausri exi. Og þess vegan er hann kallaður næstum hauslausi Nick því að það var ekki hægt að höggva alveg í gegnum. Hann er ávallt góður við Gryffindor nemendur. 31. Október 1992 var hann steingerður af Basilísku slöngu og hann var steingerður alveg þangað til 30.Maí 1993.Stundum skemmtir hann líka Gryffindor nemendum yfir kvöldmáltíðum.

Blóðugi Baróninn.
Hann er draugur Slytherin og hann er hryllilegur draugur útataður í blóðslettum. Hann talar eiginlega aldrei , þótt hefur Harry gert eftirhermur af honum með því að nota Hestahvísl. Enginn veit mikið um blóðblettina og enginn þorir að spyrja . Margir hafa samt velt fyrir sig úr hverju eða hverjum blóðblettirnir eru og ég hef heyrt að mjög margir halda að þetta sé einhyrningarblóð því að það lítur þannig út. Blóðugi Baróninn er sá eini sem hefur vald yfir Peeves en Peeves kallar hann yfir eitthverjum ástæðum “Your Bloodiness” og “Mr. Baron”. Mörgum grunar samt líka að hann hafi svona mikið vald yfir honum því að kannski drap Baróninn Peeves.

The Fat Friar
Hann er draugur Hufflepuff. Hann á kátur,vinalegur draugur sem að óskar alltaf krökkum á fyrsta ári góðann daginn.


Vala Væluskjóða.
Hún er draugur sem að “býr” á stelpna klósettinu á annari hæð. Hún var drepin þegar hún var í skóla af Basilíkuslöngunni á stelpnaklósettinu og þess vegan er hún alltaf á stelpnaklósettinu. Stundum sturtast hún útúr kastalanum því að hún er oft í pípulögnunum og fer þá í vatnið.

Peeves
Peeves er sá draugur sem enginn þolir og er hann örruglega mest hataður af húsverðinum Filch. Hann er alltaf að gera eitthver hrekkjarbrögð. Hann getur gert sig ósýnilegann og þess vegan kemst hann oft upp með hrekkjarbrögðin sín. Hann sýnir aðeins einum manni virðingu og það er sjálfur Albus Dumbledore. Hinir draugarnir líta ekki á hann sem draug og Peeves er með mjög dökk augu.

Gráa daman
Hún er draugur Ravenclaw. Það er vitað mjög lítið um gráu dömuna annað frá því að hún er mjög hávaxin og eins og ég sagði áðan er draugur Ravenclaw. Skrifaði J.K. Rowling um hana að hún væri “mjög gáfuð ung dama”. “Hún fann aldrei sanna ást og fann aldrei rétta manninn sem líktist henni.