Halló allir, takk fyrir öll álitin sem ég fékk þau voru mjög góð og ég vona að þau veri alltaf svona góð. En allavega þá ætla ég ekki að byrja á sögunni með því að tala af mér vitið svo að ég ætla að byrja bara gjörið svo vel:
2. Kafli
Næturgestur og hvít lygi.
Harry opnaði annað augað þegar hann varð var við lætin fyrir utan gluggann hjá honum og umlaði eitthvað ,,Ohh, ég fer ekki til dyra þau geta gert það sjálf.” Hann var greinilega steinsofandi ennþá, og velti sér á magann. Lætin urðu meiri og Harry hrökk upp þegar hann fattaði að það var verið að banka í gluggann hjá honum. Hann lyfti sér upp á olnbogana og leit á klukkuna á náttborðinu.
,,Hálf sex, hvað í….” hann leit á gluggann… og sá uglu fyrir utan. ,,Hedwig, það er mið nótt og þú átt ekki að koma fyrr en ég vakna, og núna er ég sofandi!” Harry stóð upp og opnaði gluggann ,,Hegwig þú… Bianca…?” Bianca flaug inn um opinn gluggann, ,,hvað ert þú að gera hér um hánótt?” Hann settist á rúmið sitt og Bianca sveif niður og settist á öxlina á honum og lyfti annari löppinni upp og Harry sá að það var bréf á löppinni, hann tók bréfið og opnaði það.
Hæ Harry.
Hæ, veistu það var ótrúlega skrýtið en Hedwig kom hérna á fleygiferð klukkan um 3. núna áðan í nótt, og hann goggaði og goggaði á rúðuna hjá mér þangað til að ég opnaði gluggann, ég lá bara í rúmminu mínu og var að lesa Sögu galdrann þegar hann kom hann var í ekkert svo góðu skapi er mér sýndist, hann var eitthvað æstur, og svo þegar ég reyndi að reka hann aftur út á veiðar eða heim til þín þá flaug hann bara upp á skápinn og settist þar að, og hvað sem ég reyndi þá vildi hann ekki fara þegar ég sótti stól, þá flaug hann upp á ljósakrónuna og hann situr þar enn enda gafst ég líka upp og sendi þér því Biöncu til að segja þér að Hedwig er hjá mér ef hann skildi ekki koma heim um morguninn. Og af því að ég sendi Biönku svona seint þá var ég að pæla í því hvort það væri ekki allt í lagi ef hún fengi bara að vera í búrinu hennar Hedwig og þá sækjum við hana bara á sama tíma og þig á morgun. En láttu þetta ekki trufla þér nætursvefninn farðu bara aftur að sofa og við hittumst á morgun.
Kv. Hermione.
,,Auðvitað máttu vera hérna Bianca.” Sagði Harry og klappaði henni á kollinn hann leit niður á bréfið og sá að það var meira skrifað
P.S Takk fyrir að leifa Biöncu að vera, hún myndi ekki nenna að fljúga heim, Ég vissi að þú myndir leifa henni að vera.
Harry brosti, hún þekkti hann of vel. En klukkan var ennþá bara hálf sex og hann lét Ugluna í búrið og hélt áfram að sofa.
,,Harry! Harry! Strákur hvað er þetta vaknaðu núna strax og komdu þér niður og gerðu morgunmatinn!” heyrði Harry frænda sinn kalla í gegnum svefninn. Hann opnaði augun og sá reitt andlit Vernons frænda síns í miðju herberginu. ,,Ég er búinn að öskra úr mér lifur og lungu til að vekja þig og þú sefur eins og dauður! Klukkan er hálf átta og þú ert ekki búinn að gera morgunmatinn!” Harry stundi.
,,Fyrirgefðu frændi ég skal koma niður núna.” Harry settist upp. Vernon hnussaði, og gekk út úr herberginu, Harry klæddi sig og fór niður, þar sat Dursley fjölskyldan við borðið og beið, hún sagði ekkert heldur starði bara illilega á hann og Petunia leit hneikslanlega út í framan eins og hún væri að hugsa að hann skildi nú geta sofið svona yfir sig þegar hann vissi að frændi sinn þyrfti að fara á alvarlegan fund í vinnunni og gæti fengið stöðuhækkun. Harry sagði ekki neitt heldur byrjaði bara að steikja egg og beikon og brauð, hann var enga stund að þessu enda þaulvanur í eldhúsinu sérstaklega af því að hann hafði þurft að byrja snemma að gera þeim morgunmat, um 8. ára. Hann lagði á borð og sótti appelsínusafa og mjólk. Og lét það á borðið, svo settist hann niður og fékk sér sjálfur.
,,Jæja snúllusnáðinn minn, einhver teboð í dag, þú ert svo vinsæll í hverfinu, sætilíusinn minn.” Sagði Petunia við Dudley. Dudley leit upp og brosti.
,,Já mamma mín ég fer í teboð hjá Fernon-fjölskyldunni í dag hún býr í hinni götunni,” hann horfði á bömmu sína og ékk sér sopa af safanum sínum ,,þau buðu mér í teboð í gær eftir að ég hjálpaði litla drengnum þeirra niður úr tré sem hann klifraði upp í.” Útskýrði Dudley fyrir mömmu sinni, sem brosti eins og asni og kleip í kinnina á honum
,,Auðvitað var svona indælum strák eins og þér boðið í teboð,” Petunia skælbrosti út í Dudley ,,þú ert svo góðhjartaður alltaf að hjálpa öðrum hunangsbollan mín.” Vernon ræksti sig og stóð upp frá borðinu.
,,Jæja Mína mín, ég er þá farinn í vinnuna og við vonum bara að allt gangi að óskum,” hann brosti sætt til Petuniu og kyssti hana á kinnina, og klappaði Dudley á kollinn . Svo leit hann á Harry.
,,Og það er eins gott að þú verðir farinn þegar ég kem heim kl. 5. í dag.” Hann hvæsti í áttina að honum eins og villiköttur og brosti svo mjúku brosi til hinna tveggja og fór út.
Harry vaskaði upp og fór upp í herbergið sitt þar sem Bianca beið, hann gaf henni smá fóður og lagðist í rúmmið sitt. Þar lá hann þangað til hann sofnaði.
,,Harry… það er einhver kominn að spurja eftir þér, einhver stelpa.!” Var kallað úr stiganum, það var Petunia, Harry snarvaknaði og hljóp niður, og þar stóð Hermione í dyrunum með sitt úfna hár en aðeins tamdara í mjaðmabuxum og hvítri léttri peysu, hún brosti til hans þegar hún sá hann hlaupa niður stigann.
,,Hæ” sagði hún og fleygði sér um hálsinn á honum. Harry faðmaði hana á móti, glaður yfir að sjá hana, þangað til mamma Hermione kom upp að dyrunum, og þá slepptu þau hvort öðru og Harry tók í hendina á henni og kynnti sig. ,,Harry Potter” Hún brosti til hans og hún kynnti sig sjálfa sem Elísabeth Granger. Harry og Hermione fóru upp og sóttu Biöncu og koffortið hans Harrys.
,,Hedwig situr enn uppi á ljósakrónunni minni, ég veit ekki hvað er að henni, en hún er allavega eitthvað skrítin.” Sagði Hermione. Harry leit á hana þegar þau gengu inn í svefnhebergið, ,,Tja, ekki veit ég hún er kannski eitthvað hrædd en við erum ekkert búin að vera ósátt síðan í síðustuviku mannstu þetta óhapp með teppið.”
Hermoina fór að hlæja. ,,Ójá ég man Hedwig kom til mín og ég veit ekki hvað hún var æst þá, það kallar maður æstan fugl.” Sagði Hermione ,,Hæ Bianca!” sagði hún svo um leið og hún sá Ugluna sína ,,Ooo… rúsínan mín við erum að fara núna og þú þarft ekki að fljúga heim, þú mátt alveg vera í búrinu hennar Hedwig.” Hún tók upp búrið og Harry koffortið sitt þau gengu niður stigan og sáu mömmu Hermione og Pabba hennar bæði í hróknarsamræður við Petuniu þau litu á hvort annað. ,,Jæja mamma eigum við þá að koma” sagði Hermione foreldrar hennar litu við ,,Já bíddu í augnarblik elskan hún er að segja mér frá Dudley syni sínum það er svo gaman að heyra um öll góðverkin hans.” Sagði hún og þau sneru sér aftur að Petuniu sem hélt áfram Harry leit á Hermione þau fóru með dótið hans út í bíl og settust svo inn á grasið í garðinum.
,,Enn hvað Petuniu frænku þykir gaman að segja frá þessum góðverkum Dudleys þar sem hann eiginlega gerir þau ekki hann skáldar þau upp þegar hún spyr hann um Teboð” sagði Harry og leit á Hermione
,,Nú afhverju?”
,, Því að í hann verður að hafa einhverja afsökun afhverju hann er ekki heima á sumum tímum, og það eru tímarnir sem hann og gengið hans eru að lumbra á 10 og 12 ára krökkum.” Hermione horfði á hann hissa.
,,Og lýgur hann að mömmu sinni?” Harry kinkaði kolli og beit í gras sem hann sleit af jörðinni. Síðan leit hann á hana
,,Svo þú segir Dansnámskeið, hvernig er það?” Hún brosir og beit líka í gras.
,,Þetta eru samkvæmisdansar æfingar 5 sinnum í viku en við verðum líka að æfa heima. Dönsum Tangó Salza, Djæf, og alla þessa flottu dansa.” Harry varð hugsi.
,,Ég var einmitt nýbúinn að horfa á einhverja danskeppni sem var í sjónvarpinu þegar ég fékk bréfið frá þér, og þú getur ekki ýmindað þér hvað ég varð glaður að lesa það ekki bara dansinn heldur líka að komast héðan burt.” Hann brosti ,,Ég veit að ég er búinn að vera hérna í tvær vikur, en það er bara tvem vikum of mikið.” Hann lagðist í grasið með hendur fyrir ofan haus.
,,Já ég skil þig, þetta virðist fínt fólk en allt sem ég er búin að heyra um þau og það, þá eru þau bara martröð.” Hermione lagðist líka. Þau lágu saman í grasinu og röbbuðu um hitt og þetta þegar foreldrar Hermione komu loksins út og þau fóru, en áður en þau settust inn í bíl þá kynnti pabbi Hermione sig sem Hermann Granger. Harry kynnti sig líka og svo settust þau inn í bíl og keyrðu af stað.
,,Harry vaknaðu við erum kominn,” Harry opnaði augun og sá engil, engill fyrir framan augun á mér, sniðugt hugsaði hann og reysti sig upp í sætinu og sá að þau voru komin heim til Hermione.
,,Ha?” sagði hann Hermione brosti
,,Þú ert búinn að sofa alla leiðina kjáni komdu inn ef þú ert svona þreyttur þá skal ég sýna þér herbergið þitt þar sem þú átt að vera.” Hann steig út úr bílnum og elti Hermione inn í hús,
,,Vá hvað þú átt heimilislegt heimili,” sagði Harry. Hermione leit á hann með furðusvip
,,Hvað meinaru með því?” Hann leit á hana.
,,Æi, þú veist það er svo þæginlegt að vera hérna.” Hún brosti.
,,Já þú meinar það, skil þig, já veistu ég er alveg sammála þér.”
Hún gekk með hann inn í eldhús. ,,Hérna er Eldhúsið, og beint á móti því er stofan og dyrnar sem eru þegar þú kemur inn af ganginum það er lítið klósett. Svo komum við upp” hún gekk upp stigann ,,hérna er lítil hola sem að hægt er að hafa svolítið kósí í” sagði hún og benti í horn þar sem voru tveir Lazyboy stólar og sófi, og bókahilla. Harry kom ekkert á óvart að sjá þessa bókahillu sem var full af bókum, já og ef þú heldur áfram þá koma þrjú herbergi, það er þitt herbergi sem er þarna innst til vinstri og mitt sem er innst til hægri og þessi hérna hurð er baðherbergishuðin, svo ef þú beygir þá kemur mömmu og pabba herbergi beint á móti.” Hermione þagnaði og leit á Harry og brosti. ,,þá er það komið.. nei æi sagði ég 3. hurðir þær eru náttúrulega fjórar eins og þú sást bara ég gleymi henni alltaf, komdu sjáðu” hún opnaði hurðina og það kom meðalstórt herbergi í ljós ,,Hérna hafði ég alltaf litlu stelpnapartýin mín á veturna, og hérna getum við æft okkur að dansa þó þetta sé ekkert svakalega stórt. Harry leit inn og sá risastóran spepil og benti á hann. ,,Þetta er spgill sem fylgdi húsinu, mamma og pabbi vildu bara ekki taka hann niður þeim fanst hann svo flottur.” Harry horfði inn í herbergið síðan mundi hann
,,Hvar er Hedwig?”
,,Já, komdu hann er inni hjá mér.” Þau opnuðu dyrnar að hebergi Hermione, Þegar Harry leit inn þá sá hann tvíbreitt unglingarúm á miðju gólfinu lítinn bókaskáp fullan af galdrabókum fataskáp fullan af mugga myndum af henni og vinkonum hennar og lítið skrifborð, herbergið var í svona sér stíl gamaldags barokko-stýl eða eitthvað, það var bleikt og hvítt á litin, og þegar Harry leit upp þá sá hann hvar Hedwig svaf rólegur á ljósakrónunni. Harry stundi.
,,Hedwig” Hedwig hrökk upp um leið og hún heyði í Harry. Þegar hún sá hann flaug hún niður af ljósakrónunni og á öxlina á Harry og nartaði í eyrað á honum. Síðan flaug hún að glugganum og goggaði eins og vitlaus í hann þangað til Harry opnaði hann og Hedwig flaug út.
,,Skrítið, hún hefur ekki hreyft sig síðan hún kom í gærkveldið. En hvað um það Hedwig veit að þú ert hér og hlýtur að koma aftur. En langar þig ekki að sjá herbergið þitt?” Harry jánkaði og þau gengu yfir í herbergið hans Harrys sem var beint á móti hennar. Herbergið hans var dökkblátt með tvíbreiðu rúmmi eins og Hermione og náttborð þarna var líka fataskápur og skrifborð og gólfteppi á gólfinu, þetta var ósköp svipað herbergi Hermione en liturinn var ekki eins.
,,Vá, þetta er flott herbergi, stærra en hjá Dursley fjölskyldunni og miklu flottara.” Hann sneri sér að Hermione og tók um mittið á henni með annarri hendinni ,,Takk æðislega fyrir að leyfa mér að vera hjá þér í sumar, feginn að losna frá Dursley fjölskyldunni.” Sagði hann og brosti til hennar hún brosti á móti.
,,Hermione við erum farin í vinnuna, þið tvö hafið bara gaman í dag og hagið ykkur vel.” Kallaði mamma hennar.
,,Já mamma. Bless” kallaði Hermione á móti. Svo fóru þau og Harry og Hermione voru ein eftir í húsinu,
,,Þú veist að fyrsta æfingin er í dag kl. 3. og við þurfum að mæta þá.” Sagði hún honum þegar þau gengu niður stigann til að ná í dótið hans Harry. Harry tók dótið sitt og þau gengu upp aftur.
,,Já.” Hann setti koffortið sitt á rúmið og um leið þá kom Hedwig aftur og Hermione fór til að opna fyrir henni, og þegar Hedwig flaug inn þá sleppti hún spámannstíðindum og þau lentu á gólfinu. Hermione tók Spámannstíðindi upp og sá greyn sem hún hafði áhuga á.
,,Muggi drepur galdramann, Og ugla er vitni.” Las hún það var mynd af morðstað og Ugla sást fljúga hjá. Hermione kveikti strax á perunni. ,,Æi elskan mín komdu hérna. Hedwig flaug til hennar, ,,Ohh, þú þarft nú ekki að vera hrædd þú verður ekki látin koma fram sem vitni, galdramálaráðuneitið ræður fram úr þessu með mugga löggunni þú getur verið róleg. Harry kom inn í herbergi Hermione og heyrði það sem hún sagði.
,,Hvað er að? Var einhver að deyja?” spurði Harry án þess að hafa grun um hversu vel hann hafði giskað á. ,,Já, það var Muggi sem drap galdramann og Hedwig varð vitni hún rétti honum spámanstíðindi.
,,ÆiÆi.” Sagði Harry og klappaði Hedwig. ,,En er nokkuð hægt að fá að borða hérna?” Hermione brosti
,,Já auðvitað geturu fengið að borða, komdu förum niður.” Hermione setti Hedwig í búrið hennar Biöncu þar sem hún var enn í búrinu hennar Hedwig. Og svo fóru þau niður og fengu sér að borða.
Takk fyrir þetta er dáldið langt, þetta er ábyggilega ekki eins góður kafli og hin en þetta batnar allt. Segið ykkar skoðanir helst góðar, en ef það er eitthvað sem ég þarf að laga, þá plís látið mig vita og ég laga það í næstu köflum..
Takk fyrir MioneH