Þetta er áhugaspuni sem Fantasia og Ninas skrifuðu í gegnum MSN. Þetta á að gerast eftir Hogwarts og verður hann sagður meira frá sjónarhorni Harrys, Rons eða Hermione til skiptis. Vonandi munuð þið hafa gaman að þessu, þá er ekki spurning um að annar og þriðji kafli skjótast á milli okkar :)

Góða skemmtun,
Fantasia og Ninas

Eftir endalokin~1. kapítuli~ Hermione


Hermione sat og starði útum gluggann. Hún var með tárin í augunum, hún gat ekki trúað að þetta væri að ske.
Þegar að Viktor hafði bundið enda á samband þeirra 7 mánuðum áður og sagt hann hefði kynnst annarri stelpu sem hann elskaði meira, þá hafði hún ekki haft trú á því að það samband entist. Nú sat hún hér, ein uppí á gluggasyllu í litlu íbúðinni sem hún hafði keypt þegar hún lauk námi í Hogwarts,og las bréf sem hún hafði fengið fyrr um kvöldið með fallegri snæuglu. Það var boðskort í brúðkaup Viktors og Alice.
Hermione heyrði að einhver bankaði á dyrnar hjá henni. Hún nennti ekki að svara, þetta var hvort eð er Ron sem er hvort eð mjög ánægður með sambandsslitið.
“Hermione hleyptu mér inn!” þetta var Harry.
“já…”
“Allt í lagi svo sem…”
Hermione stóð hægt upp og þurrkaði mestmegnis af tárunum um leið og hún opnaði dyrnar. Hún og Harry höfðu ekki haft mikinn tíma til að hittast vegna skyggnisskólans sem Hermione ætlaði í eftir ár.
“Hermione, hvað er að?”
Hermione sagði ekki neitt heldur labbaði að sófanum og settist.
“Hermione, er það Viktor?”
“Þú veist að hann sagði mér upp fyrir sjö mánuðum?”
Harry hristi hausinn. Hermione hafði aldrei náð að segja honum það.
“Jæja, Viktor sagði mér upp og núna ætlar hann að fara að gifta sig!”
Harry settist hjá henni og strauk á henni hárið.
“Og það er ekki allt.”
“Þau vilja endilega að ég verði brúðarmær, ‘þar sem ég er svo náinn fjölskyldu vinur’!” Hermione lagðist þéttar upp að Harry og grét með þungum ekka.
Hermione tók eftir því að skikkjan hans Harrys var næstum því orðin gegnblaut af tárum.
“Hermione, ekki taka þetta svona nærri þér. Hann er ekki nærri því nógu góður fyrir þig!”
Harry brosti til hennar og Hermione fór að dást að því hve augun hans voru falleg
“Þú ert með fallegustu augu sem ég hef séð,” sagði hún varlega. Harry horfði á hana og brosti. Hermione tók eftir því að Harry roðnaði dálítið. Hún vissi að hann hafði aldrei verið laginn með stelpur
“Harry!”
“Hvað?”
“Þú ert svo… hjálparlaus þegar kemur að stelpum!” Hermione brosti á bak við tárin.
“það er víst rétt.” Harry brosti til hennar og strauk henni létt um vangann en hann fór greinilega aðeins hjá sér.
“Kannski þú hjálpar mér að laga það örlítið?” Þetta var frekar fullyrðing en spurning. Harry laut fram að henni og kyssti hana létt á varirnar. Það var salt bragð af þeim eftir öll tárin.
Það var eins og Harry áttaði sig á því hvað hann hafði gert því skyndilega stökk hann á fætur og eldroðnaði. “Ehh…ég verð að fara! Ég lít inn til þín á morgun Herm.”
Hermione horfði á eftir honum.
“Harry ekki fara!” sagði Hermione. “Hemill!” Hún stöðvaði hann áður en hann náði að fara að dyrunum.
“Ég vil ekki vera ein, ekki núna.”
“Þú ert ekki ein!”
Harry faðmaði hana að sér. “Þú hefur aldrei verið ein og þú munt aldrei vera ein!”
“Af hverju viltu þá ekki vera hjá mér?” spurði Hermione.
Harry horfði á hana þar sem tárin runnu niður kinnarnar. Hann hafði aðeins séð hana einu sinni svona, þegar hún frétti að móðir hennar hafði verið myrt af
Voldemort.
“Ég…Öhh, sko…” Harry stóð þarna og hélt um hana á miðju gólfinu um leið og hann leitaði réttu orðanna.
“Ég er hræddur.”
“hvers vegna ertu hræddur?” Hermione var undrandi á svip.
“Ja, aðallega út af tvennu,” Harry horfði á nefið hennar sem var fínlegt og krúttlegt.
“Hverju?”
Harry hélt henni þétt að sér og bjóst til að svara, en í sama mund og hann opnaði munninn var bankað harkalega á dyrnar.
“Hermione!”
“Þetta er Ron! Viltu hleypa mér inn? Gerðu það! Ég meinti ekkert með þessu!”
“Hvað er núna að gerast?” spurði Harry. Hermione roðnaði.
“Þú kannt bara ekkert á stráka,” sagði Harry og kímdi.
“Ha! Ég kann víst á stráka! Þú sérð það bara sjálfur! Ég og Viktor vorum nú saman í ein…” hún áttaði sig á því hvað hún hafði næstum látið útúr sér og brast aftur í grát.
Bankið á hurðinni magnaðist. “Hermione! Hvað er í gangi þarna inni? Er einhver hjá þér eða ertu bara þarna ein með sjálfri þér?”
“Harry er hérna,” sagði Hermione og fór til að opna dyrnar. “Við vorum eiginlega að fara að fara til þín.”
“Ó,” sagði Ron. “Það er eiginlega ekki hægt að fara til mín.” Þegar Hermione opnaði dyrnar kom í ljós rauðhærður, hávaxinn maður sem að einhverjum ástæðum var eldrauður í framan.
“Af hverju?” spurði Harry og horfði á hann með ásökunarsvip.
“Ja, sko, hérna…” Ron tvísteig vandræðalega meðan hann var að reyna að finna réttu orðin. Rétt eins og hann hafði gert í Hogwarts.
“Er hún hjá þér?” var Harry fyrr til að spyrja og glotti til hans.
“Hver? HVER?” spurði Hermione æst.
“Já Ron, er hver hjá þér?” Harry glotti.
Ron var núna eins og eldrauður og ofþroskaður tómatur í framan.
“Æi, enginn,” sagði Ron og leit svo langt niður á skóna að Hermione hélt að hann ætlaði barasta að fara í gegnum þá.
“Best þá bara að fara,” sagði Ron og tilfluttist í burtu.
“Hvað var hann að tala um?” Hermione var eins og eitt spurningamerki í framan.
“Skiptir ekki máli,” sagði Harry og labbaði aftur að sófanum. “Ég verð víst að vera.”
“En…!” Hún vissi ekki hvað hún átti að halda.
“Hermione. Við erum að tala um þig núna, hugga þig manstu? Ekki Ron.”
“Hermione, þú ert hræðileg ísvona málum líka,” Harry sleppti henni og settist í sófan. “Hvað ætlarðu að gera í kvöld?”
“Ég ætla að farast úr ástarsorg,” sagði Hermione. “Nema ef þú verður hjá mér.” Hún gekk að Harry og kyssti hann á varirnar
“Ég held það væri ekki viturlegt Herm.”
Hermione sagði ekki neitt heldur fór inn í eldhús og galdraði fram tvo ísbakka með banönum og súkkulaði sósu út úr ísskápnum
“Eða, jú kannski,” sagði Harry þegar hann sá ísinn. Hermione brosti lúmskulega með sjálfri sér.
“jæja,” sagði Hermione þegar hún settist hliðina á honum. “Hvað hefurðu verið að bralla?”
“Ja… ég hef í það minnsta haft nóg að gera,” Harry andaði djúpt aðsér eins og hann væri aðfarast úr þreytu.
“Jæja, þreyttur?” Hermione brosti. Hún hafði rekið eftir honum og Ron í sjö ár í Hogwartsskóla og vissi vel að hann var ekki mikið fyrir námslegt erfiði. Allt annað en það.
“Það er búið að vera undarlega erfitt, ekki bara svona bóklegt heldur líka andleg
og líkamleg þjálfun sem skiptir miklu og svo er eitt mál sem hefur verið ofarlega í huga margra. Það er eitthvað að gerast.”
Hermione leit undrandi á hann.
“Hvað er það?” Hermione var eins og stórt spurningamerki í framan.
“Draco er horfinn.”
“Ha! Draco, þú átt við Draco Malfoy er það ekki?”
“Jú…”
“Horfinn, hvað meinarðu með horfinn?”
“Horfinn, gufaður upp, finnst ekki…”
“Bíðum nú við, Hvernig getur það staðist. Hann var á okkar hlið undir lokinn ekki satt?”
Harry hristi hausinn hægt.
“Það hefur aldrei veri hægt að treysta á hann. Hann fer sínar leiðir, Hættu að brosa!”
Hermione gat ekki varist brosi þegar hann sagði að fara sínar eigin leiðir.
”Allt í lagi, haltu áfram.“
”Hann hvarf, við erum hrædd um að… um að…“
”Um að hvað?“ Spurði Hermione spennt
”Um að hann hafi ætlað sér að enda ætlunarverk Voldemorts. Eða eitthvað þar af verra.”
Hermione horfði stjörf á Harry.
“Þér er ekki alvara”
“Ég er hræddur um það.” Harry hikaði
“Það er eiginlega ástæðan að ég kom hingað í dag. Ég var beðinn um að biðja þig um að koma og aðstoða okkur við þetta.”
“En…en…ég er ekki í skyggninámi, eða ég er búin að sækja um næsta ár. En ég er ekki byrjuð!”
“Þú varst ein af lykilmönnunum í baráttunni gegn Voldemort og átt stóran þátt í því að það tókst að yfirbuga hann svo það var haldinn einhver leynilegur fundur og ákveðið að þér yrði boðið að koma og taka þetta sem hlut af náminu…”
“já en..” Hermione var stjörf. “Ég veit ekki… ég vil ekki… Hvað þarf að gera?”
“Það er enn óljóst,” sagði Harry fagmannlega. Harry leit flóttalega út um gluggann stóð svo upp og dró fyrir.
“Við verðum að fara í flýti.” Harry horfði á hana með alvarlegum augum. Hermione trúði ekki hvað væri að fara að gerast. Þau heyrðu umgang frammi á gangi og um leið og það seinasta sem þau heyrðu áður en þau tilfluttust burt var þegar hurðin inn í íbúðina var brotið upp með öflugri galdraþulu.


Takk fyrir okkur,
Ninas og Fantasia