Áður en ég byrja þennan spuna þá vil ég bara benda ykkur á það að ég er ekki þessi venjulegi Harry Potter aðdáandi, ég hef ekki séð myndirnar og er bara búinn að lesa síðustu 2 bækurnar sem litli bróðir minn fékk í gjöf. Svo að þó að sumar ″staðreyndir″ passi ekki þá er það bara vegna þess að ég hef ekki græna hugmynd um þær :). Með það sagt þá vil ég líka benda á það að ég vil ekki heyra minnst á stafsetinguna hjá mér, ég veit að það mun vera eitthverjar hérna en þessi spuni mun ekki vera samþykktur ef hann er algjörlega óskiljanlegur.


Þetta er bara þessi venjulegi skóladagur, ekkert mikið að gerast fyrir utan það að Elísa tókst fyrir eitthverja óskýrða ástæðu breytt músinni í apakött sem umturnaði allri skólastofunni. Það gerist aldrei neitt í Carirnotting, ólíkt í Hogwarts þar sem hinn frægi Harry Potter og vinir hans börðust reglulega við hinn-sem-má-ekki-nefna og dráparna hans. ″Ó hvað ég vildi að það gerðist eitthvað hérna″ hugsaði Sara með sér þegar hún leit út um gluggan og dáðist af fegurðinni hérna í Nýja-Sjálandi.

Sara Rosewood var á 5 ári hérna í Carirnotting og hafði ásamt sínum 3 bestu vinum komið sér ágætlega fyrir hérna sem aðalliðið. Hún er hreinræktuð galdramaður eða svo gott sem, síðasti muggi var langaamma hennar, hún er meðalhá eftir aldri, með dökkt hár, brún augu og er frekar snoppufríð. Og ef þú spyrð eitthvern þá er hún best í törfadrykkjunum í öllum skólanum þó að hún viðurkenni það ekki sjálf. Með henni í þessum vinahóp eru líka Jonni, Rúna og Gústi og eru þau líka best í sínu sviði.

Jonni McRoc er sonur tveggja mugga sem fengu létt slag þegar þau fréttu af því að sonur þeirra væri galdramaður, ekki vegna þess að þau höfðu eitthvað á móti því bara vegna þess að þau höfðu aldrei trúað á galdra yfir höfuð en eftir að þau fengu tíma til að komast yfir það þá hafa þau stutt Jonna gífurlega. Jonni er frekar hár eftir aldri, hefur skollitað hár, grænaugu og er frekar eftirsóttur af stelpunum í skólanum. Hann er bestur í göldrum í bekknum, ef ekki í skólanum öllum og er það ekki furða því að þegar hann er búinn að ná tökum á galdri þá er hann að leita af nýjum, eða réttara sagt Rúna er búinn að finna nýjan.

Rúna Upperhill er hreinræktuð eins og Sara nema að það finnst ekki muggablóð í henni, hún er örlítið minni en Sara, með ljóst hár, brún augu og er bókaormurinn í skólanum og toppar öll próf í bóklegum áföngum eins og sögu en á aðeins erfiðar fyrir sér í verklegum, nær öllu samt bara ekki eins vel.

Gústi Johnwell kemur úr blönduðu hjónabandi eða réttara sagt með mugga föður, hann er jafnstór og Jonni, er með dökkt hár, blá augu og er myndalegasti drengurinn í árgangnum. Hans sterka hlið er í íþróttum, er sóknarmaður fyrir heimavistina sína og hefur hann líka ódrepandi ást af dýrum og nátturu, sem virðist vera gagnkvæm því að flest öll dýr laðast að honum.

Án mikilar athygli þá fyldi Sara bekknum í matsalinn og var djúpt hugsi þegar Jonni Pikkaði í hana og spurði ″Hvað ætlar þú ekki að borða matinn?″
″Hu, æjá já ég ætla að borða hann, var bara annars huga, það er það eina″ svaraði hún í frekar miklum flýti.
″Nú virkilega″ skaut Gústi að henni. ″Það fór ekki milli mála að þú varst á eitthverjum öðrum stað en hérna með okkur hinum, hvar var það núna eða er það sami staðurinn eins og venjulega?″.
″Sá sami″ Svaraði hún og reyndi að láta það hljóma vel, það tókst ekki.
″Ægi afhverju ertu svona heltekinn við það, þú ættir að vera ánægt að þurfa ekki að ganga í gegnum það sama og þau í Hogwarts″ heyrðist í Rúnu og skein þessi viskuljómi frá henni um leið og hún hafði sleppt orðunum.
″Ég veit en ég bara vildi að eitthvað spennandi gerðist hérna til tilbreytingar og þið skuluð ekki neita því að þið hefðuð ekkert á móti því″ Svaraði Sara með mikilri sannfæringu í rödd sinni.

Og já það var allveg satt hjá henni þau höfðu ekkert á móti því að lenda í smá ævintýrum, enn þau vissu betur, það mundi aldrei gerast neitt hérna, allavega ekkert spennandi og þegar þau áttuðu sig öll á því þá kom smá vonbrigðis svipur á þau öll. Þau þurftu ekki að segja eitt orð í viðbót, þau þekktust of vel núna og gátu lesið hvort annað og heyrt hvað þau voru að hugsa.

Þau urðu öll vinir um leið og þau deildu lestarklefa á leið í skólan á þeirra fyrsta ári á Carirnotting og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Þeim hafa líka verið gefið gæfunafn í skólanum sem þau fengu á 3 ári, eða ″Spaðarnir″ (þeir sem ekki vita það þá er Spaðinn besta spilið í flest öllum spilum).
Rúna er Spaðaásinn, Jonni er spaðakóngurinn, Sara er spaðadrottinginn og Gústi er spaðagosinn. Þau fengu þetta nafn vegna þess að þau eru best í öllu í sínum árgangi, ef ekki skólanum og þau urðu það með mikilri samvinni, spaðinn er gott spil en getur lítið ef það er eitt.

Carirnotting var stofnaður 150 árum á eftir Hogwart og var hann fyrirmyndinn af stofnum hans vegna þess að stofnendurnir komu úr Hogwarts og eru þeir með sinn eiginn hatt og 4 heimavistir sem fylgir sömu stefnu og fyrirmyndinn. Þær eru Wulfric sem samsvarar Griffindor, Gryhill ámóti Ravenclaw, Dowling er Hufflepuff og Hoskins tekur eftir Slytherinn.

Petur Agustus Stormwinder er skólastjórinn hérna í Carirnotting og hefur hann verið það síðustu 58ár og viðað við háan aldur þá heldur hann sér í furðugóðu formi, 180 á hæð, grátt stuttklippt hár, myndarlegan hökutopp með og umhyggjustu bláu augu sem þú finnur á jarðríki. Hann er líkari íþróttamanni (fyrir utan gráahárlitinn) en skólastjóra. Hann kenndi Umhirðu galdraskepna áður enn hann gerðist skólastjóri og gekk hann í Dowling heimavistina á skólaárum sínum

———————————————- —–

Ok þá er fyrsti kaflinn búinn, ég veit að það gerist ekkert af viti í honum fyrir utan það að kynna aðalpersónurnar og söguumhverfið aðeins, en það tekur alltaf smá tíma að kynna allt saman. Vona að ykkur líki vel við og endilega komið með athugasemdir.
P.s. er ekki kominn með nafn á sögunni sjálfri vegna þess að ég er ekki búinn að áhveða hvað stefnu skal taka.