Rubeus Hagrid Rubeus Hagrid

Hár: Langt, kolsvart þétt hár og sítt skegg
Augu: Leiftrandi eins og svartar bjöllur
Heimavist: Gryffindor
Uppáhalds fag: Ummönnun galdraskeppna
Staða: Skógarvörður / kennari í ummönnun galdraskeppna
Fæðingar ár:1929
Foreldrar: Pabbi hans var mennskur en mamma hans var Risi
Gæludýr: Þríhöfða hundurinn Hnoðri og köngulóin Aragog


Hagrid er hálf risi og hann er næstum því tvisvar sinnum stærri en venjulegur maður. Honum finnst mjög gott að umgangast stórar og hættulegar skepnur sem hann kallar sætu litlu gæludýrin hans en aðrir mundu kalla þau skrímsli. Hagrid lítur mjög ógnvekjandi út en hann er mjög góður þegar maður kynnist honum.

Hagrid byrjaði Hogwarts árið 1940. Þegar hann var nemandi þar laug Tom Ridle því að Hagrid hefði opnað Leyniklefann og sleppt út blóðþyrstu skrímsli. Hagrid var rekinn. Albus Dumbledore, þá töfradrykkja kennari í Hogwarts, bað hann um að vera kyrran og gerast skógarvörður. Árið 1993 var nafn hanns hreinsað af Harry og vinum hanns.
Hagrid mátti ekki fremja galdra fyrr en nafn hans var hreinsað, þegar Hagrid var rekinn var sprotinn hans brotinn í tvennt en einhverneigin hefur honum tekist að setja brotna sprotann inní bleiku regnhlífina sína og með henni galdraði hann nokkrum sinnum.

Tímalína:

1929. Fæddist hann í hendur móðir sinnar Fríðynju og mennsks föður
1932. Móðir hans yfirgefur fjölskylduna
1940. Hagrid byrjar í Hogwarts
1942. Pabbi hans Hagrids deyr
1943. Hagrid er kennt um að hafa opnað Leyniklefann og hann rekinn
1981. Hann bjargar Harry úr rústum húsi foreldra hans
Júlí, 1991. Hann tekur Harry með sér til Skástrætis að kaupa inn fyrir skólann.
Vor 1992. Hann kaupir Norskan Rándreka
Maí 1993. Sendur í Azkaban
Júní 1993. Nafn hans var hreinsað eftir fimmtíu ár
Haust 1993. Hann fékk starf sem kennari í ummönnun galdraskeppna
Oktober 1994. Hann hittir Olympe Maxime
Sumar 1995. Hann heimsæki risana í norðri