Fyrsti kafli
Það var ekki hægt að segja að Amanda Lockhart væri heppnasta mannveran á jörðinni, hvað varðar fjölskyldumál. Faðir hennar, Gilderoy Lochart, var vistaður á St. Mungos-sjúkrahúsinu vegna minnisleysis. Hann missti minnið fyrir fjórum árum þegar hann var kennari í Hogwarts, hann hafði ætlað að beita nemanda minnisgaldrinum en galdurinn beindist að honum í staðinn. Sérfræðingarnir á St. Mungos sögðu að hann mundi sennilega aldrei ná sér aftur. Móðir hennar, Emily, hafði farið frá Gilderoy fyrir nokkrum árum því henni fannst hann sýna sig of mikið og að hann vekti of mikla athygli hjá kvenþjóðinni. Henni fannst hann gersamlega óþolandi – sem var reyndar rétt. Amanda þoldi hann varla heldur og var því hálffegin þegar hann missti minnið – samt skammaðist hún sín svolítið fyrir að hugsa svona, hann var jú pabbi hennar. Fyrir nokkrum mánuðum hafði Emily verið handtekin og sett í Azkaban-fangelsið fyrir að styðja drápara Voldemorts. Amanda vissi ekkert um hvernig móður hennar leið eða hvort hún væri nokkuð á lífi.
Amanda byrjar núna 4. árið sitt í Hogwarts – skóla galdra og seiða – og er 14 ára gömul. Hún er með dökkbrúnt hár og græn augu sem verða mismunandi græn, eftir því hvernig skapi hún er í. Hún á litla, dökkbrúna uglu sem heitir Jójó sem getur bara ekki flogið beint.
Amanda býr hjá bestu vinkonu sinni, Lissý Brocks, og fjölskyldu hennar í Kent á Englandi. Hún flutti til þeirra þegar faðir hennar fór á St. Mungos. Þá var hún 10 ára gömul.
Árin hennar í Hogwarts hafa ekki verið mjög viðburðarrík en þegar hún byrjaði sitt 4. ár í skólanum gerðist ýmislegt – sumt skemmtilegt og spennandi, annað óhugnalegt og hræðilegt…
—–
Hún hleypur, hleypur hratt, mjög hratt. Hún finnur fyrir illskunni á eftir sér. Hræðslan er að buga hana. Umhverfið leysist upp….Allt í einu stendur hún í miðjum skógi. Það er dauðaþögn allt í kringum hana. Skimar í kringum sig, dauðhrædd við það sem elti hana áðan. Þegar hún rýnir gegnum skógarþykknið kemur hún auga á eitthvað sem glampar, forvitnin vaknar og hún fer og athugar hvað þetta er. Hræðslan er með öllu gleymd. Nú sér hún að þetta er kúla, aðeins minni en Gullna eldingin. Kúlan er dökkgræn – eins og augun hennar – svo breytist liturinn í skærgrænan, svo sefgrænan og loks sægrænan. Hún beygir sig niður til að taka kúluna upp…..
Allt leysist upp aftur og hún vaknar. Enn og aftur þessi draumur. Amanda hafði dreymt þennan sama draum svo oft áður en ekki skilið hann ennþá. Forvitnin var alveg að drepa hana, hvað táknaði þessi kúla?? Og afhverju voru litbrigðin í kúlunni þau sömu og birtust stundum í hennar eigin augum??
Amanda var trufluð af þönkum sínum af skerandi rödd Lissýar:
“Flýttu þér, við erum að verða of seinar.”
“Já, já, ég er að koma,” kallaði Amanda. “Vá, er klukkan orðin svona margt,” hugsaði hún, “Við verðum allt of seinar í lestina. Hvað gerði ég eiginlega við miðann minn?”
“Lissý, hvar er miðinn minn?” kallaði Amanda á móti.
“Ég setti hann í litlu töskuna þína, þessa doppóttu þú veist. Drífum okkur nú út,” sagði Lissý.
Vinkonurnar tvær voru á leiðinni í Skástræti að versla inn það sem þær þurftu fyrir skólann. Bréfið frá Hogwartsskóla hafði komið nokkrum dögum áður með upplýsingum um það sem 4. árs nemar í skólanum þurftu að eiga.
Í lestinni var Amanda óvenju alvarleg og hugsi, hún sem var venjulega svo hress og fjörug.
“Dreymdi þig aftur drauminn í nótt?” spurði Lissý varfærnislega.
Amanda kinkaði kolli.
“Og hefurðu ekki ennþá komist að því hvað hann þýðir?”
Aftur kinkaði vinkona hennar kolli.
“Ég hef alls enga hugmynd um hvað þessi draumur þýðir, hvað hann á að segja mér. Það hlýtur samt að vera eitthvað merkilegt fyrst mig dreymir þetta sama svo oft. Og svo þetta með kúluna…æi, ég er svo forvitin og mig langar svo að komast að því hvað þetta þýðir allt saman.” Amanda var orðin verulega æst.
“Kannski þú ættir að kíkja til Maddömu Vikku í Skástræti og biðja hana um að ráða drauminn. Hún gæti kannski sagt þér hvað hann merkir.”
“Nei, ég held ekki,” ansaði Amanda hugsi. “Ég hef ekki mikla trú á spákonum eins og Maddömu Vikku. Ekki eftir að hafa verið í tímum hjá Trelawney prófessor í spádómafræðum. Kannski ég verði bara að finna út sjálf hvað draumurinn merkir.”
Samtalið varð ekki lengra því nú stöðvaðist lestinn. Vinkonurnar gengu út af King´s Cross lestarstöðinni og tóku stefnuna á Leka seiðpottinn. Þungt og mettað loft streymdi á móti þeim þegar þær opnuðu óaðlaðandi dyrnar að kránni. Þar inni var nokkuð af fólki. Vinkonurnar kinkuðu kolli til þeirra sem þær þekktu þarna; tvær gamlar nornir, klæddar skærlitum skikkjum, þrír fullorðnir galdramenn sem sátu við borð og spiluðu brids og nokkrir krakkar úr Hogwarts.
Þær pöntuðu sér herbergi og slógust svo í hóp með krökkunum. Þarna voru þau Loise, Will, Helen og Mike. Þau voru öll í Gryffindor á 4. ári, eins og Amanda og Lissý, nema Loise sem var í Rawenclaw.
“Nei, blessaðar,” sagði Will hressilega, “það var mikið að þið létuð sjá ykkur. Við vorum farin að halda að þið kæmuð barasta ekki, við vorum eiginlega hætt að nenna að bíða eftir ykkur.”
Amanda og Lissý urðu svolítið móðgaðar á svip.
“Láttu ekki svona Will,” sagði Helen, “auðvitað biðum við eftir ykkur. Þið eruð hluti af hópnum, ekki förum við að skilja ykkur eftir hérna.”
“Auðvitað ekki, en eigum við ekki bara að drífa okkur inn í Skástræti? Mig vantar alveg hræðilega mikið nýjar skikkjur. Þessar eru orðnar allt of stuttar á mig,” sagði Loise með franska hreimnum sínum.
Vinahópurinn hélt þá af stað inn í Skástræti. Þar var allt troðið af Hogwartsnemendum, enda fór Hogwartslestin daginn eftir. Þau þræddu næstum allar búðirnar í Skástræti en forðuðust að fara inn í Hlykkjasund, ekkert þeirra vildi villast þar. Þegar kvöldaði settust þau fyrir framan ísbúð Flourish & Blotts og keyptu sér ís og nutu þess að vera til. Kvöldloftið var stillt og svalt og þau horfðu á sólina setjast, himininn varð fjólublár, því næst bleikur og svo eldrauður.
Amanda tók eftir því að Mike var alltaf að horfa á hana. Hún fann hvernig hún roðnaði. Mike, sá rólegi og yfirvegaði í hópnum. Hann var næstum svarthærður með himinblá augu – hún fann að henni líkaði vel við hann. Amanda hrökk upp úr hugsunum sínum þegar Helena rauf kyrrláta þögnina með óþolinmæði í röddinni:
“Jæja, er ekki einhverjum öðrum en mér farið að verða soldið mikið kalt hérna úti? Eigum við ekki bara að skella okkur inn á Seiðpottinn? Mikið að gera á morgun, þið vitið, ég vil allavega vera vel úthvíld og hress í fyrramálið. Við höfum ekki heimsins mesta tíma til að gera okkur tilbúin og koma okkur niður á King´s Cross.”
Allir samþykktu það og þau gengu hægt í átt að kránni, eins og til að lengja þessa töfrastund, síðasta rólega kvöldið áður en annríki skólans byrjaði.
Loks komust þau inn á Leka Seiðpottinn og skriðu svo hvert inn í sín herbergi, spennt yfir morgundeginum.
Þetta var nú kannski ekki neitt spennandi en ef þetta verður samþykkt, ætti ég þá að koma með framhald??? endilega skrifið einhver comment um þetta…
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.