3. kafli
Það var mikið skvaldur við morgunverðarborðið daginn eftir. Fyrstu kennslustundirnar áttu að byrja eftir hálftíma.
“Jæja, hér koma þá stundaskrárnar,” sagði Lissý þegar pappírsarkir birtust skyndilega við diskana þeirra.
“Húsálfarnir hafa þá sent þær upp – loksins,” nöldraði Helen.
“Hm…”Amanda var hugsi, “ Fyrsti tíminn hjá okkur er Töfrabragðatími, svo Ummyndynartími, matarhlé, TVÖFALDUR TÖFRADRYKKJATÍMI (það heyrðust stunur frá krökkunum,…), Jurtafræðitími og svo Spádómafræði. Jahá, skemmtilegur dagur í dag.” Amanda glotti til hinna.
“Ummyndunartíminn er kannski í lagi, og Jurtafræðin líka, en tvöfaldur töfradykkjatími….það er hræðilegt,” kvartaði Lissý. Það þoldi enginn Snape prófessor.
“Sem betur fer er ekki töfradrykkjatími hjá mér í dag,” sagði Loise fegin og brosti til hinna, “en það er líka tvöfaldur tími hjá Snape á morgun hjá mér,” Brosið hvarf.
Vinirnir voru svo upptekin af samræðum sín á milli að þau tóku ekki eftir að stelpa settist hjá þeim. Amanda varð ekki vör við hana fyrr en stelpan pikkaði í hana. Amanda kipptist til.
“Nei, hæ. Hver ert þú? Ertu búin að sitja lengi hérna?”
Stelpan kinkaði kolli.
“Úps, fyrirgefðu, við bara tókum ekki eftir þér. Hvað heitirðu?”
“Eh…ég heiti Nicholaievna Kracuck,” hvíslaði stelpan, “ég – eh – ætlaði bara sko – að hérna vita – eh – hvort ég mætti sko – sitja hérna – eh” Stelpan var ótrúlega óörugg og feimin.
“Já auðvitað máttu sitja hérna,” svaraði Amanda, “það getur enginn bannað þér það. Ertu í Gryffindor?”
“Já,” það heyrðist varla í Nicholaievnu þegar hún svaraði.
“En ég sá þig ekki við flokkunarathöfnina í gær.”
Nicholaievna varð vandræðaleg og roðnaði.
“Á hvaða ári ertu?
“Öðru,” hvíslaði Nicholaievna, aðeins hærra en áður.
“Já, en, varstu hérna í fyrra líka?”
Nicholaievna hristi höfuðið. Amanda varð hissa á svipinn. Nicholaievna hafði örugglega séð það því nú roðnaði hún enn meira og muldraði:
“Ég kem frá Durmstrang. Það var hræðilegt að vera þar. Ég vil aldrei fara þangað aftur” Það var hræðslublik í augum hennar.
Amanda opnaði munninn til að segja eitthvað en þá kallaði Lissý á hana að þær væru að verða of seinar í tíma í Töfrabrögðum. Hún sneri sér að Lissý og sagði að hún væri alveg að koma, sneri sér svo aftur að Nicholaievnu en þá var hún horfin. Amanda skimaði í kringum sig en kom ekki auga á hana.
“Ertu ekki að koma? Hin eru löngu farin,” Lissý var orðin óþolinmóð. Henni fannst alveg hræðilegt að koma of seint í kennslustundirnar.
Amanda áttaði sig og hún og Lissý þutu af stað.
Þegar þær opnuðu dyrar að kennslustofunni og ætluðu að læðast inn, rákust þær næstum á prófessor Flitwick sem var að ná í bók sem hann hafði sent í burtu með fráhrindigaldrinum. Bókin hafði lent fyrir framan dyrnar.
“Jæja, “sagði prófessor Flitwick með sinni skæru rödd, “svo þið komið of seint. Ég skal ekki gera neitt í því núna – þetta er nú fyrsti skóladagurinn.” Prófessor Flitwick kímdi. “En þið skuluð drífa ykkur á að fletta upp á bls. 268 í Töfrabrögð – brögð sem þú verður að treysta og lesa um fráhrindigaldurinn. Svo skuluð þið æfa ykkur svolítið á honum, eins og hinir krakkarnir – sem mættu á réttum tíma (Amanda varð skömmustuleg) – eru að gera núna.”
Amanda og Lissý drifu sig að sætunum sínum og laumuðust til að líta til Mike og Will (“passaðu þig, þú átt ekki að senda bókina á mig”) og Helenu sem vann með Miriam, stelpu sem var með vinunum í bekk. Helena leit glottandi á móti en Mike og Will tóku ekki eftir augnagotunum, þeir voru of uppteknir við að senda hluti á hvorn annan.
——–
Kennslustundirnar liðu, ein af annarri, og svo var komið að töfradrykkjatímanum. Snape lét þau fá mjög erfitt verkefni, blanda töfradrykk sem átti að breyta hára-, hörunds- og augnalit þanns sem drakk drykkinn. Litirnir áttu að vera venjulegir, þ.e. ekki skærir litir eða neitt svoleiðis. Bara náttúrulegir litir.
Helen var stórhneyksluð á því að láta þau fá svona erfiðan drykk að blanda fyrsta skóladaginn.
“Hann gerir þetta bara til að hrekkja okkur, einhvernvegin,” sagði Helen reiðilega. “Hann ætti ekki að mega gera okkur þetta. Mér finnst þetta bara alveg fáránlegt,” hélt hún áfram, aðeins of hátt því Snape gekk til hennar og sagði kuldalega við hana:
“Fyrst þér líkar svona illa við þetta, viltu þá ekki bara hætta? Farðu út úr kennslustundinni, en mundu að þetta gæti orðið til prófs. Þá skaltu ekki kenna mér um, þú valdir þetta sjálf. Ætlarðu ekki að drífa þig út?” sagði Snape kaldhæðnislega.
Helen varð eldrauð í framan, tók saman bækurnar sínar og strunsaði út. Hún skellti hurðinni á eftir sér og stuttu eftir að hurðin lokaðist mátti heyra reiðiöskur.
“Þegar Helen verður reið, þá verður hún sko REIÐ.” sagði Will við Mike og þeir flissuðu.
“Haldið áfram að vinna. Nema þið viljið vera eins og Helen, strunsa bara út úr tíma. Þið getið hvort sem er ekki neitt,” sagði Snape meinfýsislega. Snape gekk á milli borðanna og horfði stingandi í augun á krökkunum, svo að þau urðu taugaóstyrk og eitthvað fór úrskeiðis hjá þeim.
Amanda barðist við að gera drykkinn sinn réttann, en þegar Lissý var búin að drekka hennar drykk varð hún skrítin á svipin, svo byrjaði hárið á henni að verða skærbleikt og augun urðu skærgræn. Hörundsliturinn breyttist ekki.
“Úps….ég held að mér hafi mistekist eitthvað…pínulítið,” sagði Amanda dapurlega. Svo fór hún að skellihlæja, “þú ert nú samt hlægileg! Hahaha….vonandi verður þetta ekki svona alltaf….hahaha” Amanda var farin að gráta úr hlátri.
“Sjáum til hvernig þú verður,” sagði Lissý og hellti drykknunm sínum upp í Amöndu. Hárið á henni varð kolsvart, húðin skjannahvít og augun ísblá.
“Oh…þú varðs ekki eins fyndin og ég,” sagði Lissý vonsvikin, “en þú ert hreint og beint hræðileg, eins og vampíra, eða eitthvað”
En vinkonurnar voru ekki þær einu sem gerðu ekki drykkina rétta. Þegar kennslustundinni var lokið mátti sjá krakka að læðast út, með peysur og töskur fyrir andlitunum, sem voru bláhærðir, slígrænhærðir, gulhærðir,rauðeygðir, appelsínuguleygðir, sumir höfðu röndótta eða köflótta húð, aðrir bláa húð og enn aðrir bara glæra húð. Það mátti vel sjá, hverjir höfðu verið í tíma hjá Snape.
Í jurtafræðitímanum var þeim sem betur fer sagt, að áhrifin frá drykknum hyrfu eftir nokkrar klukkustundir. Ef það gerðist ekki var til planta sem kom manni í eðlilegt horf á ný.
Þegar Helen sá krakkana í jurtafræði skellti hún uppúr. Hún fór að hlæja í hvert skipti sem hún leit upp frá umpottuninni á jökulrósinni og horfði í kringum sig. Alls staðar sá hún marglitar verur….krakkana í bekknum hennar.
————
Síðasta kennslustundin þennan dag rann upp, Spádómafræði. Þegar krakkarnir höfðu híft sig upp í gegnum lúguna, sáu þeir að allt var breytt. Þungu gardínurnar fyrir gluggunum voru horfnar, engin reykelsislykt lá í loftinu og það var ekki steykjandi hiti þarna inni. Prófessor Zernia tók á móti þeim. Hún var búttuð, með stutta og feita handleggi og fætur, svart, krullað hár og glaðlegt andlit.
“Velkomin, krakkar mínir. Hvað segið þið nú gott? Ég er prófessor Zernia og er ný hérnam, eins og þið vitið.”
Amanda var furðulostin. Hún leit í kringum sig og sá að hinir voru það líka. Sumir voru meiraðsegja með galopinn munninn af undrun.
“Hvað, eruð þið steinrunnin, elskurnar mínar? Þið hreyfið ykkur ekki. Þið megið alveg koma nær, dúllurnar, ég bít ykkur ekki!” Prófessor Zernia hló dálítið og þá rönkuðu sumir við sér og settust á púðana á gólfinu.
“Vá, hún er algjör andstæða við prófessor Trelawney,” hvíslaði Lissý að Amöndu. Amanda kinkaði kolli. Það var bara eitt orð sem kom upp í huga hennar þegar hún horfði á prófessor Zerniu, eitt orð sem henni fannst lýsa henni best: mamma. Amöndu fannst prófessor Zernia ótrúlega mömmuleg, allt öðruvísi en hennar eigin mamma var. “Já mamma,” hugsaði Amanda, “hvar ætli hún sé núna. Ætli hún sé ekki að reyna að sleppa úr Azkaban og láta dráparana fá upplýsingar um óvini Voldemorts,” hugsaði hún biturlega. “Ég vildi að mamma mín hefði verið eins og prófessor Zernia.”
“Já, ef þið viljið spurja mig einhverjar spurningar, englarnir mínir, þá megið þið það. Gjörið þið svo vel,” sagði prófessor Zernia og leit yfir bekkinn,
Í fyrstu hikuðu allir en svo fóru hendur að skjótast á loft.
“Hvað ertu gömul?” heyrðist úr einu horninu.
“Ég er 45 ára.”
“Hefurðu kennt áður?” spurði Mike.
“Já, það hef ég. Reyndar ekki alltaf í sama skólanum, meiraðsegja hef ég líka kennt nokkur ár í Muggaskóla.”
“Hefurðu kennt eitthvað annað en spádómafræði?”
“Já ég hef líka kennt Jurtafræði, Muggafræði og Talnagaldra.”
“Hvaðan kemurðu?”
“Ég fæddist í Búlgaríu en flutti til Englands fyrir löngu.”
Röðin var komin að Amöndu: “Í hvaða skóla varstu áður en þú komst hingað?”
Prófessor Zernia hikaði aðeins, svo svaraði hún:
“Ég var að kenna í Durmstrang.” Bekkurinn tók andköf, “Ég var þar aðeins í tvö ár, ég sagði upp síðastliðið vor. Ég bara gat ekki verið lengur þarna.” sagði hún. Sumir vörpuðu öndinni léttar. “Alveg hræðilegur staður,” muldraði hún svo, eins og hún væri að tala við sjálfa sig.
Þetta var í annað skiptið í dag sem Amanda heyrði minnst á Durmstrang. Í báðum tilfellunum var sagt að skólinn væri hræðilegur og mjög óskemmtilegur.
“En jæja, nóg komið af spurningum í bili. Í tímanum í dag ætlum við að fara í kínverska spádómsfræði. Já, og eins og þið hafið kannski séð á bókalistanum ykkar, þá er engin sérstök bók fyrir þetta fag nú í ár. Við verðum með mikið verklegt og svo glósið þið bara upp eftir mér. Líst ykkur ekki bara ágætlega á það?”
Flestir kinkuðu kolli og kennsla í kínverskum spádómsfræðum hófts.
Eftir tímann voru allir í góðu skapi og flestir voru ánægðir með tímann.
“Ég held að þessir tímar eigi eftir að vera skemmtilegir í vetur – ég vona það allavega” sagði Lissý.
Amanda var með allan hugann við það hvað prófessor Zernia væri mömmuleg og að hún hafi verið í Durmstrang, svo að hún tók ekki eftir því að hún var næstum búin að ganga á Dumbledore.
“Úps…fyrirgefðu, skólameistari.”
“Allt í fínu lagi, Amanda mín.” sagði hann. “ ég var einmitt að leita að þér. Ég þarf nefninlega að segja þér svolítið. Þetta eru ekki góðar fréttir sem ég hef þér að færa en mér finnst að þú ættir að vita þettta. Búðu þig undir það versta…”
Þið verðið að segja ef ykkur finnst þetta ekki nógu gott. Endilega skrifið einhver comment…það er ekki gaman að skrifa eitthvað sem enginn les - svo ef þetta er alveg hræðilegt, þá verðið þið að segja það svo ég sé ekki að halda áfram að senda inn kafla :o)
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.