Vá, ég var að fatta að síðustu fjórir kaflar hafa í allt verið 20 síður! Venjulega skrifa ég ekki meira en 14 eða eitthvað! En allavega, ég hef ákveðið að sleppa öllum línum með hráu brauði eða áleggslausu brauði eða hvað sem fólk vill kalla það, í þessum kafla.

Harry Potter og fjöðrin 5. kafli

,,Vá! Við erum komin til Fogville!” Hermione tók andköf af hrifningu þegar hún leit yfir strætið. Þetta var fallegur bær, og á um tíumínútnafresti heyrðist hviss og nokkrir galdramenn eða nornir birtust í næsta götuhorni. Harry leit á krána fyrir framan sig
,,Drekaöl, hvernig nafn er það?” sagði hann
,,Það er svona nafn eins og er notað á eina krá í Noregi, þú skilur”sagði Hermione kaldhæðnislega
,,Já þannig” sagði Harry og leit líka í kringum sig. Þarna var Qudditch búð á horninu, hún hét Spilað á kústa, og handan við götuna var búð sem ákveðinn spádómsfræðikennari í Hogwarts hefði verið hrifin af, Harry gekk framhjá Spáð í spilin og inn í Spilað á kústa, Hermione og Ron komu á eftir honum,
,,Eigum við ekki að byrja á að koma okkur fyrir á hótelinu?” spurði Hermione, en um leið og Harry og Ron höfðu gengið inn þá hafði heilinn í þeim hætt að starfa. Fyrir framan þá inní löngu glerbúri var kústur, skaftið var skarpt og hárin aftan á óvenju snyrtileg og straumlínulöguð.
,,Vá! Þetta er Eldingin, nýjasti kústurinn á markaðnum, hann er ekki einu sinni kominn í Quidditch gæðavörur í Skástræti! Rosa langar mig í svona!”sagði Ron og strauk hendinni eftir glerbúrinu.
,,Strákar, eigum við ekki að koma?” sagði Hermione óþreyjufull og stappaði niður fætinum. Harry sussaði á hana og horfði á kústinn með stjörnur í augunum, svona eins og unglingsstrákur horfir á glænýja blæjubílinn sinn. Augu Harrys runnu af kústinum og niður á verðmiðan. 350 galleon! Það var rán! Auðvitað var þetta besti kústur í heiminum og öll landsliðin voru á biðlista fyrir að fá svona. En þetta var RÁN!( Ég veit reyndar ekki alveg hundrað % hve mikið svona kústar kosta, en ég miða bara við að krukka af drekalifur kostar eitt galleon og konunni fannst það vera rán).
,,Vá, éf fæ ekki svona fyrr en hann verður löngu úreltur”muldraði Ron sem hafði einnig skoðað verðið,
,,Langar ykkur virkilega í þetta…þetta…þennan hlut!”sagði Hermione og horfði með viðbjóði á kústinn( hún hafði aldrei verið neitt sérlega góður flugmaður og var ekki beint vel við kústa)
,,ÞENNAN HLUT?”Hrópaði Ron ,,Þetta er Eldingin flottasti kústurinn fyrr og síðar, allavega fyrr!”
,,Sammála” sagði Harry
,,En Harry, þú átt alltaf þennan Þrumufleyg þinn, afhverju viltu þessa Þrumu eða hvað sem þetta nú heitir?” sagði Hermione
,,Þetta heitir Eldingin og ég vil hana því það gæti trúlega veitt Griffindor liðinu Qudditch-bikarinn nokkur ár í röð!”sagði Harry
,,Eins og Þrumufleygurinn hefur verið að gera?” sagði Hermione
,,Einmitt og þannig kúst vil ég fá!”sagði Harry
,,En fyrst þú átt Þrumufleyginn þá áttu þannig kúst” sagði Hermione glettnislega
,,Æ, skiptir ekki máli. Förum að skoða eitthvað annað hérna” sagði Ron
,,Nei, strákar! Við verðum að fara á hótelið og koma okkur fyrir! Við ætlum að ganga yfir Egopols-fjallgarðinn eftir tvo daga!”sagði Hermione æst
,,róaðu þig maður, þú lætur eins og líf sé í veði” sagði Ron
,,Það er kannski líf í veði”sagði Hermione
,,Nei það er ekki líf í veði” sagði Ron pirraður ,,Komdu, við skulum þá fara á hótelið fyrst þú endilega vilt”
Þau gengu út úr búðinni og búðareigandinn sem hafði staðið bakvið afgreiðsluborðið horfði vonsvikinn á eftir þeim.
Þegar þau voru komin út undir bert loft á þessum æðislega degi, tók Hermione stefnuna á fallegt hótel sem hét Hótel Fermington,
,,Það er hérna” sagði Hermione og gekk inn. Þetta var nokkuð stór forsalur á við hinn enda hans var hvítt marmara skrifborð, gólfið og veggirnir voru úr gljáfægðum og lökkuðum við. Þau gengu beint að skrifborðinu. Á bak við það sat ungur maður,
,,Jack Fermington heiti ég, get ég aðstoðað?”sagði maðurinn
,,Fermington? Átt þú þetta hótel?” sagði Ron
,,nei, ekki ég heldur faðir minn. En get ég aðstoðað?”sagði Jack brosandi
,,Eh, já, við eigum tvö herbergi stimpluð herbergi á Hermione Granger”sagði Hermione
,,Já, þannig”sagði maðurinn, tók stóra skruddu úr skúffu á skrifborðinu og sagði hátt og skýrt ,,Hermione Granger” það kom smá vindgustur, bókin opnaðist og fór að fletta sjálfri sér. Loks stoppaði hún á blaðsíðu sem hafði fyrirsögnina 3. júlí. Þar stóðu öll nöfnin á fólkinu sem áttu pantað herbergi 3. júlí. Nokkuð ofarlega á listanum stóð Hermione Granger snyrtilegri skrautskrift.
,,Það er rétt hjá ykkur. Ég skal kalla á Unu og hún mun fylgja ykkur til herbergis” sagði Jack, rétt áður en ung kona tilflutist við hlið hans,
,,Halló, ég heiti Ungerlynopia Crister, en þið megið bara kalla mig Unu”sagði konan skælbrosandi
,,Halló, ég heiti Ronald Wealsey, en þú mátt kalla mig Ron”sagði Ron brosandi
,,Hermione Granger heiti ég”sagði Hermione og tók í hendina á Unu
,,Harry”sagði Harry, hann vildi ekki lenda í basli með því að segja eftirnafn sitt
,,Hvert er eftirnafn þitt ljúfur? Ég sagði þér mitt” sagði Una
,,Hann heitir Blotts” sagði Hermione snögglega sem nennti greinilega ekki heldur að standa í þessu ,,Gvöð þetta er Harry Potter” veseni.
,,Já, hann heitir Harry Blotts, það er nú ekki eins og þetta sé Harry Potter” sagði Ron, Harry traðkaði ofaná tána á honum
,, Á ég að segja ykkur dálítið, frænka mín hún Rosmetta, hún vinnur á Þrem Kústum sem er krá í Hogsmade, held ég að það heiti, í Englandi, og hún hefur séð Harry Potter oft og mörgum sinnum þegar hann kemur í helgarferðina frá Hogwarts skóla, ég þori að veðja að þið hafið ekki séð hann, allavega ekki í svona mikilli nálægð eða þá svona oft!”sagði Una,
,,Ó, viltu veðja?”sagði Ron
,,Já, endilega”sagði Una
,,hve miklu?”spurði Ron
,,Hvað segirðu um 100 galleon?” sagði Una
,,Áttu svo mikinn pening?” spurði Ron
,,Já, en það skiptir ekki máli, ég er bara að fara að vinna mér inn 100 í viðbót” sagði Una
,,Allt í lagi, Harry, upp með toppinn”sagði Ron. Harry horfði ásakandi á Ron en Una starði á Harry
,,Thu, þetta er ekki Harry Potter, já , upp með toppinn Harry Blotts”sagði Una, nauðugur viljugur lyfti Harry upp toppnum og hlustaði á Unu taka andköf
,,hundrað galleon,takk”sagði Ron, Una rétti honum það treglega ,,Harry, hérna, þú mátt fá helminginn”
Harry tók við 25 galleonum en skildi hinn helminginn af helmingnum sínum eftir,
,,Getum við ekki bara farið upp í herbergi?”spurði Hermione sem hafði staðið og horfði á.
,,Ert þú í alvöru Harry Potter?”spurði Jack hissa
,,Nei, hann er Djákninn af Myrkrá, hver annar?” sagði Hermione önug og reyndi að fá Unu til að fylgja þeim upp
,,Hver er Djákninn af Myrkrá?” spurði Harry áhugasamur
,,Æ, lesiði aldrei neitt? Vitiði hvaða land Ísland er?”spurði Hermione
,,Eh, nei, jú, kannski” sögðu strákarnir
,,Skiptir engu, Djákninn var þaðan” sagði Hermione ,,Viltu vera svo væn að fylgja okkur upp Ungerlynopia Crister?”
,,Eh, já, ætli það ekki”sagpi Una. Hún gekk upp með farangurinn svífandi á undan sér og krakkana á eftir sér. Stiginn var úr marmara eins og flest annað, hann var lagður þykku, mjúku teppi. Á eftir honum var nokkuð langur gangur með dyr til allra handa. Á þriðju dyrunum stoppaði Una, sneri lykli sem hafði rétt í þessu byrst í hendinni í skráargatinu, opnaði hurðina og rétti Hermione lykilinn.
,,Hérna er herbergið þitt frú, pantaðir þú ekki annars tvö?” sagði Una
,,Jú, eitt fyrir mig og eitt fyrir þá” sagði Hermione
,,Fínt, á ég að sýna þér hvernig þetta er?” spurði Una
,,Nei takk”sagði Hermione
,,Allt í lagi, drengir, vinsamlegast fylgið mér” sagði hún, snerist á hæli, gekk á undan strákunum aðeins innar, með helmingi minni farangur á undan sér en áður, og stoppaði við fjórðu dyr hinum megin á ganginum
,,Hérna sofið þið”sagði hún eftir að hafa opnað hurðina, sett farangurinn inn og rétt Ron lykilinn , ,,á ég að sýna ykkur herbergið?”
,,Nei takk” sagði Harry kurteisilega. Una stóð þarna eilítið lengur eins og hún væri að vonast eftir einhverju, en eftir nokkra stund gekk hún út. Það mátti heyra inn í herbergi strákana þegar hún sagði nokkuð hátt ,,Þessir útlendingar gefa ALDREI þjórfé!”
Þeir spáðu ekkert í því vegna þess að allur hugur þeirra var við herbergið. Það var álíka jafnstórt og þakíbúð á stóru hóteli, þrátt fyrir að það væri bara meter milli dyra á herbergjunum fyrir utan. Þetta var svíta með arni, risastórum sófa, mínibar og þess háttar. Hann leit í kringum sig og sá að augu Rons voru föst á einhverri skífu á veggnum. Harry leit á hana. Á henni stóð tvennt ,,Höll” og ,,Skáli”. Harry sá að örin á skífunni benti á ,,höll” hann tók um örina og sneri henni á ,,skáli”. Það kom blindandi ljós sem entist í nokkrar sekúntur, en síðan gátu þeir aftur litið í kringum sig.
Umhverfið hafði breyst. Þeir stóðu núna í jafnstóru herbergi, á nákvæmlega sama staðnum á réttu hóteli, en herbergið leit ekki eins út. Í staðin fyrir marmara veggina, ofvaxna sófan og allt það, var komið lakkað viðargólf og veggir, gluggarnir voru bogadregnir og arininn var orðin eins og þessir stóru snarkandi sem maður sér í bíómyndum hjá fólki sem á heima í fjallaskála. Einhvernveginn líkaði Harry þetta umhverfi betur. Þeir gengu að arninum og inn um dyr hliðina á honum. Það var borðstofan og inn af henni var stórt eldhús. Í hinum endanum, beint á móti arninum, voru tvö svefnherbergi, bæði með sér klósetti. Þetta var himnaríki.
Um kvöldið, eftir að hafa borðað kvöldmat og skoðað hótelið almennilega, ákváðu Ron og Harry að heimsækja eina stelpu sem hafði eitt sinn verið með risastórar tennur, inn í hennar herbergi. Í stað þess að banka gengu þeir beint inn. Eftir að hafa kíkt inn í eldhús fundu þeir hana í svefnherberginu, hún hafði ekki tekið eftir þeim því hún var sokkin ofaní bók, Harry ætlaði að opna munninn til að heilsa en var þá litið á titil bókarinnar ,,Flugdýr í norskum fjöllum-eftir Roberto Carlos”
Í staðinn fyrir að segja þetta venjulega ,,hæ” opnaði hann munninn og hreytti útúr sér
,,Er eitthvað sem við þurfum að vita?”
,,Hermione hrökk í kút, hún leit á strákana og var ekki lengi að loka bókinni og stinga henni undir koddann í von um að þeir hefðu ekki lesið titilinn
,,Hvað var þetta?” spurði Ron
,,Ekkert, alls ekkert”sagði Hermione flóttalega
,,Hermione…” sagði Harry ógnandi
,,Þetta var ekki neitt, hvað segiði gott?”hún reyndi að snúa útúr, ekki góðs viti
,,Hermione, við erum ekki heimskir, ,, flugdýr í norskum fjöllum”? það er ekkert mikið athugavert við það en hvernig þú lætur breytir þeirri skoðun…”sagði Harry
,,Okei, okei. Þá það. Það var ástæða fyrir því að ég vildi fara hingað. Það er nefnilega þannig að það eru til dýr sem heita hæklar, það eru sko svona dýr sem líta út einsog tígrisdýr, nema það að þeir eru með vængi og geta flogið. Hæklar eru í útrímingarhættu en ég held að ég hafi fundið leið til að bjarga þeim, en þá verð ég að komast nálægt þeim, og þeir sko lifa eiginlega bara…”sagði Hermione
,,bara hvar?”spurði Harry
,,í Egopols-fjallgarðinum”


Jæja, þetta var heldur lengi að koma, en ég ákvað að reyna að koma þessu eitthvað af stað svo það hætti ekki allir að nenna að lesa þetta.
Kv.Sungirl
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*