McGonagall er kvikskiptingur og getur breytt sér í kött þegar hún vill. Þegar hún er köttur, er hún með för í kringum augun alveg eins og gleraugun hennar eru!
McGonagall kennir Ummyndun í Hogwart. Henni finnst að annað form af göldrum sé ekki eins sérstakt og erfitt eins og Ummyndun. Hún er “fræg” fyrir að gefa mikið af heimavinnu…
McGonagall og Hermione hafa mikið sameiginlegt, t.d. hafa sömusköðun um að brjóta reglur og eru báðar mjög klárar. McGonagall gerði Hermione kleift að notast við tímabreytinn og taka aukatíma.
McGonagall er samt líka tilfinninganæm og á sína mjúku hlið. Þegar Harry og Ron sögðu henni að þeir væru að gá hvort það væri allt í lagi með hana þegar hún var steingerð fellti hún tár og leyfði þeim að fara.
McGonagall er í grænum skikkjum. Náttfötin hennar eru náttsloppur og hárnet. Á Jólaballinum var hún í rauðri samkvæmisskikkju, þá dansaði hún við ludo bagman sem var að dæma Þrígaldraleikana.
McGonagall er mikil Quidditch aðdáandi, og hún kvetur heimavist sína ákaft.Þegar hún sá Harry Potter grípa Minniskúluna, ákvað hún strax að setja hann í liðið sem leitara og gaf honum galdrakúst (Nimbus 2000) sem var brot gegn reglum. McGonagall, Minerva
hár:
Svart greitt í hnút aftan á hnakkanum.
aldur:
um það bil 70
Heimavis:
Gryffindor
Staða
Er aðstoðarskólastjóri og kennir ummyndun
Skriftstofa:
Fyrstu hæð
Áhugamál
henni finnst mjög gaman af Quidditch
Ég held að það hafi ekki komið nein almennileg grein um McGonagall. Ég þýddi þetta af HP Lexion þó að ég bætti svolitlu frá mér og umorðaði sumt !
En njótið
-AnnaPotte
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*